Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 23
22 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 23
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, fþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. 4 mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
OÞARFUR
RÍKISREKSTUR
SAMKEPPNISRÁÐ hefur farið fram á að söludeild
Pósts og síma verði aðskilin þeirri starfsemi stofn-
unarinnar, sem nýtur einkaleyfisverndar, „til að taka
af allan vafa um að Póst- og símamálastofnun greiði
ekki niður viðskipti með notendabúnað með einkaleyfis-
verndaðri starfsemi stofnunarinnar.“
Ráðið hefur jafnframt lagt til að í framtíðinni verði
stofnað sérstakt fyrirtæki um þann rekstur Pósts og
síma sem sé í samkeppni við einkaaðila, og það fyrir-
tæki greiði skatta og skyldur eins og keppinautar þess.
Þessi úrskurður samkeppnisráðs er í samræmi við
samkeppnislög, sem kveða á um að þess skuli gætt
að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur með
verndaðri starfsemi.
Viðbrögð Pósts og síma við kæru þeirri, sem leiddi
til úrskurðar samkeppnisráðs, eru þau að aðskilja bók-
haldslega söludeildina og annan rekstur.
Hins vegar segir Guðmundur Björnsson, aðstoðar-
póst- og símamálastjóri, í samtali við Morgunblaðið í
gær, að ekki standi til að taka hluta af rekstrinum út
úr Pósti og síma og stofna um hann sérstakt félag.
„Það tíðkast almennt ekki að taka hluta af ríkis-
rekstri út úr fyrirtæki eins og Pósti og síma og stofna
um hann sérstakt hlutafélag,“ segir Guðmundur og
lætur í ljósi efasemdir um að það sé leyfilegt. Hann
segir jafnframt að það sé ekki stefna stjórnvalda hér
eða í löndum Evrópusambandsins að Póstur og sími
hætti að selja notendabúnað.
Aðskilnaður söludeildar Pósts og síma og annars
reksturs fyrirtækisins er skref í rétta átt og sýnir að
áhrif hinna nýju samkeppnislaga eru mikil. Ríkisstofn-
anir og -fyrirtæki komast ekki lengur upp með að
notfæra sér aðstöðu sína til að klekkja á keppinautum
sínum.
Á þessu ári hefur verið þrengt að þeirri forréttinda-
stöðu, sem Póstur og sími hefur notið í krafti þess að
vera ríkisfyrirtæki. Þannig var afnumin í febrúar heim-
ild fyrirtækisins til að loka símanum hjá þeim, sem
standa í vanskilum með greiðslur af símtækjum frá
söludeildinni. Aðrir seljendur símtækja voru að sjálf-
sögðu ekki í aðstöðu til að beita jafnáhrifaríkum inn-
heimtuaðgerðum. í marz kvað svo umboðsmaður Al-
þingis upp þann úrskurð, að Pósti og síma væri ekki
heimilt að firra sig bótaábyrgð vegna mistaka við af-
greiðslu símtala og símskeyta.
Fleiri kærur og kvartanir vegna viðskiptahátta Pósts
og síma liggja fyrir samkeppnisráði,- meðal annars
krafa um að samkeppnisháð póstdreifing verði skilin
frá þeirri dreifingu, sem fram fer samkvæmt einkaleyfi.
Það er sívaxandi samstaða um að ríkisvaldinu beri
ekki að vasast í rekstri, sem einkaaðilar hafa alla
burði til að sjá um. í sumum tilfellum kann að vera
réttlætanlegt að fela ríkinu ákveðinn rekstur, til dæm-
is vegna menningarlegra eða félagslegra sjónarmiða,
eða þá vegna þess að einkaaðilar hafa ekki bolmagn
til að ráða við hann. Þetta á hins vegar ekki við um
sölu fjarskiptatækja eða dreifingu á pökkum og bréfa-
sendingum, sem ekki er háð einkaleyfi. Söludeild Pósts
og síma er sama fornaldarfyrirbærið og Viðtækjaverzl-
un ríkisins, sem lengi vel seldi útvarps- og sjónvarpsvið-
tæki, en fáum dettur nú í hug að endurvekja.
