Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR LESBÓK/C/D
229. TBL. 82. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Irakar með mikla liðsflutninga við landamærin að Kúveit
Clinton forseti setnr her-
sveitir í viðbragðsstöðu
Washington, Lundúnum, Kúveit. Reuter.
Flugmóðurskip sent til Kúveits
Heimalið Kúveita kallað út
Reuter
Mandela
heiðraður
NELSON Mandela, forseti Suður-
Afríku, var sæmdur heiðursdokt-
orsnafnbót við elsta háskólann
fyrir blökkumenn i Bandaríkjun-
um, Howard, og myndin var tekin
við það tækifæri. Hann hvatti
bandaríska fjármálamenn til að
aðstoða við að byggja upp fyrir-
tæki í eigu blökkumanna í Suður-
Afríku. Atta daga Bandaríkja-
heimsókn Mandela lauk í gær.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti fyr-
irskipaði í gær bandarískum her-
sveitum að vera í viðbragðsstöðu
vegna hugsanlegra hernaðaraðgerða
í Kúveit eftir að stjórnin í írak hafði
sent hermenn og skriðdreka í átt
að landamærum ríkjanna. Banda-
ríska flugmóðurskip George Was-
hington og fjögur herskip með 2.000
hermenn voru send til Persaflóa.
Stjórn Kúveits efndi til neyðarfundar
og kallaði út liðsmenn heimaliðsins
vegna hugsanlegrar innrásar íraka,
sem eru sagðir hafa sent tvær her-
deildir í átt að landamærunum.
Bandaríkjamenn, Rússar, Frakk-
ar og Bretar hafa gert tíu ára varn-
arsamning við Kúveita eftir stríðið
við íraka árið 1991. Bandaríkjamenn
eru með skriðdreka, stórskotavopn
og bryndreka fyrir um 5.000 her-
menn í Kúveit og talið er að hægt
verði að flytja þá þangað með flug-
vélum á tveimur til þremur dögum.
Tólf fullhlaðin herflutningaskip
hafa einnig fengið skipun um að
sigla til Persaflóa eða vera undir það
búin. Bandarískir embættismenn
sögðu að innan við 15.000 hermenn
væru í viðbragðsstöðu.
Stjórnarerindrekar í Kúveit sögðu
að írakar hefðu sent tvær herdeildir
áleiðis til landamæranna að Kúveit
og hugsanlega hermenn úr úrvals-
sveit Irakshers, Lýðveldisverðinum.
Talið er að írakar séu nú með um
40-50.000 hermenn í suðurhluta ír-
aks.
Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð-
anna í Kúveit sögðu að allt væri
með kyrrum kjörum við landamærin
og ekki sæist til hersveitanna.
Viðskiptabanni
mótmælt
Stjórnin í írak hefur að undan-
förnu látið í ljós mikla óánægju með
að viðskiptabanni Sameinuðu þjóð-
anna, sem sett var á landið eftir
innrásina í Kúveit árið 1990, skyldi
ekki enn hafa verið aflétt. Stjórnin
sagði í gær að matvælabirgðirnar í
landinu væru að ganga til þurrðar
vegna viðskiptabannsins og hótaði
að grípa til hefndaraðgerða ef írök-
um yrði ekki heimilað að flytja út
olíu að nýju. Hún sagði síðar um
daginn að Vesturlönd hefðu engan
rétt til að skipta sér af liðsflutning-
um innan landamæra íraks.
Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð-
herra íraks, flutti ræðu á allsheijar-
þingi Sameinuðu þjóðanna í gær og
gagnrýndi Bandaríkjastjórn fyrir að
koma í veg fyrir afnám viðskipta-
bannsins með því að leggja sífellt
fram ný skilyrði fyrir því.
Olíuverð hækkar
Breska stjórnin sagði að stjórn-
völd í Kúveit hefðu óskað eftir að-
stoð samkvæmt tvíhliða varnar-
samningi ríkjanna og því hefði verið
ákveðið að senda freigátu til Kúveits.
Verð á olíu á heimsmarkaði hækk-
aði vegna tíðindanna og hefur ekki
verið jafn hátt í átta vikur.
Reuter
Konungi
vísað burt
MIKJÁLL, útlægur konungur
Rúmeníu, reyndi í gær að fara
til heimalandsins þrátt fyrir að
þarlendir ráðamenn hefðu hafn-
að beiðni hans um vegabréfs-
áritun. Konungurinn fékk ekki
að fara til landsins og varð að
fara aftur um borð í flugvél sína
innan við klukkustund eftir að
hún lenti í Búkarest. Hundruð
stuðningsmanna konungsins,
sem er 72 ára, biðu hans á flug-
vellinum, veifuðu mynduin af
honum og kröfðust þess að hann
fengi dvalarleyfi í landinu.
