Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skýringar koma eft- ir helgina GUÐMUNDUR Árni Stefáns- son, varafonnaður Alþýðu- flokksins, hefur tilkynnt, að hann muni á blaðamannafundi á mánudaginn skýra þau mál sem hann hefur verið gagn- rýndur fyrir síðustu daga. Hann er að ljúka við gerð skýrslu um þessi mál, sem hann ætlar að leggja fram á fundinum. „Eg mun með mjög ítarleg- um hætti gera grein fyrir öllum þeim álitamálum sem hafa verið um mig og min störf í fjölmiðl- um að undanförnu," sagði Guð- mundur Árni. Slökkviliðið kom upp um brugg UPP komst um brugg í íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi í Breiðholti þegar slökkvilið var kallað til vegna vatnsleka í íbúð á þriðju hæð hússins. Slökkviiiðsmenn sáu brugg- tæki í íbúðinni og kölluðu til lögreglu. I íbúðinni fundust 490 lítrar af gambra og tæplega' 160 lítrar af landa. Gambranum var hellt riiður og landinn, tæki og tól gerð upptæk. Ránið upplýst RANNSÓKN á ráni í verslun Nóatúns við Kleifarsel á þriðju- dagskvöld, þar sem starfsfólki var m.a. ógnað með hnífi, er lokið og máiið upplýst. Fjórir piltar, einn 15 ára, einn 16 og tveir 17 ára áttu aðild að málinu. Piltarnir verða í gæsluvarðhaldi fram á miðviku- dag. Félagsmálaráðherra um hækkun ríkisábyrgðargjalds Kallar á hækkun Morgunblaðið/Kristinn húsbréfavaxta GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, félagsmálaráðherra, segist hafa miklar efasemdir um að rétt sé að hækka ríkisábyrgðargjald húsbréfa um 0,2%. Hann segir að hækkunin muni leiða til nækkunar vaxta á húsbréfum. Fjár- málaráðherra krefst þess að gjaldið verði hækkað áður en nýr flokkur húsbréfa verður gefinn út. „Ég vil skoða hugmyndir um hækkun ábyrgðargjaldsins mun bet- ur. Ég hef áhyggjur af því að þetta leiði sjálfkrafa til vaxtahækkunar þannig að vextir húsbréfa sem hafa verið 5% fari í 5,2%,“ sagði Guð- mundur Árni. Guðmundur Ámi sagðist hins veg- ar geta fallist á hugmyndir fjármála- ráðuneytisins um frekari breytingar á greiðslumati. Verið væri að fara yfir það mál og kvaðst hann vænta þess að niðurstaða fengist um heig- ina. Hann sagði að samkvæmt mati ráðuneytanna gætu þessar hugmynd- ir dregið úr húsbréfaútgáfu um 10%. „Ég heid að það sé skynsamlegt fyrsta skref að taka á málunum með þeim hætti.“ Fjármálaráðherra segir að nýr hús- bréfaflokkur verði ekki gefínn út fyrr en lánsfjáraukalög hafa verið sam- þykkt á Alþingi. Þing kemur saman 1. október og segir hann að frumvarp sem heimilar útgáfu nýs húsbréfa- flokks verði lagt fram í_upphafi þings. Morgunblaðið/Júlíus SJÖ voru fluttir á slysadeild eftir árekstur sem varð á gatnamót- um Sæbrautar og Skeiðarvogs í gærdag. Tuttugu árekstrar á sjö tímum í Reykjavík SJÖ voru fluttir á slysadeild í gær með áverka sem þeir hlutu í umferð- arslysum. Frá hádegi og fram undir kvöld urðu 20 árekstrar í Reykjavík, þar með talin tvö áðurnefnd slys. Eignatjón skiptir milljónum. Flytja þurfti sex á slysadeild eftir að tveir fólksbílar skullu saman rétt fyrir klukkan fjögur á gatnamótum Sæbrautar og Skeiðarvogs. Tækja- bíll slökkviliðs var kallaður til en ekki kom til þess að þyrfti að nota hann. Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar um fimmleytið. Að sögn Rúdolfs Axelssonar aðal- varðstjóra hjá lögreglunni í Reykja- vík virtist vera óvenjumikið stress í umferðinni í gær og beinir hann því til fólks’að gá vel að sér. Sameining Eintaks og Pressunnar Stefnt að útgáfu nýs blaðs 3. október STEFNT er að því að nýtt blað sem leysi af hólmi Pressuna og Eintak komi út í fyrsta skipti þarnæsta mánudag, hinn 3. október, að sögn Kristins Albertssonar sem verður framkvæmdastjóri þess. Hann seg- ir ekki reiknað með að nöfn fyrr- nefndra vikublaða verði notuð, en ótímabært sé að greina frá því heiti sem komi til greina. Jóhann Óli Guðmundsson, for- stjóri Securitas, og einn þeirra sem að stofnun blaðins standa, segir að fleiri hluthafar standi til boða en þörf sé