Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 19
AÐSENDAR GREINAR
Mikilvægi NATO og
Norður-Atlantshafsþingsins
VERÖLDIN sem
við lifum í hefur tekið
míklum breytingum á
undanförnum árum.
Breytingar þær sem
átt hafa sér stað í
Evrópu með falli kom-
múnismans og fengnu
frelsi þeirra ríkja sem
kúguð voru undir al-
ræði hans hefur haft
víðtækar afleiðingar í
för með sér fyrir ör-
yggismál í Evrópu.
I hugum sumra
tákna þessar breyting-
ar það að ekki sé lengur þörf fyrir
varnarsamstarf vestrænna ríkja, að
NATO sé úrelt kaldastríðsfyrir-
bæri, sem ekkert gagn sé að á þess-
um nýju tímum. Slíkar vangaveltur
eiga sér enga stoð í raunveruleikan-
hafa sprottið upp víða
og mörg púðurtunnan
bíður einungis eftir að
vera tendruð.
NATO hefur lagað
sig að nýjum
aðstæðum
Atlantshafsbanda-
laginu hefur tekist að
laga sig að þeim nýju
aðstæðum sem skapast
hafa og hefur enn mik-
ilvægu hlutverki að
gegna í öryggismálum
Evrópu. Af þeim stofn-
unum sem starfandi eru á sviði ör-
yggismála í Evrópu nýtur NATO
ótvírætt einnar mestrar virðingar,
ekki síst meðal ríkja Mið- og Aust-
ur-Evrópu. Með stofnun Norður-
Atlantshafssamvinnuráðsins árið
Sólveig Pétursdóttir
um.
Við hljótum að fagna falli komm-
únismans í Mið- og Austur-Evrópu
og þeim jákvæðu breytingum í al-
þjóðamálum sem það hefur haft í
för með sér. Það er þó ljóst að þrátt
fyrir að öryggishagsmunir hafi
breyst á undanförnum árum á Evr-
ópa í dag við gífurleg öryggisvanda-
mál að glíma. Mikil spenna ríkir
nú á Balkanskaga, í mörgum fyrr-
verandi lýðveldum Sovétríkjanna og
víðar í álfunni. Bosníudeilan er
sjálfsagt efst í huga okkar margra
í þessu sambandi, en þjóðernisdeilur
1991 tók NATO mikilvægt skref
að því að bjóða ríki í Mið- og Aust-
ur-Evrópu velkomin í samfélag
vestrænna ríkja. Þetta skref hafði
mikla þýðingu fyrir samstarf við
þessi ríki á sviði varnar- og öryggis-
mála og hefur haft áhrif tíl aukins
stöðugleika á svæðinu. Þetta sam-
starf hefur nú enn verið aukið með
áætlun NATO um Samstarf í þágu
friðar. Þá má búast við að NATO
taki enn frekar þátt í aðgerðum til
að koma á friði í löndum utan
bandalagsins, þar sem það hefur
styrk sem aðrar alþjóðastofnanir í
Evrópu virðist skorta, eins og sést
hefur á nauðsyn þess að leita til
NATO í Bosníudeilunni.
Atlantshafsbandalagið hefúr
mætt þeim áskorunum sem það
hefur staðið frammi fyrir á undan-
förnum árum með framsýni. Hefði
NATO verið lagt niður við endalok
kalda stríðsins, hefði skapast tóma-
rúm í öryggismálum Evrópu, sem
leitt hefði til frekari óstöðugleika í
álfunni. Evrópa þarf jafnmikið á
samvinnu við Bandaríkin á sviði
varnar- og öryggismála að halda í
dag og fyrir 45 árum.
Starfsemi Norður-
Atlantshafsþingsins
Norður-Atlantshafsþingið, sem
stofnað var árið 1955, er samráðs-
vettvangur þingmanna NATO-ríkj-
anna, þar sem þeir fá tækifæri til
að hafa áhrif á stefnumótun Atl-
antshafsbandalagsins. Á þinginu
eiga sæti þingmenn frá öllum ríkj-
um Atlantshafsbandalagsins. Norð-
ur-Atlantshafsþingið er vettvangur
þar sem þingmenn koma saman til
að ræða mál á sviði varnar- og ör-
yggismála er varða sameiginlega
hagsmuni. Þingið hefur gert fulltrú-
um þjóðþinganna kleift að skiptast
á upplýsingum um þau mismunandi
viðhorf sem uppi eru í hinum ýmsu
löndum varðandi málefni banda-
lagsins og koma á framfæri skoðun-
um sínum. Þingið er ráðgefandi og
Góð vísa er aldrei of oft
kveðin, segir Sólveig
Pétursdóttir, og sem
formaður íslandsdeild-
arinnar hef ég ítrekað
að trúverðugleiki NATO
hvílir einmitt á sam-
starfi Evrópu og Banda-
ríkjanna.
er samþykktum þess vísað til Norð-
ur-Atlantshafsráðsins og jafnfram
til viðkomandi ríkisstjórna, þjóð-
þinga og alþjóðastofnana eftir eðli
þeirra.
Norður-Atlantshafsþingið hefur
á undanförnum árum, eins og
NATO, brugðist við þeim breyting-
um sem orðið hafa á alþjóðavett-
vangi. Þingið hóf reyndar óformleg
samskipti við ríki Mið- og Austur-
Evrópu árið 1987. Samskiptin urðu
formleg árið 1990, er Norður-Atl-
antshafsþingið veitti nokkrum ríkj-
um Mið- og Austur-Evrópu aukaað-
ild. Þingið vann þannig brautryðj-
endastarf á sviði samskipta við
þessi ríki. Samstarfið við ríki Mið-
og Austur-Evrópu er orðið mjög
mikilvægur hluti af starfi Norður-
Atlantshafsþingsins, enda leggja
báðir aðilar mikið upp úr því. Sam-
starfsríkin vita að þær ákvarðanir
á sviði varnar- og öryggismála í
Evrópu sem mestu máli skipta eru
teknar innan NATO og þingmenn
þeirra líta á Norður-Atlantshafs-
þingið sem mikilvægan vettvang til
að ræða þessi mál og koma skoðun-
um sínum á framfæri. Þau líta á
náin tengsl við þingið sem mikil-
vægan hlekk í samstarfi við Vestur-
lönd á sviði varnar- og öryggismála.
Mikilvægi Norður-
Atlantshafstengslanna
Þeir stjórnmálaflokkar sem eiga
fulltrúa í íslandsdeild Norður-Atl-
antshafsþingsins eru Sjálfstæðis-
flokkur, Alþýðufiokkur og Fram-
sóknarflokkur. Hvorki Alþýðu-
bandalag né Kvennalisti eiga þar
aðild og ekki er vitað enn sem kom-
ið er um áhuga þeirra á því starfi
sem þar fer fram.
íslandsdeild Norður-Atlantshafs-
þingsins hefur í málflutningi sínum
lagt ríka áhersiu á mikilvægi Norð-
ur-Atlantshafstengslanna í evr-
ópskum öryggismálum. Góð vísa er
aldrei of oft kveðin og sem formað-
ur íslandsdeildarinnar hef ég ítrek-
að að trúverðugleiki NATO hvílir
einmitt á samstarfi Evrópu og
Bandaríkjanna.
Vera Islands í NATO og aðild
okkar að Norður-Atlantshafsþing-
inu er ennþá afar mikijvæg fyrir
öryggishagsmuni okkar íslendinga.
Við megum ekki missa sjónar á því
á þessum umbreytingatímum.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
og formaður íslandsdeildar
Norður-A tlan tshafsins.
Stuðningur LÍN við íslenska
námsmenn í Þýskalandi
Hámarkstími sem námsaðstoð er veitt í Þýskalandi. Fjöldi anna.
