Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Hjartansþakkir sendum viö öllum þeim sem glöddu okkur með heimsóknum, gjöfum og kveÖjum í tilefni af sextugs afmœlum okkar. LifiÖ heil. Guðrúrt Helgadóttir, Erlingur Loftsson, Sandlæk. Víkur Vagnar kynna: Olíufyllta rafmagnsofna í miklu úrvali fyrir heimili og sumarhús. Höfum einnig loftviftur á frábæru verði. Takmarkað magn. Komið og skoðið úrvalið hjá okkur. Höfum sýningu í dag 24. sept. frá kl. 10-16. Verið velkomin. Víkur Vagnar Síðumúla 19, sími 684911. 100% hágæðabómull ★ 2ja ára ábyrgð Schiesser® N Æ R F Ö T Það besta næst þérl HAGKAUP í KRINGLUNNI Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. sími 91- 24333 I DAG SKÁK llm.sjón Margcir Pétursson ÞESSI staða kom upp á stórmóti Credit Suisse bankans í Horgen í Sviss um daginn. Gary Ka- sparov (2.808 - áætluð stig) hafði hvítt og átti leik en Artur Jusupov (2.655) var með svart og lék síðast 31. - Hf8-c8. Sjá stöðumynd 32. Dxc8+! - Bxc8, 33. Hb8 - Rg8 (Eftir 33. - g6, 34. Hxc8+ - Kg7, 35. Hc7! - Dxc7, 36. Re8+ tap- ar svartur drottningunni) 34. Hxc8 - Da7, 35. Kh2 HÖGNIHREKKVÍSI - De7, 36. He8 og Jusupov gafst upp, því ef hann víkur drottningunni undan leikur Kasparov 37. Bd5. Loka- staðan á stórmótinu í Horg- en: 1. Kasparov 8V2 v. af 11 mögulegum, 2.-3. Ju- supov og Shirov 7 v. 4.-5. Lautier og Kortsnoj 6 'h v. 6. Gelfand ö'A v. 7. Leko 5 v. 8.-9. Nikolic og Benjam- in 4‘A v. 10.-11. Miles og Lutz 4 v. 12. Gavrikov 3 v. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Kettir eru ekki einu ofnæmis- valdamir KONA hringdi og sagði að það væri mikill mis- skilningur hjá fólki að kettir væru aðalofnæm- isvaldar á heimilum. Kattahár geta vissu- lega valdið ofnæmi, en þau eru yfirleitt ekki eina ástæðan fyrir því að fólk verður vart við ónot. Það eru svo ótal- mörg önnur atriði sem valda viðkvæmu fólki ofnæmi svo sem teppi, blóm, fræ og jafnvel lyf sem fólk tekur. Flestaliir hafa ofnæmi fyrir einhverju, en ónæmiskerfi líkamans heldur því niðri að vissu marki. Þegar margir áhættuþættir blandast saman aukast líkurnar á að ofnæmið komi í ljós. Þessu má líkja við mæliglas. Við getum gefið okkur að þegar fjó- korn er sett í glasið fyll- ist það til hálfs. í það er svo bætt húsaryki og fyllist þá glasið að tveim- ur þriðju. Þegar fleiri þættir eru settir í það hækkar meir og meir í glasinu, og sé haldið áfram flæðir á endanum út úr því. „ Eins er því varið með líkamann og ofnæmi. Líkaminn er eins og hvert annað ílát sem flæðir út úr þegar of mikið er sett í það. Því getur verið alveg jafn áhrifaríkt að fjar- lægja teppi, gluggatjöld sem íyk safnast í, eða blóm af heimilum, en sleppt því að farga kett- inum, sé vart við ofnæmi á heimilinu. Kona þessi vildi líka taka fram að fólki bæri að hugsa vel um dýrin, enda gæti því hefnst fyr- ir að níðast á málleys- ingjunum. Tapað/fundið Hálsfesti fannst GULLFESTI fannst í veitingastofunni í Grens- ásbæ sl. fimmtudags- inorgun. Upplýsingar á staðnum eða í síma 681747. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með fjór- um lyklum og litlum skó fannst við rörið á Nesja- vallaveginum fyrir rúmri viku. Upplýsingar í 31089. Úlpa tapaðist BLEIK glæný telpnaúlpa á ca níu ára tapaðist fyrir helgi við Öldusels- skóla eða nágrenni. Skil- vís flnnandi vinsamlega hafí samband í síma 670443. Hamstrabúr EF EINHVER þarf að losna við hamstrabúr þá þigg ég það. Upplýsingar í síma 666848. Rebekka. Kettlingnr óskast ÓSKA eftir kettlingi, helst læðu. Upplýsingar í síma 650302. FJÖLNIR SÆMUNDS- SON, ÖLDUGÖTU 35, HAFNARFIRÐI. Pennavinir FJÓRTÁN ára pólskur pilt- ur með mikinn landafræðiá- huga og þar er ísland efst á blaði: Maeiej Banianewski, ul. Kusociriskiego 17/29, 88-100 Inowroclaw, Poland. Víkveiji skrifar... Starf stjórnmálamanns er oft erilsamt og menn geta þurft að bregðast við óvæntum uppákom- um. Halldór Blöndal samgÖnguráð- herra hefur þurft að klippa á marg- an borðann í sínu starfl og þurft hefur að sjá til þess að borðaklipp- ingar stönguðust ekki á við önnur mikilvæg verkefni ráðherrans. Vík- verji fregnaði að það hefði þess vegna orðið uppi fótur og fit í sam- gönguráðuneytinu þegar vegagerð- armenn luku lagningu bundna slit- lagsins um Bólstaðarhlíðarbrekku tveimur dögum á undan áætlun. Ráðherrann brá hins vegar við skjótt og var kominn norður á nokkrum klukkutímum til að aka fyrstur síðasta spottann, sem lagð- ur er bundnu slitlagi á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. xxx Frétt í Morgunblaðinu í gær vakti athygli Víkverja. Sagt var frá því að fyrsti sumarbústaður- inn hefði verið endurreistur í Tungudal, þar sem snjóflóð eyddu sumarbústaðabyggð Isfirðinga í vor, einni viku og tveimur klukku- tímum eftir að byggingarleyfið fékkst. Það er ekki að spyrja að hörku og dugnaði Vestfirðinga þótt á móti hafi blásið. xxx Símaþjónustan einn+einn, sem auglýsir stíft „stelpur eru í strákaleit — strákar eru í stelpu- Ieit“ virðist reyna að höfða til ungl- inga fremur en þeirra, sem komnir eru á fullorðinsár. Það skal ekki dregið í efa að hjónabandsmiðlun eða „stefnumótaþjónusta“ í gegn- um síma getur átt rétt á sér. Hins vegar þjónar hún einkum tilgangi sínum í stærri þjóðfélögum, þar sem mannleg samskipti eru af öðrum toga en í smábæjarsamfélaginu í Reykjavík. Þeir, sem notfæra sér slíkt, eru þá yfirleitt fólk, sem vinn- ur mikið og fer lítið út að skemmta sér eða á fáa félaga í stórborginni. Unglingar hafa hins vegar sínar leiðir til að kynnast hinu kyninu — í partíum, á skemmtistöðum, á rúnt- inum eða í skólanum. xxx Foreldrar unglinga á gelgju- skeiði hafa tjáð Víkverja að þessi stefnumótaþjónusta sem rekin er í gegnum sima virðist fyrst og fremst til þess ætluð að plokka peninga af unglingum, sem liggi í símanum sér til skemmtunar. Fleiri og fleiri grípi því til þess ráðs að láta loka síma sínum fyrir samtölum í númer, sem byija á 99 — og kost- ar 40 krónur á mínútu að hringja í. Eitthvað mun vera um að foreldr- ar séu farnir að bindast samtökum um slíkt, enda gefst slíkt oft vel, líkt og varðandi reglur um útivistar- tíma ungu kynslóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.