Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐUR LESBOK/C/D STOFNAÐ 1913 217. TBL. 82.ÁRG. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Verjast lungna- veiki- faraldri ÍBÚI í Surat í vesturhluta Indlands, um 150 km norður af Bombay, setur klút fyrir munn barns síns til að koma í veg fyrir að það veikist af bráðsmitandi og lífshættu- legum lungnaveikifaraldri, en yfir 100 manns hafa lát- ist úr honum á undanförnum tveimur dögum. Talið er að sjúkdómurinn hafi komið upp á sorphaugum sem stækkuðu mjög í kjölfar mikilla flóða og skemmda af völdum þeirra en aðrir segja hann hafa borist frá nálægu sambandsríki. Um tvær milljónir manna búa í Surat, 300.000 hafa þegar flúið borgina en þar hefur verið lýst yfir neyðarástandi vegna faraldursins. Óttast heilbrigðisyfirvöld að fólks- flóttinn verði til þess að hann breiðist enn frekar út. Fólki er ráðlagt að taka tet- rasýklín-lyf við veikinni en hún smitast með hósta og veldur lungnabólgu. Jafnrétti til trafala London. Reuter. BRESK könnun hefur leitt í ljós að jafnréttismál á borð við fæðingarorlof og bætur til kvenna sem sagt hefur verið upp störfum vegna þess að þær voru þungaðar, hefur haft slæm áhrif á störf og starfsframa kvenna. Sögðu 2/3 kvennanna að fæðingarorlof gerði það að verkum að vinnuveitendum þættu konur ekki eins fýsilegUr starfs- kraftur og karlar og um helmingur kvennanna fullyrti að það drægi úr möguleikum þeirra á stöðuhækkun. Talsmaður stofnunarinnar sem gerði könnunina sagði hana sýna fram á að enn væru miklar hindranir á framabraut kvenna þótt ástandið hefði vissulega batnað. Um 65% kvennanna kváðust ekki trúa því að konur og karlar ættu jafnmikla möguleika í starfi en fyrir tveimur árum var talan 74%. Um 88% sögðu konur mæta hindrunum sem karlar gerðu ekki en um 48% sögðust sjálfar hafa lent í slíku. Um 62% þeirra sögðu þá hafa verið raunina frá bytj- un. Um tvenns konar hindranir væri að ræða, viðhorf til kvenna á vinnu- stað og þau vandkvæði sem upp kæmu þegar konur þyrftu að skipta sér á milli vinnu og heimilis. Rússar styðja loftárás NATO Kíev, Sarajevo. Reuter. ANDREJ Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússiands, kvaðst í gær styðja loftárás Atiantshafsbandalagsins (NATO) á hersveit Bosníu-Serba við Sarajevo í fyrrakvöld. Hann sagði að veija bæri friðargæsluliðið í Bosn- íu með öllum ráðum. „Múslimarnir hafa gerst sekir um ögranir og árás- ir. En Bosníu-Serbar hafa, eins og alltaf, brugðist of harkalega við, farið langt yfir strikið," sagði Koz- yrev. Gert var ráð fyrir því í gær- kvöldi að öryggisráð SÞ myndi slaka nokkuð á efnahagslegum refsiað- gerðum gegn Serbum og Svartfell- ingum sem segjast hafa hætt öllum stuðningi við þjóðbræðurna í Bosníu. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hvatti í, gær friðargæsluhermenn SÞ til að gjalda hiklaust í sömu mynt ef Bosníu-Ser- bar réðust á þá. Þijár orrustuþotur NATO réðust á serbneskan skrið- dreka í fyrrakvöld eftir að serbnesk- ir hermenn höfðu skotið á franska friðargæsluliða og sært einn alvar- lega. Yfirmaður gæsluliðsins bað þá NATO um aðstoð. Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosníu-Serba, hét því að þeir myndu hefna sín, „einnig á þeim sem gáfu fyrirmæli um að vélarnar færu í loft- ið“ en ekki kom til alvarlegra átaka í gær í Sarajevo. Deilt á Bandaríkin Kozyrev utanríkisráðherra lét í ljós óánægju með friðarumleitanir fimmveldanna svokölluðu, sem hafa beitt sér fyrir áætlun um skiptingu Bosníu, og sagði að þeim hefði ekk- ert orðið ágengt í tvo mánuði. Hann gagnrýndi ennfremur Bandaríkja- stjórn fyrir að knýja á um að banni við sölu vopna til stjórnarhersins í Bosníu yrði aflétt ef Serbar