LÍN þýski LÍN
100% lán lánasj. 75% lán
Arkitektúr 10 10 13
Byggingaverkfræði 10 10 13
Dýralækningar 12 11 15
Hagverkfræði 12 11 15
Viðskiptafræði 10 9 13
FYRIR skömmu
birtist opið bréf til
menntamálayfir-
valda frá 16 íslensk-
um námsmönnum í
Þýskalandi. Bréfið
bar yfirskriftina:
„Hvað hefur LÍN
gegn þýskri mennt-
un?“ Þessari spurn-
ingu er fljótsvarað:
Stjórnendur Lána-
sjóðs íslenskra náms-
manna telja þýska
skóla með þeim bestu
í heiminum og því
hafa þeir ekkert á
móti þýskri menntun. Þvert á
móti enda er af hálfu sjóðsins
staðið vel að því að aðstoða ís-
lenska námsmenn í Þýskalandi svo
sem hér verður sýnt fram á í stuttu
máli.
Óbreyttar reglur í
grundvallaratriðum
í meira en áratug
Reglur Lánasjóðs íslenskra
námsmanna um námsframvindu
byggjast að sjálfsögðu á opinber-
um upplýsingum um skipulag skóla
í Þýskalandi eins og alls staðar
annars staðar í veröldinni. Þessar
reglur og einnig lágmarksreglur
um námsframvindu eru óbreyttar
eins og þær hafa verið í meira en
áratug, þ.e. að menn ljúki að a.m.k.
75% árangri af fullu námi skv.
skipulagi skóla til þess að teljast
lánshæfir. Að þessu leyti hefur því
engin breyting á orðið. Sextán-
menningarnir segja á hinn bóginn
í raun á mannamáli: Já, þetta er
gott og blessað en upplýsingar um
skipulag skóla í Þýskalandi og
raunar Mið- Evrópu eru og hafa
verið marklausar. Þeir segja orð-
rétt: „Gallinn við þetta er sá að
það er ekkert að marka
þessar tölur fyrir
Þýskaland." Ef svo er
hveijum er það þá að'
kenna? Er virkilega
hægt að leggja þetta,
ef satt er, þann veg út
að stjórnendur LÍN hafi
eitthvað „gegn þýskri
menntun“?
Lánareglur og
skipulag kennslu í
skólum
Það er engin tilviljun
að frá upphafi hafa
reglur LÍN um aðstoð
við námsmenn tekið mið af því
hvernig einstakir skólar skipu-
leggja kennslu innan sinna vé-
banda. Auðvitað geta stjórnendur
skólanna mun betur metið hvernig
skipuleggja á námið heldur en ein-
hver stjórn í lána- eða aðstoðar-
stofnunum. í því sambandi vaknar
einnig sú spurning hvernig stjórnir
lánastofnana ættu að standa að
því að setja skynsamlegar reglur
um aðstoð við námsmenn í hundr-
uðum skóla í útlöndum og hér
heima ef horfið væri frá þeirri
meginstefnu að taka mið af skipu-
lagi náms og kennslu í einstökum
skólum? Ætli mörgum námsmanni
þætti ekki nóg um ef LÍN segði
t.d. við stúdenta í viðskiptafræði
við Háskóla íslands: Reglur
deildarinnar eru augljóslega allt
of rúmar. Við lánum einungis í 4
misseri til þess að ljúka viðskipta-
fræðinámi. Á þeim tíma eigið þið
að geta lokið námi hvað sem stjórn-
endur deildarinnar segja! Með slík-
um vinnubrögðum gæti hæglega
reynst sannleikskorn í því að LIN
væri að mismuna námsmönnum,
en algjörlega er úr lausu lofti grip-
ið í bréfi sextánmenninga að svo
Af hálfu LÍN hefur
verið staðið vel að
aðstoð við íslenska
námsmenn í Þýskalandi,
segir Gunnar Birgis-
son, sem telur þýska
menntun góðan og
ódýran kost.
sé gert gagnvart íslenskum náms-
mönnum í Þýskalandi.
