Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 28
Z8 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ UNNUR SIG URÐARDOTTIR + UNNUR Sig- urðardóttir fæddist á Gríms- stöðum á Fjöllum 22. júlí 1917. Hún lést í sjúkrahúsi Húsavíkur 19. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurð- ur Kristjánsson, bóndi og símstöðv- arsljóri á Gríms- stöðum á Fjöllum, ^f. 22. júní 1881, d. 4. júní 1959, og Kristjana Pálsdótt- ir frá Austaralandi í Öxarfirði, f. 19. janúar 1881, d. 26. apríl 1952. Systkini Unnar voru Kristján Páll, f. 8. febrúar 1906, d. 27. júní 1985, Páll Kristján, f. 30. júlí 1908, d. 29. desember 1940, Benedikt, f. 26. septem- ber 1909, d. 22. júní 1990, og Aldís Margrét, f. 8. júlí 1922, d. 22. júní 1936. Eftirlifandi eiginmaður Unnar er Friðrik Jónsson, organisti, kórstjóri og fyrrv. bóndi, f. 20. september 1915, frá Halldórsstöðum í Reykjadal. Unnur og Friðrik bjuggu á Halldórsstöðum frá 1938 til 1970 en síðustu tvo áratugi í Hliðskjálf á Húsavík. Starfaði Unnur á Hótel Húsavík til ársins 1985. Unnur og Frið- rik eignuðust fimm börn: Sig- urð Kristján, f. 31. júlí 1939, Emelíu Jónu, f. 13. desember 1940, Pál, f. 3. júní 1943, Krist- jönu Guðrúnu, f. 30. júlí 1950, og Ómar, f. 12. maí 1957. Barnabörnin eru tólf og barna- barnabörnin þrjú. Utför Unnar fer fram frá Einarsstaðakirkju ’ í dag. UNNUR ólst upp á Grímsstöðum á Hólsfjöllum. Fjallasýnin er fögur og öræfakyrrðin mikil, þar er beiti- lyngið fagurt, fjalldrapinn og beija- lyngið grænt sem annars staðar. Á Fjöllum geisa líka stórhríðar. Veðr- in oft hörð og frostið mikið. Þama ólst Unnur upp. Það fer ekki hjá því að umhverfið sem við ölumst upp við hafi áhrif á sálarlíf okkar. Á Grímsstöðum var margt fólk, margbýlt, og oft gestkvæmt. Vel var tekið á móti öllum er komu, á hvaða árstíma sem var. Enda fólkið á Grímsstöðum anná- lað fyrir gestrisni og glaðsinni. Unnur fékk gott veganesti í for- eldrahúsum og traust og trúmennska ein- kenndi hana alla ævi. Um tvítugsaldur var Unnur á Húsmæðra- skólanum á Laugum í Reykjadal og minntist oft þess tíma með gleði. Þann vetur kynntist hún lífsförunauti sín- um, Friðrik Jónssyni á Halldórsstöðum og þau gengu í hjónaband í Grenjaðarstað- arkirkju 27. október 1938. Þau hófu búskap á Halldórsstöðum og bjuggu í gamla húsinu þar, en byggðu síðar stórt og myndarlegt hús á jörðinni og bjuggu þar lengi, en fluttu til Húsavíkur fyrir nokkr- um árum. Þau eignuðust fímm börn, er reynst hafa foreldrum sínum hið besta og komið sér vel í námi og starfi. Þau eru Sigurður Kristján, Emilía Jóna, sem bæði eru búsett á Húsavík, Páll, Kristjana Guðrún og Ómar sem öll búa í Reykjavík. Bamabörnin eru orðin mörg og hafa reynst ömmu sinni og afa vel. Ég kynntist Unni ekki að ráði fyrr en Friðrik fór að starfa með Sigurði Tnanni mínum. Friðrik var lengi organisti í öllum fjórum kirkj- um Sigurðar. Þá tóku fljótt góð kynni að myndast okkar á milli. Kynni sem héldust alla tíð. Við Unnur áttum margt sameig- inlegt, menn okkar voru oft að heiman og störfuðu saman. Friðrik talaði oft um það, að Unnur sín væri ein heima og hann þyrfti því að flýta sér heim, er samæfingu lauk. Friðrik mat Unni alltaf mik- ils, ég fann það á því hvernig hann sagði Unnur mín. Enda mátti hann það, hún hvatti hann til starfa við kirkjusönginn. Hún vissi, að hann var vel fær í sínu starfí og hafði mikla ánægju af því. En kvöldin hafa oft verið löng, er hann fór á söngæfíngar kvöld eftir kvöld, oft í leiðinlegu veðri og misjafnri færð. Eftir