á. Páli boðinn ritstjórastóll Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Páli Magnússyni, fyrrum útvarpsstjóra íslenska út- varpsfélagsins, verið boðinn ritstjórastóll á nýju blaði við hlið Gunnars Smára Egilssonar, sem ritstýrt hefur Eintaki, en málið mun ekki frágengið. Jóhann Óli stað- festi í samtali við Morgunblaðið að ritstjómarstefnu blaðsins sé ætlað að vera á töluvert öðrum nótum en Pressan og Eintak sálugu fylgdu. Kristinn M. Þorkelsson Maðurinn sem lést MAÐURINN sem lést í vinnuslysi á hjólbarðaverkstæði Eimskipafélags- ins við Sundahöfn í fyn-adag hét Kristinn M. Þorkelsson til heimilis í Blikahólum 2 í Reykjavík. Hann var 36 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Sjötíu fer- metra vegg- spjald AÐSTANDENDUR kvikmyndar- innar Skýjahöllin, sem frumsýnd verður næstkomandi fimmtudag, hafa brugðið á það ráð við að kynna myndina að láta prenta 70 fermetra veggspjald, sem þeir segja það stærsta sinnar tegund- ar í heiminum. Veggspjaldið ætla þeir að setja í dag á nýbyggingu á horni Borgartúns og Kringlu- mýrarbrautar. FIA boðar verkfall hjá Flugfélaginu Atlanta „Flug Atlanta stöðvað með öllum ráðum“ mannafélagið sé fullkomlega bær aðili að kjarasamningi, enda séu réttindi manna á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi stað- fest bæði í stjórnarskrá og í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. „Verkfallsboðunin nú er að mínu mati hótun um atlögu að þessum grundvallarréttindum, og ég lýsi furðu minni á að FÍA telji sig hafa einhvers konar eignarrétt á mönn- um, sem hugsanlega hafa einhverþ tímann sótt um aðild að því félagí. Það samrýmist illa nútíma sjónar- miðum um félagafrelsi og mann- réttindi, en er á bóginn mál sem FÍA verður að eiga við einstaka félagsmenn innan Fijálsa flug- mannafélagsins en ekki við Atl- anta,“ segir Hreinn. STJÓRN og trúnaðarmannaráð Félags íslenskra atvinnuflugmanna ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að boða til verkfalls flugmanna hjá flugfélaginu Atlanta frá og með hádegi hinn 10. október nk. Gildir verkfallsboðunin fyrir allt flug Atlanta til og frá íslandi, en nær ekki yfír verkefni þeirra á erlendri grund. Tryggvi Baldursson, formaður FÍA, segir að náist ekki samningar við Atlanta um gerð kjarasamn- ings fyrir flugmenn FÍA hjá fyrirtækinu fyrir boðað verkfall, verði „reynt með öllum ráðum að stöðva flug fyrirtækisins". Hann kveðst telja verkfallsboðunina ná til mikils meirihluta flugmanna hjá Atl- anta, þar sem FÍA telji úrsögn þeirra úr félaginu ólögmæta. FÍA hefur síðan 1993 gert ítrek- aðar kröfur á hendur Atlanta um gerð kjarasamnings. Fyrirtækið hefur ekki ljáð máls á þeiiri ósk, en bauðst til þess í ágúst sl. að gera persónubundna ráðningar- samninga við flugmenn sína, ef til þess kæmi að flugmenn yrðu teknir inn á launaskrá fyrirtækisins. Taldi Atlanta slíkt fyrirkomulag tryggja betur starfsemi sína og starfsöryggi flugmanna en gerð kjarasamnings við FÍA. Hinn 14. september síðast liðinn var síðan formlega gengið frá stofnun nýs stéttarfélags, Frjálsa flugmannafélagsins, ep að því standa 23 íslenskir flugmenn á flug- vélum Atlanta. Sex flugmenn Atl- anta standa utan félagsins. Tveimur dögum eftir stofnun FFF ákváðu forráðamenn Atlanta að verða við ósk stjórnar FFF um gerð kjara- samnings, með fyrirvara um sam- þykki félagsmanha. „Atlaga að grundvallarréttindum" „Þessi verkfallsboðun vekur furðu þar sem FÍA hefur ekkert með okkar mál að gera, og telur lögfræðingur Fijálsa flugmannafé- lagsins ekki neinn lagalegan grundvöll fyrir því að verkfallið verði að veruleika," segir Jón Grímsson, varaformaður FFF. Hreinn Loftsson, lögmaður Flug- félagsins Atlanta hf., segir að ekki verði annað séð en að Ftjálsa flug-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 217. tölublað (24.09.1994)
https://timarit.is/issue/126708

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

217. tölublað (24.09.1994)

Aðgerðir: