Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNEA GUÐRUNMAGNUS- DÓTTIR OG PÁLL PÁLSSON + Magnea Guð- rún Magnús- dóttir fæddist í Þykkvabæ í Land- broti 21. nóvember 1900 og lést á Kirkjubæjar- klaustri á Síðu 17. september 1994. Foreldrar Magneu voru Magnús Hansvíumsson, f. 1870, d. 1909, og ’ Guðríður Sigurðar- dóttir, f. 1877, d. 1963. Systkini Magneu voru Þór- anna, f. 1900, d. 1985, gift Hall- grími Jónssyni, f. 1900, d. 1983; Sigurður, f. 1903,^ d. 1957, kvæntur Níelsínu Ó. Daníels- dóttur, f. 1913, d. 1993, og Guðjón, f. 1908, d. 1993. Páll Pálsson fæddist einnig í Þykkvabæ í Landbroti 4. júlí 1901 og lést á Kirkjubæjar- klaustri á Síðu 5. september 1991. Foreldrar hans voru Páll Sigurðsson, f. 1876, d. 1939, og Margrét Elíasdóttir, f. 1871, d. 1922, sem bjuggu allan sinn búskap í Þykkvabæ. Systkini Páls voru Gyðríður, f. 1897, d. 15. maí 1994, gift Helga Jóns- syni, f. 1894, d. 1949; Elías, f. 1898, d. 1977; Sigríður, f. 1899, d. 1936, gift Gunnlaugi Indriða- syni, f. 1894, d. 1931; Guðrún, f. 1904, d. 1968, gift Guttormi Pálssyni, f. 1884, d. 1964; Giss- ur, f. 1909, d. 17.9. 1994 (sama dag og Magnea), kvæntur Sig- þrúði Pétursdóttur, f. 1901, d. 1977, og Aðalheiður, f. 1912, d. 1984. Páll og Magnea gengu í hjónaband 9. maí 1925 og voru sjálf barnlaus. Uppeldissonur þeirra er Magnús Bjarnfreðs- son blaða- og fréttamaður sem þau tóku til sín nýfæddan árið 1934. Fyrri kona Magnúsar var Bryndís F. Guðjónsdóttir og sonur þeirra er Guðjón, f. 1960, þau skildu. Síðari kona Magn- úsar er Guðrún Árnadóttir, f. 1937, og eru börn þeirra Árni, f. 1965, Páll, f. 1971, og Ingi- björg, f. 1974. Jarðarför Páls bónda var gerð frá Prestbakka- kirkju á Síðu 21. september 1991 og í dag, 24. september, þremur árum síðar, verður Magnea lögð við hlið hans. NÚ ÞEGAR Magnea móðursystir mín er öll ætla ég að minnast þeirra hjóna, Páls frænda míns og hennar '^sameiginlega, enda er saga þeirra beggja ein saga. Þau voru systkina- böm, bæði fædd í Þykkvabæ í Land- broti og var Magnea ári eldri. Magnús faðir hennar var vinnumað- ur að Þykkvabæ og gekk að eiga Guðríði_ dóttur Sigurðar bónda árið 1899. Árið eftir að Magnea fæddist hófu foreldrar hennar búskap í tví- býli að Eintúnahálsi á Síðu, sem var efsti bær í sveitinni. Hann er nú í eyði en þar má enn sjá tóftir húsa, afréttargirðingin liggur um túnfótinn og þar er vegurinn inn í Laka. Magnús og Guðríður bjuggu þar í átta ár en barnahópurinn stækkaði, afkoma var slæm og heilsa húsbóndans veil. Því bragðu þau búi árið 1909 og lést Magnús skömmu síðar. Fluttist Guðríður þá aftur með börnin að Þykkvabæ til bróður síns, Páls, og mágkonu sem bjuggu þar rausnarbúi. Magnea var síðan i fóstri á næstu bæjum, í Fagurhlíð og Eystri-Tungu, þar sem hún varð síðan vinnukona. Páll bóndasonur í Þykkvabæ ólst upp í foreldrahúsum. Þegar Magnea fluttist að Þykkvabæ sem vinnu- kona árið 1919 felldu þau systkina- börnin hugi saman og fengu að eig- ast. Þar gengu hugur, hjarta og hönd hvors um sig saman í eitt sem hélst alla þeirra ævi. Settu þau saman bú í Efri-Vík í Landbroti árið 1925 og tóku við jörðinni af Eiríki Þorgeirssyni og Agnesi Ólafsdóttur bústýra hans. Gerðu Páll og Magnea afar vel við fyrirrennara sína, endurbyggðu bæ þeirra og voru þeirra hald og traust þar til þau bæðu létust í hárri elli. Páll og Magnea reistu sér myndar- legt steinhús í Efri-Vík. Með þeim að Efri-Vík flutti Guðríður móðir Magneu og var þar í 38 ár til dauða- dags. Guðjón bróðir Magneu gerðist vinnumaður hjá þeim og var þar heimamaður í 21 ár. Alit þetta fólk kunni vel til verka og gjörþekkti landbúnað þeirra daga. Með fá- dæma dugnaði og eljusemi gerðu Páll og Magnea Efri-Vík að fyrir- myndaijörð