að börnin voru farin að heiman var Unnur ein og beið. Þetta ber að þakka. Hún tók þannig þátt í starfínu. Við hefðum verið illa stödd í kirkjustarfínu, hefði Friðriks ekki notið við. Stundum gleymist það hver hlutur konunnar er, sem bíður + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlót og útför ástkærr- ar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og systur, HJÖRDÍSAR BÖÐVARSDÓTTUR, Heiðargerði 15, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Krabbameinsdeildar Landspítalans. Eyþór Magnússon, Una Eyþórsdóttir, Jón Sigurðsson, Magnús Böðvar Eyþórsson, Sigrún Bjarnarson, Högni Böðvarsson, Þórunn Böðvarsdóttir og barnabörn. Útför móðir okkar og tengdamóður, ÁRDÍSAR ÁRMANNSDÓTTUR frá Myrkárbakka í Hörgárdal, sem lést 18. september, fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 27. sept- ember kl. 13.30. Jarðsett verður á Myrká. Helga Búadóttir, Ármann Þórir Búason, Bryndís Hulda Búadóttir, Guðmundur Búason, Þórólfur Rúnar Búason, Guðveig Sigriður Búadóttir, Bergþóra Björk Búadóttir, Hildur Berglind Búadóttir, Erlendur G. Eysteinsson, Alda Traustadóttir, Héðinn Bech, Guðrún Jóhannsdóttir, Auður Jónsdóttir, Stefán Vagnsson, Þorsteinn Pálsson, Ómar Gylfason. heima og tekur á sig störf manns- ins. En Unnur talaði ekki um það og taldi það ekki eftir. Við hjónin eigum margar bjartar stundir í minningunni úr sveitinni með þeim hjónum Unni og Fikka, bæði heima hjá þeim og á okkar heimili. Unnur kom til okkar, ég held langoftast er við áttum hátíð- arstundir, hvort sem það var af- mælí, skírn, fenning eða gifting í fjölskyldunni. Ég gladdist alltaf þegar Unnur kom með Friðrik og tók þátt í gleðinni með okkur. Unn- ur var mikið snyrtimenni og þrifa- kona í öllu. Það sást best á því hvernig hún klæddist. Hún var vandlát á föt, alltaf vel klædd heima og heiman. Hún bar sig vel, grönn og létt í spori. Fyrir tveimur árum vorum við búsett á Húsavík í hálft ár. Sigurð- ur þjónaði fyrir prestinn sem var í fríi utanlands. Þá voru það Unnur og Friðrik, sem ég hlakkaði strax til að heimsækja er við komum til Húsavíkur. Enda hljóp ég oft um sumarið til þeirra á Höfðaveginn. Það var gott að koma til þeirra og blanda geði við þau sem fyrr. Það var sumar og ég frá á fæti. Ég fór ávallt frá þeim hress í bragði. Ég var fremur ókunnug á Húsavík og ekki frítt við að mér leiddist, þótt ég hefði átt heima skammt frá svo lengi. En um haustið varð ég fyrir áfalli og átti illt með gang og var mest ein heima, því Sigurður hafði mikið að gera. Þá komu Unnur og Friðrik nokkrum sinnum til mín, þó var sjón Unnar þá farin að dapr- ast. Þau gleymdu mér ekki og glöddu mig með komu sinni. Ég gleymi þessu ekki. Þetta bættist við margar góðar minningar um Unni. Þetta eru fátækleg orð um dugn- aðar- og gæðakonu. Þökk er mér i huga. Börnin okkar eiga líka sínar góðu minningar frá æskudögum með Unni og Fikka, sem þau þakka. Friðrik minn, þú átt þínar góðu minningar, þær verða ekki teknar frá þér né börnum þínum og barna- börnum. Guð blessi ykkur. Við hjónin og börn okkar þökkum vinsemd alla og sendum ástvinum Unnar innilegar samúðarkveðjur. Aðalbjörg Halldórsdóttir frá Grenjaðarstað. Einhvern veginn var eins og Vatnshlíðin og nágrenni hennar missti hluta fegurðar sinnar og hlý- leika þegar nágrannar okkar á Halldórsstöðum fluttust búferlum til Húsavíkur fyrir nær tveimur áratugum. Engin breyting hafði þó orðið á fegurð landsins, en það sem alltaf hafði verið fastur hluti okkar litla samfélags frá því foreldrar okkar