Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Erlendar fjárfestingar
Óbein að-
ild verði
heimiluð
í ÁLYKTUN, sem aðalfundur Sam-
taka fískvinnslustöðva samþykkti
samhljóða, segir m. a. að aðlaga
þurfi löggjöf um erlenda fjárfestingu
í íslenskum sjávarútvegi þeirri stað-
reynd að almenningshlutafélög með
mjög dreifða eignaraðild hafi risið
upp í sjávarútvegi á sl. árum.
„Rétt er að breyta löggjöf á þann
veg að takmörkuð óbein eignaraðild
erlendra aðila verði heimil í slíkum
tilvikum," segir í ályktuninni.
Önnur atriði, sem aðalfundurinn
leggur áherslu á, eru:
■Sjávarútvegurinn á að taka fullan
þátt í þeirri umræðu sem nú á sér
stað um framtíðartengsl Islands við
ESB. Frá upphafi var ljóst að íslend-
ingar gætu með engum hætti lifað
með sjávarútvegsstefnu ESB. Samn-
ingar líkt og sjávarútvegssamningur-
inn sem Norðmenn hafa gert við ESB
koma aldrei til greina.
■Háir raunvextir hér á landi á und-
anfömum árum hafa komið þungt
niður á sjávarútveginum. Þrátt fyrir
umtalsverða lækkun óverðtryggðra
vaxta á sl. 12 mánuðum ríkir hér
áfram hávaxtastefna og raunvaxta-
lækkunin hefur ekki skilað sér til
fólks og fyrirtækja með sama hætti
og til ríkis og sveitarfélaga. Þá eru
stórhækkuð álög banka á afurða-
lánavexti fiskvinnslunnar að undan-
fömu með öllu óþolandi.
■ Framundan er gerð nýrra kjara-
samninga á almennum vinnumark-
aði. Þeir samningar verða að tryggja
áframhaldandi stöðugleika í íslensku
efnahagslífi.
AÐALFUNDUR SAMTAKA FISKVINNSLUSTÖÐVA
FRÁ aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva á Selfossi í gær.
Evrópusambandsaðild
„afleitur kostur“
ANDSTAÐA við inngöngu í Evr-
ópusambandið og breyttar reglur
um erlenda fjárfestingu í íslensk-
um sjávarútvegi var rauði þráður-
inn í framsöguerindum um þessi
málefni á aðalfundi Samtaka fisk-
vinnslustöðva í gær. Finnbogi
Jónsson, framkvæmdastjóri Síld-
arvinnslunnar í Neskaupstað,
sagði inngöngu í ESB fráleitan
kost. Halldór Asgrímsson, formað-
ur Framsóknarflokksins, tók í
sama streng. Hann taldi einnig,
eins og Björn Bjarnason alþingis-
maður, nauðsynlegt að breytá Iög-
um um eignaraðild útlendinga í
íslenskum sjávarútvegi, einkum
hvað varðar óbeina eignaraðild.
Halldór Ásgrímsson sagði eðli-
legt að menn ræddu mögulega
aðild að ESB þó hann væri andvíg-
ur slíkri aðild. Hann sagði að laga
þyrfti lög um eignaraðild útlend-
inga að breyttum aðstæðum, eink-
um óbeina eignaraðild, en varaði
við því að útlendingar fengju að
fjárfesta beint í fiskiskipum.
Þjóðernið er ekki í húfi
„Brýnt er að taka af allan vafa
um rétt erlendra aðila til óbeins
eignarréttar í íslenskum sjávarút-
vegsfyrirtækjum. Núverandi
ástand hefur varað of lengi og er
hvorki framkvæmdar- né löggjaf-
arvaldi til nokkurs sóma,“ sagði
Björn Bjamason meðal annars.
„Leggja þarf vinnu í að móta
reglur með það í huga að skilja á
milli eignarhalds útlendinga á fisk-
vinnslufyrirtækjum annars vegar
og útgerðar hins vegar. Slík dæmi
auðvelda mat á þeim hagsmunum
sem eru í húfi.
Til þess að stuðla að skynsam-
legum og málefnalegum umræð-
um um fjárfestingar útlendinga í
íslenskum sjávarútvegi, þarf að
líta á málið án fordóma og tilfinn-
ingaraka. Fráleitt er til dæmis, að
þjóðerni eða þjóðernisvitund ís-
lendinga sé hér í húfi. Þjóðernis-
stefnan dafnaði við aðstæður, þar
sem menn voru ekkert að velta
fyrir sér eignarhaldi á fyrirtækj-
um. Andúð á fjárfestingum útlend-
inga hefur verið hluti af stjórn-
málastefnu á þessari öld, sem nú
er sem betur fer að úreldast.
