Morgunblaðið - 08.10.1994, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Sagan heimtar sitt
ÞAÐ VAR með full-
um líkindum, að gamlir
karlar hrykkju við,
þegar sögð var í Morg-
unblaðinu 4. september
saga af Bjamareyja-
sókn okkar íslendinga
um tíðina og hvorki
nefndur Þórarinn 01-
geirsson né Bjarni Ingi-
marsson.
Þegar blaðamaður
Morgunblaðsins
hringdi til mín, og
spurði hvaða íslending-
ar hefðu orðið fyrstir
til að veiða við Bjarna-
reyjar, svaraði ég að bragði:
— Guðmundur Markússon á
Hannesi ráðherra og Sigurjón Ein-
arsson á Garðari haustið 1930.
Ég tók þetta í fljótræði svo, að
blaðið ætlaði að taka saman eitt-
hvað úr skýrslum, og þessa för
Garðars og Ráðherrans eigum við
fyrsta í skýrslum. En það er til
önnur saga og meiri en þessi eini
túr ofannefndra skipa 1930.
Bjarnareyjaveiðar Þórarins
frá ársbyijun 1930
Þórarinn Olgeirsson þarf ekki að
kynna fyrir þeim, sem eitthvað vita
í fiskveiðisögu okkar íslendinga.
Hann fór sínar eigin götur, og ekki
allar bókar sá afreksmaður.
Við grípum þar niður í sögu hans,
að Þórarinn (Belgaums-félagið)
hefur látið byggja sér togarann
Venus, 400 tonna, og kemur á hon-
um nýjum í desemberlok 1929 til
Hafnarfjarðar, og þaðan var togar-
inn síðan gerður út.
Um þetta leyti, eða um 1928,
höfðu Englendingar hafíð sókn á
Bjarnareyjarmið. Þórarinn vissi
náttúrlega allt um
þessa sókn Englend-
inga, búinn að vera
skipstjóri á enskum
togara, og búsettur úti
í Englandi allt frá
1915, kvæntur enskri
konu, dóttur eins af
mestu aflamönnunum
í Grimsby.
Þótt svo héti, að
Venus væri gerður út
frá Hafnarfirði, og
skipshöfnin væri ís-
lenzk, hafði Þórarinn
ágætar aðstæður til að
fara túra frá Grimsby
án viðkomu á ísland, ef honum
bauð svo við að horfa. Hann hafði
ekki miklar áhyggjur af því, hann
Þórarinn, þótt karlamir hans kæm-
ust ekki heim til kvenna sinna eða
útgerðarmenn fengju ekki viskíið
sitt.
Það var ekki fyrr en söluverð-
mætistölumar lágu fyrir hjá Fiski-
féiaginu, að mönnum varð ljóst, að
eitthvað væri undarlegt um fiskiríið
á Venusi, og Þórarinn myndi hafa
brugðið sér á önnur mið en íslands-
mið, sem aðrir íslenzkir togarar
stunduðu eingöngu. ísfiskssala Þór-
arins 1930 nam 12.150 sterlings-
pundum en næstu skipa 8.700 stpd.
Hið sama gerðist svo 1931, að Þór-
arinn var með söluverðmæti rétt
um 16 þús. stpd., en næsta skip
með 11.700 stpd.
í sögu sinni segir Þórarinn ekki
annað um sókn sína á Venusi
1930-34 en að hann hafi farið þau
ár „nokkmm sinnum til Bjama-
reyja“.
Bjarnareyjarsóknin hefur gefið
Þórarni tækifæri til lengra úthaids
á ísfisksveiðum bæði vor- og síð-
Væri ekki ráð að koma
sókn nýsköpunartogar-
anna í söguform, spyr
Ásgeir Jakobsson, svo
mönnum skiljist, hversu
lengi og mikið við höf-
um stundað Bjamar-
eyjasvæðið.
sumars en hinum íslenzku togurun-
um. Hann byijaði jafnan síðastur
og hætti jafnan fyrstur saltfisks-
veiðunum og fór ekki á síld.
Þórarinn segir heldur ekki annað
um sókn sína á King Sol, stærsta
togara Englendinga, sem hann varð
skipstjóri á 1936, en að hann hafi
verið í hópi fyrstu Englendinga til
að sækja á Svalbarðsmið. Þá segist
hann einnig hafa sótt í Hvítahafið.
Á King Sol voru jafnan með Þór-
ami nokkrir íslendingar og sumir
verið með honum allt frá byijun
1912 og til þess að Þórarinn hætti
skipstjórn 1939.
Veiðar Bjarna á Júpiter
1945 og 1946
Þá er það hann Bjami Ingimars-
son, og í leiðinni Þorsteinn Eyjólfs-
son.