fluttu í Akra árið 1944, hafði nú riðlast og eftir sat söknuður og tóm- leiki. Og þetta var lítið samfélag, því um miðja öldina fyrir tíma tækja og tækni, gat einangrun nyrstu bæjanna undir austurhlíðinni verið ótrúlega mikil þegar áin bólgnaði af krapa eða óx í leysingum. Þetta varð til að styrkja vináttu og samhjálp, og ef verk þurfti að vinna var hjálpast að við það, án þess að leiða að því hugann hver átti hjá hveijum. Þetta var okkar æskuheimur sem Unnur átti svo stóran þátt í að móta, jafnvel þó hún væri ekki miklu eldri en sum okkar systkin- anna. Það skýtur þó skökku við að tala um einangrun bæja í miðju þéttbýll- ar sveitar, þegar Unnar Sigurðar- dóttur er minnst, því hún var fædd og uppalin á einum afskekktasta bæ landsins, Grímsstöðum á Fjöllum. Árið 1938 giftist hún Friðriki Jónssyni frá Halldórsstöðum og hófu þau þar búskap, fyrst í félagi við foreldra Friðriks, en tóku síðan sjálf við öllum búrekstri. Halldórsstaðir voru heimili menn- ingar og söngs. Tengdaforeldrar Unnar, Emilía Friðriksóttir og Jón Sigfússon, höfðu um árabil verið mjög virk í öllu söngstarfí sýslunn- ar, og svo langt sem við munum hefur nafn Friðriks verið samnefn- ari með músík og söng. Böm Unnar og Friðriks hafa einnig komið mikið nálægt tónlistarmálum. En menningar- og félagsmál, oft unnin án launa, eru tímafrek og til að hæfileikar einstaklingsins njóti sín þarf hjálp að koma til. Sagt er að á bak við mikinn mann standi kona. Sú kona var Unnur. Hennar staður var heimilið. Hún var homsteinn heimilis hæfíleikaríkrar ljölskyldu sem hafði mikið að gera við að ganga til íþrótta og lista. Unnar þurfti ekki að leita, hún var til staðar þeim sem leituðu. Unnur var greind kona og heil- steypt, og þegar hún tjáði skoðanir sínar þurfti ekki að efast um heil- indi þeirra. Við erum þakklát Unni fyrir alla vináttuna við hana og fjölskyldu hennar. Það er hálfrar aldar vináttu sem skugga skammdegissólarinnar hefur aldrei borið á. Systkinin og Inga á Okrum. Nú sit ég hér hljóður og hugsi og horfi yfir gömul kynni og söknuður breytist í blessun og bæn yfir minningu þinni. (Sig. Friðjónsson frá Sandi). í dag er til moldar borin heiðurs- konan Unnur Sigurðardóttir. Ég kynntist Unni fyrir 26 árum þegar hún varð tengdamóðir mín. Það er vart hægt að hugsa sér betri tengdamóður en Unni. Hún tók mér opnum örmum, hældi mér fyrir allt sem ég gerði og þeim mistökum sem mér urðu á sem ungar konur jafnan gera í byijun hjúskapar, leitaðist Unnur ætíð við að gera gott úr. Það urðu aldrei árekstrar okkar í milli. Þrátt fyrir skilnað minn og sonar hennar Páls, hélt Unnur áfram að taka mér opnum örmum og án fordóma og ég sakna þess í dag að við skulum ekki hafa átt fleiri samverustundir í seinni tíð. Unnur ólst upp á menningar- heimilinu Grímsstöðum á Fjöllum þar sem mikill gestagangur var og heimilið stóð öllum opið sem yfír Möðrudalsöræfin þurftu að fara, jafnt vetur sem sumar. Þessa gest- risni flutti Unnur með sér þegar hún gerðist húsmóðir á Halldórs- stöðum í Reykjadal. Þar kynntist ég Unni og Friðrik ásamt börum þeirra og tengdabörnum og einnig dvaldi oft og tíðum á heimilinu Emelía móðir Friðriks. Það var mikil músík á heimilinu bæði í kringum Friðrik og börnin og var oft glatt á hjalla. Unnur naut þess þegar Fikki hennar spil- aði á harmonikkuna og lagið var tekið. Unnur gerði aldrei veraldleg- + Alúðarþakkir til allra þeirra, sem auð- sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, GÍSLA BENEDIKTSSONAR, Brekku, Reyðarfirði. Hlýjar kveðjur