Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Lífeyrissjóðslán eru misjafnlega hagstæð hjá lífeyrissjóðunum
Nær helmings munur
á kostnaði vegna lána
Hvað kostar' ■ llrl o —[»ö “PÍL V- »0 hpé ihj fN— »o I |100 J l\r— K» o° £\ \—luo
lífeyrissjóðslánið? , , Hámarkslán, Lifeynssjoour kr. Hámarks lánstími, ár Vextir áári Fjöldi afborgana áári Greiðslugjald fyrir hverja afborgun Lántökugjald og stimpilgjald Hlutf.afláni
L. Verkfræðingafélags íslands 2.601.000 35 3,5% 1-4 725 2,5%
L. starfsmanna Reykjavíkurb. 1.200.000 25 5,5% 1-2 0 1,5%
L. starfsmanna ríkisins 1.400.000 25 5,5% 2 0 1,5%
Lífeyrissj. verslunarmanna 1.300.000 15 6,0% 4 **0-150 2,5%
Lífeyrissjóður sjómanna 1.700.000 15 6,0% 2 *690 2,5%
L. Dagsbrúnar og Framsóknar 700.000 15 6,0% a.m.k. 2 ‘490-725 2,5%
Lífeyrissjóður Sóknar 500.000 10 6,0% 2 725 2,5%
Lífeyrissjóður lækna 2.000.000 15 6,0% 2 750 3,0%
Lífeyrissj. Hlífar og Framtíðar 1.000.000 20 7,0% 2 650 2,5%
Lífeyrissjóður bænda 1.100.000 15 8,1% 1 0 2,5%
kostnaður á ári
(árleg hlutfallstala
kostnaðar) miðað
við 500 þús. kr.
lán til 10 ára.*** i
5,98%
BBima
uuMm
..
7,28%
7,43%
‘Fer eftir banka þar sem afborganir enr greiddar. Hjá Ufeyrissjóði sjómanna lækkar greiðslugjaldið I kr. 490 fyrir áramót.
"Ef greitt er á skrifstofu eða á reikning i viðskiptabanka sjóðsins er ekkert greiðslugjald. Sé notaður greiðsluseðill er gjaldið 150 kr.~
"•Inn I kostnaðinn er reiknað þinglýsingargjald, 1.000 kr. af hverju láni.
ET, j
n
Peningamir nýtast
betur meðan fólk er
að koma þaki yfir höf-
uðið, segir Jón Halls-
son framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs Verk-
fræðingafélags Islands
í samtali við Brynju
Tomer, en samkvæmt
könnuninni eru lána-
kjör sjóðsins þau hag-
stæðustu sem völ er á.
TÍU lífeyrissjóðir voru í úr-
taki blaðsins í könnun á
lánakjörum. Nær helm-
ings munur er á árlegri
hlutfallstölu kostnaðar, en sú tala
segir hvað lánið kostar í raun á ári.
Hugbúnaðarfyrirtækið Menn og mýs
annaðist útreikninga á árlegri hlut-
fallstölu kostnaðar og í síðasta dálki
í meðfylgjandi töflu er miðað við 500
þúsund króna lán, sem tekið er til
10 ára og greitt af tvisvar á ári.
Hjá Lífeyrissjóði Verkfræðinga-
félags íslands eru veitt hæstu lán
með lægstu vöxtum í lengstan tíma.
í Morgunblaðinu sl. fimmtudag kom
fram að raunávöxtun hjá Lífeyris-
sjóði Verkfræðingafélagsins var
4,59% á síðasta ári, mun minni en
hjá mörgum öðrum sjóðum. Jón
Hallsson framkvæmdastjóri sjóðsins
segir að litið sé á lífeyrissjóðslán sem
einskonar fyrirframgreiddan lífeyri.
Lífeyrissjóður Verk-
fræðinga-
félags íslands
Til að öðlast rétt til hámarksláns
hjá Lífeyrissjóði Verkfræðingafé-
lagsins þarf að hafa greitt iðgjöld í
3 ár. Þeir sem hætta iðgjaldagreiðsl-
um í sjóðinn geta samt haldið láni,
sem þá bera 7% vexti.
Hefur þú kynnt
þér
Lífeyris sjóðinn
Einingu? f
Hringdu í síma 689080
og fáðu upplýsingar
KAUPÞING HF.
- löggilt verðbréfafyrirtæki -
„Þeir sem hafa iokið 90 eininga
námi frá háskóla geta greitt í sjóðinn
og er hann því ekki bundinn við verk-
fræðinga," segir Jón. Helstu rök með
hagstæðum lánakjörum á kostnað
raunávöxtunar segir Jón vera þau
að peningarnir nýtist betur meðan
fólk er að koma þaki yfír höfuðið.
