Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Kæri pennavinur. Af hveiju viltu Það stuðlar að Hvernig hefurðu það? Þegar þau
skrifa einhverjum í auknum skilningi sjá svona skrift, þá langar þau til
öðru landi sem þú milli menningar- að ráðast á okkur.
þekkir ekki einu svæða.
sinni?
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 691100 • Símbréf 691329
Þakkir til Guðrún-
ar Helgadóttur
Frá Sveini Ólafssyni:
UNDANFARNAR vikur hefur frú
Guðrún Helgadóttir skáldkona lesið
laust fyrir klukkan 10 á morgnana
í Ríkisútvarpinu á Rás
1, tvær bamasögur, sem
ég og kona mín höfum
hlustað á með mikilli
athygli, og lagt allt kapp
á að missa aldrei af —
jafnvel þó annað væri í
boði. — Síðari sögunni,
sem nefnist „Sænginni
yfir minni“, lauk nú á
þessum morgni. Fyrri
sagan hét að mig minnir
„Sitjum saman öll í
hring". Sögumar fjalla
báðar um sömu ijöl-
skylduna.
Ég get ekki stillt mig
um að biðja Morgun-
blaðið að færa frú Guð-
rúnu alúðarþakkir, bæði
fyrir einstaklega falleg-
ar sögur, og þá ekki síð-
ur fyrir alveg sérlega
skemmtilegan upplestur, sem var svo
til fyrirmyndar, að aðrir mættu
gjama taka mið af f almennu málf-
ari og flutningi einmitt í Ríkisútvarp-
inu og víðar.
Fallega skrifaðar sögur
Ég vil bæta því við, að þessar
sögur em sérlega fallega skrifaðar
og orðaval og frásagnarmáti svo að
af ber og til fyrirmyndar er nú, á
tímum oft óvandaðs málfars og fram-
burðar. — Persónurnar em ljóslifandi
og lýsingarnar einstaklega vel gerðar
og raunvemlegar. Maður sér fyrir
sér eins og spegilmynd af þjóðlífinu
í gegnum samlíf fólksins í íslenzku
sjávarþorpi og í svo raunverulegum
búningi, að líkt er eins og maður
væri að horfa á lifandi myndasýn-
ingu. Samband náins samlífs þriggja
kynslóða — upp á gamla mátann f
þjóðlegum anda — kemur þarna sér-
lega fallega og skemmtilega fram,
og gefur sögunum þannig þjóðlegt
gildi, því þessir hlutir hafa mikið
breyzt til hins lakara og slíkt samlíf
að miklu horfið á síðari áratugum.
Jákvæð
uppeldisáhrif
Þá eru uppeldisáhrif-
in og hugsunarháttur-
inn, sem þessar sögur
flytja, svo jákvæð og
raunhæf, að af ber. Um
leið era lýsingar
skemmtilega krassandi
og gjörsamlega lausar
við alla vellu, en barns-
leg einlægni og gott
siðferði og raunhæf líf-
sviðhorf skína fram úr
persónunum, um leið
og sjá má líka sorgar-
leiki misheppnaðs líf-
emis og bresta. Ekki
sízt tekst skáldkonunni
vel upp við að lýsa ein-
lægni og hugsunum
bamanna. Og eftir-
minnilegur var endirinn á sögunni
núna, þar sem litla „Abba hin“ lætur
sömu orð falla og hún hefur oft gert
áður í sögunum, eitthvað f þessa
átt: „Þið sjáið bara, að það er alveg
satt, að það borgar sig að vera góð-
ur.“
Kærar þakkir til frú Guðrúnar
fyrir þessar ánægjulegu stundir, og
um leið þakkir til Ríkisútvarpsins
fyrir val á svo góðu efni í þennan
þátt. — Mætti meira í þessum sama
jákvæða og uppbyggilega dúr fá að
heyrast „á vængjum ljósvakans"
áfram. Það er ungu kynslóðinni og
þjóðinni allri til góðs, að fá svona
myndir til að bera saman við það líf,
sem er lifað í dag, og þá um leið að
geta á grundvelli þess skoðað og
metið verðgildi hlutanna í lífinu í
slíku ljósi.
SVEINN ÓLAFSSON,
Furugrund 70, Kópavogi.
BRÉFRITARI vill
þakka Guðrúnu Helga-
dóttur fyrir upplestur
úr barnabókum sínum.
Um gjafmildi
Islendinga
Frá Jóni Ögmundi Þormóðssyni:
MUNAR þig og vinnufélaga þína
um að gefa 300 kr. konu sem fyrir
nokkru var sem oftar stödd erlendis
en átti einungis andvirði 700 kr. í
reiðufé? Flestir munu svara spurn-
ingunni neitandi enda em íslending-
ar gjafmild þjóð sem lætur fé en
ekki afsakanir af hendi rakna í slíku
tilviki. Hins vegar koma fæstir því,
í verk að fara út í banka og spyija
um númer á bankareikningi Sophiu
Hansen og fylla þar út sérstakan
greiðsluseðil. Af þessum ástæðum
var meðal starfsliðs iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytanna hugað að ein-
faldari leið og árangurinn varð söfn-
unarlisti sem vonandi verður notaður
sem fyrirmynd á sem flestum vinnu-
stöðum til styrktar Sophiu Hansen
og öðrum góðum málefnum.
Efst á blaðinu stóð „í ... mánuði
1994“. Síðan kom fyrirsögnin:
Framlög til styrktar Sophiu Hansen
og þar næst undirfyrirsögnin:
(„Margt smátt gerir eitt stórt“.)
Textinn hljóðaði:
„Við undirrituð, starfsmenn ...,
leggjum hér með fram 300 kr. hver
til styrktar Sophiu Hansen.
Féð verður lagt inn á söfnunar-
reikning Sophiu Hansen nr. 5402 í
Miklubrautarútibúi Landsbanka ís-
lands (0119-26).
Listi þessi um árangur söfnunar-
innar, ásamt kvittun fyrir innborg-
un, verður hengdur upp í...
Ábyrgð á skilum ber ...
I iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt-
inunum lögðu sex af hveijum tíu
fram fé en ekki náðist til allmargra
meðan söfnunin fór fram. Vonandi
næst ekki síðri árangur á sem flest-
um öðmm vinnustöðum. Listinn hef-
ur þegar verið látinn ganga til fjár-
málaráðuneytisins þar sem söfnun
fer nú fram og verður látinn ganga
víðar.
Fyrir nokkmm áratugum spurði
maður nokkur: „Hvað varðar mig
um þjóðarhag?" Vonandi hugsa sem
fæstir nú: „Hvað varðar mig um
hennar hag?“
JÓN ÖGMUNDUR ÞORMÓÐSSON,
Laugarásvegi 29, Reykjavík.