Það var enginn smávöllur á hon-
um Bjama á Júpiter gamla við
Bjamareyjar 1945 og 1946. Hann
fór 3 túra 1945 á Bjarnareyjar og
var aldrei iengur en fjóra daga að
fylla skipið; allur fiskur hausaður
og slægður til að koma sem mestu
fyrir í skipinu, og kolum mokað
uppúr koialestinni, þégar séð varð,
Ásgeir Jakobsson
að ekki þurfti á þeim að halda við
veiðamar.
Bjami seldi í Grimsby 4.200-
4.300 kits í túr, af „hausuðum og
slægðum" fiski, og jafngildir það
430 tonnum af físki uppúr sjó. Þeir
gátu fiskað í þessa daga, þótt opn-
unin á trollinu væri ekki á borð við
fótboltavöll.
Árið 1946 fór Bjami á Júpiter
aftur til veiðanna við Bjamareyjar,
og þá einnig Þorsteinn Eyjólfsson
á togaranum Venusi. Hann var
engin fiskifæla, hann Þorsteinn
Eyjólfsson. Tveimur ámm síðar,
1948, setti hann aflamet á nýsköp-
unartogaranum Marzinum, þegar
hann landaði í Bremerhaven 380
tonnum af hausuðum og slægðum
físki, en það jafngildir 600 tonnum
uppúr sjó. Þennan físk fékk Þor-
steinn á 5‘/2 sólarhring.
Þorsteinn fór 4 túra til Bjarnar-
eyja 1946 og var með yfir 4 þús.
kits í hveijum túr. Bjarni fór 5
Bjamareyjar-túra 1946 og afli hinn
sami og fyrra árið, 4.000-4.300
kits í túr. Þeir Bjarni og Þorsteinn
fýlltu jáfnan báðir skip sín á 4-5
dögum.
1 kit (10 stones kit) samsvarar
63,5 kg — og 63 kg af hausuðum
og slægðum físki jafngildir 100 kg
upp úr sjó. Það virðist svo í Morgun-
blaðs-samantektinni 4. september,
að aflinn við Bjamareyjar 1946 sé
ekki umreiknaður í fisk uppúr sjó,
því að hann er sagður 2.800 tonn.
Það er hins vegar helzt að sjá að
afli þessara tveggja skipa við
Bjarnareyjar 1946 hafi verið um 4
þús. tonn uþpúr sjó.
í yfirlitssöguformi blasir betur
við sókn okkar um tíðina á Bjarnar-
eyjar. Væri ekki ráð að koma sókn
nýsköpunartogaranna í söguform og
þannig skiljist mönnum bezt, hversu
lengi og mikið við höfum stundað
Bjarnareyjasvæðið? Ein heildar afla-
tala sýnir ekki alla sóknina.
Höfundur er rithöfundur.
Samfundur
fermingar-
barna
í Stóra-
Núpskirkju
ÞAÐ ER í annað skiptið sem nú
er boðið til sérstaks samfundar ferm-
ingarbarna Stóra-Núpsprestakalls,
annan sunnudag í október í ár, eins
konar dag endurnýjunar játningar
og einnig til að huga sérstaklega að
því sem játað var á fermingardegin-
um. Þessi stund sem kallað er til er
og tækifæri til að koma saman til
samfundar og samfélags Guðs og
manns.
Fermingarundirbúningur . hefst
þann sama dag í prestakallinu. Ferm-
ingarbörn er fermast í Ólafsvalla-
kirkju og Stóra-Núpskirkju árið
1995 taka á móti Biblíum sem söfn-
uðirnir gefa þeim.
Ég vil því sérstaklega hvetja ferm-
ingarbörn liðinna ára til að fjölmenna
og taka einhvern með sér til kirkj-
unnar til að eiga uppbyggjandi stund
við borð Drottins. Hún hefst kl. 14.
Á næsta ári verður samfundur í
Ólafsvallarkirkju á Skeiðum.
Stóra-Núpskirkja er um 100 km
frá Reykjavík, eilítið austar en fé-
lagsheimilið Ámes. Kirkjuhúsið þykir
fallegt og um margt sérstakt. Það
er vandað hús, fyllt af táknmáli. Hér
er því kjörinn sunnudagsbíltúr fyrir
þá sem utan sóknanna búa og vilja
hugsa sérstaklega að játningu sinni.
Séra Axel Árnason sóknar-
prestnr í Stóra-Núpsprestakalli.
Vetrarstarf
Langholtskirkju
LANGHOLTSKIRKJA
NÚ ER vetrarstarfíð hafíð í Lang-
holtskirkju og hér fyrir neðan verður
leitast við að veita grunnupplýsingar
um starfíð.
