Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gleymdist að varð- veita hópa fólks Yeremei Aipin frá sjálfstjómarhéraðinu Khanty-Mansíyskíy í Síberíu var fulltrúi samtaka rússneskra minnihlutaþjóða á ráðstefnu frumbyggja norðursins sem haldin var í Reykjavík í vikunni. aðarhættimir þeir sömu og verið hafa í aldir.“ Fulltrúi Jeltsíns YEREMEI Aipin frá sjálfstjórnar- héraðinu Khanty-Mansíyskíy í Síb- eríu er af þjóð frumbyggja, Khanty, sem býr á svæði í Síberíu sem markast af ánum Ob og írtysh. Fæðingarþorp hans stendur við ána Agan, sem rennur í Ob. Hann stundaði nám í Gorkí-bókmennta- stofnuninni í Moskvu og útskrifað- ist þaðan með láði. Eftir hann liggja nokkur ritverk, m.a. um þjóð hans en um hana hafði aldrei áður verið skrifað. Aipin sneri heim að námi loknu og helgaði líf sitt baráttunni fyrir varðveislu einkenna og menn- ingar smáþjóða norðurhéraða Rúss- lands. Valdist hann til Æðstaráðs- ins 1989 og síðar á rússneska þing- ið. „Við erum ein rúmlega eitthundr- að þjóða sem búa í Rússlandi en í norðurhéruðunum eru opinberlega taldar vera 29 þjóðir. Khantyar eru 22.000 manna úgrísk veiðimanna- þjóð með sitt eigið tungumál. Við höfum framfæri af hvers kyns veiði- skap, ræktum hreindýr, stundum lítilsháttar sjalfsþurftarbúskap og hrossarækt. í aldanna rás höfum við lifað af landinu og samlagast náttúrunni." „Þess vegna varð veruleg röskun og margs konar vandamál því sam- fara er gaslindir fundust í Khanty- Mansíyskíy árið 1953 og olía 1961. Um 60% landsins er undirlagt undir þennan iðnað og frumbyggjamir voru því sviptir stórum veiðisvæðum. hjjárlög héraðsins eru þau næst- hæstu í Rússlandi enda koma um 80% af gjaldeyristekjum landsins frá þessu héraði. Khanty-þjóðin hefur ekki aðlagast iðnaðinum. Henni er ekki í blóð borið að lifa og starfa eftir klukku og enn síður að vinna vaktavinnu. í aðal atriðum em lifn- Aipin hefur verið sérstakur fulltrúi Jelts- íns Rússlandsforseta í Khanty-Mansíyskíy og er varaformaður samtaka rúss- neskra minnihlutaþjóða í norður- héruðum Rússlands, sem stofnuð vora árið 1990. „Tilgangur samtak- anna er að endurreisa þessar þjóðir og menningu þeirra. Það er í þágu allrar rússnesku þjóðarinnar að það sé gert. Þessar þjóðir hafa sín sterku sérkenni sem mótast hafa af lifnaðarháttum þeirra í harðn- eskjulegri náttúru um aldir.“ „Ég hef aldrei getað skilið and- stöðuna gegn því að varðveita sér- kenni frambyggja, fjölda smáþjóða með einstaka arfleifð, þegar haft í huga hvað vísindamenn leggja mik- ið á sig til þess að varðveita öll afbrigði dýra og jurta. Þeim hefur gleymst, á sama tíma, að varðveita heilu hópa fólks.“ Mikilvægi tungumálsins „Khanty-þjóðin á það sameigin- legt með íslensku þjóðinni að það fer eftir því hvort henni tekst að varðveita tungu sína og menningu hvort hún lifír af. Það er okkar brýn- asta viðfangsefni og okkur hefur orðið nokkuð ágengt að undanfömu enda möguleikamir miklu meiri nú en áður. Það ríkja allt önnur viðhorf í dag gagnvart málefnum rúss- neskra minnihlutaþjóða en fyrir tveimur áratugum eða svo. Þá höfðu minnihlutaþjóðirnar ekki með sér nein samtök en það hefur breyst. Afstaða Jeltsíns forseta er jákvæð og hann hefur gefíð út tilskipanir um sérstöðu landa minnihlutaþjóðanna. Þá eigum við málsvara í stjómkerfinu. Asamt