Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Thatcher
spáir lýð-
ræði
MARGARET Thatcher, fyrr-
verandi forsætisráðherra Bret-
lands, spáði því í gær að efna-
hagsumbæturnar í Kína
myndu leiða til æ háværari
krafna um lýðræði. „Sagan
sýnir að þetta er rétt. Ftjálsa
hagkerfið kemur yfirleitt á
undan lýðræðinu. En Deng
hefur ekki horft nógu langt
fram á við. Þegar ftjálsa hag-
kerfið fer að ganga vel krefst
fólkið lýðræðis," sagði Thate-
her og kvað ftjálst hagkerfi
ekki geta þrifist til lengdar án
lýðræðis.
Soyinka hald-
ið í Nígeríu
ÖRYGGISVERÐIR tóku vega-
bréftð af nóbelsverðlaunahaf-
anum Wole Soyinka á flugvell-
inum í Lagos í gær og meinUðu
honum að fara úr landi í fyrir-
lestraferð til Þýskalands og
Svíþjóðar. Andstæðingar her-
foringjastjómarinnar í Nígeríu
sögðu þetta enn eitt dæmið um
mannréttindabrot hennar.
Flugslys í
Hong Kong
EINN maður beið bana og
fimm var saknað í gær eftir
að flutningavél af gerðinni
Hercules, með 12 Indónesíu-
menn innanborðs, rann út af
flugbraut á flugvellinum í
Hong Kong og lenti í sjónum.
Vélin var í flugtaki.
Reynt að veiða
„Ókindina“
BRESKIR stangveiðimenn
reyndu í gær að veiða 14 kg
geddUj sem gengur undir nafn-
inu „Okindin", í fljótinu Tees
í norðausturhluta Englands.
Geddunni var sleppt þar til að
halda fiskstofnum niðri en rán-
fiskurinn þykir hins vegar hafa
raskað lífríkinu og hefur tekið
upp á því að háma í sig endur.
N-Kórea
gangi í IAE A
ALLSHERJ ARNEFND Al-
þjóða kjamorkumálastofn-
unarinnar (IAEA) í Vín hvatti
til þess á árlegum fundi sínum
í gær að Norður-Kóreumenn
heimiluðu alþjóðlegt eftirlit
með öllum kjarnakljúfum sín-
um og gengju að nýju í stofn-
unina. Alyktun þessa efnis var
samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða, aðeins
Líbýa var á móti og tíu ríki
sátu hjá, þeirra á meðal Kína.
Rómverjar
mengnðu loftið
LOFTMENGUN er ekki nýtt
fyrirbæri, því rannsókn vís-
indamanna, byggð á sýnum
úr Grænlandsjökli, bendir til
þess að blýmengunin hafi, auk-
ist verulega og haldist fjórfalt
meiri frá 500 fyrir Krist til
300 eftir Krist, á blómatíma
Fom-Grikkja og Rómaveldis.
Grikkir eg Rómvetjar bræddu
þá mikið blý til að framleiða
silfurmynt. Blýmengunin var
í lágmarki fyrir 1.500 árum
og hækkaði síðan smám sam-
an aftur á Miðöldum.
„Tópas“
fyrir rétt
RÉTTARHÖLD hófust í gær
yfir Þjóðverjanum Rainer
Rupp, sem hefur ásamt eigin-
konu sinni verið ákærður fyrir
njósnir í höfuðstöðvum Atlants-
hafsbandalagsins í þágu Stasi,
öryggislögreglu kommúnista-
stjórnarinnar fyrrverandi í
Austur-Þýskalandi, frá 1977 til
1989. Njósnarinn gekk undir
nafninu „Tópas“. Myndin er af
Rupp, sem er 49 ára, skömmu
áður en réttur var settur.
Stjórn Berlusconis á Ítalíu í vanda vegna lífeyrismála
Hóta verkfalli verði
ráðist í niðurskurð
Róm. Reuter.
TILRAUNIR ítalskra ráðherra til að ná samkomulagi um nýja skipan
lifeyrismála hafa engan árangur borið. Samkomulag tókst þó í gær við
launþegasamtökin um að setjast aftur að samningaborði á mánudag.
Frestur stjórnarinnar til að ljúka málinu er að renna út þar sem landslög
kveða á um að fjárlög næsta árs verði að leggja fram fyrir lok september.
Reuter
Silvio Berlusconi, forsætisráð-
herra Ítalíu, á nú við mikinn vanda
að stríða vegna þess að stjórn hans
vill draga úr fjárlagahalla með því
að minnka framlög til lífeyrismála
en stéttarfélög landsins betjast
hart gegn áformunum. Hafa þau
hótað að boðatil allsherjarverkfalls
vegna áforma stjórnarinnar um að
skera niður lífeyriskerfi landsins.
Hafa Berlusconi og Giulio Trem-
onti fjármálaráðherra átt árangurs-
lausar viðræður um þetta efni við
leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar.
Ríkisstjórnin hyggst skera niður
fjárlagahallann um sem samsvarar
tæplega 200 milljörðum íslenskra
króna og eru stéttarfélögin hlynnt
því. Þau telja hins vegar að frekar
eigi að reyna að draga úr skattsvik-
um heldur en lífeyrisgreiðslum.
Silvio
Berlusconi
Vegna deilna
stjórnarinnar og
launþegasam-
takanna gætir
vaxandi ótta á
fjármálamark-
aði um að sam-
komulagi takist
ekki og til verk-
fallsátaka komi.
ítalska lífey-
riskerfið er eitt-
hvert hið dýr-
asta í heimi í
rekstri. Karlar geta farið á eftirlaun
við 61 árs aldur en konur 59 ára.
