Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐiÐ NÝTT FÉLAGSHEIMILI KFUM OG KFUK NÝJAR aðalstöðvar KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík verða vígðar á morgun, sunnudaginn, 25. september, en fyrir nokkrum árum ákváðu stjómir félaganna að byggja þar upp félagsmiðstöð fram- tíðarinnar. Hinar nýju aðalstöðvar taka við hlutverki gamla húsnæðis- ins við Amtmannsstíg 2b sem selt var menntamálaráðuneytinu fyrir nokkrum árum. Félögin keyptu húsið við Holtaveg fyrir nærri fjór- um áratugum og var gamla hús- næðið endurnýjað og komið þar fyrir aðalskrifstofu félaganna og samstarfshreyfinga þeirra. Nú síð- ast var svo byggt fjögur þúsund rúmmetra hús sem hefur að geyma fundasali, veitingaaðstöðu, hú- svarðaríbúð og fleira. „Þessi nýja aðstaða gefur félög- unum endurnýjaða möguleika í starfmu meðal bama sem fullorð- inna. Hér er fullkomin aðstaða til hvers konar funda- og námskeiða- halds og nálægðin við Laugardalinn gefur ýmis tækifæri til samnýting- ar,“ segir Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Nýja húsið er um 1.000 fermetr- ar á tveimur hæðum. Á jarðhæð em fundasalur, húsvarðaríbúð, snyrtingar og sérstakt herbergi sem helgað er minningu séra Friðriks Friðrikssonar sem stofnaði félögin fyrir 95 áram. Á efri hæðinni era samkomusalur fyrir nærri 500 manns, kennslustofur, veitingaað- staða og fleira. Byggingakostnaður er kringum 118 milljónir króna og hefur Reykjavíkurborg lagt 50 milljónir króna til framkvæmdanna en félagssjóðir og framlög félags- manna og velunnara hafa fjár- magnað bygginguna að öðra leyti. Formaður bygginganefndar er Sverrir Axelsson og segist hann ánægður með framkvæmdahrað- ann: „Fyrsta skóflustungan var tek- in 23. september 1990 og bygginga- tíminn er því fjögur ár og tveir dagar. Menn hafa verið að spyija hvenær húsið verði eiginlega tilbúið og þá hef ég ævinlega svarað að hér sé ekki unnið hraðar en pening- amir leyfa. En ég er að minnsta kosti mjög ánægður þegar ég ber okkur saman við Þjóðarbókhlöð- una!“ Við höfum aldrei þurft að stöðva framkvæmdir en höfum ráðist í hvem áfangann eftir annan og við höfum aldrei safnað skulduni nema úr sjóðum í eigu félaganna. Síðan hefur nokkur hópur félagsmanna unnið ýmsa sjálfboðavinnu þannig Nýj ar aðalstöðvar með nýjum möguleikum KFUM og KFUK vígja nýjar aðalstöðvar sínar við Holtaveg á sunnu- dag. Félögin keyptu húsnæði þar fyrir margt löngu og hafa nú end- umýjað það auk þess að byggja við það íjog- urþúsund rúmmetra hús með fundarsölum og veitingaaðstöðu. Jóhannes Tómasson ræddi við forsvarsmenn framkvæmdanna. Morgunblaðið/Sverrir AÐALSALURINN í nýju félagsheimili KFUM og KFUK í Reykjavík tilbúinn fyrir vígsluna næstkomandi sunnudagskvöld. RAGNAR Gunnarsson er hér utan við nýja félagsheimilið við Holtaveg. að auk þeirra byggingamanna sem við höfum ráðið í hina ýmsu verk- þætti hafa margir lagt hönd á plóg- inn. Þá hafa ýmis fyrirtæki lagt okkur lið með gjöfum og afsláttum sem og einstakir félagsmenn sem einnig hafa útvega og jafnvel smíð- að sjálfir eitt og annað sem þarf í byggingu sem þessa.“ Starfað úti og inni Hvaða starfsemi verður í þessu nýja húsi? „Hér mun fara fram allt hefð- bundið barnastarf eins og félögin hafa rekið í félagshúsum sinum vítt og breitt um borgina í áraraðir og í vetur verður gerð tilraun með nýbreytni í starfi yngri deilda KFUK. Síðan verður hér marghátt- að starf fyrir fullorðna, samkomur á sunnudögum, námskeið á vegum biblíuskóla félaganna og samstarf- hreyfinga og hér reka félögin skrif- stofu í félagi við samstarfshreyfmg- arnar sem þjónar félagsstarfi þeirra allra,“ segir Ragnar Gunnarsson. „Þá má ekki gleyma íþróttaaðstöð- unni hér og fótboltavellinum og síð- an má ímynda sér að félögin geti komið með ný tilboð í starfinu á sumrin vegna nálægðarinnar við Laugardalinn og því sem hann hef- ur að bjóða. Enn má nefna að hér er gott hljóðkerfi sem gefur ýmsu tónlistar- starfí í félögunum mikla möguleika, hér er veitingaaðstaða og hér verð- ur hægt að leigja út sal fyrir kaffí- sölur, samsæti, sýningar og eflaust margt fleira.“ Hvað með starf í miðborginni? „Félögin hafa ekki starfsaðstöðu í miðborginni lengur en eiga hús- eign við Austurstræti sem hefur verið leigð til að afla tekna fyrir rekstur starfsins. Á því varð breyt- ing í sumar en við eram í samninga- viðræðum um að leigja hluta hús- næðisins áfram. Síðan er hugmynd- in að standa fyrir einhvers konar starfi meðal unglinga í miðbænum, t.d. um helgar. Aðrir starfsstaðir félaganna í borginni eru í Árbæ, Grafarvogi, Breiðholti, Langagerði, Frostaskjóli og er það ýmist í eigin húsnæði eða Ieigðu. Þeir Ragnar og Sverrir sögðu að lokum að nú þegar aðalstöðvarnar væra tilbúnar vonuðust menn eftir endurnýjuðum þrótti í barna- og unglingastarfið og önnur tiltæki félaganna: „Síðustu árin hefur mik- il fyrirhöfn og miklir fjármunir far- ið í þessa byggingu og vonumst við til að félagsmenn verði jafn dugleg- ir við að halda áfram öflugu starfí fyrir KFUM og KFUK í Reykjavík og nágrenni." 1 ■HVAMMSVÍK Útivistarparadís í Kjós /EIÐI, GOLF OG HESTALEIGA UM HELGAR Ennþá möguleikar á aö veiöa merktan fisk A Dregið 2. október : um ferðavinning. HVAMMSVÍK Opið alla daga sími 667023 - kjarni málsins! Heilsubrestir? . í Læknabókinni Heilsugæsla heimilanna finnurþú 2.350 ráð frá rúmlega 500 þekktum bandarískum læknum og öðrum sérfræðingum á sviði heilbrigðismála. Auðveld og örugg ráð sem hafa jafnmikil - eða meiri áhrif en dýrar lyljameðferðir. Bók sem jafnvel læknamir nota sjálfir. Verið öll velkomin á útgáfusýningu í Listhúsinu Laugardal. Kynningarverð kr. 4.950,-. Pantanasími (91) 32886.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 217. tölublað (24.09.1994)
https://timarit.is/issue/126708

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

217. tölublað (24.09.1994)

Aðgerðir: