Morgunblaðið - 24.09.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.09.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 25 -4- Látinn er í • London góður vinur og mikill vel- gerðamaður ís- lendinga, Edgar Sowton hjartasér- fræðingur. Hann útskrifaðist frá Cambridge há- skóla 1957. Auk læknaprófs lauk hann einnig prófi í eðlisfræði sem kom honum vel þegar hann þróaði fyrstu gervigangr- áði í Bretlandi. Varð hann einnig heimsfræg- ur fyrir framgöngu sína í meðferð lyartsláttartruflana og hafa nokkrir íslenskir sjúklingar notið góðs af fæmi hans á þessu sviði. FYRIR tæpum tveimur áratugum kom fram tækni til að víkka sjúk- ar kransæðar í hjarta- þræðingu með því að blása upp belg inni í kransæðaþrengslum. Edgar varð fljótleg einn af færustu og reyndustu læknum sem fengust við þetta. Hann framkvæmdi þessa aðgerð á um 200 íslenskum sjúkl- ingum þar til hægt var að koma henni við á Landspítalanum. Hann var yfiriækn- ir á Guy’s sjúkrahús- inu í London frá 1970 til dauða- dags. Hann var heimsfrægur vís- indamaður og eftir hann liggja meira en 600 greinar í læknatíma- ritum. Hann naut mikils heiðurs bæði í heimalandi sínu og um all- ar álfur. Forseti íslands sæmdi hann hinni íslensku fálkaorðu árið 1986. Edgar var hávaxinn, grannur og dökkur yfirlitum, fríður maður og glaðlegur. Hann hafði sérstak- lega hlýlegt viðmót. Þegar við ís- lenskir hjartalæknar leituðum til hans vegna íslensks sjúklings var svarið ætíð hið sama: „Hvenær getur þú sent hann, á morgun eða hinn daginn?“ Engum sjúklingi var hafnað. í janúar sl. var ekki hægt að gera kransæðavíkkanir á Land- spítalanum vegna brunaskemmda í rannsóknarstofunni. Ekki mátti Edgar heyra á annað minnst en að framkvæma nauðsynlegar að- gerðir sjálfur þótt hann væri þá sjálfur dauðvona. Edgar og kona hans, Pat, heim- sóttu okkur 'hér og er elskulegt viðmót þeirra ógleymanlegt. fjölmargir íslenskir hjartasjúkl- ingar og allir hjartalæknar hér- lendis minnast þessa góða læknis og vísindamanns með mikilli virð- ingu og senda fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Árni Kristinsson, yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans. EDGAR SOWTON + Hjörtur Björg- vin Helgason kaupfélagsstjóri var fæddur að Lykkju á Akranesi 14. september 1898. Hann lést á Dvalar- heimilinu Garð- vangi í Garði 9. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Út- skálakirkju í Garði 17. september. For- eldrar hans voru Helgi Guðbrands- son og Guðrún Dl- ugadóttir. Hami var einn af þrettán systkinum og eru fimm á lífi. Hiim 16. júní 1923 kvænt- ist Hjörtur Sveinbjörgu Jóns- dóttur frá Bæjarskerjum í Mið- neshreppi. Konu sína missti hami 19. nóvember 1978 eftir erfið veikindi. Eignuðust Svein- björg og Hjörtur fimm böm og era þau í aldursröð: Sveinsína Ingibjörg, Guðrún, Lilja, Jón Einar og Erla. Eru þau öll gift og eiga afkomendur. SKÓLAGANGA Hjartar var stutt, eins og hjá mörgum alþýðudreng þess tíma, en eðlis- greind og góður efni- viður var það vega- nesti sem hann fór með út í lífið úr for- eldrahúsum. Hann fór fljótt að taka þátt í félagsmálum og at- vinnulífinu. Vann hann hin ýmsu störf, þó aðallega við verslun og þjónustu, og árið 1953 tók hann við kaupfélagsstjórastöðu við Kaupfélagið Ingólf í Sandgerði. Gegndi hann því allt til 77 ára aldurs, en þá var það sameinað Kaupfélagi Suðurnesja. Hér yrði alltof langt mál að telja upp allar þær nefndir og félög sem hann tók virkan þátt í, oft í for- ystu, en mér hefur oft dottið í hug að stormurinn og skjólleysið á Akranesi hafi mótað hinn unga dreng. Hjörtur varð fljótt róttækur í skoðunum og tók virkan þátt í verkalýðsbaráttu og stofnun verkalýðsfélaga, var hann meðal stofnenda KRON og sat í stjórn þess. Hann var ávallt fremstur í flokki þegar þurfti að veija lítil- magnann eða réttindi lands og þjóðar. Hann tók þátt í Guttó- slagnum og síðustu Keflavíkur- gönguna fór hann á níræðis aldri. Þau hjón Hjörtur og Sveinbjörg reistu sér heimili á þrem stöðum, að Klöpp á Seltjarnarnesi, Mela- bergi í Miðneshreppi og á Upp- salavegi 6 í Sandgerði. Einkennd- ist heimili þeirra af myndarskap húsmóðurinnar og hæglátu við- móti húsbóndans, þótt grunnt væri á kímnina, og þeirri virðingu sem þau báru hvort fyrir öðru. Hjörtur var mikill eljumaður og dugnaðurinn svo að um var talað. Ekki taldi kaupfélagsstjórinn það eftir sér, ef vantaði kost í bát, að snarast með hann