sem bar þeim góðan ávöxt. Gamalt og rýrt land var brot- ið og bætt og varð að grasmiklum túnum sem slá mátti tvisvar eða jafnvel þrisvar. Páll var æfinlega fyrstur bænda þar um slóðir til að slá í byrjun sumars og lauk einnig hirðingum fyrr en aðrir og jafnan með bestu hey. Með árvekni og fyrirhyggju kunnu þau hjón að lifa með óstöðugri veðráttu og kappið og ósérhlífnin gerði kleift að nýta alla daga sumarsins sem best. Vor og haust höfðu verið notuð til undir- búnings komandi heyskapartíðar. Hefðbundin vetrarstörf heimilis- fólksins vora unnin af sömu elju. Guðjón sótti vetrarvertíðir til Vest- mannaeyja og dró þannig viðbótar- björg í bú. Páll hafði lært bókband sem unglingur og notaði frístundir um vetur tiL þess fyrir sveitunga sína, bókasafnara, héraðslækna og héraðsbókasafn. Handbragðið var af sömu gæðum og önnur störf hans og hans bækur hafa ekki dott- ið úr bandi þrátt fyrir áratuga notk- un. Meðal annarra bóka eftir hann á ég „Gagn og gaman“ sem hann batt inn fyrir mig fyrir tæpum 60 árum. Hafa mörg börn lært lestur á þeirri bók eftir mig og má segja að hún sé enn sem ný að öðru leyti en því að snjáð spjöldin bera mik- illi notkun vitni. Páll og Magnea vora trúuð og kirkjurækin og góðmenni í hjarta sínu og hölluðu aldrei á neinn mann í orði eða verki. Þau vora miklar félagsverur. Þau sungu í kirkjukór Prestbakkakirkju í fjóra áratugi. Þau vora virkir meðlimir í stúkunni enda bindindismenn á áfengi og tób- ak nánast frá náttúrunnar hendi. Þau vora forystumenn um byggingu sameiginlegrar rafstöðvar fyrir nokkra bæi í Landbroti. Náunga- kærleikur var þeim í blóð borinn og vita færri en skyldi hversu víða þau létu hjálp og fjármuni af hendi rakna án þess að ætlast til neins í staðinn. Þekktasta gjöf þeirra var orgelið í kapellu séra Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri. Þau vora bændahöfðingjar og vora sjálfkrafa öðram í sveitinni til fyrirmyndar. Páll naut mikils trausts, sat lengi í hreppsnefnd og var gjaldkeri sjúkra- samlagsins og búnaðarfélagsins. Árin 1936 og 1937 dvaldist ég ásamt móður minni í Efri-Vík á meðan faðir minn leitaði sér að fastri atvinnu í Reykjavík. Má segja að samfellt minni mitt frá bernsku- tíð hefjist á þeim árum. Síðar dvaldi ég sem unglingur í Efri-Vík á sumr- um eða var í sveit eins og það kall- aðist meðal fólksins á mölinni. Magnea, eða Magga frænka eins og ég kallaði hana alltaf, var mikil húsmóðir og allur matur var gerður heima. Baksturinn hennar og annar hefðbundinn sveitamatur er ógleymanlegur. Jafnframt hús- störfum gekk hún til verka utan- húss. Mér er minnisstætt þegar hún kom til þess að drífa saman hey fyrir úrkomu. Þvílíkan hraða og vinnugleði hafði ég aldrei séð og ekki síðan og oft fannst mér. sem rakstrarvélin væri óþörf við hliðina á henni. Páll og Magnea voru sjálf barn- laus en tóku Magnús Bjarnfreðsson frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi nýfæddan til fósturs og ólst hann upp hjá þeim sem hjartkær sonur og einkabarn. Minningar mínar frá Efri-Vík eru því nátengdar leik og starfi með honum. Við urðum að taka fullan þátt í öllum bústörfun- um eftir því sem geta og kunnátta leyfði. Guðræknistundir voru haldn- ar hvern sunnudag og urðu þá allir heimilismenn að sitja hljóðir og hlýða á útvarpsmessu. Mig minnir að við höfum stundum verið orðnir nokkuð ókyrrir þegar leið á mess- una þar sem við sátum saman á stóru kistunni hennar ömmu. En stillileg og ákveðin augnaráð hús- bænda réðu við okkur. Fannst mér þá og ætíð síðan sein þau hafi ver- ið aðrir foreldrar mínir á þessum árum enda naut ég sömu blíðu, skilnings og aðhalds og Magnús. Ættlæg slitgigt batt ótímabæran enda á líkamlegt atgervi hjónanna til