Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 33
BREF TIL BLAÐSINS
Vetrarstarf
í Bústaðakirkju
STARF Bústaðakirkju verður líflegt í vetur.
Frá Pálma Matthíassyni:
VETRARSTARF hefst á morgun 25.
september í Bústaðakirkju. Starfíð
verður fjölbreytt og líflegt og leitast
er við að allir megi í starfinu finna
eitthvað við sitt hæfi. í sumar hafa
staðið yfír miklar endurbætur á Safn-
aðarheimilinu og öllum búnaði heimil-
isins og er það nú tilbúið til notkunar
í vetrarstarfinu.
Barnaguðsþjónustur
Barnastarf verður alla sunnudaga
klukkan 11 árdegis og eru foreldrar
sérstaklega hvattir til þátttöku með
börnunum. Þar verður auk helgi-
haidsins fræðsla, söngur og leikir auk
þess sem farið verður í heimsóknir
og vorferðalag. Samstarfsmenn í
barnastarfi auk sóknarprests og org-
anista verða Ama Ýrr Sigurðardóttir
og Ásta Ingibjörg Pétursdóttir.
Guðsþjónustur
Almennar guðsþjónustur verða
klukkan 14. Félagar úr kirkjukórn-
um munu syngja einsöng í messun-
um í vetur. Þannig mun Guðbjört
Kvien syngja næstkomandi sunnu-
dag. Einnig mun barnakórinn syngja
mánaðarlega í messunum.
Starf aldraðra
Starf aldraðra hefst með haust-
ferðalagi miðvikudaginn 28. sept-
ember og verður farið frá kirkjunni
kl. 14. Samverur fyrir aldraða verða
síðan í vetur á miðvikudögum kl.
13.30 til 16.30 og er starfið undir
stjórn Áslaugar Gísladóttur. Með
henni starfar hópur kvenna að
fræðslu, handavinnu, spilamennsku
og að sjálfsögðu ilmandi veitingum.
Þá er öldruðum boðið upp á fót-
snyrtingu á fimmtudagsmorgnum í
Safnaðarheimilinu. Umsjón með
fótsnyrtingunni hafa Eva Sturlu-
dóttir, s. 38189, og Guðrún Þor-
valdsdóttir.
Mömmumorgnar
Mömmumorgnar hefjast fimmtu-
daginn 29. september. Þar koma
mæður saman og eiga notalega sam-
veru með spjalli og kaffisopa og
einnig verða flutt fræðsluerindi.
Enda þótt nafnið höfði fremur til
mæðra en feðra, þá eru þeir að sjálf-
sögðu velkomnir. Umsjón með
mömmumorgnum hefur Sveinbjörg
Björnsdóttir.
Barna- og bjöllukórar
Barna- og bjöllukórar verða starf-
andi í vetur undir stjórn organistans
Guðna Þ. Guðmundssonar og Erlu
Þórólfsdóttur. Þessir kórar verða
þátttakendur í helgihaldi safnaðar-
ins á margvíslegan hátt.
Kirkjukórinn
Þá er starf kirkjukórsins að hefj-
ast en hann ber uppi safnaðarsöng
í almennum guðsþjónustum og tekst
auk þess á við stærri verkefni. Þeim
er áhuga hafa á kðrstarfi er bent á
að hafa samband við organistann
Guðna Þ. Guðmundsson.
Þá er stefnt að því að halda áfram
með kirkjulega sveiflu með líkum
hætti og vinsæl var á síðasta vetri.
Þá verða tónleikar og Mozart-kvöld
á dagskrá kirkjukórsins. Einnig verða
hljóðfæraleikarar ungir sem eldri
þátttakendur í helgihaldinu í vetur.
Fermingarstarfið
Fermingarstarfið er nú að hefjast
og eru fermingarböm, sem ekki hafa
verið skráð beðin að hafa samband
við sóknarprest, sem allra fyrst. Þau
fermingarbörn sem eru í Réttarholts-
skóla verða skráð í skólanum.