sam- þykktu ekki friðaráætlunina. „Með þvi væru ríkin að leggja blessun sína ýfir stríð. Þetta þýðir að Bosníumenn beijist til síðasta manns með vopnum sem við útvegum“, sagði Kozyrev. Kynþáttahatur í sjónvarpi Frétta- maður sýknaður Strassborg. Reuter. Mannréttindadómstóllinn í Strassborg hratt í gær úr- skurði danska hæstaréttarins sem dæmt hafði sjónvarps- fréttamann sekan vegna um- mæla viðmælenda hans er þóttu lýsa kynþáttahatri. Dómstóllinn sagði að „mjög veigamiklar ástæður" þyrftu að vera fyrir hendi til að rétt- læta mætti slíka skerðingu á rétti fjölmiðla til að fjalla um þjóðmál. Dönsku dómararnir töldu fréttamanninn, Jens Olaf Jersild, hafa átt þátt í að koma kynþáttahatri á framfæri í þætti sínum árið 1985 er hann ræddi við hóp sem andvígur er litum innflytjendum. Jersild greiddi sekt, 10.000 ísl kr., en fær hana nú endurgreidda. Reuter SÞ hætt að beina flóttafólki til Rúanda vegna ofsókna stjórnarhers tutsa um Genf. Reuter. Gæsluliðar SÞ verða látnir stilla til friðar í suðausturhluta landsins Ásakanir FLÓTTAMANNAHJALP Same'in- uðu þjóðanna (SÞ) í Genf skýrði frá því í gær að samkvæmt upplýsing- um, sem stofnunin hefði aflað, hefðu hermenn nýju valdhafanna í Rúanda með vitund stjómvalda myrt þúsundir hútúa til að hefna fjöldamorða á tútsum fyrr á árinu. Stofnunin hefur hætt að hvetja hundruð þúsunda rúandískra flótta- manna í nágrannaríkjunum til að snúa aftur til heimalandsins og um 120 kanadískir og ástralskir friðar- gæsluliðar voru í gær sendir í skyndi til suðausturhluta Rúanda þar sem ástandið er sagt verst núna. Forseti Rúanda, Pasteur Bizi- mungu, vísaði staðhæfingum SÞ á bug æn viðurkenndi að einstakir hermenn hefðu „brotið reglur". Bizimungu, sem sjálfur er af hútú-ættum, sagði að erfitt yrði að fá þjóðirnar tvær til að sættast en sagði umheiminn hafa gert illt verra með því að teija fyrir skipan stríðs- glæpadómstóls yfir hútú-mönnum sem tekið hefðu þátt í ijöldamorð- unum á tútsum. Embættismenn SÞ ræddu *Við ráðamenn í Rúanda í gær til að fá þá til að samþykkja sameiginlega rannsókn á fjöldamorðunum. Frásagnir flóttafólks Ron Redmond, talsmaður flótta- mannahjálparinnar, sagði ljóst af þeim upplýsingum, sem stofnunin hefði fengið hjá um 300 flóttamönn- um, að stjórnarhermenn hefðu framið fjöldamorð á ákveðnum svæðum í Rúanda. „Áætlað er að fórnarlömbin liafi skipt þúsundum hvorn mánuðinn,“ sagði Redmond og vísaði til tveggja mánaða tíma- bils frá síðari hluta júlí. Föðurlandsfylking Rúanda, sem náði höfuðborginni, Kigali, á sitt vald í júlí og myndaði nýja stjórn, hefur lofað að grípa ekki til hefnd-' araðgerða gegn hútúum vegna drápanna á um miiljón tútsum í tveggja mánaða borgarastyijöld. Nýja stjórnin hefur þó viðurkennt að hermenn stjórnarflokksins, Föð- urlandsfylkingarinnar, sem er eink- um skipuð tútsum, hafi drepið um 60-70 hútúa á ýmsum svæðum síð- ustu mánuði. Sjö hermenn voru handteknir vegna þessara glæpa. Cedras yfir- gefi Haítí BANDARÍSKUR hermaður ræð- ir við Haítíbúa í búðum Banda- ríkjaiiers hjá flugvelli Port-au- Prince í gær. Hermennirnir sjá nú um að her og lögreglulið her- foringjastjórnarinnar gangi ekki í skrokk á óbreyttum borgurum og stuðningsmönnum Jean- Bertrands Aristide forseta, sem segist munu halda heim innan skamms. Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði í gær að stjórnvöld í Washington vildu sem fyrr stuðla að því að Raoul Cedras, leiðtogi herforingja, færi úr landi en Cedras segist hvergi fara og vill að kosið verði í land- inu sem fyrst. Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hét því í gær að stór- auka matvæíáaðstoð við Haíti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.