Frá 1922 til 1991 máttu útlend-
ingar eiga með beinum hætti allt
að 49,9% af hlutafé í sjávarútvegs-
fyrirtækjum hér á landi. Á sama
tíma og frelsi til fjárfestinga var
almennt aukið hér var það afnum-
ið á þessu sviði. Evrópusambandið
hefur fallist á þetta fjárfestingar-
bann með EES-samningnum.
Kæmi til þess, að við vildum sækja
um aðild að Evrópusambandinu, |
þyrfti vafalaust að falla frá fjár- i
festingarbanninu,“ sagði Björn ?
Bjamason. t
Verður til fjármagn í landinu
„Ég er þeirrar skoðunar að það
sé og verði til fjármagn í landinu
til að fjárfesta í okkar undirstöðu-
atvinnuvegi. Spurningin sé fyrst
og fremst hvort okkur tekst að
sannfæra þá sem ráða yfir fjár- k
magninu að skynsamlegt sé að ’
kaupa hlutabréf í íslenskum sjáv- f
arútvegsfyrirtækjum. Ef það reyn- k
ist hins vegar erfiðara að sann-
færa þá sem iifa á sjávarútvegin-
um að fjárfesta í honum en er-
lenda aðila þá er eitthvað meira
en lítið að.
Niðurstaða mín er sú að það sé
afleitur kostur að ganga í Evrópu-
sambandið. Telji menn æskilegt
að opna að einhveiju leyti fyrir |
erlendum fjárfestingum í íslensk-
um sjávarútvegi á að gera það á '
okkar eigin forsendum og með I
okkar skilyrðum,“ sagði Finnbogi
Jónsson.
Erfið rekstrarafkoma í veiðum og vinnslu á botnfiski en loðnan gerir gæfumuninn
Sífelld barátta
undanfarin ár
Tekjur og skuldir sjávarútvegs 1985-1994
Kostnaðarliðir og afkoma botnfiskvinnslu
Hráefniskaup
Launakostn.
19
1992
1994, áætl
1993
Annar
rekstrarkostn.
15
Atskriftir og
fjárm.kostn.
tm
1994, áætl.
Hagnaður/Tap
]t y
REKSTUR sjávarútvegsfyrirtækja hér á
landi hefur verið sífelld barátta undan-
farin ár. Helmings samdráttur í þorsk-
veiðum á sjö árum hefur komið ijölda fyrir-
tækja í þrot. Stóraukin úthafsveiði, ekki síst
í Smugunni, ásamt mikilli loðnuveiði hefur
gert okkur kleift að komast að mestu í gegn-
um þessa gríðarlegu erfíðleika á þessu ári.
Það er ekki bjart framundan í þorskveiðum
hér við land á næstu árum, að mati Hafrann-
sóknarstofnunar, og vandséð hvemig fyrirtæki
sem byggja nær eingöngu á þorskveiðum og
vinnslu komast í gegnum þá erfíðleika,“ sagði
Amar Sigurmundsson, formaður SF, meðal
annars á aðalfundi samtakanna í gær.
Amar sagði að samkeppnisstaða hefði
batnað með aðild að EES og þann ávinning
mætti ekki missa við aðild annarra EFTA
ríkja að ESB. Fjármagnskostnaður hefði
lækkað og skipti það sköpum fyrir skuldsett
fyrirtæki. „Næstu kjarasamningar mega ekki
undir neinum kringumstæðum rústa þeim
árangri sem við höfum náð í baráttunni við
verðbólguna á undanfömum ijórum áram,“
sagði hann.
Afkoman mun versna
Amar sagði að samkvæmt upplýsingum frá
Þjóðhagsstofnun hefði verðþróun sjávarafurða
síðustu 12 mánuði verið jákvæð um 2%, mælt
í SDR. Amar vitnaði í samantekt Þjóðhags-
stofnununar á á áætlaðri afkomu botnfísk-
greina miðað við skilyrði í ágúst 1994:
„Að mati Þjóðhagsstofnunar er botnfisk-
vinnslan rekin með tæpiega 3% halla en 1,5%
hagnaður er af veiðunum. Þessi afkoma mun
versna að óbreyttum forsendum þegar kemur
fram á árið 1995 og gerir Þjóðhagsstofnun
ráð fyrir að halli í botnfiskgreinum verði 2,5%
á næsta ári. Þessir útreikningar eru byggðir
á framreikningi ársreikninga 1993 hjá 143
sjávarútvegsfyrirtækjum sem eru með yfir
60% af útflutningsverðmæti botnfískafurða.