„Þeir sem fá fullan ellilífeyri þurfa
að greiða 42% tekjuskatt af honum.
Með tilliti til greiðslna frá Trygginga-
stofnun og uppbótar er skattlagning
á ellilífeyri einstaklings 78%. Inni-
stæður í banka og arður af hlutabréf-
um rýra ekki lífeyrisgreiðslur frá
Tryggingastofnun og er ekki sér-
staklega skattlagður." Árleg hlut-
fallstala kostnaðar miðað við há-
markslán sjóðsins og hámarksláns-
tíma er 3,76%.
Lífeyrissjóður sjómanna
Hjá Lífeyrissjóði sjómanna feng-
ust þær upplýsingar að til að fá há-
markslán, 1.700 þúsund kr., þyrfti
að hafa greitt iðgjöld fyrir 4.000
daga sem samsvara um 11 árum.
Til að fá 700 þúsund króna lán næg-
ir að hafa greitt í lífeyrissjóð fyrir
700 daga vinnu, sem nemur 2‘/2-3
árum. Árleg hlutfallstala kostnaðar
miðað við hámarkslán og hámarksl-
ánstíma er 6,66%.
Lífeyrissjóður Sóknar
Til að öðlast lánsrétt í lífeyrissjóði
Sóknar þarf að hafa greitt í lífeyris-
sjóð í þijú ár og hafa a.m.k. 1,2 stig.
Er þá hægt að fá 125 þúsund kr.
að láni, en til að fá hámarkslán, 500
þúsund kr., þarf að hafa safnað 7
stigum, sem er hægt að ná með fullri
vinnu í 5 ár. Arleg hlutfallstala
kostnaðar miðað við hámarkslán og
hámarkslánstíma er 7,28%.
Lífeyrissjóður starfsmanna
Reykjavíkur og ríkisins
Þeir hafa lánsrétt í Lífeyrissjóði
starfsmanna Reykjavíkur sem hafa
greitt iðgjöld í þennan sjóð, Lífeyr-
issjóð starfsmanna ríkisins eða Líf-
eyrissjóð hjúkrunarkvenna fyrir 2'/2
ára vinnu og er þá miðað við fullt
starf. Árleg hlutfallstala kostnaðar
miðað við hámarkslán og hámarks-
lánstíma er 5,69%. Hjá Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins er sömuleiðis
miðað við iðgjöld fyrir 2*/> ára fulla
vinnu til að fá 1.400 þúsund kr. lán.
Árleg hlutfallstala kostnaðar miðað
við hámarkslán og hámarkslánstíma
er 5,77%.
Lífeyrissjóður bænda
Sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði bænda
þurfa að greiða í þennan sjóð eða
annan í 2 ár og hafa náð 3 stigum
til að fá 800 þúsund kr. lán. Rétt til
hámarksláns, 1.100 þús. kr., hafa
þeir sem greitt hafa hámarksiðgjald
í 14 ár, eða náð hafa 21 stigi. Arleg
hlutfallstala kostnaðar miðað við
hámarkslán og hámarkslánstíma er
8,69%.
Lífeyrissjóður Dagsbrúnar
og Framsóknar
Hjá Lífeyrissjóði Dagsbrúnar og
Framsóknar fengust þær upplýs-
ingar að hægt væri að fá 200 þús-
und króna lán ef viðkomandi hefur
greitt iðgjöld í 3 ár og náð einu stigi.
Til að fá hámarkslán, 700 þúsund
kr. þarf hins vegar að hafa 3‘/2 stig
og hafa greitt í lífeyrissjóð í fjögur
ár, þar af í síðustu 6 mánuði af 12
í þennan. Árleg hlutfallstala kostnað-
ar miðað við hámarkslán og há-
markslánstíma er 6;82%-6,94% eftir
því hvort greitt er í Islandsbanka eða
Landsbanka íslands.
Lífeyrissjóður Hlífar
og Framtíðar
Eftir sjö ára greiðslu í lífeyrissjóði
og 7 stig öðlast félagar Lífeyrissjóðs
Hlífar og Framtíðar rétt til 1.000.000
króna láns. Gerð er krafa um að
greitt hafi verið í þennan sjóð í síð-
ustu sex mánuði af 12. Árleg hlut-
fallstala kostnaðar miðað við há-
markslán og hámarkslánstíma er
7,75%.