sjálfur, eða sinna kvabbi utan venjulegs vin- nutíma. Með búskapnum á Mela- bergi fór hann út í útgerð með öðrum heimamönnum og áttu þeir tvo báta sem báðir hétu Hrönn og sá Hjörtur um útgerðina í landi, ásamt fiskvinnslu sem þeir ráku í nokkur ár. Hjörtur dvaldist á Dvalarheimil- inu Garðvangi í Garði síðustu ell- efu árin. Vil ég fyrir hönd fjöl- skyldunnar þakka öllu starfsfólki þar fyrir frábæra umönnun og hlýju í hans löngu og erfiðu veik- indum. Megi guðs blessun ávallt fylgja ykkar störfum. Börnum hans og öðrum afkomendum bið ég guðs blessunar. Og mínum elskulega tengdaföður þakka ég öll liðnu árin. Sigurhanna Gunnarsdóttir. HJÖRTUR BJÖRGVIN HELGASON VALGERÐUR GUÐNÝ ÓLADÓTTIR + Valgerður Guðný Óladótt- ir fæddist 12. maí 1911 á Bæ í Trékyllisvík í Stranda- sýslu. Hún lést 24. ágúst síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 31. ágúst. LANGAMMA mín var mér alltaf hlý og góð, hún passaði mig í mörg ár og þessi ár eru mér minn- isstæð. Henni þótti gaman að elda gijónagraut handa mér því ég borðaði svo vel af honum. Amma kenndi mér margt sem ég hef nýtt mér og mun aldrei gleyma. Hún mun alltaf lifa í minningum mínum. Margrét Einarsdóttir. Ég hafði alla tíð mikið samband við ömmu mína, því er margs að minnast. Hún var góð manneksja og kenndi mér svo ótal margt. Mér er alltaf minnisstætt þegar við Einar byijuðum að búa, þá lánaði hún okkur pening fyrir fyrirfram- greiðslu í íbúð og lét okkur svo borga það mánaðarlega til baka ásamt vöxtum. Þegar skuldin var uppgreidd rétti hún mér andvirði vaxtanna og sagði mér að kaupa eitthvað í búið. Þetta hefur kennt mér að það er alltaf best að standa í skilum, en það gerði hún svo sannarlega. Hún var félagslynd og vildi allt- af hafa einhvern hjá sér. Margrét LEGSTEINAR I Flutningskostnaður innifalinn. Stuttur afareiðslufrestur. FóiS mynaalistann okkar. 720 Borggrflr&i eystro, sími 97-?9977 dóttir mín var í mörg ár í pössun hjá ömmu og ég veit að það gaf þeim báðum mikið. Einar keyrði mig í vinnuna og fór svo með Margréti til ömmu og lenti þá oftar en ekki í heitum pönnukökum eða öðru góðgæti sem hún hafði verið að baka því hún vaknaði svo snemma. Amma var vinnuglöð og sat ekki aðgerðalaus, hún var léttlynd, gerði oft að gamni sínu og stundum stríð- in. Hún trúði á framhaldslíf og er nú áreiðanlega á góðum stað. Elsku amma, takk fyrir allt. Jóna Björg Hannesdóttir. Einar Beinteinsson. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HARALDUR DIÐRIKSSON, Smáratúni 17, Selfossi, lést fimmtudaginn 22. september. Unnur Auðunsdóttir, Diðrik Haraldsson, Gunnhildur Haraldsdóttir, Þorsteinn Reynisson, Hafdís Unnur og Haraldur Þór. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, KRISTINN M. ÞORKELSSON, Blikahólum 2, Reykjavík, lést af slysförum þann 22. september. Svava Ólafsdóttir, Þorkell Kristinsson, Guðrún Þorkelsdóttir, Jóhann Þorkelsson, Rannveig Jónsdóttir, Svava Björk, íris Dögg, Rakel og Ólafur Sveinn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR BÓAS FRIÐJÓNSSON, frá Reyðarfirði, siðast til heimilis að Ægisgötu 27, Akureyri, lést 17. september á Dalbæ, Dalvík. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju 26. september kl. 13.30. Guðlaug Erlendsdóttir, Pálmj Guðmundsson, Friðjón Erlendsson, ' Sigrun Magnúsdóttir, Björgvin Erlendsson, fsfold Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR ÞORSTEINSSON fiskiðnfræðingur, Laugarásvegi 53, lést í Landspitalanum 22. september. Jóhanna T. Ólafsdóttir, Bergljót Garðarsdóttir, Geir Garðarsson, Arnþór Garðarsson, Gerður Garöarsdóttir, Ólafur Garðarsson, Þórir Garðarsson, Þorsteinn Garðarsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Dóttir okkar og systir, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Hofsvallagötu 21, Reykjavík, lést á Reykjalundi fimmtudaginn 22. september. Jón Þórðarson, Jóhanna Sveinsdóttir, Auðbjörg Pétursdóttir, Ögmundur Frimannsson og systkini. + Móðir okkar, AÐALHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áöur Barónsstfg 59, er látin. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Dagbjartsson, Hjálmtýr Dagbjartsson, Jón Sverrir Dagbjartsson. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG ÁSGEIRSDÓTTIR, Laugavegi 70b, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. september nk. kl. 13.30. Hallur Páfl Jónsson, Ágústa Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.