Unglingastarf
Æskulýðsstarf unglinga verður í
vetur starfrækt í þremur deildum
yngri og eldri unglinga og er Sigurð-
ur Grétar Sigurðsson, umsjónarmað-
ur starfsins. Undanfarna vetur hefur
verið farið í ferðalög og heimsóknir
auk vorferðalags. Þetta er þróttmik-
ið starf sem tengir unglingana helgi-
haldi og kirkjustarfi.
Kvenfélag Bústaðasóknar
Kvenfélag Bústaðasóknar hefur
þróttmikið starf sitt með félagsfundi
10. október. Þá mun Guðrún Nielsen
íþróttakennari tala um heilsurækt.
Síðan verða fundir annan mánudag
hvers mánaðar. Starf félagsins hefur
verið öflugt og heilladtjúgt í starfi
kirkjunnar og eru konur sérstaklega
hvattar til þess að kynna sér starf
félagsins. Þann 16. október verður
árlegur bazar Kvenfélagsins að lok-
inni guðsþjónustu.
Auk þess er að framan greinir eru
starfandi mörg samtök og hópar í
kirkjunni, sem kalla fólk til starfa.
AA-samtökin eru með samverur á
miðvikudags- og föstudagskvöldum
og laugardagsmorgnum.
Það er von mín að sem flestir finni
sig heima í starfi Bústaðakirkju í
vetur og njóti þar blessunar Guðs
til uppbyggingar í lífi sínu og starfi.
PÁLMI MATTHÍASSON,
sóknarprestur.
Athuga-
semd við tón-
leikahald
Til tónleikahaldara
og- Samtaka gegn
unglingadrykkju
Frá 10. bekkingum, Digranes-
skóla:
VIÐ undirrituð mótmælum þeim
breytingum sem gerðar voru á
Prodigy-tónleikum í Kaplakrika í
kvöld, 24. september. Finnst okkur
það óréttlátt fyrir unglinga sem
réttilega eiga kost á að njóta þess-
ara tónleika á viðunandi tíma.
Við borguðum 2.200 kr. í þeirri
trú að tónleikarnir stæðu frá kl.
20.00-24.00 en ekki frá 18.00-
22.00. Okkur finnst þessar for-
varnir heldur seint á ferðinni því
að við reiknum með að flestir ungl-
ingar sem sækja þessa tónleika
fari ekki beinustu leið heim.
Teljum við mun öruggara að
vera innanhúss á tónleikum með
góðri öryggisgæslu heldur en að
hanga utandyra, t.d. fyrir utan
sjoppur eða niðri í miðbæ eftir
miðnætti.
Mælum við því með skilríkja-
skyldri inngöngu og hinum upp-
runalega tíma.
F.h. 10. bekkinga í Digranesskóla,
UNA ÞORLEIFSDÓTTIR,
SIGRÍÐUR PJETURSDÓTTIR.
RAÐAL/Gi YSINGAR
Tómstundastörf
ígrunnskólum
Kópavogs
Starfsmenn óskast til að sinna tómstunda-
málum í grunnskólum í austurbæ Kópavogs.
Um er að ræða '/2 starf við hvern eftirtalinna
skóla:
Digranesskóli, Hjallaskóli, Snælandsskóli
og Kópavogsskóli.
Uppeldismenntun æskileg. Um er að ræða
tímabundna ráðnipgu til 31.5 ’95. Umsóknar-
frestur er framlengdur til 29. september.
Upplýsingar gefur skólafulltrúi í síma 45700
kl. 10-12.
Starfsmannastjóri.
Matsveinaféfag íslands
Framboðsfrestur til að skila inn tillögum um
fulltrúa á 19. þing Sjómannasambands ís-
lands 2.-4. nóvember 1994 er til 10. október.
Kosnir verða 2 fulltrúar og 2 varamenn.
Stjórnin.
Kórskóli Víðistaðakirkju,
Hafnarfirði
hefst með innritun miðvikudaginn 28. sep
tember kl. 17-19 í Víðistaðakirkju.
Eldri nemendur mæti kl. 18.00 sama dag.
Framhald uppboðs
Framhald uppboös á eftirtöldum fasteignum í Vestmannaeyjum,
verður háð á þeim sjálfum, fimmtudaginn 29. september nk., eftir
því sem hér segir:
1. Herjólfsgötu 7, efri haeð, þinglýst eign Guðmundar Hólm Bjarna-
sonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins, kl. 13.00.