landbúnaðarstarfa og varð úr að þau seldu Herði Davíðssyni og Salóme Ragnarsdóttur jörðina árið 1968. Byggðu þau Herði og Sally jörðina á svipaðan hátt og Eiríkur og Agnes höfðu gert þeim 43 árum áður. Bjuggu þau áfram í gamla húsinu sínu undir verndarvæng nýju bændanna sem urðu að mörgu leyti sem börn þeirra og lögðu þeim til barnabörn sem bættu að nokkru upp fjarvistirnar frá börnum Magn- úsar. Magnús hafði frá fyrstu tíð verið mjög bókhneigðuq og átti og las meðal annars „Sögu íslendinga“ á meðan ég, þremur árum eldri, lét mér nægja ævintýrafrásagnir Is- lendingasagna auk Hróa Hattar og Tarzans. Páll og Magnea skildu langanir fóstursonar síns og fór hann því suður til mennta, í Menntaskólann í Reykjavík og síðan um tíma í háskóla erlendis. Með námi vann Magnús við búið í Efrir Vík á sumrin. Varð hann síðan okkar þjóðkunni og vinsæli frétta- og blaðamaður. Árið 1979 fluttu Páll og Magnea í nýtt öldrunarheimili að Kirkjubæj- arklaustri og af hlaðinu þar gátu þau horft til suðurs yfir sitt kæra Landbrot. Þegar Páll hætti búskap sneri hann sér alveg að bókbandi, fyrst í Efri-Vík og síðan á Kirkju- bæjarklaustri. Taldi hann það sína gæfu að hafa bókbandið enda hafði honum aldrei fallið verk úr hendi. Gleðin og þakklætið fyrir að hafa þessa iðju vora honum næg laun að hans dómi og greiðslu vildi hann helst ekki fá nema rétt fyrir efnis- kostnaði. Bókbandið entist honum þar til skömmu fyrir andlátið. Magga frænka var kát og félags- lynd en jafnframt kappsmikil að eðlisfari. Hún spilaði á spil af nátt- úrugleði enda lenti vinningurinn oft hennar megin. Undi hún sér löngum við spilin með vinum og sambýlis- mönnum á Klaustri og allt fram á 93 ára aldur. Bros hennar og gleði í augum leyndu sér aldrei og feng- um við hjónin að njóta þess í síð- asta sinn þegar við heimsóttum hana í júlí í sumar. Síðustu árin var Möggu og Páli um megn að halda heimili ein og fluttust þau því í hjúkrunarheimilið á Klaustri þar sem þau nutu sam- býlis með sveitungum sínum og aðhlynningar starfsfólks auk reglu- bundinna heimsókna Guðrúnar og Magnúsar og barnabarna þar til yfir lauk. Að lokum tek ég mér í munn gömul fleyg orð þess efnis að ætíð muni ég minnast þeirra Möggu og Páls þegar ég heyri góðra manna getið. Blessuð sé minning þeirra. Jónas Hallgrímsson. Nú þegar rétt þrjú ár eru liðin frá því við fylgdum afa okkar til grafar, göngum við sömu leið til að fylgja ömmu til hennar hinstu hvílu á þessari jörð. Því langar okk- ur systkinin að minnast þeirra nokkrum orðum, nú þegar þau hafa bæði kvatt. Páll Pálsson 0g Magnea Guðrún Magnúsdóttir, sem tóku föður okk- ar í fóstur aðeins sólarhrings gaml- an, voru ákaflega gott fólk. Það var alltaf eins og það væri svo bjart í kringum þau og ævinlega fylgdi þeim bros og hlýja. Þessi gömlu hjón háðu lífsbaráttuna saman frá því þau voru kornungt fólk, allt þar til dauðinn aðskildi þau við fráfall afa fyrir þremur árum. Umgengni þeirra við hvort annað var á þann veg að tæpast duldist nokkrum sem þeim kynntist að þar fóru ástfangn- ar manneskjur sem fundið höfðu hinn hreina tón í faðmi hvors ann- ars. Hlýtt viðmót, náungakærleikur t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ESTHER ÓLAFSDÓTTIR, Heiðarbrún 17, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur aðfaranótt föstudagsins 23. septem- ber. Jarðarförin auglýst síðar. Bjarni Valtýsson, Jónína Árnadóttir, Gottsveinn Gunnlaugsson, Guðrún Bjarnadóttir, Vignir Friðbjörnsson, Karen Bjarnadóttir og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORGERÐAR ÞORGILSDÓTTUR Sigrún Jónsdóttir, Thorsten Folin, Þorgrimur Jónsson, Guðný Árnadóttir, Hafsteinn Jónsson, Bryndís Jónsdóttir, Jón Björnsson, Sigurður