Einnig fylgdi með niðurstaða Þjóðhagsstofn-
unar á afkomu ársins 1993 í öllum greinum
sjávarútvegs. Vegna gengisbreytinga á sl.
ári er verulegur munur á uppgjöri fyrirtækj-
anna og ársgreiðsluaðferð Þjóðhagsstofnunn-
ar. Þannig munar rúmum 4% í botnfiskvinnsl-
unni á sl. ári hvað uppgjör fyrirtækjanna
sýnir lakari afkomu, en vanalega er munur-
inn á tölunum 1-2%.
Þjóðhagsstofnun hefur einnig metíð af-
komu í veiðum og vinnslu á rækju og loðnu.
Samkvæmt þessum áætlunum er afkoman
mjög þokkaleg í þessum greinum og útlitið
þokkalega bjart.“
í tengslum við aðalfund SF hafa endur-
skoðendur tekið saman sex mánaða milliupp-
gjör hjá nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum
víðsvegar um land. Arnar sagði að niðurstaða
þessa milliuppgjörs staðfesti mikinn afkomu-
mun á milli fyrirtækja á þessu tímabili, en
mjög góð loðnuvertíð, ásamt mikilli loðnu-
frystingu og loðnuhrognavinnslu, gerði gæfu-
muninn í afkomu nokkurra þessara fyr-
irtækja. Eftir stæði ákaflega erfið afkoma
þeirra sem eingöngu væra í botnfiskveiðum
og -vinnsiu, byggðu mikið á þorski og hefðu
ekki átt möguleika að nýta sér stórauknar
úthafsveiðar.
Frumkvæði og sveigjanleiki
„Það sem einkennir íslenskan sjávarútveg k
er frumkvæði og gríðarlegur sveigjanleiki í F
að bregðast fljótt við breyttum aðstæðum," 'I
sagði Arnar. „Samdráttur í þorskafla á heim-
amiðum á undanförnum sjö árum hefur kall-
að á ný verkefni fyrir öflugustu fiskiskip
okkar. Úthafsveiðar okkar eru farnar að
skipta gífurlegu máli fyrir sjávarútveginn og
þjóðarbúið í heild. Nú er svo komið að úthafs-
afli frystitogara vegur orðið meira í tonnum
talið á þessu ári en afli þeirra innan fiskveiði-
lögsögu okkar. Hlutverk íslands sem strand- |
veiðiþjóðar er að breytast og kallar á nýjar t,
áherslur á Úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu .
þjóðanna. Landanir erlendra fiskiskipa hér á 1
landi, eftir að lögum var breytt árið 1992,
mörkuðu upphafið að nýrri sókn í úthafsveið-
um þegar fiskveiðar okkar hófust í Smug-
unni á síðasta ári. Nauðsynlegt er að leysa
deilurnar við Norðmenn og Rússa um veiðar
í Barentshafi og við Svalbarða með samning-
um þar sem réttur okkar verði viðurkenndur.1'
Arnar minntist á ýmsar breytingar. Fyrir
rúmum 10 árum lá við stjórnarslitum á ís- |
landi vegna hugsanlegrar þjónustu við sovésk |
fiskiskip í íslenskum höfnum, en í dag kvört- .
um við helst yfir því að fá ekki nægilegt I
magn að Rússafiski til vinnslu hér.
Tengsl íslands við ESB
Arnar vék að tengslunum við Evrópusam-
bandið og fjárfestingum útlendinga í sjávar-
útvegi. „Við höfum talið það mjög mikilvægt
að tollfríðindi þau sem áunnist hafa í gegnum
EES tapist ekki við inngöngu hinna EFTA-
ríkjanna. Því hlýtur það að verða forgangs-
verkefni íslenskra stjórnvalda að sjá til þess
að það sem þegar hefur áunnist glatist ekki. >
Reglur um erlenda fjárfestingu í íslenskum •
sjávarútvegi eru sjálfstætt mál, án tillits til
EES eða ESB. í því máli þurfum við að að-
laga löggjöf okkar þeim raunveruleika sem
við búum við eftir að stór og öflug almenn-
ingshlutafélög hafa risið upp í sjávarútvegi
á undanförnum árum. Þrátt fyrir að ekki
verði komið auga á að við íslendingar getum
lifað með sjávarútvegsstefnu ESB né sam-
bærilegum samningi og Norðmenn náðu í S
sínum aðildarviðræðum eigum við sjávarút-
vegsmenn ekki að útiloka okkur frá þeirri i
umræðu um ísland og ESB sem óhjákvæmi- ’
lega eykst hér á landi á næstu misserum,“