Morgunblaðið - 24.09.1994, Síða 21

Morgunblaðið - 24.09.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEFfEMBER 1994 21 AÐSENDAR GREINAR Landsbyggðin og sjúkrahús í Morgunblaðinu sunnudaginn 18. sept- ember var grein eftir Sigríði Snæbjörnsdótt- ur, þar sem hún reifar málefni sjúkraþjónustu á íslandi. Við sem búum á landsbyggðinni gerum okkur fulla grein fyrir þeirri staðreynd að öll sérhæfðasta og dýrasta læknaþjónustan er og verður í Reykjavík. Heilbrigðisþjónustan er í dag fjártnögnuð með beinum framlög- um úr ríkissjóði. Þessi þjónusta keppir þannig Drífa Hjartardóttir við aðra þætti þjóðlífsins um tak- markað íjármagn. Innan heilbrigð- isþjónustunnar fer svo fram önnur keppni um það fjármagn sem kem- ur í hlut þeirra. Þessir fjármunir koma ekki aðeins frá höfuðborg- arbúum, við sem búum á lands- byggðinni greiðum einnig okkar skatta. Það er nauðsynlegt að ýtrasta aðhald sé í rekstri allra sjúkrastofn- ana og til að hægt sé að ná sem bestum árangri er samvinna sjúkra- húsa nauðsynleg og þar verði ákveðin verkaskipting í sérhæfð- ustu þjónustunni. Sjúkrahús á landsbyggðinni eru nauðsynleg Að mínu áliti eru hátæknisjúkra- húsin of dýr kostur til að sinna minniháttar skurðaðgerðum, þá þjónustu á almenningur rétt á að sækja í heimabyggð. Það verður að hafa það í huga að ísland er stqálbýlt land og veður oft tvísýn. I allri umræðu um hvort sjúkra- hús eigi rétt á sér úti á landi hefur lítið verið rætt um þann kostnað sem einstaklingurinn verður að bera sjálfur ef hann þarf að sækja alla þjónustu til Reykjavíkur. Það eru breyttir tímar og flestum er illa við að íþyngja aðstandendum með því að setjast upp hjá þeim um ótil- greindan tíma. Það eru heldur ekki allir sem eiga nákomna ættingja í Reykjavík. Ef ekki er fæðingarað- staða úti á landi gætu konur jafn- vel þurft að vera einn mánuð í burtu frá heimili sínu, með öllum kostnaði sem því fylgir. Tiltrú almennings Það er mikill ábyrgðarhluti af hjúkrunarforstjóranum að ala á tor- í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI STÖÐINNI, OG ÁRÁÐHÚSTORGI Má þar Samband í broddi tryggni og draga úr tiltrú fólks á læknis- þjónustu, sem starfs- fólk í heilbrigðisþjón- ustunni innir af hendi úti á landi. Þar er ekki síður en í Reykjavík velmenntað, hæft og metnaðarfullt starfs- fólk sem vinnur sitt starf af stakri prýði. Sjúkrahús Suðurlands Sunnlendingum hef- ur alla tíð verið mjög annt um Sjúkrahús Suðurlands og sýnt því mikinn velviija í verki. meðal annars nefna að sunnlenskra kvenna var fylkingar fyrir byggingu sjúkrahússins og hefur frá upphafi styrkt það með tækjum og öðrum gjöfum. Sömu sögu má segja af öðrum líknarfélögum. Sjúkrahús Suðurlands hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki, þar starfa nú 160 manns. Fjöldi rúma er 55 og fyrstu 9 mánuði ársins hafa verið lagðir inn næstum 1.000 sjúklingar, en á sama tíma á sl. ári voru það rúm- lega 700. Fæðingum hefur farið fjölgandi ár frá ári m.a. vegna þess hve öll aðstaða er til fyrirmýndar. Á undanförnum árum hafa fjár- framlög til Sjúkrahúss Suðurlands farið sífellt minnkandi á sama tíma og þjónustan hefur aukist. Frá ár- inu 1992 hefur þurft að loka 10 rúmum vegna sparnaðar yfir sum- artímann og jafngildir það ef loka þyrfti 5 deildum á Borgarspítala Hátæknisjúkrahús er of dýr kostur til að sinna minniháttar skurðað- gerðum, segir Drífa Hjartardóttir, þá þjón- ustu á fólk rétt á að sækja í heimabyggð. eða Landspítala. Þrátt fyrir þetta hefur nýting verið mjög góð. Aldraðir Vaxandi fjöldi elli- og hjúkrunar- heimila á svæðinu kalla á aukna þjónustu því eins og flestum ætti að vera kunnugt er veikindatíðni hæst hjá eldra fólki. Með sumarlok- unum er hætt við að senda þurfi fjölda fólks úr hópi aldraðra til Reykjavíkur sem þýðir í raun auk- inn kostnað þó svo einhver tilfærsla verði á fjármunum. Því er nauðsyn- legt að sá niðurskurður sem orðið hefur á undanförnum árum verði bættur. Samstaða Sunnlendinga Á aðalfundi Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga sem haldinn var um miðjan ágúst var samþykkt samhljóða að skora á heilbrigðisráð- herra að hefja nú þegar undirbún- ing að stækkun Sjúkrahúss Suður- lands. Mikilvæg samstaða heima- manna er staðreynd og þetta er verðugt verkefni að vinna að fyrir Sunnlendinga. Höfundur er bóndi á Keldum og varaþingmaður fyrir Sjálfstaeðisfiokkinn í Suðurlandskjördæmi. lferslunin Rafha í Hafnarfirði og verslunín Rafha í Borgarfúni hafa nú verið sameinaðar í eina verslun á Suðurlandsbraut 16, Reykjavík Ennfremur bjóðum við upp á mikið úrval sýningartækja með allt að 50% afslætti. Öll verð eru staðgreiðsluverð. MUNALÁN SUÐURLANDSBRAUT 16 • SIMI 880 500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.