mér eru til að mynda fimm aðrir fulltrúar minnihlutaþjóða í neðri deild rússneska þings- ins, Dúmunni." Að sögn Yeremeys Aipins búa 1,3 milljónir manna í Khanty- Mansíyskíy en þar af era frambyggjar, Khantyar, einungis rúmlega 1%. Langflest- ir íbúanna era Rússar. „En þeir virðast álíta að velja beri fulltrúa héraðsins úr röðum frambyggja. Við kosningam- ar til Dúmunnar hlaut hann stuðning þeirra. „Ég var eini frambjóðandinn úr röðum frumbyggja. Það hefur lík- lega háð mótframbjóðendum mínum fjórum, að þeir vora allir fulltrúar stórra olíufyrirtækja." Aukinn stöðugleiki Aðspurður sagði Aipin, sem til- heyrir stjórnmálafylkingunni Val- kostur Rússlands, stærsta þing- flokknum, að ástandið í rússneskum stjómmálum færi batnandi. Stöðug- leiki ykist og Jeltsín forseti væri traustur í sessi. „Ég kýs að segja eins og Míkhaíl Gorbatsjov var svo tamt að segja, að þróunin sé í rétta átt. Það má segja um íbúa Rúss- lands að þeir deila sömu grundvall- ar manngildum og aðrar þjóðir. Á sínum tíma, árið 1917, var ákveðið að snúa lífselfunni við, þannig að hún rynni í öfuga átt við það sem henni var eðlilegt. Núna er hún að leita í sinn rétta farveg aftur. Því hefur fylgt ýmsar aukaverkanir en ekki var við öðru að búast.“ „Norðurbúum þykir vænt um athygli annarra manna. Við höfum notið þeirrar athygli sem við höfum fengið hér á íslandi og erum þakk- látir íslensku ríkisstjórninni fyrir að greiða götu okkar hingað. Hér líður okkur eins og við séum heima. Hér líður okkur vel,“ sagði Aipin að lokum. Yeremei Aipin Söfn sameinast í Þjóðarbókhlöðu Hátt í milljón bækur undir sama þaki Einar Sigurðsson ijátíu og sjö áram eftir þingsályktun Alþingis um sam- einingu Háskólabókasafns og Landsbókasafns hillir undir að söfnin fái sameig- inlegt húsaskjól í Þjóðar- bókhlöðu. Nýja safniÁ heit- ir Landsbókasafn íslands — Háskólabókasafn og varðveitir fullskipað hátt í milljón innlendra og er- lendra rita. Ótalin era önn- ur gögn og þjónusta tengd starfsemi nútíma bóka- safns. Einar Sigurðsson, ný- skipaður landsbókavörður, segir skyldur stofununar- innar fjölbreyttar. „Um er að ræða hefðbundnar skyldur þjóðbókasafns, þ.e. söfnun, varðveislu og skráningu íslenskra gagna. Safnið hefur víðtækar skyldur við al- menning í Iandinu, þ.á.m. að veita þjónustu í þágu atvinnuvega, stjómssýslu, rannsókna, lista- og menningarmála almennt. Á sama hátt leysir safnið af hólmi Há- skólabókasafn og hefur því sér- stökum skyldum að gegna við Háskóla íslands." „Safnið verður langstærst ís- lenskra bókasafna og með vissum hætti móðursafn. Haldið er uppi tölvuvæddri samskrá rita, öðram söfnum veitt skráningarþjónusta í vissum mæli, stuðlað að sam- ræmingu starfshátta og látin í té fagleg ráðgjöf án þess þó að skerða sjálfstæði safnanna. Stutt er við símenntun, þ.á m. endur- menntunarstarf í Háskólanum og flarkennslu. — Hvers konar aðstaða verður í safninu ? „Beinn aðgangur verður að hluta efniskostsins. Lessætum og bókum verður fléttað saman. Ekki er hins vegar beinn aðgangur að þjóðdeild. Þar er hefðbundinn lestrarsalur. Þá er í safninu hand- ritadeild með minni lestrarsal, handritageymsla og rammgerð öryggisgeymsla fyrir mestu verð- mæti safnsins. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir sýningarsal, fyr- irlestrarsal og veitingaaðstöðu," segir Einar. Hann segir hlutverk safnsins taka mið af miklum vexti í upplýs- ingum og þekkingarflæði. „Þróun upplýsingatækni og ijarskipta er mjög hröð. Við búum við sífellt flóknara samfélagskerfi og al- mennt séð fer mikilvægi vísinda- legrar þekkingar vax- andi. Starfsemin bygg- ir ekki aðeins á að- fengnum ritum og öðr- um gögnum sem vistuð eru í safninu heldur er einnig um að ræða aðgengi að upplýsingum með fjarskiptum. Ég tala því stundum um „bókasafn án veggja“.“ — A hveiju byggist tölvuvæð- ing safnsins ? „Þegar byijað var að huga að byggingunni voru tölvur svo að segja óþekktar á bókasöfnum. Því þurfti að endurskoða ýmsar for- sagnir eftir að framkvæmdir voru hafnar. Tölvukerfí var tekið í notk- un í núverandi söfnum árið 1991 og kallað Gegnir. Skráning í kerf- ið er nú langt komin. Gegnir kem- ur einnig að góðum notum við útlán, innkaup rita, millisafnalán og tímaritahald. Hátt á annað hundrað einkatölvur verða keyptar fyrir starfsmenn og notendur. Við sum lessætin verða því tölvur til afnota fyrir gesti. Notkun geisla- ► Einar Sigurðsson, nýráðinn landsbókavörður, er fæddur 10. apríl 1933 í Gvendareyjum á Breiðafirði. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og cand. mag. í íslenskum fræðum frá Háskóla Islands árið 1963. Jafnframt stundaði hann nám til fyrsta og annars stigs í bókasafnsfræði við Há- skóia íslands árin 1959 og 1960. Hann átti nokkurra mánaða námsdvöl í Reading í Englandi árið 1966 og við Kaliforníu- háskóla í Los Angeles 1983. Einar var styrkþegi við Handritastofnun Islands 1963 til 1964, bókavörður við Há- skólabókasafn frá 1964 og há- skólabókavörður frá 1974. Hann hefur síðustu tvö og hálft ár alfarið unnið að sameiningu Háskóla— og Landsbókasafns. Stundakennari var Einar í bókasafnsfræði 1965 til 1977 og hafði umsjón með náminu síð- ustu árin. Eiginkona Einars er Margrét Anna Sigurðardóttir deildarstjóri á skrifstofu Rík- isspítala. Þau eiga þijú upp- komin börn. diska (CD-ROM) með skrám eða fullum texta var tekin upp fyrir allmörgum áram. Þriðji liður í tölvuvæðingu byggist á fjarskipt- um. Tölvuleit svokölluð er notuð til að sækja upplýsingar í gagna- banka erlendis." — Hvemig verður fiutningi safnanna háttað ? „Farin hefur verið sú leið að láta kjallarann hafa forgang. Hann var nánast fylltur með þéttiskápum á rennibrautum. Með því móti nýtist rými um tvö- falt betur en með venju- legum föstum hillum. Hafíst var handa um að flytja í skápana í bytjun ársins. Látlaust hefur verið unnið að hinum ýmsu þáttum bygging- arframkvæmdanna. Nú er búið að leggja öll gólfefni. Gengið hefur verið frá milliveggjum og unnið er að því að setja upp hillur á efri hæðimar." — Hvernig hefur verið að vinna að undirbúningnum ? „Allur undirbúningur hefur ver- ið mjög skapandi starf. Hann hef- ur meðal annars falið í sér að leita bestu fyrirmynda erlendis, vinna úr þeim, meta hvað við eigi hér og skrifa forsagnir fyrir hönnuði. Stefnt er að því að opna safnið 1. desember. Þá á flutningum að vera að mestu leytið lokið og safn- ið í meginatriðum komið í rekst- ur. En auðvitað verður eitthvað eftir í frágangi búnaðar og við uppsetningu á ritakosti.“ Verður þjóð- og móður- bókasafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.