Helgihald og bænastundir
Messun Messan er brennipunktur
safnaðarlífsins. Messur eru alla
sunnudaga kl. 11.00. Fyrsta sunnu-
dag í mánuði er fjölskylduguðsþjón-
usta, síðasta sunnudag í mánuði er
hámessa með altarisgöngu.
Aftansöngur: Aftansöngur (vesp-
er) er sunginn alla virka daga kl.
18.00. Aftansöngur er tækifæri til
hvíldar og íhugunar eftir eril dags-
ins. Aftansöngurinn er bænastund
þar sem er sungið gregórskt tón og
lesnir ritningarlestrar. Á eftir er
molakaffí í safnaðarheimilinu.
Kyrrðarbæn: Á þriðjudögum kl.
17:00 er kyrrðarbæn (kristin íhugun)
í kirkjúnni. Kyrrðarbæn er hljóðlátt
samtal við Guð. Kyrrðarbæn fer
þannig fram að þátttakendur signa
sig, það er lesið er upp úr Biblíunni
og síðan er þögnin kynnt. Þá er set-
ið saman í þögn í 30 mínútur. Að
endingu er stutt bæn.
Barna og æskulýðsstarf
Sunnudagaskólinn: Sunnudaga-
skólinn er ki. 11.00. í sunnudagaskó-
lanum er stuðst við efnið „Litlir læri-
sveinar" og þar eru sagðar sögur,
sungið, leikið og skemmtilegir gestir
koma í heimsókn.
Barnapössun á messutíma: Boðið
verður upp á pössun fyrir yngstu
bömin á messutíma í samstarfi við
skátafélagið Skjöldunga.
Níu til tólf ára starf stúlkna: í
vetur verður þetta starf í höndum
KFUK. Hópurinn hittist á mánudög-
um kl. 17.00 í húsi KFUK við Holta-
veg. í vetur verður settur á svið söng-
leikur byggður á sög-
unni um Jónas í hvaln-
um í Gamla testament-
inu.
Níu til tólf ára starf
stráka: í vetur verður
þetta starf í höndum
KFUM. Hópurinn hittist
á miðyikudögum kl.
18.00. í starfinu verða
stundaðar íþróttir, sagð-
ar sögur, sungið, lesnar
hugleiðingar o.fl. Þá
verður farið í áhuga,-
verðar heimsóknir og
góðir gestir Iíta inn.
Fermingarfræðsla: Fermingar-
fræðslan er á mánudögum og mið-
vikudögum kl. 16.00. Leitast er við
að vekja áhuga barnanná á kristinni
trú og fjallað um tengsl trúarinnar
við samfélagið. Sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson annast fræðsluna.
Æskulýðsfélag: Unglingastarf
kirkjunhar verður unnið í nánu sam-
starfí við félagsmiðstöðina Þrótt-
heima og skátafélagið Skjöldunga. í
október fer fram kynning á starfínu
og í nóvember verða æskulýðsfundir
í safnaðarheimilinu kl. 20.00. Um
er að ræða námskeið þar sem fjallað
verður um sjálfsmynd unglinga, sið-
ferðilega ábyrgð ofl. Þá mun Æsku-
lýðsfélagið annast kertasöiu fyrir
Hjálparstofnun kirkjunnar á aðvent-
unni. Hápunktur starfsins verður
jazz-messa í Langholtskirkju 18. des-
ember.
Barna- og unglingastarf kirkjunn-
ar er unnið í samstarfi við skóla og
dagvistarstofnair í sókninni.
Starf fyrir fólk á öllum aldri
Ungbarnamorgnar: I samstarfí við
Ungbamaeftirlitið verða Ungbama-
morgnar á mánudögum kl. 10.00-
Bama- og unglingastarf
Langholtskirkju er unn-
ið, segir Haukur Ingi
Jónasson, í samstarfí
við skóla og dagvistar-
stofnanir í sókninni.
12.00. I starfinu er miðað að því að
skapa vettvang fyrir heimavinnandi
foreldra með ungbörn til að hittast
og kynnast. Annan hvern mánudag
verða fræðsluerindi um bijóstagjöf,
uppeldismál og trúariíf ungbarna ofl.
Mömmumorgnar: Mömmumorgn-
ar em á miðvikudögum kl. 10.00-
12.00. í starfínu hittast mæður úr
hverfínu og ræða allt milli himins
og jarðar. Oðru hveiju er boðið upp
á erindi og námskeið. Sögustund í
samstarfí við Sólheimasafn er fyrir
börn á sama tíma.
Dagmæðramorgnar: Dagmæðra-
morgnar eru síðasta föstudag í mán-
uði kl. 10.00-12.00. Þetta er vett-
vangur fyrir dagmæður í sókninni
til að hittast og hlúa í sameiningu
að mikilvægu starfi sínu.
