Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 41 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ •■jTTrrrmT-, JOE Pesci • Christian Slater Grínmynd Grínmynd Nýjasta mynd Danny DeVito Bönnuð innan 12 ára. || Sleppur hann úr óbyggðum, heldur hann lífi eða deyr hann á hrottalegan hátt? Ice T (New Jack City), Rutger Hauer (The Hitcher, Blade Runner), Charles S. Dutton (Menace II Society), F. Murray Abraham (Amadeus) og Gary Busey (Firm) í brjáluðum dauðaleik. Rafmögnuð spenna frá upphafi til enda. Svnd kl. 5, 7, 9 oq 11. Bönnuð innan 16 ára. Nýtt í kvikmyndahúsunum Háskólabíó sýnir Kúrekar í New York HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á kvik- myndinni Kúrekar í New York eða „The Cowboy Way“ með Woody Harrelson og Kie- fer Sutherland í aðalhlutverkum. Myndin segir frá tveimur félögum, Pepper og Sonny, sem hafa stundað saman ótemju- reiðar frá barnæsku. Þegar dóttir kúbversks vinar þeirra sem hafði freistast til þess að komast til Bandaríkjanna á ólöglegan hátt hverfur í New York storma sveitarmennirnir til borgarinnar sem aldrei sefur og hyggjast bjarga henni. Þeir lenda í allskyns vandræðum sökum ægilegrar sveitamennsku og mörgum drephallærislegum og bráðfyndnum uppá- komum. Bæði Harrelson og Sutherland æfðu sig vikum saman í að kasta snöru fyrir „ródeó“- atriðin og Harrelson þurfti einnig að sitja hest í fyrsta skipti á ævinni. Leikstjóri myndarinnar er Gregg Champion en um myndatökuna sá Óskarsverðlaunahaf- inn Dean Semler sem tók Dansar við úlfa. WOODY Harrelson í hlutverki sínu í myndinni Kúrekar í New York. Gallerí Regnbogans: Egill Eðvarðsson ★★★★ NEW YORK TIMES PASSION FISH Tlic limirc is in lln- palm of ; Ástríðufiskurinn Dramatísk en nærfærin og grát- brosieg kvikmynd um samband tveggja kvenna sem lífið hefur leikið grátt á misjafnan máta. Aðalhlutverk: Mary McDonnell (Sneakers, Grand Canyon og tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir aukahlutverk í Dances Whith Wolves) og Alfre Woodard (Miss Firecracker, Scrooged og tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir aukahlutverk í Cross Greek). Leikstjóri: John Sayles. Sýnd kl 5 og 9. Ljóti strákurinn Bubby *** A.I. MBL. *** Ó.T. RAS 2. B. i. 16 ára. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. FLÓTTIMM Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 09 11.10. Bönnuð innan 16 ara. Allir heimsins morgnar **** Ó.T Rás2 *** A.I. MBL *** Eintak *** H.K. DV. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og ' 11.10. GESTIRNIR Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bónnuð innan 12 ára. ►NORSKA blaðið Se og Hör stóð fyrir skemmtilegu uppátæki í sjávarbænum Bergen í Noregi. Það klæddi einn blaða- mann, Carsten Lier, upp í sjómannagalla og sendi hann með fiskvagn, stafla af þorski og íslenska fánann í miðbæinn. Þar lék hann íslenskan sjómann og hróp- aði yfir torgið að hann seldi þorsk beint úr Smugunni á aðeins „Halvur Prisur!“ Viðtökurnar voru með ýmsu móti. Gömul kona steytti að honum hnefann og sagði honum að snauta burtu með þýfið. Sjómaður sem sestur var í helgan stein klappaði honum vinsamlega á og sagði: „Fyrst Islendingar eru á annað borð að veiða í Smugunni er nú skömm inni skárra að þeir komi hingað til að selja aflann.“ Ef á heildina var litið voru þó viðtök- ur íbúanna mjög góðar. Það myndaðist fljótlega röð við fiskvagninn, enda var fiskurinn seldur á spottprís. í blaðinu stendur að ef frá eru skildar stöku mótbárur hafi „íslenska sjómannin- um“ verið tekið sem „frelsandi engli“ en ekki sem andstæðingi úr Smugu deilunni. BLAÐA- MAÐUR Se og Hör kannar viðhorf fólks til „þorska- stríðsins í Smug- unni“. TVEIR lögreglumenn sem áttu leið hjá stoppuðu hjá fisksalanum, en hættu ekki á að kaupa „ólöglegan" aflann. „Islenskur“ fisksali í Bergen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.