í raun er fullkominn óþarfi að mynda sérstök hlutafé-
lög um rekstur ríkisins, sem er í samkeppni við einka-
fyrirtæki, eins og til dæmis söludeildina eða þann sam-
keppnisrekstur Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur-
borgar, sem samkepnnisráð hefur lagt til að verði fal-
inn sérstöku fyrirtæki. Þessi starfsemi er einfaldlega
bezt komin í höndum einkaaðila á frjálsum markaði
og ríkið ætti að leggja þennan rekstur sinn niður.
Hafi það ekki verið stefna stjórnvalda, er tímabært
að hún verði mótuð.
4
Taprekstur Flugleiða
mikið áhyggjuefni
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
ENN SÍGUR á ógæfuhlið,
að því er varðar taprekst-
ur Flugleiða, því miðað
við sex mánaða uppgjör
félagsins, frá 1. janúar til 30. júní
í ár, nam tapið 732 milljónum króna
og miðað við reiknaða vexti af bók-
færðu eiginfé, nam tapið 883 millj-
ónum króna. Farþegafjöldi hefur
aukist, sætanýting hefur batnað og
tekjur hafa aukist, en þrátt fyrir
það skilar félagið 160 milljóna
króna verri niðurstöðu fyrri hluta
þessa árs, en fyrir sama tímabil í
fyrra.
Raunávöxtun hluthafanna 1. jan-
úar til 30. júní er neikvæð um 0,4%,
en hefðu hluthafar ávaxtað fjár-
muni sína í spariskírteinum ríkis-
sjóðs til 3ja-5 ára, hefðu þeir feng-
ið raunávöxtun fjárins upp á 4,9%,
á ársgrundvelli. Til samanburðar
má geta þess að meðalvextir vísi-
tölubundinna útlána bankanna voru
á tímabilinu janúar til júní 7,7%.
Rétt er að geta
þess, að raunávöxt-
unin er miðuð við
gengið 1,10, frá 30.
júní í ár, en bæði
fyrir og eftir þann
tíma, hefur gengið
á bréfunum verið
hærra.
Rétt er að geta
þess, þegar rýnt er
í milliuppgjör Flug-
leiða og skýringar
stjómar á 732
milljóna króna tapi,
fyrstu sex mánuði
ársins í ár, að af-
koma Flugleiða er
ávallt betri síðari
hluta árs, en þann
fyrri, þannig að ekki er hægt að úti-
loka, að rekstur Flugleiða verði í járn-
um í árslok.
Lækkar jafnt og þétt
Það hlýtur að vera forsvarsmönn-
um Flugleiða mikið áhyggjuefni, með
hvaða hætti eiginfjárhlutfall félags-
ins hefur þróast undanfarin fímm ár.
Árið 1989 var eiginfjár- -----------
hlutfallið 41,6% í ársbyij-
un. Jafnt og þétt hefur eig-
infjárhlutfallið lækkað, all-
ar götur síðan. í ársbyrjun
í ár stóð hlutfallið í 16,1%
en um mitt árið var það komið niður
í 13,2%. (Sjá línurit hér á síðunni.)
Bókfært virði eiginfjár Flugleiða í
lok júní var 3,2 milljarðar króna, en
í árslok 1991 var bókfært virði eig-
infjárins 4,4 milljarðar króna. Mark-
aðsvirði hlutaíjár í júnílok í ár var
2,3 milljarðar króna, en í árslok 1990
var það 4,1 milljarður króna, enda
var gengi hlutabréfa í Flugleiðum
þá 2,41, en í júnflok í ár var gengi
hlutabréfanna 1,10. Markaðsvirði
hlutafjárins hefur þannig fallið um
1,8 milljarða króna á þremur og hálfu
ári.
Rétt er að taka fram, að um miðj-
an júní sl. stóð gengi hlutabréfa í
rúmum 1,2, en í júnílok féll gengi
bréfanna niður í 1,10. Fram i ágúst
hækkaði gengi bréfanna jafnt og
þétt, eða um 13% og fór hæst í 1,32.
