Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 44
MlCROSOFT. einar j.
WlNDOWS. SKÚLASONHF
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: ÍIAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Tveggja manna saknað eftir að bandarísk einkaflugvél fórst við V estmannaeyj ar
Mayday, við erum að hrapa!
VÉL af Commander-gerð svipaðri þeirri sem hrapaði.
TVEGGJA manna er saknað eftir að
tveggja hreyfla bandarísk einkaflug-
vél af gerðinni Aero Commander 500
hrapaði í sjóinn 2 sjómílur austur af
Vestmannaeyjum skömmu eftir kl.
21 í gærkvöldi. Ekki fengust upplýs-
ingar um þjóðemi mannanna í gær-
kvöldi, en vitað er að annar þeirra
er búsettur í Bandaríkjunum. Tvö
björgunarvesti fundust ásamt tals-
verðu braki úr vélinni upp úr kl. 23
um IV2 sjómílu frá Vestmannaeyjum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Flugmálastjórn var flugvélin á leið-
inni frá Englandi til Reykjavíkur,
og barst flugstjórnarmiðstöðinni til-
kynning kl. 20.47 frá flugvélinni,
s'em hefur einkennisstafína N9082N,
um að annar mótor vélarinnar hefði
stöðvast.
Þegar tilkynningin barst frá vél-
inni var tafarlaust ræst út vakt í
flugturninum í Vestmannaeyjum og
völlurinn opnaður, og einnig voru
björgunarsveitir og slökkvilið sett í
viðbragðsstöðu. Þá var flugvél Flug-
málastjórnar ræst út og fór hún í
loftið ásamt þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar og flugu þær til móts við vél-
ina.
Fljótlega barst tilkynning frá
flugmanni vélarinnar að hann sæi
til Vestmannaeyja, en þar var þá
búið að kveikja öll brautarljós.
Skömmu síðar tilkynnti flugmaður-
inn að hann væri í 3.000 feta hæð
yfir flugvelli að hefja aðflug að braut
31 í Vestmannaeyjum. Örskömmu
síðar, eða kl. 21.02 kallaði flugmað-
urinn: „Mayday, mayday, við erum
að hrapa!“ en vélin var þá í vinstri
beygju fyrir braut 31 og sást hún
fara í sjóinn, að talið er 2 sjómílur
austur af flugvellinum.
Björgunarsveitir í Vestmannaeyj-
um voru tafarlaust kallaðar út þegar
vélin sást hrapa í sjóinn, og var fyrsti
báturinn kominn á svæðið um 15
mínútum síðar. Danska varðskipið
Hvidbjornen, sem statt var í Vest-
mannaeyjum, sendi þyrlu í loftið og
fór hún til leitar á svæðinu ásamt
þyrlu Landhelgisgæslunnar, flugvél
Flugmálastjórnar og fjölda báta úr
Vestmannaeyjum.
Bátar fundu björgunarvesti
og brak
Um kl. 22.30 fundust tvö björgun-
arvesti á floti 1-1'/2 sjómílu frá Vest-
mannaeyjum og upp úr kl. 23 fundu
svo bátar talsvert brak, sem talið
er úr vélinni, skammt frá þeim stað
þar sem talið er að hún hafi farið í
sjóinn.
Leit úr lofti var hætt á leitarsvæð-
inu um miðnætti en bátar héldu hins
vegar leitinni áfram í nótt.
Flugslys
Vestmannaeyjar
0
Stórhöfði 1 fJ X
<5
0 <?Suðurey
^Elliðaey
Bjaraarey
Flugvélin hrapaði
í sjóinn um 1-2 sjómílur\
austur af Heimaey
Morgunblaðið/Þorkell
Ymir vélarvana
í Smugunni
íslensk og norsk
varðskip til aðstoðar
ELDUR kom upp í vélarrúmi skut-
togarans Ýmis þar sem hann var
við veiðar í Smugunni síðdegis í
gær, en sjálfvirkur slökkvibúnaður
slökkti eldinn. Talsverðar skemmd-
ir urðu af völdum elds og varð
skipið vélarvana í kjölfarið, en
varðskipið Óðinn hélt á móts við
Ými honum til aðstoðar.
Norskt gæsluskip sem nærstatt
var þegar eldurinn kviknaði í vélar-
rúmi Ýmis kom togaranum þegar
til aðstoðar þegar ljóst var hvað
hafði komið fyrir, og Óðinn, varð-
skip Landhelgisgæslunnar sem er
í Smugunni íslensku skipunum til
aðstoðar, hélt þegar til móts við
togarann. Nærstödd skip voru
einnig tiltæk til aðstoðar. I gær-
kvöldi hafði tekist að koma ljósa-
vélinni í Ými í gang, en óvíst var
þá hvort tækist að gangsetja aðal-
vél skipsins.
Tekinn í tog
Óðinn var væntanlegur að Ými
um eða eftir miðnætti, og sam-
kvæmt upplýsingum Landhelgis-
gæslunnar voru þá allar líkur tald-
ar á að togarinn yrði tekinn í tog
til hafnar. Óvíst var hins vegar
hvort það yrði til Noregs eða ís-
lands.
Gert við
Carvik ytra
OLÍ A úr flutningaskipinu Carvik
frá Kýpur barst í fjöruna fyrir
neðan Bakkavör á Seltjarnarnesi
í gær. Olian settist í þang og á
fugla. Skemmdir á skipinu, sem
steytti á skeri út af Hafnarfirði
í fyrradag, reyndust meiri en
talið var í fyrstu. Því verður
ekki hægt að lesta skipið málm-
blendi á Grundartanga og sigla
því til Japans, eins og til stóð,
heldur verður skipinu siglt til
viðgerðar á meginlandi Evrópu.
I gær fóru kafarar niður með
skipinu með myndbandstökuvél-
ar og þegar þær upptökur voru
skoðaðar kom i ljós að skemmd-
irnar voru meiri en i fyrstu var
talið.
Að sögn Guðmundar Asgeirs-
sonar framkvæmdastjóra Nes-
skipa, umboðsaðila Carvik, komu
í ljós fimm göt á skrokknum og
eitt, sýnu stærst, á olíutanki.
Guðmundur segir að sáralítið af
olíu hafi tapast, hún hafi nær öll
verið í tankinum.
. Sjópróf vegna óhappsins verða
haldin í Hafnarfirði á mánudag.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra á aðalfundi SF
Opna verður fyrir óbeina
eignaraðild útlendinga
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, seg-
ir það fortakslausa bann við eignaraðild útlend-
inga að sjávarútvegsfyrirtækjuin, sem núgildandi
lög mæli fyrir um, nánast óframkvæmanlegt. „Ég
tel þess vegna að einsýnt sé að opna verði með
ákveðnum hætti fyrir óbeina eignaraðild útlend-
inga í sjávarútveginum. Annað er óframkvæman-
legt og óskynsamlegt,“ sagði Þorsteinn á aðal-
fundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær.
Þorsteinn ræddi töluvert um tengslin við Evr-
ópusambandið og mögulega eignaraðild útlend-
inga í sjávarútvegi hér og sagði meðal annars:
„Landhelgin er okkur verðmætari en svo að við
látum útlendinga kaupa hana út um bakdyrnar.
Þegar spænsk, bresk eða þýsk fyrirtæki hafa
keypt meirihluta í íslenskum togara er trúlega
einfaldast og hagkvæmast að gera hann út frá
heimahöfn á meginlandi Evrópu. Tengslin við ís-
lenskt efnahagslíf væru því lítil orðin. Við skþpum
ekki fleiri störf með því móti. Þetta eru meginrök-
in fyrir þeim fjárfestingarfyrirvara sem við feng-
Iðnaðar- og sjávarút-
vegsráðuneyti tengd
um samþykktan í samningunum um Evrópska
efnahagssvæðið. Ég sé ekki rök til grundvallar-
breytinga hér á eins og sakir standa."
Aukin tengsl iðnaðar
og sjávarútvegs
„Mér finnst það geti verið umhugsunarefni
hvort ekki væri rétt við myndun næstu ríkisstjórn-
ar að tengja saman þau ráðuneyti, sem fara með
málefni iðnaðar og sjávarútvegs. Það gæti verið
mikilvægt skref og hugsanlega myndi það einnig
auðvelda mönnum að takast á við endurskipulagn-
ingu og uppstokkun í löngu úreltu sjóðakerfi at-
vinnuveganna," sagði Þorsteinn ennfremur.
Þorsteinn sagði okkur Islendinga hafa fallið
fyrir skammtímaneysluhagsmunum í allt of ríkum
mæli þegar rofað hefur til eftir lægðir. Nú væri
ögurstund í þróun efnahagsmála og því væri það
verðugur næsti áfangi í þjóðarsáttarsamstarfi
aðila vinnumarkað og ríkisvalds að nýta breyttar
aðstæður til að ná samstöðu um framleiðslustefnu
í stað neyslustefnu.
Nýjar verðjöfnunarleiðir
Þorsteinn sagði talsmenn iðnaðarins hafa gerst
talsmenn auðlindaskatts í sjávarútvegi. Hann
sagðist ekld sjá, hvernig jafna ætti sveiflur með
þeim hætti og líklegast að efnahagsráðstöfun af
því tagi myndi aðeins auka skattheimtu og mið-
stjórnarvald og veikja íslenskt atvinnulíf. Sjáv-
arútvegurinn þyrfti að vera opnari fyrir umræðu
um nauðsyn þess að jafna sveiflur, en það verð-
jöfnunarkerfi, sem við höfum reynt, sagði hann
standast illa í nútímaefnahagsumhverfi. Því væri
mikilvægt að kanna nýjar leiðir, sem bæði sjávar-
útvegur og iðnaður geti sætt sig við.