2. Kirkjuvegur 26, neðri hæð og kjallari, þinglýst dign Margrét Ólafs-
dóttur, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins, kl. 14.00.
3. Vestmannabraut 67, 2. hæð, þinglýst eign Þrastar G. Eiríksson-
ar, eftir kröfu Aðalheiðar Ársælsdóttur, innheimtudeildar Ríkisút-
varpsins og íslandsbanka hf., kl. 14.30.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
23. september 1994.
Fundarboð
Aðalfundur kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna á Norðurlandi-
Eystra, verður haldinn i Reynihlíð í Mývatnssveit 1 .-2. október 1994.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Framboð til alþingiskosninga.
3. Önnur mál.
Allir kjördæmaráösfulltrúar og varamenn þeirra eru hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænasamkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar framundan:
Sunnudagur: Almenn samkoma
kl. 16.30. Ræðumaður Reggie
Dabbs.
Miðvikudagur: Biblíulestur kl.
20.30.
Föstudagur: Unglingasamkoma
kl. 20.30.
Laugardagur: Bænasamkoma
kl. 20.30.
Miðill-heilun
Hjálp við að komast að rót and-
legra og líkamlegra sjúkdóma
og leysa þá upp!
Áruteiknun með leiðsögn.
Tarotspá með leiðsögn.
Einkatímar.
Halla Sigurgeirsdóttir,
hjálparmiðill,
sími 91-43364.
FERÐAFELAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 SÍMI 682533
Dagsferðir:
Sunnudagur 25. sept.:
1) Kl. 10.30 Sogið - Ölfusvatns-
vík - Nesjavellir (N-4.) Síðasti
áfanginn í seinni lýðveldisgöngu
Ferðafélagsins. Verð kr. 1.200.
2) Kl. 13.00 Fjölskylduganga i
Heiömörk. Létt gönguferð um
göngustíga í Heiðmörk. Verð kr.
600.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin og Mörkinni 6.
Ferðafélag l’slands.
Þér er boðið á
kristilega sam-
komu í safnaðar-
heimili Hvera-
gerðiskirkju laug-
ardaginn 24.
september kl. 4
e.h. Beðið fyrir
sjúkum. Allir vel-
komnir.
Eggert E. Laxdal
og samstarfsmenn.
Þingvellir - þjóðgarður
Sunnudagur 24. september.
Kl. 13.30. Haustlitaganga. Hug-
að að litbrigðum jarðar og nátt-
úrukröftum. Farið frá Flosagjá,
gengið í nágrenni Spangar og í
og við þinghelgi. Gönguferð lýk-
ur við Þingvallakirkju skömmu
fyrir guðsþjónustu. Göngustjóri:
Steinunn Ásmundsdóttir.
Kl. 15.00. Guðsþjónusta i Þing-
vallakirkju. Sr. Hanna Maria
Pétursdóttir þjónar fyrir altari.
Organisti: Einar Sigurðsson.
Einleikur á fiðlu: Sigurlaug Eð-
valdsdóttir. Steinunn Ásmunds-
dóttir les Ijóð og prédikar. Með-
hjáipari: Elínborg Sturludóttir.
Kl. 16.15. Lögbergsganga.
Gengið frá Þingvallakirkju, um
búð- og þingsvæðið. Fjallað um
sögu þings og náttúru. Ein og
hálf klukkustund. Göngustjóri:
Sigurður Árni Þórðarson.
Gönguferðir verða aðeins farnar
ef veður verður skaplegt.
Stangaveiði í Þingvallavatni ekki
leyfð vegna hrygningar.
Upplýsingar um veður og dag-
skrá i sima 98-23636.
Þjóðgarðsvörður.
Hallveigarstig 1 • sími 614330
Dagsferð sunnud.
25. sept.
Kl. 10.30 Brynjudalur - Leggja-
brjótur. Skemmtileg ganga um
gamla þjóðleið til Þingvalla.
Reikna má með 5-6 klst. langri
göngu. Verð kr. 1600/1800.
Brottför frá BSÍ, bensínsölu,
miöar við rútu.
Útivist.