Þannig hækkaði markaðsverð bréfa
Flugleiða á tveimur mánuðum um
308 milljónir króna, en 14. septem-
Hlutfall eiginfjár Flugleiða hefur á fímm árum
fallið úr 42% í 13%. Agnes Bragadóttir
kemst að þeirri niðurstöðu að þetta hljóti að
vera forsvarsmönnum félagsins mikið
áhyggjuefni. Svo og sú staðreynd að árleg
ávöxtun hluthafa í Flugleiðum, miðað við sex
mánaða uppgjör, heldur áfram að vera nei-
----------------------------------—--------
kvæð. Ovíst er að félaginu takist að snúa
áralöngum taprekstri í hagnað
Árleg ávöxtun hluthafa í Flugleiðum
Samanburður við spariskírteini og bankavexti
10%
1991B | 1992^1^1 1993 HB 1994
Öan.- júní)
Meðalvextir vísitölubundinna útlána bankanna
Raunávöxtunarkrafa 3-5 ára spariskírteina
Raunávöxtun hluthafa
Eiginfjárhlutfall Flugleiða 1. janúar 1989 til 1. júlí 1994
1989
1990
1991
1992
1993
1994
Afkoma Flugleiða
1. janúar 1993 til 30. júní 1994
■1000'
Hagnaður (tap) skv. ársreikningi
Hvernig verð-
ur samkeppni
háttað?
ber sl. þegar sex mánaða uppgjör
félagsins var gert opinbert, þá féll
gengið niður í 1,25, eða um 5%, þann-
ig féll markaðsvirði hlutabréfanna
aftur um 123 milljónir króna.
Tap eykst um 160 milljónir
Ef borin er saman afkoma Flug-
leiða á fyrri hluta síðasta árs, við
afkomuna janúar til júní á
þessu ári, sést að tapið
hefur aukist úr 572 millj-
ónum króna í 732 milljónir
króna og munar þama
hvorki meira né minna en
160 milljónum króna. Tapið eftir
vexti af bókfærðu eigin fé var þann-
ig 760 milljónir króna á fyrri hluta
liðins árs, en eftir reiknaða vexti af
eigin fé á fyrri hluta þessa árs nam
tapið 883 milljónum króna. (Sjá töflu:
Afkoma Flugleiða.)
Tap Flugleiða fyrir allt árið 1993
var á hinn bóginn 188 milljónir króna
samkvæmt ársreikningi, þar sem af-
koma síðari hluta ársins var jákvæð
um tæplega 400 milljónir króna. Tap
eftir vexti af bókfærðu eigin fé á
liðnu ári nam því 564 milljónum
króna.
Hörður Sigurgestsson, stjórnar-
formaður Flugleiða, segir m.a. um
þennan mun í skýringum sínum, með
milliuppgjörinu: „... heildarafkoma
félagsins varð lakari vegna óhag-
stæðrar gengisþróunar ... Þótt
heildarniðurstaða fyrstu sex mánaða
sé nú lakari en fyrir sama tímabil
1993 af framangreindum ástæðum,
hefur miðað í rétta átt í þeim liðum
rekstrarins sem stjórnendur geta
haft áhrif á frá degi til dag.“
Hægt að hafa áhrif
Það er ekki endilega sjálfgefið að
taka þessar skýringar stjórnarfor-
mannsins á áhrifum misvægis gengis
og verðlags, góðar og gildar. Að
minnsta kosti ætti að vera ---------
óhætt að hafa ákveðinn
fyrirvara á þeim, því
stjórnendur fyrirtækja
geta haft áhrif á afleiðing- ________
ar af innbyrðis sveiflum á "
milli einstakra erlendra gjaldmiðla,
þó að þeir fái ekki ráðið við áhrif
gengisfellinga. Til þess að stýra
gengisáhættu, hafa stjórnendur ýmis
tæki, svo sem framvirka samninga
og vilnanir. (Vilnun er t.d. samningur
sem veitir rétt til þess að kaupa
gjaldmiðil á fyrirfram ákveðnu
gengi.)