Lífeyrissjóður
verslunarmanna
Til að eiga kost á hámarksláni hjá
Lífeyrissjóði verslunarmanna þarf að
hafa greitt í lífeyrissjóð í þijú ár
miðað við fullt starf. Þar af er gerð
krafa um að greitt hafi verið í þenn-
an sjóð í sex mánuði. Hægt er að
halda Iáninu þótt hætt sé að greiða
iðgjöld. Árleg hlutfallstala kostnaðar
miðað við hámarkslán í hámarksláns-
tíma er 6,62% ef afborganir eru
greiddar á skrifstofu eða á reikning
í viðskiptabanka sjóðsins. Kostnaður
er hins vegar 6,7% ef greitt er með
greiðsluseðli í öðrum banka.
Lífeyrissjóður lækna
Hjá Lífeyrissjóði lækna fengust
þær upplýsingar að greiða þyrfti ið-
gjöld í þrjú ár til að fá hámarkslán,
sem er 2.000.000 krónur. Árleg hlut-
fallstala kostnaðar miðað við há-
markslán og hámarkslánstíma er
6,78%.
Bónus
lækkar
geislaspil-
arana
BÓNUS lækkaði í gær Philips
geislaspilara um 1.200 krónur.
Um er að ræða geislaspilara
sem einnig fást hjá Heimilis-
tækjum. Á fimmtudag voru
geislaspilararnir hjá Bónus á
14.700 krónur en hjá Heimilis-
tækjum á 14.900. Hjá Heimil-
istækjum hafa umræddir
geislaspilarar verið að lækka
að undanförnu og að sögn
Rafns Johnson framkvæmda-
stjóra er ástæðan sú að ný
tegund mun brátt taka við af
þessari.
í gær lækkuðu hinsvegar
forsvarsmenn í Bónus geisla-
spilara sína úr 14.700 í 13.500
krónur.
Ekki var búið að taka af-
stöðu til þess hjá Heimilistækj-
um hvort um frekari lækkun
yrði að ræða á umræddum
geislaspilurum.
Rafn sagði fyrirtækið ekki
vera í verðstríði við Bónus en
benti á að mjög hörð sam-
keppni undanfarin ár hefði
leitt til mikillar lækkunar á
rafmagnstækjum og tók sem
dæmi að 28 tommu sjónvarps-
tæki sem voru fyrir nokkru á
um hundrað þúsund eru nú
fáanleg á innan við sextíu
þúsund.
Bakaðar
kartcflur
með fyllingu
í Hagkaup
Farið er að selja bakaðar kart-
öflur með fýllingu í sælkera-
borði Hagkaups í Kringlunni.
Um er að ræða kartöflurétti
frá fyrirtækinu Jakkar og
brauð sem er í Skeifunni. Hver
fyllt kartafla er heil máltíð og
er í Hagkaup hægt að fá
nokkrar heitar tegundir og
tvær kaldar. Bökuð kartafla
með fyllingu kostar í Hagkaup
369 krónur.
Morgunblaðið/Júlíus
Nýjar
bleiur
FYRIR tveimur vikum hóf
Bónus innflutning á banda-
rískum bleium, svokölluðum
Drypers bleium. Pakkinn kost-
ar 1.299 krónur og eru í pökk-
unum 80 og 60 bleiur eftir
stærð.
Flísfatnaður frá
Árskógsströnd 1
Kolaportinu
Á Árskógsströnd eru þijár kon-
ur sem hafa undanfarið ár starf-
rækt saumastofu í tilrauna-
skyni. Það eru þær Hildur Mar-
ínósdóttir, Bryndís Friðriksdótt-
ir o g Lilja Stefánsdóttir. Sauma-
stofan er til húsa á efri hæð
fiskverkunarhúss sem þau hjón-
in Hildur og Gylfi eiga.
Saumakonumar fengu styrk
úr Atvinnutryggingasjóði sem
samsvarar hálfum atvinnuleys-
isbótum í nokkra mánuði. Starf-
semin hefur gengið vel þetta
tæpa ár og draumurinn er að
saumatofan geti útvegað fáein
störf í framtíðinni. Á næstunni
er ráðgert að sofna hlutafélag
um reksturinn.
Fatnaðurinn sem þær sauma
er svokallaður flísfatnaður sem
er úr 100% pólíester, mjög
hlýr,iéttur og mjúkur klæðnaður
fyrir alla fjölskylduna og er tal-
inn sérstaklega hentugur til úti-
vistar. Saumastofan hefur líka
tekið að sér að sauma fyrir hópa
og íþróttafélög. T.d. keypti
skíðafélag á Siglufirði galla á
skíðahópinn sem fór frá þeim á
Andrésar Andar leikana í fyrra.
Um helgina ætla saumkon-
urnar að kynna höfuðborgarbú-
um flísfatnaðinn í Koiaportinu.
I
«
«
c
t
€
'.
I
€
-
«