Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 29 MINIVIIIMGAR MESSUR VIGGÓ ÓLAFSSON + Þorleifur Vigg-ó Ólafsson fædd- ist í Nýjabæ í Tálknafirði 15. maí 1921. Hann lést í Reykjavík 19. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Björns- son, f. 17. júní 1858 á Skógum í Rauða- sandshreppi, d. 13. nóvember 1937 og Bjarnveig Guð- munda Bjarnadótt- ir, f. 19. júní 1888 á ísafirði, d. 19. júlí 1934. Viggó átti sex alsystkin. Þau eru: Ólafur Bjarni, f. 23. mars 1911, d. 9. ágúst 1979; Andrés Kristján Bjarni, f. 22. febrúar 1915, d. 25. maí 1915; Anton, f. 23. september 1916, d. 16. júní 1965; Guðmundur Bjarhi, f. 15. maí 1921; Lilja, f. 11. október 1923; Sigurjón, f. 22. janúar 1926. Hálfsystkin Viggós, börn Ólafs og fyrri konu hans Önnu Jónsdóttur, voru sjö talsins. Þau eru: Ólafía Herdís, f. 25. ágúst 1886, d. 31. október 1953; Torfi Snæbjörn, f. 18. september 1888, d. 4. apríl 1967; Jónína Guðrún, f. 14. ágúst 1890, d. 9. mars 1964, Kristín, f. 10. júní 1892, d. 12. desember 1896; Jóna Bjarney, f. 9. apríl 1894, d. 22. febrúar 1972, Olafur Ágúst, f. 6. ágúst 1896, d. 29. desem- ber 1897; Ólafur Kristinn, f. l'. mars 1898, d. 6. desem- ber 1980. Hinn 2. september 1950 kvæntist Viggó Herborgu Huldu Símonardóttur, 'f. 21. júní 1932. Þau slitu samvistum. Börn Viggós og Huldu eru: Ingi- björg Guðrún, f. 2. desember 1950, maki Elías Kristins- son; Snæbjörn Geir, f. 21. janúar 1952, maki Helga Jónasdóttir; Sigurður Valdi- mar, f. 4. maí 1953, maki Anna Jensdóttir; Þorbjörn Hermann, f. 27. janúar 1955; Símon Ólaf- ur, f. 23. apríl 1956, maki Birna Benediktsdóttir; Bjarni Frans, f. 8. október 1958, maki Jó- hanna Þórðardóttir; Steinvör Kristín, f. 27. febrúar 1961, f. 27. febrúar 1961, maki Hilmar Jónsson. Barnabörn Viggós eru 26 og barnabarnabörnin þrjú talsins. Útför hans fer fram frá Stóra-Laugardalskirkju í dag. MORGUNNINN var svo fallegur. Sólin skein, þú svo glaður að borða morgunverðinn. Við ræddum um lífið og tilveruna, en vandamálið er að við tökum lífið of alvarlega því við komumst ekki lifandi frá því hvort sem er. Tíu mínútum seinna ert þú látinn. Maður hugs- ar: „Þetta er ekki hægt, svona er þetta ekki.“ Nú þegar ég rita þessar línur er sem ég heyri þig segja: „Ekki vera döpur, þetta lagast allt, því ég hugsa fallega og vel til þín.“ Það var eins og þú fyndir alltaf á þér ef mér leið illa, því þá hringdir þú og sagðir: „Ég hringdi nú bara til að hressa upp á sálartetrið, vinan.“ Alltaf leið mér betur á eftir, en það þarf ekki síma, því ég veit að þú hugsar fallega og vel til mín þar sem þú dvelur núna. Það var gaman að.hlusta á þig fara með vísur og Ijóð, því þá varstu svo ákafur og glaður. Ég vil þakka þér þennan tíma sem við þekkt- umst. Blessuð sé minning þín. Ætti ég að lifa lífi mínu aftur myndi ég ekki óska neinna breytinga á því, ég myndi bara opna augun ögn betur. (Ók. höf.) Þín vinkona, Hulda. í dag kveðjum við afa okkar, Viggó Ölafsson, og biðjum algóðan guð að geyma og styrkja okkur öll í sorg okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hulda, Þórður, Loftur Bjarnabörn. + Svanur Gylfi Sigurðsson fæddist á Slitvinda- stöðum í Staðar- sveit 20. júlí 1934. Hann lést í Sjúkra- húsi Stykkishólms 15. sept. sl. Hann var annar í röð fimm systkina og eini sonur hjónanna Steinunnar Guð- mundsdóttur og Sigurðar Krisljáns- sonar sem bjuggu þar á hálfri jörð- inni. Gylfi vann í foreldrahúsum og að hluta til í fiskvinnu í Ólafsvík þar til hann keypti jörðina Tungu í Fróðár- hreppi, en sú jörð var þá komin í eyði. Þar byggði hann upp og bjó síðan til dauðadags. Jafn- hliða búskapnum var hann tölu- vert við smíðar og greip í fisk- vinnslu á vetrum. Frá 1975 var hann í sambúð með Þorgerði Jónsdóttur frá Dunkárbakka í Hörðudal, f. 29.12. 