Þá eiga margir ríkisstarfsmenn
rétt á mjög ríkulegum lífeyris-
greiðslum eftir einungis fimmtán
ára starf.
Um 20 milljónir ítala njóta nú
lífeyrisgreiðslna eða um þriðjungur
íbúanna. Þar sem lífeyrisgreiðslur
eru langt umfram greiðslur í lífeyr-
issjóði rennur nú um þriðjungur
útgjalda ítalska ríkisins til þessara
mála.
Hollenski verkfræðingurinn Johannes van Damme tekinn af lífi í Singapore
Sagðist
deyja sæll
íhjarta
Singapore, Karlsruhe. Reutcr.
HOLLENDINGURINN Johannes
van Damme, sem dæmdur hafði
verið til dauða fyrir eiturlyfjasmygl
í Singapore, var hengdur í gær-
morgun. Hefur hollenska stjórnin
lýst hneykslan sinni á aftökunni
og vonbrigðum með, að ekki var
orðið við óskum um að þyrma lífi
hans. Utanríkisráðherra Singapore
hefur beðið menn að sýna skilning
í þessu máli, lögin verði að virða.
Joop Spoor, hollenskur prestur,
sem vitjaði van Dammes síðustu
dagana, segir, að hann hafi borið
sig vel og sagst mundu deyja með
frið í hjarta. Baðst Spoor fyrir utan
við fangelsismúrana þegar aftakan
átti sér stað en aðeins starfsmenn
fangelsisins voru viðstaddir hana.
Van Damme var handtekinn í flug-
höfninni í Singapore 1991 með á
fimmta kíló af heróíni í farangrin-
um en í ríkinu er það dauðasök
að smygla meira en 15 grömmum
af eitrinu.
Ohugur
Hans van Mierlo, utanríkisráð-
herra Hollands, hefur lýst óhug
sínum og stjórnarinnar vegna af-
tökunnar en Shanmugam Jayak-
umar, utanríkisráðherra Singap-
ore, sagði á ráðstefnu utanríkisráð-
herra Evrópusambandsríkja og
ríkja í Suðaustur-Asíu, að menn
yrðu að sýna skilning. Lögunum
yrði að framfylgja og stjórnvöld í
Singapore væru þess fullviss, að
aðeins mjög harðar refsingar
kæmu í veg fyrir, að eiturlyfin
flæddu yfir ríkið. Van Damme var
79. maðurinn, sem tekinn er af lífi
í Singapore fyrir eiturlyíjasmygl
frá 1975, og er meira en helming-
ur þeirra útlendingar.
Van Damme fluttist til Nígeríu
1976 eftir hjónaskilnað í Hollandi
og kvæntist þar nígerískri konu.
Áttu þau ljögur börn saman, það
yngsta fimm ára:
„Yar indælismaður sem
þóttist geta reddað öllum“
HEIMSFRÉTTIRNAR horfa
öðruvísi við lesendum þegar þeir
þekkja til þeirra staða og þess
fólks sem sagt er frá. Eitt slíkt
dæmi er leikskólastjóri í Reykja-
vík, sem brá í brún er hún sá
inynd af Hollendingi, sém dæmd-
ur hafði verið til dauða í Singap-
ore fyrir fíkniefnasmygl og var
hengdur í fyrrinótt. Örlögin hög-
uðu því svo til að fyrir rúmum
áratug þekktust Anna Skúla-
dóttir og Johannes van Damme
ágætlega en þau voru þá búsett
í Nígeríu.
Anna var gift Breta sem vann
hjá sama verktakafyrirtæki og
van Damme, Coldchurch. Hvítir
starfsmenn þess bjuggu á hál-
flokuðu svæði þar sem allt var
til alls, verslun, sundlaug, skóli
og bar og umgengust þar af leið-
andi mikið. „Mér brá því óskap-
Islensk kona sem
þekkti van Damme
ber honum
söguna vel
lega þegar ég las um að Johann-
es hefði verið dæmdur fyrir fíkni-
efnasmygl. Maður sem var í
brúðkaupsveislunni minni, hafði
margoft komið í heimsókn og
ég hafði klippt," segir Anna.
Hún segir að í þessum hópi
hafi verið margt sérstakt fólk
enda þurfi líklega óvenjulegar
persónur til að búa í löndum sem
þessum. Van Damme hafði búið
í Nígeríu í sex ár er Anna flutt-
ist þangað 1982. Hann var giftur
nígerískri konu sem var af efn-
uðu fólki. „Flestir ef ekki allir
tóku þátt í þeirri gífurlegu spill-
ingu sem ríkir í Nígeríu, þar er
allt falt fyrir peninga, jafnvel
ökupróf og heilbrigðisvottorð.
Johannes var indælismaður en
hann var einn þeirra sem þekkti
þá sem voru á kafi í spillingunni
og þóttist geta reddað öllu. Ég
er hrædd um að hann hafi lent
í vandræðum, einhver náð taki
á honum .og neytt hann til að
vera „burðardýr“, eða þá að
græðgin hefur rekið hann
áfram,“ segir Anna.
Sjálf bjó hún ekki nema ár í
Nígeríu þar sem bylting var gerð
á meðan hún var í fríi hérlendis.
Voru eignir hennar og manns
hennar gerðar upptækar og þeim
hótað handtöku, sneru þau aft-
ur. Eftir þetta fréttu þau lítið
af van Damme en hann var bú-
settur í Nígeríu þegar hann var
handtekinn.
Anna
Skúladóttir
VAN DAMME (fyrir miðju með gleraugu) í boði hjá Önnu Skúladóttur
í Nígeríu fyrir nokkrum árum.