V. Sigurjónsson, Lilja Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. og guðrækni voru þeim eins eðlileg- ir eiginleikar og sólarupprás og sólsetur eru náttúrunni. Aldrei heyrðum við hnjóðsyrði af þeirra vörum og ævinlega kvöddum við þau með söknuði en um leið til- hlökkun, því heimsókn til afa og ömmu, fyrst austur að Efri-Vík en síðar að Klaustri, var okkur alltaf sönn skemmtun. „Hvað ungur nemur, gamall tem- ur“, segir máltækið og það má til sanns vegar færa varðandi sam- skipti okkar við afa og ömmu. Allt frá því við vorum smábörn var tek- ið í spil með þeim í hvert sinn sem við hittumst og þau eru mörg yndis- leg minningabrotin sem rifj ast upp þegar litið er til baka. Að hafa rétt við í spilum var grundvallarregla, rétt eins og í lífinu sjálfu og skemmtunin við gamla eldhúsborðið þeirra eða í rúminu þar sem amma hafði stokkinn í kjöltunni gleymist okkur aldrei. Ekki heldur stundirn- ar við spjall og lestur, eða göngu- ferðir með afa í mýrinni niður við Flóð. En það sem situr þó fyrst og fremst eftir er minningin um heið- arlegt, hreint og beint, hjartahlýtt og ástríkt fólk, afa okkar og ömmu. Elsku afi og amma. Öll orð verða svo fátækleg þegar þið eruð kvödd. Langri göngu lífsins er lokið hér á jörð. Við kveðjum ykkur með sökn- uði eins og fyrr en um leið með gleði vegna þeirrar vissu að nú hafið þið hist á ný á öðrum stað, ástfangin og glöð í hjarta. Sólsetrið er á enda, sólarupprásin tekin við, í allri sinni fegurð. Við kveðjum ykkur, þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þeim hreina tóni sem kærleikurinn er. Þið gáfuð okkur tóninn og vonandi lærist okkur ein- hvern tíma að leika okkar lífsins lag, þó ekki væri nema eftir broti úr því nótnakveri sem þið lékuð ykkar lag úr. Um leið og við kveðjum langar okkur að þakka Herði og Sallý, ásamt dætranum þremur, þeim Evu, Lilju og Heiðbrá, fyrir að vera til. Við vitum að þið hafið ekki misst minna en við og lífssýn ykkar og atferli er á þann veg að minn- ingu þeirra afa og ömmu verður ekki meiri heiður sýndur. Takk fyr- ir allt. Árni Magnússon, Páll Magn- ússon, Ingibjörg Magnúsdótt- ir og Guðjón Magnússon. Magnea G. Magnúsdóttir fluttist ársgömul með foreldrum sínum að Eintúnahálsi á Síðu, en þar hafði verið stofnað nýbýli árið 1828. Það er erfitt fyrir þá, sem nú fara fram- hjá rústum þessa heiðarbýlis, að skilja hvernig tveir bændur, sem þar voru þegar Magnea ólst upp, gátu framfleytt sér og fjölskyldum sínum, og annar þeirra var meira að segja talinn með efnaðri bændum sveitarinnar. Til þess að það mætti takast þurfti hyggindi, kappsemi og seiglu. Traðarveggirnir heim á bæjarhlaðið, sem enn sjást vel, bera þess lika vitni að kraftarnir hafa ekki verið sparaðir. Við þessar aðstæður ólst Magnea upp fyrstu bernskuárin þangað til faðir hennar fellur snögglega frá á besta aldri, eins og voru örlög svo margra fjölskyldna á þeim árum. En þetta veganesti einkenndi síðar öll hennar störf. Ung að árum giftist Magnea frænda sínum, Páli Pálssyni i Þykkvabæ, og hófu þau búskap í Efri-Vík. Bærinn stendur á gróinni austurbrún Landbrotshólanna, þar sem fjallasýn er eins og fegurst getur verið. Og hjónin voru sam- hent um að hefjast handa við að rækta, byggja og bæta, svo að snyrtimennskan á býlinu var í sam- ræmi við umhverfið. Með Möggu í Efri-Vík er horfin síðasta húsmóðir- in í Landbrotinu, þeirra sem þar stýrðu heimili þegar ég man fyrst eftir fyrir nærri 60 árum. Og sökum frændsemi urðu sam- skiptin við EfrjfVíkurheimilið mikil. Heimsókn þeirra var fastur liður í jólahaldinu og á bernskuárum var það mikill viðburður að fá að spila með fullorðnu fólki fram undir morgun. Við fáa var líka skemmti-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.