Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 15
I
I
Stórir kröftugír laukar!
Límmiðar á
heimagerðu
sultuna
Útlendingar koma
til að kaupa aiitík
HÚSGÖGNIN sem eru úr eik eru dönsk og álitið að þau séu smíð-
uð uppúr 1920,“ segir Jónas Halldórsson hjá antikbúðinni Gömlum
munum þegar foi’vitnast var um borðstofuhúsgögn sem hann aug-
lýsti í Morgunblaðinu fyrir skömmu á 750.000 krónur. Raunhæft
verð? „Það held ég, en hinsvegar fer það alveg eftir greiðsluskilmál-
um á hvað húsgögnin seljast. Margir hafa viljað skipta settinu upp
en bæði eigandinn og ég erum á því að reyna að selja það ailt í
einu. Húsgögnin sem segja sögu kóngafólks eru í endurreisnarstíl
og hafa verið í eigu sömu fjölskyldunnar undanfarin tuttugu ár.
Útlendingar kaupa antik
á íslandi
Jónas segir algengt að útlend-
ingar komi og kaupi „dýrgripi“ hér
á landi. „Við erum að kaupa inn
gömul húsgögn frá útlöndum og
selja hér en það er líka nokkuð
um að útlendingarkomi hingað til
að ná í gamla hluti.“ Hann segir
að þeir komi aðallega á sumrin,
vakti þá fornmunaverlsanir, fari í
Kolaportið og fylgist með smáaug-
lýsingum. „Það kemur oft fýrir að
útlendingar vilji kaupa dýmæta
hluti hjá mér en yfirleitt hækka
ég þá verðið og held hlutunum
þannig í landinu."^
„Eftir stríð komu íslendingar með
ýmsa muni til landsins sem eru
fommunir upp á milljónir. Þá var
hægt að kaupa fornmuni fyrir
smámuni og íslendingar áttu pen-
inga.“
Jónas lifir og hrærist í antíkinni
eins og hann orðar það og er á
næstunni að stækka verslun sína
í Austurstræti en hann er líka með
verslun við Hverfisgötu. „Mig
dreymir um að hafa búðina í Aust-
urstræti á þremur hæðum, eins og
gamaldags heimili sem viðskipta-
vinimir geta gengið um.“
Jónas stefnir líka að því að koma
af stað uppboðum á húsgögnum
og gömlum munum. „Ég er að leita
að hentugu húsnæði fyrir slíka
starfsemi. Þetta eiga ekkert að
vera uppboð þar sem eingöngu em
boðnir upp dýrir hlutir og ég sé
fyrir mér að hægt yrði að fá muni
líka fyrir nokkra hundraðkalla. Það
væri hægt að bjóða upp heiiu
dánarbúin á þennan hátt.“ Hann
hefur um tíma boðist til að koma
og hreinsa út heimili og jafnvel
bjóða í dánarbú í heilu lagi. Stund-
um tæmir hann heilu háaloftin
fyrir vissa upphæð .og þar hefur
hann fundið marga skemmtilega
hluti, suma sem hann hefur síðan
gefið á Árbæjarsafn.
Bókaskápar og skrifborð
- Hvað er það sem íslendingar
eru að leita að í fornverslunum?
„Bókaskáparnir staldra stutt við
og falleg skrifborð era mjög vin-
sæl. Eikarskápar eru eftirsóttir og
yfírleitt er eftispurn sífellt að auk-
ast eftir gömlum munum.“
WKS
Skenkur úr
borðstofusettinu
í UMRÆDDU eikarsetti eru tveir
armstólar, átta stólar með grænu
flaueli, buffetskápur fyrir leirtau,
skenkur fyrir borðbúnað og an-
nettuskápur fyrir lín.
HAUSTLAUKAR
Morgunblaðið/Kristinn
JÓNAS segir að útlendingar geri sér sérstaka ferð hingað til
lands til að kaupa gamla hluti.
ÞAÐ getur verið gaman að skreyta
heimagerðu sultukrakkurnar ef á
að gefa vinum og ættingjum að
smakka. í versluninni Pipar og
salti er nú hægt að fá límmiða á
sultukrukkur og einnig í pakka tíu
hettur, límmiða, rotvarnarpappír
og sellófan.
----» ♦ ♦----
Ljósaperur
á tilboði í
versluninni
F&Á
OSRAM-ljósaperur eru nú seldar
á tilboðsverði í versluninni F&A
að Fosshálsi í Reykjavík. Um er
að ræða 40 og 60 watta perur og
eru þær seldar á 49 kr. stykkið,
séu þær staðgreiddar. Friðrik G.
Friðriksson eigandi F&A sagði
ástæðuna fyrir liinu lága verði
hagstæð innkaup frá Englandi.
„Við keyptum inn 20 þúsund ljósa-
perur, sem seldar verða á þessu
verði.“
Prófkjör
28. og 29. október
Markús Örn
í 4. sæti
KRÓKUSAR
50 stk.
stórblóma
garðakrókusar
blandaðir litir
Tilboð kr. 895.
BLAND í POKA!
150 stk. laukar:
25 pertuliljur
25 pákaliljur -
100 Apeldoorn túlipanar
Aðeins kr. 1995.
TÚLIPANAR
50 stk. stórblóma
túlipanar.
Sérpökkuð afbrigði:
Apeldoorn - rauður
Qolden Apeldoorn - gulur
Apeldoorn's Elite
- tvílitur: gulur og rauður
Aðeins kr. 895.
TÚLIPANAR
10 stk.
Peacock-
túlipanar
Lágvaxnir, blandaðir litir.
Tilboð kr. 139.