Breytingar 1992
Það er rétt sem fram kemur í
bréfi sextánmenninga að skólaárið
1992-93 breyttust reglur LÍN
þannig að menn fá 100% lán fyrir
að skila fullu námi á hveiju miss-
eri skv. skipulagi skóla en geta
ekki fengið 100% lán fyrir 75-100%
námsframvindu eins og áður. Þetta
breytir því ekki að lágmarksreglur
eru óbreyttar og heildarsvigrúmið
almennt hið sama og áður. Rökin
fyrir þessari reglu eru einföld.
Draga þurfti saman seglin í fjárút-
látum sjóðsins. Stjórn LÍN taldi
eðlilegra að aðstoða menn með
100% láni í þrú ár, sem skiluðu
100% árangri í þriggja ára námi
en lækka lánin til þeirra sem skila
75%-100%, fremur en að skerða
öll framfærslulán án tillits til
árangurs. Áður gátu menn fengið
100% lán í fjögur ár til þess að
ljúka námi sem hægt var að ljúka
á þremur árum skv. skipulagi
skóla. Skv. breyttum reglum frá
1992 geta menn fengið 100% lán
í þijú ár til þess að ljúka þriggja
ára námi, en geta þó valið þann
kost að fá 75% lán í fjögur ár til
þess að ljúka því sama námi.
Aukið svigrúm í tíð
núverandi stjórnar
Yfir því er vandlega þagað í
bréfi sextánmenninga að tekin var
upp sú almenna regla í tíð núver-
andi stjórnar LÍN að veita við-
bótarsvigrúm í eitt misseri umfram
þær reglur sem áður giltu, ef menn
ljúka framhaldsháskólanámi með
viðamiklu verkefni. Þessi regla nær
til flestra íslenskra námsmanna í
Þýskalandi og hefur aukið svigrúm
þeirra. Þá hafa í raun reglur um
svigrúm til aðstoðar verið túlkaðar
námsmönnum í hag. Þannig geta
menn fengið 100% lán frá LIN í
mjög svipaðan tíma til þess að
leggja stund á og ljúka arkitektúr,
byggingarverkfræði, dýralækning-
um, hagverkfræði og viðskipta-
fræði, eins og þýski lánasjóðurinn
veitir þýskum námsmönnum. (Sjá
meðfylgjandi töflu.) Þá skal tekið
fram að auk þessa fá íslenskir
Gunnar Birgisson
námsmenn lán í eitt misseri vegna
undirbúningsnáms í þýsku.
Þýsk menntun er góð og ódýr
í títtnefndu bréfi er spurt hvort
ekki sé rétt að setjast niður og
„leysa málið“ fremur en að beina
mönnum „frá því að mennta sig í
Þýskalandi“. Þá er talað um að
fólk hafi „hrakist frá námi“ að
skilja má_ vegna nýrrar stefnu
stjórnar LÍN og „láti það vera að
taka nám í þessum löndum“.
Hvaða verk er verið að vinna með
þessum hræðsluáróðri, ef á það er
litið að það er hveiju orði sannara
að þýsk menntun er bæði góð og
ódýr fyrir íslenska námsmenn?
Undir það skal tekið að betra væri
að setjast niður og ræða málið.
Þá gætu ef til vill reglur og stefna
stjórnar LÍN a.m.k. orðið ljósari
fyrir íslenskum námsmönnum í
Þýskalandi, en lesa má úr áður-
nefndu opnu bréfi þeirra til
menntamálayfirvalda.
Höfundur er formaður stjórnar
LÍN.
í Kaupmannaíiöfíi
F/EST
I BLAÐASÖLUNNI
STÖDINNl,
OGÁRÁÐHÚSTORGr