Biblíuleshringur: Biblian er nægt-
arbrunnur og fróðleg lesning. Á
þriðjudögum kl. 18.30 gefst áhuga-
sömu fólki kostur á að lesa í hópi
valda kafla úr Biblíunni undir leið-
sögn.
Guðfræðinámskeið: Á mánudög-
um og fímmtudögum kl. 14.30-
16.00 er námskeið í samvinnu við
Menntaskólann við Sund þar sem
fjallað er um valin stef guðfræðinn-
ar. Kennsluna annast Haukur Ingi
Jónasson. Námskeiðið er öllum opið.
f prófum er boðið upp á lesaðstöðu
i safnaðarheimilinu fyrir menntskæl-
inga.
Kvenfélagið: Kvenfélag Lang-
holtssóknar heldur fundi sína fyrsta
þriðjudagskvöld í mánuði kl. 20.30.
Kirkjustarf aldraðra
Kirkjustarf aldraðra: Á miðviku-
dögum kl. 13.00-17.00 er opið hús
fyrir aldraða í sókninni. Á þessum
samverum er boðið upp á dagblaða-
lestur, spilamennsku, kaffiveitingar,
ritningarlestur og bæn.
Vinafundir: Vinafundir eru á
fímmtudögum kl. 14.00-16.00. Þar
er farið í mjög áhugavert námsefnið
sem unnið var að beiðni Ellimálaráðs
Reykjavíkurprófastdæma.
Öldrunarþjónusta: Að auki býður
kirkjan öldruðum í sókninni upp á
fót- og hársnyrtingu og heimsóknar-
þjónustu þeim sem þess óska. Óskum
um húsvitjanir má koma til sóknar-
prests.
Tónlistarstarf
Kór Langholtskirkju: Kór Lang-
holtskirkju er einn af þekktari kórum
landsins. Kórinn syngur við messur
og heldur einnig margvíslega tón-
leika. Jólasöngvar kórsins eru á að-
ventu og á vordögum mun kórinn
flytja Jóhannesarpassíu J.S. Bach.
Stjórnandi er Jón Stefánsson.
Kórskóli Langholtskirkju: í kór-
skólanum er leitast við að ala böm
frá átta ára aldri upp í að syngja í
kórum. Kennsla fer fram á þriðjudög-
um og fimmtudögum kl. 17.00-
19.00. Um kennsluna sjá Signý Sæ-
mundsdóttir, Helga Björg Svansdótt-
ir og Jón Stefánsson.
Kór kórskóla Langholtskirkju:
Bamakór er starfræktur í tengslum
við kórskólann. Kórinn heldur tón-
leika og syngur við helgihald í kirkj-
unni. Stjórnandi er Jón Stefánsson.
Annað starf í kirkjunni
Mannréttindahópur: Annað hvert
sunnudagskvöld kl. 20.30 hittist
mannréttindahópur Langholtskirkju.
Hópurinn er Amnesty-hópur en að
auki eru lesnar valdar greinar um
pólítíska siðfræði og mannréttinda-
mál.
Námskeið - máltíðin: Á haust-
misseri á þriðjudögum kl. 19.00-
23.00 mun Langholtskirkja í sam-
starfí við félagið Augnablik standa
fyrir námskeiði. Þema námskeiðsins
er máltíðin.
Fjölskylduvernd: Fjölskylduvernd
er hópur sem hittist á þriðjudögum
kl. 20.30 og hefur á stefnuskrá sinni
að hlúa að fjölskyldunni sem grun-
neiningu í samfélaginu og vekja at-
hygli á óréttmætri íhlutun stjórn-
valda í málefnum fjölskyldunnar.
Áfengismál: Hjáguðinn Bakkus
tekur sinn toll. Til að hamla gegn
ítökum hans em AA-fundir, Al-Anon
fundir og Al-Ateen fundir í safnaðar-
heimili kirkjunnar.
Sóknarprestur
Starfandi sóknarprestur í vetur er
sr. Sigurður Haukur Guðjónsson.
Sóknarprestur sinnir öllu því sem
lýtur að prestþjónsutu og er með
viðtalstíma á þriðjudögum, miðviku-
dögum og föstudögum kl. 10.00-
12.00.
Lokaorð
Allar nánari upplýsingar má fá í
kirkjunni kl. 10.00-12.00 og 14.00-
16.00 á virkum dögum. Næstu daga
verður Grallari - handbók Lang-
holtssafnaðar, sendur til allra heimila
í sókninni. Þar er að finna nánari
upplýsingar um starfið. Af ofansögðu
má sjá að safnaðarlíf í Langholtsöfn-
uði er í blóma og þar ættu allir að
geta fundið kirkjulegt starf við sitt
hæfí. Langholtskirkja er lifandi
kirkja!
Höfundur er starfsmaður
Langholtskirkju.