Grunsamlegur dauðdagi sértrúarfólks
Lögregla leit-
ar leiðtogans
Lausanne, Genf, Montreal. Reuter.
LÖGREGLUYFIRVÖLD í Sviss gáfu í gær út handtökutilskipun á hendur
Lucs Jourets, leiðtoga sértrúarsafnaðarins Reglu sólmusterisins, og nánasta
samstarfsmanns hans vegna grunsamlegs dauðdaga 48 fylgismanna hans
í tveimur þorpum í Sviss. Fimm lík hafa einnig fundist í húsi Jourets í
Kanada. Lík hjóna og þriggja mánaða gamals sonar þeirra fundust þar í
fyrrakvöld og talið er að þau hafi verið myrt áður en kveikt var í húsinu.
Talsmaður lögreglunnar í
Lausanne í Sviss sagði að Jouret og
samstarfsmaður hans, Joseph di
Membro, væru á meðal þeirra sem
lögreglan leitaði vegna málsins. Lög-
reglan réðst einnig til inngöngu í
nokkur hús í Genf, þar sem söfnuð-
urinn var með 'nöfuðstöðvar, yfir-
heyrði nokkra menn sem tengdust
söfnuðinum og gerði skjöl upptæk.
Lögreglan sagði að fram hefðu
komið vísbendingar um fjármálamis-
ferli í tengslum við fjármuni frá
meðlimum safnaðarins.
Áður hafði svissneskur rannsókn-
ardómari sagt að enn væri óvíst
hvort Jouret og di Membro væru lífs
eða iiðnir. Fyrstu niðurstöður krufn-
inga bentu til þess að a.m.k. hluti
þeirra sem biðu bana í þorpunum
Salvan og Cheiry hefði fengið svefn-
lyf-
Jafnvel þótt um sjálfsmorð hafi ver-
ið að ræða hlýtur fólkið að hafa
verið knúið til þess með sefjun,"
sagði lögreglustjórinn í Salvan.
Kanadíska lögreglan sagði að
blóðugur hnífur hefði fundist nálægt
líkunum þremur sem fundust í húsi
Jouret í Kanada og talið er að fjöl-
skyldan hafi verið myrt. Áður hafði
lögreglan fundið lík hjóna og krufn-
ing leiddi í ljós að þau voru lifandi
áður en kveikt var í húsinu.
Ráðist til inngöngu
í skrifstofu Fininvest
Fjöldamorð?
„Hvað varðar kenninguna um
hópsjálfsmorð er ýmislegt sem renn-
ir stoðum undir hana en annað bend-
ir til til fjöldamorðs. Hvort tveggja
kemur til greina,“ sagði rannsóknar-
dómarinn Andre Pillar. Hann sagði
að fundist hefðu vísbendingar um
að fólkið hefði dáið sjálfviljugt.
Lögreglan í Salvan hafnaði hins
vegar kenningunni um hópsjálfs-
morð. „Það væri eðlilegra að tala
um fjöldamorð en hópsjálfsmorð.
Róm. Reuter.
FJÁRMÁLALÖGREGLAN á Ítalíu
réðst í gær til inngöngu í höfuðstöðv-
ar fjölmiðlaveldis Silvios Berlusconis
forsætisráðherra vegna rannsóknar
á meintum mútugreiðslum. Aðgerðin
er talin álitshnekkir. fyrir forsætis-
ráðherrann, sem samkvæmt nýrri
skoðanakönnun nýtur nú í fyrsta
sinn minni vinsælda en Gianfranco
Fini, sem hefur verið orðaður við
nýfasisma.
Heimildarmenn innan dómskerfis-
ins sögðu að lögreglan hefði leitað
að gögnum varðandi sjónvarpsstöð-
ina Teleplu, sem hefur verið í eigu
Fininvest, fyrirtækis Berlusconis.
Hlutabréf, ríkisskuldabréf og líran
lækkuðu í verði vegna vangaveltna
um yfirvofandi stjórnarkreppu í kjöl-
far lögregluaðgerðarinnar.
Grunur um mútugreiðslur
Lögreglan mun vera að rannsaka
meintar mútugreiðslur til lögreglu-
manna sem falið var að rannsaka
eignarhlut Fininvest í Teleplu.
Stjórn Berlusconis mótmælti á
fimmtudag ummælum Francescos
Saverios Borellis yfirsaksóknara þar
sem hann gaf til kynna að rannsókn-
ardómarar væru á góðri leið með
að sanna að forsætisráðherrann
væri sjálfur viðriðinn mútumálið.
Samkvæmt nýrri könnun hefur
stuðningurinn við Berlusconi minnk-
að til muna. 35% aðspurðra vildu
að Fini yrði forsætisráðherra en að-
eins 27% töldu að Berlusconi ætti
að gegna embættinu áfram.