Ekki er óeðlilegt að spyrja, hvort
ekki sé tímabært að samningamenn
Flugleiða, reyni í auknum mæli að
nýta sér slík samningatæki, til þess
að tryggja félagið eftir megni, gegn
gengistapi.
Stjórnarformaðurinn segir einnig
í skýringum sínum með sex mánaða
uppgjöri félagsins að tekjuaukning
félagsins á milli ára endurspegli já-
kvæða þróun í efnahagsmálum heima
og erlendis, nýjar áherslur og öflugra
starf í markaðsmálum og áframhald-
andi fjölgun erlendra ferðamanna
sem komu til íslands.
„Sérstaklega má nefna að sam-
starf Flugleiða og SAS hefur borið
góðan árangur. Staða félagsins hefur
einkum styrkst í Evrópuflugi, en
ekki að sama skapi í Norður-Atlants-
hafsflugi,“ segir Hörður orðrétt.
Ef marka má orð stjórnarfor-
mannsins, þá virðist sem takmörkun
á samkeppni, með samningum milli
Flugleiða og SAS, hafí skilað sér í
bættri afkomu í Evrópuflugi. En það
sama á ekki við um Norður-Atlants-
hafsflugið.
Því má spyija sem svo, hvort hér
sé ekki um skammgóðan vermi að
ræða, þegar aðlögunartíma Flugleiða
að óheftri samkeppni, með fullri gild-
istöku flugreglna Evrópusambands-
ins 1997, lýkur. Verður félagið í
stakk búið til þess að mæta óheftri
samkeppni, hvort sem er á Evrópu-
leiðum, Norður-Atlantshafsleiðum
eða innanlandsleiðum? Ef svarið við
þessari spurningu er neikvætt, þá
leiðir af sjálfu sér, að forsvarsmenn
Flugleiða verða að fara að huga að
því með hvað hætti þeir ætla að
breyta starfsemi sinni, svo félagið
geti staðið af sér stóraukna sam-
keppni, í náinni framtíð.
Hveiju breytir nýtt dótturfélag?
Þegar hafa verið kynnt áform
Flugleiða um að stofna sérstakt dótt-
urfélag Flugleiða um innanlandsflug-
ið á næsta ári, og telja stjómendur
félagsins að þannig verði hægt að
snúa áralöngum taprekstri félagsins
í hagnaðarrekstur.
Þótt einhver spam-
aður náist vegna
þess að innanlands-
flugið þurfi ekki
lengur að taka þátt
í dýru Amadeus-
bókunarkerfi og
fleiri þáttum, þá er
ljóst að með stofn-
un sjálfstæðs fé-
lags, verður til tvö-
falt stjórnkerfi á
vegum Flugleiða:
tveir forstjórar,
tvær stjórnir, tvö-
falt bókhald, og
hagræðing slíks
fyrirkomulags er
ekki í fljótu bragði
augljós.
Einnig verða starfsmannamál
flóknari; semja þarf um réttindi
starfsmanna, t.d. hvað varðar fríð-
indi, flutning milli véla í flugi innan-
lands og utan og svo framvegis. Því
getur verið réttlætanlegt, í það
minnsta að spyija, hvort núverandi
skipulag Flugleiða, sé ekki ófullnægj-
andi, ef það ræður ekki við
að halda utan um og að-
skilja rekstrareiningar með
fullnægjandi hætti. Hugs-
anlega væri hægt að spara
sér mikið í yfirbyggingu,
Þreyttir á tap-
rekstri til
margra ára
með því að komast hjá því tvöfalda
kerfí, sem hér að ofan er lýst, með
því að hverfa frá stofnun dótturfé-
lags um innanlandsflugið, en að
stokka upp rekstur og starfsemina
frá grunni, undir einni yfirstjórn.