1957. Synir þeirra eru Sigurður Kjartan, f. 3.3. 1977, iðnnemi, og Jón Ingi, f. 16.1. 1979, nemi. Jarðarför Gylfa fer fram í dag frá Staðar- staðarkirkju. Hann byggði þar upp, eigin hendi, því hann var smiður af Guðs náð, laginn og mikilvirkur. Reisti hann og víða byggingar til sveita því hann var eftirsótur til slíkra hluta. Gylfi und- irbjó verk sín vel og hafði hugsað fyrir hveiju smáatriði þegar byrjað var. Fjárhúsin í Tungu voru með ýms- um nýjungum þegar þau voru tekin í notkun, t.d. var opnað á garð- ana með einu handtaki á hveiju húsi. Búskapur Gylfa einkenndist af dugnaði og snyrtimennsku og há- marksafurðir náðust af hverri skepnu því meðferð öll var til fyrir- myndar. Voru þau Gylfi og Þorgerð- ur mjög samhent við búskapinn og þó Tunga sé ekki mikil jörð er þar myndarbragur á öllu. Gylfi greip töluvert í fiskvinnslu í ÓLafsvík á vertíðum enda ekki nema 10. mín. akstur frá Tungu. Auk þess að vera góður verkamður var hann bæði vingjarnlegur og gamansamur. Samstarfsmenn hans úr fiskinum minnast hans því með þakklæti. Eitt var það sem okkur furðaði mikið. Það var að aldrei nokkurn tíma skyldum við finna svo mikið sem eim af lykt þeirri sem fylgir því að hirða búfé, ekki síst þar sem kraftmikið fóður er gefið. En slík var snyrtimennska og þrifnaður hans að það kom aldrei fyrir. Bílskúrinn í Tungu er vönduð bygging og góð. í honum er sturtu- klefi með öllu tilheyrandi og þegar Tungubóndinn kom frá gegningum var farið í sturtubað áður en geng- ið var inn í íbúðina. Slíkt er fá- heyrð snyrtimennska. Gylfi var vandaður maður til orðs og æðis og það var gott að eiga vináttu hans. Það var sárt að vita þennan starfsglaða mann eiga í svo harðri og langri glímu við hinn grimma sjúkdóm. Gylfi háði þá baráttu af hug- prýði, vongóður til hinstu stundar. Það var honum huggun að vita að _vel var að öllu starfað heima í Tungu. Fyrir því sá Þorgerður og dugmiklir synir þeirra. Hugur hans var þar allur. Á útfarardegi Gylfa í Tungu standa réttir sem hæst til sveita. Það er jafnvel smalað í heimabyggð hans. Lífið heldur einfaldlega áfram og við fylgjum því meðan við meg- um. Öðru hvoru lítum við um öxl, ekki síst þegar við minnumst vina sem voru okkur góðir samferða- menn. Slíkur var Gylfi í Tungu. Ástvinum hans vottum við hjónin samúð okkar. Helgi Kristjánsson. GYLFISIG URÐSSON OLAFUR ÞOR VALDSSON SUMAR er á enda og komið haust. Gróður fölnar og býr rætur sínar undir vetrarlangan dvala í von og reyndar vissu um að vorið hefji allt til lífs á ný. Slíkt fyrirheit er okkur mönnum gefið — líf er að loknu þessu. f lok þessa blíða sumars, hinn 15. september sl., hneig að velli Gylfi Sigurðsson, bóndi í Tungu í Snæfellsbæ, eftir harða baráttu á sjúkrabeð. Þar er genginn sóma- maður og vil ég minnast hans fáein- um orðum í þakklætisskyni fyrir vináttu hans. Gylfi tók ungur til hendi svo sem tíðkasðist á uppvaxtarárum hans. Hann varð fljótt vinnusamur rösk- leikamaður sem naut starfsgleði meðan heilsa leyfði. Úr föðurhúsum hafði hann virðingu fyrir hinum góðu gildum og kröfugerð hans var á eigin hendur fyrst og síðast. Hann bjó með foreldrum sínum á Slitvindastöðum og var einnig í Ólafsvík þar til hann keypti Tungu. + Ólafur Þorvaldsson var fæddur í Reykjavík 14. maí 1926. Hann lést á Sauðárkróki 14. septeinber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lang- holtskirkju 21. september. Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir. Vöxt þinn hindraði aldrei neinn. Allir vegir voru þér færir - viljinn sterkur og hreinn. Þrunginn krafti, sem kjarnann nærir, klifrar þú djarfur og einn, léttur í spori, likamsfagur. Lund þín og bragur er heiðskír dagur, ftjálsborni fjallasveinn. Það fylgir þér hressandi fjallasvali, fossadynur og vængjablak, ilmur, sem minnir á eyðidali, andi vorsins og fuglakvak. Þegar þú gistir glóðheita sali, gekkst undir borgarans þak, sýnist öllum salkynnin hækka, sorgirnar fækka, veröldin stækka við svip þinn og tungutak. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi). Með kvæðinu Fjallasveininum eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi, sem lýsir þér svo dæmalaust vel, vil ég kveðja þig, elsku Óli minn. Þakka þér fyrir yndislegar og alltaf minnisstæðar samveru- stundir. Blessuð sé minning þín. Arndís Björg Smáradóttir. Guðspjall dagsins: (Lúk. 14.). Jesús læknar á hvíldardegi. ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskyidu- guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BUSTAÐAKIRKJA: Upphaf vetrar- starfs. Barnamessa kl. 11. Hvetjum foreldra til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Guðbjört Kvien. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Fjölmennum í mess- ur við upphaf vetrarstarfs. Pálmi Matthíasson. DÓMKiRKJAN: Hámessa kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama tíma. Létt- ur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir messu. Allir velkomnir. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Kl. 10. Söfn- uðurinn syngur. Fræðsla og söngæf- ing í umsjá Harðar Áskelssonar. Messa og barnasamkoma kl. 11. Organisti Hörður Áskelsson. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Mikill söngur og gleði. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Pavel Mana- sek. Sr. Tómas Sveinsson. Fundur með foreldrum fermingarbarna sunnudagskvöld kl. 20.30. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prest- ur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Lang- holtskirkju syngur. Barnastarf á sama tíma. Molasopi að messu lok- inni. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Organisti Jónas Þórisson. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Frank M. Hall- dórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Kynning- arguðsþjónusta kl. 11 fyrir ferming- arbörn þar sem beðið verður fyrir hverju barni. Organisti Gulasciova. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elín- borgar Sturludóttur og Sigrúnar ívarsdóttur. KIRKJA HEYRNARLAUSRA: Dagur heyrnarlausra: Messa í Áskirkju v/Vesturbrún á degi heyrnarlausra. Guðmundur Ingason talar í tilefni dagsins. Táknmálskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Miyako Þórðarson. . ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Sigrún Steingríms- dóttir. Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðlu. Halla Jónasdóttir og Fríður Sig- urðardóttir syngja stólvers. Barna- guðsþjónusta í safnaðarheimili Ár- bæjarkirkju kl. 11. Umsjón hafa Arna, Guðrún og sr. Þór. Guðmund- ur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta yið upphaf barna- starfs kl. 11. Barnakórinn syngur. Organisti Daníel Jónasson. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Fundur með foreldrum fermingarbarna að lokinni guðsþjón- ustu. Samkoma Ungs fólks með hlut- verk kl. 20.30. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir Digraneskirkju í Kópavogi sunnudag- inn 25. september kl. 16. Sóknar- nefnd. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéova. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Nýr sunnudagapóst- ur. Valgerður, Hjörtur og Rúna að- stoða. Guðsþjónusta ki. 14. Organ- isti Bjarni Jónatansson. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Barnastarfið hefst. Fjölmennum. Organisti Oddný Jóna Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þor- varðarson. KÁRSNESPREST AKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Síðasta guðsþjónustan fyrir vígslu Digraneskirkju, sem þiskuþ íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir kl. 16. Organisti Örn Falkner. Þor- þergur Kristjánsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta með altaris- göngu kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskars- dóttir prédikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðsþjón- usta kl. 11. Fermdir verða þræðurn- ir Stefán Aðalsteinn og Samúel Þór- ir Drengssynir, Sílakvísl 12, Reykja- vík. Organisti Pavel Smid. Cecil Har- aldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa ki. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK við Holtaveg: Sunnudagskvöld verða aðalstöðvar KFUM og KFUK við Holtaveg vígðar. Húsið opnað kl. 19 og athöfnin hefst kl. 20. Fjölbreytt dagskrá, ávörp og söngur. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Reggie Dabbs. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Messað (altarisganga) verður sunnudag kl. 11. Kór safnaðarins syngur undir stjórn Péturs Máté organista. Þór- steinn Ragnarsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Áslaug og Elsabet stjórna og tala. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Ingibjörg og Óskar stjórna og tala. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma sunnudag kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Rútuferð frá safnaðarheimilinu kl. 13.30. Barna- starf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. B ESSAST AÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Helgi Guðmunds- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagsskóli kl. 11. Munið skólaþílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Hulda Guðrún Geirsdóttir syngur einsöng. Kór Grindavíkurkirkju syng- ur. Organisti Siguróli Geirsson. Barn borið til skírnar. Altarisganga. I kirkj- unni verður til sýnis tillaga Höllu Haralds að steindum glerjum í kirkju- skipið. Sóknarnefndin býður kirkju- gestum kaffiveitingar í safnaðar- heimili. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11, altarisganga. Prestur Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syng- ur. Organisti Einar Örn Einarsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Rúta fer frá grunnskólanum í Þor- lákshöfn kl. 13.15 og til baka að messu lokinni. Svavar Stefánsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 11. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Þórey Guðmundsdóttir, guðfræðikandídat, prédikar. Barnasamvera í safnaðar- heimilinu. Heitt á könnunni að messu lokinni. Almenn guðsþjón- usta í HraunÞúðum kl. 15.15. Ungl- ingafundur KFUM & K fellur niður vegna helgarmóts félaganna íVatna- skógi. AKRANESKIRKJA: í dag, laugardag, bamaguðsþjónusta kl. 11. Stjórn- andi Sigurður Grétar Sigurðsson. í safnaðarheimilinu kl. 13 kirkjuskóli yngstu barnanna. Stjórnandi Axel Gústafsson. Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. DVALARHEIMILIÐ HÖFÐI: Messa kl. 12.45. Björn Jónsson. -'ÞINGVALLAKIRKJA: Kl. 15 þjónar sr. Hanna María Pétursdóttir fyrir altari. Organisti Einar Sigurðsson. Einleikur á fiðlu Sigurlaug Eðvalds- dóttir. Steinunn Sæmundsdóttir les Ijóð og prédikar. Meðhjálpari er Elín- borg Sturludóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.