og óskir til ykkar allra. Fyrir hönd ættingja og vina, Þórir Gíslason. ar kröfur fyrir sjálfa sig, hún vann sín heimilisstörf hljóðlát, þrifin og hörkudugleg, ég heyrði hana aldrei kvarta undan því að þurfa að vinna. Síðastliðin 20 ár bjuggu Unnur og Friðrik á Húsavík og um tíma starfaði Unnur við góðan orðstír á Hótelinu á Húsavík. Nú síðustu árin fór heilsu hennar hrakandi og var hún nær alveg blind þegar hún dó. Þar sem ég get ekki verið við- stödd útför þessarar heiðurskonu langar mig að senda Fikka, börnun- um og öllum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Elsku Unnur mín, ég veit að það er vel tekið á móti þér, ég þakka þér fyrir börnin mín og samfylgdina á jörðinni og bið Guð að blessa þig. Þín fyrrum tengdadóttir, Kristjana. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur og einhvern veginn finnst mér svo erfítt að trúa því, því það er svo stutt síðan við sátum við eldhúsborðið þitt og spjölluðum. Minningarnar hlaðast upp en allt- af kemur samt skýrust fram í hug- ann myndin af þér við eldhúsbekk- inn heima í Hlíðskjálf. Þar varstu ætíð eitthvað að brasa við að töfra fram veitingar því alltaf var nóg að borða hjá þér. Þú bakaðir bestu kleinur og skúffuköku í heimi. Ég man þegar ég kom til Húsavíkur þegar ég var 12 ára gömul og fór með vinkonum mínum á kaffiteríu hótelsins. Við keyptum okkur allar kleinur og kakó og stelpurnar sögð- ust aldrei hafa smakkað svona góð- ar kleinur. Það sem ég var stolt af þér þegar ég sagði þeim að amma mín bakaði kleinurnar fyrir hótelið. Ég man mér fannst þú alltaf í góðu skapi, þú vildir alltaf gera allt fyrir alla aðra en ætlaðist.aldr- ei til að fá neitt á móti. Þegar pabbi sagði við mig nú á dögunum að þú hefðir ekki viljað að ég tæki neina áhættu með því að koma að jarðarför þinni sökum ástands míns brosti ég í gegnum tárin og vissi að þar væri þér rétt lýst. Þú vildir ekki hafa það að eitt- hvað væri verið að vesenast þín vegna. Þannig varst þú, amma mín, alltaf svo óeigingjörn og dugleg. Ég veit að þú tókst það nærri þér að missa sjónina, en nú vona ég að þú sért farin að sjá á ný og getir séð alla þá fegurð sem ég trúi að nú sé í kringum þig og fylgst með okkur að handan. Líkt og rótföst angan er ímynd þín í hjarta mér, minning þína þar ég geymi. Þinni mynd úr huga mér aldrei gleymi, öðru gleymi - ekki þér. (Þýð. Yngvi Jóhannesson.) Ég þakka þér, elsku amma, fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og þó að þinni jarðvist sé lokið vonast ég til að við hittumst einhvern tímann á ný. Þín Jóhanna og fjölskylda. Þegar ég minnist ástkærrar ömmu minnar koma margar góðar og hlýlegar minningar upp í huga minn. Hún hugsaði ætíð vel um mig og gerði allt til þess að mér liði vel. Henni ömmu minni fannst alltaf gaman að því að horfa á mig syngja og dansa þegar afí spilaði á harm- onikkuna og þegar við sátum tvær saman við eldhúsborðið og spiluðum á spil eru það ógleymanlegar stund- ir. Árlegu jólamatarboðin hennar ömmu voru yndisleg og maturinn sömuleiðis og mun ég minnast þess á hverjum jólum. Þegar við systurn- ar komum í heimsókn frá Reykjavík fengum við ætíð hlýlegar móttökur hjá öinmu, sem var alltaf búin að kaupa eitthvað gott handa okkur. Elsku amma, ég mun sakna þín mikið en minningarnar eru góðar og þeim gleymi ég ekki. Vala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 217. tölublað (24.09.1994)
https://timarit.is/issue/126708

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

217. tölublað (24.09.1994)

Aðgerðir: