Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝJA og gamla Guðbjörg (til hægri) liggja nó hlið við hlið við bryggju í Flekkefjord. * Stærsta fiskiskip sem smíðað hefur verið fyrir Islendinga Ný Guðbjörg ÍS af- hent í Flekkefjord Guðbjörg ÍS er stærsta fiskiskip sem smíðað ----------------------- hefur verið fyrir Islend- inga og búið öllum ný- tískulegasta búnaði. Pétur Gunnarsson er í Flekkefjord og fylgist með afhendingu skips- ins til eigenda í dag. Guðbjörgin leysir sam- nefnt afiaskip af hólmi. Morgunblaðið/Anders Minde GUÐBJARTUR Ásgeirsson skipstjóri í brúnni á nýja skipinu, sem er búin öllum nýtískulegustu tækjum. FRYSTITOGARINN Guðbjörg ÍS verður afhentur eigendum í skipa- smíðastöðinni Flekkefjord Slip- og Maskinfabrikk í Noregi í dag. „Mér líst ákaflega vel á þetta skip. Það er örugglega ekki síðra en það gamla sem hefur reynst einstaklega vel,“ sagði Guðbjartur Ásgeirsson skipstjóri í samtali við Morgunblað- ið um borð í skipinu í gær, en hið nýja 2.200 tonna fullvinnsluskip er þriðja Guðbjörgin, sem smíðuð er í Flekkefjord fyrir Hrönn hf. á ísafirði. Ýmsum frágangi er þó ólokið við skipið sem fer í reynslu- siglingu og veiðarfæraprufu næst- komandi fimmtudag og kemur væntanlega í fyrsta skipti til heima- hafnar á Isafirði í kringum 10. októ- ber. Niðurgreiðslur og lánafyrirgreiðsla Smíðaverð skipsins er um 147 milljónir norskrakróna eða 1.450 milljónir íslenskra króna en að teknu tilliti til 11,5% niðurgreiðslna norska ríkisins fer kaupverðið í 1.250 milljónir íslenskra króna. Eldra skip Hrannar hf., ísfísktog- arinn Guðbjörg, var tekið upp í kaupverð nýsmíðaskipsins fyrir um 180 milljónir króna. Gamla Guð- björgin kom til Flekkefjord á þriðju- dag undir stjórn Guðbjarts Ásgeirs- sonar. Auk þess sem norska ríkið niður- greiðir smíði skipsins íjármagna Norðmenn allt að 60% kaupverðsins með lánum. Ásgeir Guðbjartsson, einn eig- andi Hrannar sem ásamt Guðbjarti syni sínum verður skipstjóri nýja skipsins eins og fyrri Guðbjarga, staðfesti við Morgunblaðið í gær að til að standa undir rekstri þyrfti nýja skipið að afla fyrir um það bil 600 milljónir króna á ári sem gæti jafngilt því að skipið veiddi og ynni flök úr um 5.000 tonnum af þorski. Þess má geta að afkastageta skips- ins er talin svara til 15.000 tonna af þorski. Nýja Guðbjörgin er 68,31 metri á lengd og 14 metrar á breidd. Skipið er litlu lengra en gamli ísfísk- togarinn en engu að síður nær tvö- falt stærra; 4.700 rúmmetrar á móti 2.700 rúmmetrum. í frysti- geymslu skipsins verður rúm fyrir 400 tonn af frystum afurðum og frystigeta þess verður um 70 tonn á sólarhring. Fiskimjölsverksmiðja, þar sem unnið verður gufuþurrkað mjöl úr úrgangi, verður um borð og afkastar hún um 30 tonnum á sólarhring. Eir.nig er rækjuvinnslu- lína af bestu gerð um borð í Guð- björgu. Hægt að fara í Smuguna en ekki til Svalbarða Guðmundur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Hrannar hf. og Ás- geir hafa undanfarna daga setið á löngum fundum við að ganga frá skjölum og samningum vegna af- hendingarinnar en að sögn Ásgeirs gengu þær viðræður hægt í gær vegna ágreinings um orðalag ákveðins samningsákvæðis. Hann vildi ekki upplýsa hvert ágreinings- efnið væri né ræða einstök atriði varðandi fjármögnun skipakaup- anna eða rekstur skipsins en aftók að deilt væri um orðalag þeirrar yfírlýsingar sem fylgir samningnum í því skyni að hindra veiðar þess á svæðum sem norsk stjómvöld telja ekki hafi náðst fullnægjandi sam- komulag um nýtingu á. • „Við undirritum sams konar yfír- lýsingu og gerð var vegna Arnars HU og Baldvins Þorsteinssonar EA og hún kemur ekki í veg fyrir að við getum farið í Smuguna en á hins vegar við um vemdarsvæðið við Svalbarða", sagði Ásgeir. Breyttir tímar Guðmundur Guðmundsson sagði að þessi mikla vinna sem fylgdi því að ganga frá pappírum við afhend- inguna væri tákn fyrir þær miklu breytingar sem orðið hafa á við- skiptum af þessu tagi frá Jiví að Marselíus Bernharðsson á Isafirði smíðaði fyrsta skip Hrannar árið 1954. „Þá báðum við Marselíus að smíða fyrir okkur bát og hann sagði já og svo tókumst við í hendur, það þurfti aldrei að skrifa undir neitt“, sagði Guðmundur. Guðbjartur Ás- geirsson sagði að þau viðskipti hefðu svo verið gerð upp með því að Marselíus sendi Hrönn ósundurl- iðaðan reikning sem á stóð: „an: einn bátur“, og hefði engum þótt skrýtið. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra Ekki lausatök í fjármálum íminnitíð GUÐMUNDUR Ámi Stefánsson, heilbrigðisráðherra, segir eðlilegar skýring- ar á því að útgjöld heilbrigðisráðuneytisins fóru fram úr áætlun fjárlaga á fyrri helmingi ársins. Hann hafnar því algerlega að lausatök hafí verið á fjármálum meðan hann stjómaði heilbrigðisráðuneytinu. Hann bendir á að útgjöld ráðuneytisins hafí farið 1.900 milljónir fram úr fjárlagaheimildum árið 1989, og á bilinu 700-1.600 milljónir árlega á árabilinu 1990-1993. Guðmundur Ámi sagði að talan 1,7-1,8 milljarðar væri áætluð fjár- vöntun heilbrigðisráðuneytið miðað við heilt ár. Það væri rangt að stilla málum þannig upp að um sé að ræða eyðslu sína á hálfu ári. Hann sagði upphæðina skýrast af þremur þátt- um, 500 milljónum vegna sjúk- rastofnana, 800 milljónum vegna sjúkratrygginga og 400 milljónum vegna lífeyristrygginga. Ríkisstjórnin breytti fyrri ákvörðunum Guðmundur Ámi sagði að ríkis- stjórnin hefði tekið ákvörðun um að skerða ekki eingreiðslur lífeyrisþega og ennfremur að greiða lífeyrisþeg- um sérstaka 6.000 króna eingreiðslu. Þetta tvennt hefði aukið útgjöld lífey- ristrygginga um 300 milljónir. Fjölg- un lífeyrisþega og aukin ásókn í bæturylli 100 milljóna útgjaldaauka. Guðmundur Ámi sagði að hækkun lyfjakostnaðar væri stærsta orsök fyrir meiri kostnaði við sjúkratrygg- ingar eða 300 milljónir. Hann sagði að þetta hefði gerst þrátt fyrir að hann hefði gripið til margháttaðra aðgerða til að ná fram markmiði um lægri lyfjakostnað, m.a. með lækkun álagningar og breytingum á reglu- gerð um magasárslyf. Hann sagði að aukin útgjöld skýrðust m.a. af meiri ásókn í lyf, hærra innkaups- verð lyija og þeirrar ákvörðunar rík- isstjómarinnar að fresta gildistöku stærsta þáttar nýrra lyfjalaga til 1. nóvember 1995. Guðmundur Ámi sagði að minni ásókn til sérfræðinga vegna hærri þjónustugjalda hefði nú gengið til baka og þar með hefðu útgjöld sjúkratrygginga aukist. Hann sagð- ist hafa beitt sér fyrir lækkun á gjald- skrá vegna rannsókna sem hefði haft í för með sér umtalsverðan spamað. Sömuleiðis hefði hann und- irbúið tillögu um útboð ellegar ein- hliða lækkun á rannsóknarsviði sem núverandi heilbrigðisráðherra gæti hrint í framkvæmd. Um vanda sjúkrahúsanna sagði Guðmundur Ámi að hann væri upp- safnaður frá fyrri árum, auk þess sem spítalamir hefðu orðið að taka á sig útgjöld vegna nýrra kjarasamn- inga o.fl. „Þetta samandregið hygg ég að sýni að í stærstu dráttum var farið í þær aðgerðir sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Sum þeirra náðu fram að ganga, önnur ekki eins og gengur. Það er fráleitt að leggja málið þann- ig upp að þarna hafi verið einhver lausung á ferðinni," sagði Guðmund- ur Árni. Tyrkneska forræðismálið Dætur Sophiu ekkiinni DÆTUR Sophiu Hansen voru að heiman þegar hún hugðist hitta þær í gær. Sophia segir að stjúpmóðir telpnanna hafi komið til dyra og sagt að þær hefðu farið út að fá sér frískt loft. Lögfræðingur Sophiu vinnur að því að réttað verði í forræðismálinu í undirrétti í október. Sophia sagði að henni hefði stað- ið til boða að hafa með sér lása- smið eins og um síðustu helgi. Hún hefði hins vegar afþakkað fylgd hans enda vitað að Halim myndi beita öðrum brögðum en áður. Konan vildi ekki hleypa Sophiu inn í íbúðina eins og hún fór fram á en leyfði embættismanni í fylgd hennar að kanna hvort dætur Sop- hiu væru inni. Sophia hélt heim að svo búnu. Förin var 35. árangurs- lausa tilraun Sophiu til að nýta umgengnisrétt hennar og dætra hennar. Tillögur á SUS-þingi í Kópavogi Næsta stjórn undir- búi viðræður við ESB MEÐAL tillagna, sem liggja fyrir málefnaþingi Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, sem hefst í Menntaskólanum í Kópavogi í dag, er að næsta ríkis- stjórn heíji undirbúning að aðildai’viðræðum við ESB. Sjávarútvegsnefnd ungra sjálfstæðismanná leggur til að erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi verði heimilaðar. Meðal annarra tillagna, sem þing- ið mun fjalla um, er að fijálst fram- sal aflaheimilda verði aukið. Þá er lagt til að landinu verði skipt í ein- menningskjördæmi. Málefnanefndir SUS gera tillögur um að rekstrarformi Ríkisútvarps- ins, Húsnæðisstofnunar og Sinfóníu- hljómsveitar íslands verði breytt. Þá verði þeim ríkisstofnunum, sem halda sig innan fjárlaga með aðhaldi og sparnaði, veittar viðurkenningar. Málefnaþingið er ekki reglulegt SUS-þing óg ekki verður kosið í embætti. Á morgun, sunnudag, mun Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpa þingið. Því lýkur síðdegis á morgun. > I } i \ í I i t I \ i í s I }

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.