Viðvarandi hallarekstur Flugleiða
hlýtur að vera stjómendum fyrirtæk-
isins og hluthöfum mikið áhyggju-
efni. Með vaxandi samkeppni innan-
lands sem erlendis frá, hljóta áhyggj-
urnar að magnast að sama skapi,
eins og glöggt hefur mátt sjá að
undanförnu, samanber það hvernig
Flugleiðir hafa bmgðist við fyrirhug-
aðri samkeppni í vöruflutningum frá
Cargolux. Vera kann að stjórnendur
fyrirtækisins geri sér vonir um, að
með því að aðskilja hallareksturinn
(innanlandsflugið) frá öðrum rekstri,
sem skilað hefur betri afkomu, verði
hægt að róa áhyggjufulla hluthafa,
sem eru orðnir langþreyttir á biðinni
eftir góðri afkomu félagsins.
Morgunblaðið/Þorkell
LÍFLEGAR pallborðsumræður fóru fram að loknum framsöguerindum á fimmtudagskvöldið. Ágúst Einarsson, prófessor, stýrði fundinum,
en honum á hægri hönd eru Agnes Bragadóttir, dr. Svanur Kristjánsson og dr. Vilhjálmur Arnason.
FORDÆMING
EÐA FYRIR-
GEFNING?
Siðbót, siðareglur og spilling voru meðal
umræðuefna á fundi um siðferðileg álitamál
í stjómmálum á Hótel Loftleiðum á fímmtu-
dagskvöld. Orri Páll Ormarsson sat fjöl-
mennan fundinn
FÉLAG fijálslyndra jafn-
aðarmanna efndi síðastliðið
fímmtudagskvöld til fund-
ar um siðferðileg álitamál
í íslenskum stjórnmálum. Til að
ræða þessi mál voru kvödd á vett-
vang dr. Svanur Kristjánsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði, Ágnes
Bragadóttir,_ blaðamaður, og dr.
Vilhjálmur Ámason, dósent í heim-
speki. Öll voru þau spurð að því
hvort líklegt væri að Guðmundur
Árni Stefánsson, félagsmálaráð-
herra, myndi segja af sér vegna
meintra ávirðinga í starfi. Ekkert
þeirra mundi eftir jafn löngum lista
siðferðilegra álitamála hjá öðrum
stjórnmálamanni í seinni tíð. Agnes
tók af skarið og sagði að ráðherr-
ann ætti tvímælalaust að segja af
sér. Vilhjálmi þótti afsögn líkleg en
varaði fólk við að líta á það sem
einhvern áfangasigur í baráttunni
fyrir bættu siðferði í stjórnmálum.
Svanur sagði að erfitt yrði að láta
Guðmund Árna taka pokann sinn
en ef svo færi væri brýnt að búa
svo vel um hnútana að hann ætti
afturkvæmt í stjórnmálum.
Meiri spilling en í
nágrannalöndunum
Dr. Svanur Kristjánsson lét þess
getið í erindi sínu að spilling væri
á undanhaldi í íslenskum stjórnmál-
um en varaði engu að síður við of
mikilli bjartsýni. Hann er þess full-
viss að lög séu ekki tæmandi mæli-
kvarði á spillingu í stjórnmálum og
sakir þess sé áríðandi að samstaða
ríki um það hvaða athæfí telst spillt
og hvað ekki. Svanur sagði að spillt
vinnubrögð og fynrgreiðslupólitík
væru nátengd. Á íslandi væri slík
pólitík innbyggð í stjórnmálaflokk-
ana.
Svani varð tíðrætt um fjármál
stjórnmálaflokka. Hann staðhæfði
að mun meira almannafé væri veitt
til flokkanna hér á landi en tíðkast
erlendis. Aukinheldur taldi Svanur
það óeðlilegt að íslenskir stjórn-
málaflokkar þyrftu ekki að gera
grein fyrir fjármunum sínum. Slíkt
væri einsdæmi á vesturlöndum.
Að sögn Svans er spilling í stjórn-
málum meiri hér á landi en í ná-
grannalöndunum. Hann er hins veg-
ar þess sinnis að nokkurn bata sé
að merkja. Sérstaklega gat hann
um aukna pólitíska ábyrgð forystu-
manna flokkanna. Þeir hafi í seinni
tíð þurft að axla aukna ábyrgð á
fylgi og samheldni flokks síns auk
þess sem þeir séu nú gerðir ábyrgir
fyrir að koma honum í ríkisstjórn.
Landsmenn gera að viti stjórn-
málafræðingsins lítinn greinarmun
á pólitískum athöfnum og mann-
gildi. Meðal þeirra tíðkast jafnframt
lítið umburðarlyndi. Hann telur að
stjórnmáiamönnum sem verður á í
messunni bjóðist tveir kostir. Ann-
ars vegar að axla enga ábyrgð og
hins vegar að axla ábyrgð sem þýði
útskúfun um aldur og ævi. Þessar
öfgar telur hann óviðunandi. Vissu-
lega verði stjórnmálamenn að bera
kostnað vegna axarskafta sinna en
þeir eigi á hinn bóginn að eiga full-
an rétt á að fá uppreisn æru. „Aukn-
ar kröfur og aukin fyrirgefing verða
að fara saman.“
Aukið návígi
Að mati Agnesar Bragadóttur
hefur aukið návígi almennings við
stjórnmálamenn, með dyggri aðstoð
fjölmiðla, leitt til þess að umræða
um siðferðileg álitamál í íslenskum
stjórnmálum hefur færst í vöxt á
undanförnum árum. Árvekni og
aðhald almennings hafí aukist og
sagði Agnes að almenningur geri
skýlausar kröfur um að sömu lög,
sömu reglur og sama siðgæði gildi
hér á landi um Jón og séra Jón,
ellegar eigi trúnaðarbrestur sér
stað. Hún telur að þetta hafi stuðl-
að að talsverðri siðbót
á sumum sviðum ís-
lenskra stjórnmála.
„Þegar stjórnmála-
menn eru beinlínis
staðnir að því að hygla
pólitískum vinum,
stuðningsmönnum, fjölskyldumeð-
limum og þess háttar, í skjóli þess
valds sem þeim hefur verið úthlutað
af kjósendum landsins, er ekki nema
sjálfsagt að frá því sé greint, það
sé gagnrýnt og leitað sé leiða til
þess að koma í veg fyrir að slíkt
geti endurtekið sig.“
Agnes lagði í erindi sínu nokkuð
rými undir embættisveitingar og
komst að þeirri niðurstöðu að sá
styr sem löngum hefur staðið um
þær sé á undanhaldi. Ástæðan sé
sú að stjórnmálaflokkarnir hafí
minni áhrif varðandi mannaráðn-
ingar en áður. „Stjórnmálamenn í
dag eru knúnir til þess að rökstyðja
embættisveitingar í ríkara mæli, en
þeir þurftu hér á árum áður, sem
gerir alla umræðu um embættisveit-
ingar opnari og ætti um leið að
draga úr líkunum á því að upp komi
siðferðileg álitamál."
í máli Agnesar kom fram að sam-
ábyrgð og samtrygging stjórnmál-
anna sé enn svo mikil að þótt vilji
sé til að hrinda siðbót í framkvæmd
sé við ramman reip að draga. Sú
krafa að þeir stjómmálamenn sem
hygla vinum sínum og bera ábyrgð
á sólundun almannafjár svari til
saka á þó eftir að verða háværari
í íslensku þjóðfélagi, að dómi Ag-
nesar. Hún er ósammála Svani um
að menn sem verða uppvísir að slíku
eigi skilið að fá uppreisn æru. Til
þess sé einfaldlega of mikið í húfí.
Umræðan lognast út af
Agnes benti á, að oftar en ekki
hafi umræðan um siðferðileg álita-
mál skotið upp kollinum með mikl-
um látum en að sama skapi lognast
út af og runnið út í sandinn, án
þess að nokkuð hafi
breyst. Hún telur að
fjölmiðlar geti axlað
einhveija ábyrgð á
þessu, sérstaklega ef
þeir hafí ekki fylgt
gagnrýni sinni og um-
bótastefnu nægilega vel eftir.
Helstu ástæðu þess að mál sem
þessi hafa fokið út um gluggann
telur Agnes hins vegar að unnt sé
að rekja til hæfni stjórnmálamann-
anna sjálfra til að snúa sig út úr
vandanum. Hún lagði þunga áherslu
á að fjölmiðlar eigi heimtingu á
efnislegum svörum og rökstuddum
skýringum af þeirra hálfu.
Þrátt fyrir allt telur Agnes ekki
loku fyrir það skotið að á íslandi
sé að myndast fijór jarðvegur fyrir
fábrotnari stjórnmálamenn sem
hafa hreinan skjöld að kalla. Hún
vitnaði til skoðanakannana máli
sínu til stuðnings og að þær bentu
til þess að vinsældir stjórnmála-
manna sem hafa á sér orð heiðar-
leika fari vaxandi. Niðurstaða Agn-
esar á fundinum var því sú að með
því að marka sér skýrar vinnuregl-
ur, framfylgja þeim og starfa fyrir
opnum tjöldum geti stjómmála-
menn eflt trúnað á milli þeirra og
þjóðarinnar.
Óskráðum siðareglum áfátt
Dr. Vilhjálmur Árnason helgaði
erindi sitt siðvæðingu stjórnmála.
í máli hans kom fram að óskráðar
siðareglur gilda meðal almennings.
Sömu reglur hljóti að eiga við um
stjómmálamenn. Það brýtur því,
að hans mati, í bága við almennt
siðferði að þeir skuli komast upp
með framferði sem hinum almenna
borgara lýðst ekki. Vilhjálmur telur
þetta stafa af því að óskráðum siða-
reglum innan stjórnmálanna sé
áfátt. Sakir þess telur hann brýnt
að leita leiða til að efla siðferðis-
lega sýn í stjórnmálum, meðal ann-
ars með því að draga stjórnmála-
menn í auknum mæli til ábyrgðar
fyrir embættisfærslur sínar. Vil-
hjálmur kvaðst treysta stjórnmála-
mönnum til að semja siðareglur sér
til handa því þeir ættu að hafa sið-
ferðislega dómgreind og hæfni til
þess arna. Hann telur þó aðhald
fjölmiðla og almennings brýnt í
þessu samhengi.
Vilhjálmur gerði mikið úr hlut-
verki stjórnmálaflokkanna og lagði
til að þeir veittu sínum mönnum
þjálfun og aðhald. Það hefði ótví-
rætt uppeldisgildi að þjálfa unga
og upprennandi stjórnmálamenn í
að leggja mat á störf sín og skuld-
bindingar. Ennfremur skoraði hann
á flokkana að skrásetja siðareglur
varðandi embættisverk. Viðurlög
yrðu jafnframt að vera skýr.
„Flokksþægð má aldrei verða svo
mikil að hún beri almannaheill ofur-
liði.“
Samkvæmt Vilhjálmi er eðlilegra
að pólitísk samskipti séu til lykta
leidd með rökræðum í stað hrossa-
kaupa. Frumskyldur stjómmála-
manna eiga því að samrýmast lýð-
ræðishugsjóninni. Hann benti á, að
stjórnmál væru ekki fag og því
væri rökrétt að stjórnmálamenn
virkjuðu fólk til samráðs og rök-
ræðna. Ennfremur væri æðsta
markmið stjórnmálamannsins að
þjóna umbjóðendum sínum af heil-
indum. Auk þess sem þeir yrðu vit-
anlega að koma heiðarlega fram
hver við annan og veita hver öðrum
gagnrýnið aðhald.
Vilhjálmur velti ennfremur upp
hinni tæknilegu sýn á stjórnmál en
hún felst í því að þau séu ekkert
annað en barátta um völd. Að hans
mati eru stjómmál kjörinn vett-
vangur þröngra hópa sem leitast
við að tryggja eigin afkomu og völd,
auk þess að meta árangur sinn í
þröngu efnahagslegu tilliti. Vil-
hjálmur telur að slík vanvirðing fyr-
ir almennri farsæld leiði einungis
til þess að vanvirðingin verði endur-
goldin. Dósentinn lagði áherslu á,
að völd væru ekki takmark heldur
tæki til að nálgast sameiginlegt
markmið fjöldans og stuðla þannig
að almannaheill.
Flokkar skrái
siðareglur og
viðurlög
i