Morgunblaðið - 08.10.1994, Qupperneq 52
3»EJS# M
NETBÚNAÐUR 7
EINAR J. SKÚLASON HF
SÍMI*691100, SMBtáF69mi!tóSTttóLF3olo / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Roskinn maður slapp ómeiddur er öflug1 gassprenging olli miklu tjóni í húsi á Siglufirði í gær
Aldrei verið uppnæm-
ur fyrir smámunum
ÖFLUG gassprenging sem varð í húsinu við Þormóðsgötu 21 á Siglufirði
á tólfta tímanum í gær olli miklu tjóni. Húsið er nýuppgert. Viðbygging
sprakk frá húsinu og er hún afar illa útleikin, allt sprungið sem sprungið
gat. Þar er anddyri, stigauppgangur og geymslur. Páll Pálsson, 75 ára
gamall fyrrverandi skipstjóri, býr einn í húsinu og var hann nýkominn
heim úr verslunarferð þegar sprengingin varð. Hann sakaði ekki en
„læknirinn vildi endilega drífa mig í smáskoðun eftir þetta,“ sagði hann
við Morgunblaðið síðdegis í gær en þá var hann að skoða verksummerki
í húsi sínu sem bæði var án hita og rafmagns eftir sprenginguna.
Fær að vera á
fæðingardeildinni
Leki virðist hafa komið að kós-
angaskút sem Páll átti og hafði í
geymslu á jarðhæð hússins, í við-
byggingunni. „Ég var hér inni í búr-
inu að setja inn í ísskápinn þegar
þessi ógurlega sprenging varð,“
sagði Páll sem skömmu áður hafði
komið heim og gengið um inngang-
inn skammt þar frá sem sprengingin
varð en hann býr á efri hæð húss-
ins. A neðri hæðinni er íbúð sem
sonur hans á. „Ég má ekkert hreyfa
hér við neinu fyrir en þeir koma frá
tryggingunum," sagði hann, „en ég
fæ að vera hjá henni Gunnu Siggu
minni uppi á fæðingardeild," var
svarið þegar hann var spurður hvað
um hann yrði eftir sprenginguna en
þar bjóst hann við að hafa næturstað
fram yfir helgi.
íbúðin á neðri hæðinni slapp án
teljandi skemmda en sömu sögu er
ekki að segja um íbúð Páls á efri
hæðinni þar sem allt er á tjá og
tundri. Sýnu verst úti varð þó við-
byggingin enda var gaskúturinn
geymdur þar. Við sprenginguna
sprakk geymsluveggur til móts við
útidyrnar í tætlur, en útidyrahurðin
þeyttist um 60 metra yfir götuna og
tættist í sundur. „Mér sýnist að
þvottavélin sé það eina sem ekki
hefur eyðilagst," sagði Páll þegar
hann sýndi ummerki eftir sprenging-
una.
Ekki uppnæmur fyrir
smámunum
Páll er fæddur árið 1919 og hefur
átt heima í húsinu við Þormóðsgötu
frá 23 ára aldri. „Ég var á sínum
tíma tekinn upp í húsaleigu, ég leigði
héma og heimasætunni þótti vissara
að taka mig upp í húsaleiguna. Þetta
óhapp héma breytir engu, það raskar
ekki neinu. Það var einu sinn með
mér kvenkokkur til sjós og hún sagði
að ég hlyti að vera taugalaus. Eg
veit það nú svo sem ekki en ég hef
aldrei verið uppnæmur fyrir smá-
munum. Maður hefur svo sem reynt
sitt af hvom tagi um árin,“ sagði
síldarskipstjórinn fyrrverandi.
„Þetta var alveg svakalegur hvell-
Morgunblaðið/Rúnar Þór
PÁLL Pálsson við geymsluvegg sem gjöreyðilagðist. Páll var
nýkominn inn um dymar á móts við geymsluvegginn þegar
óhappið varð, en hann var staddur á efri hæð hússins í búrinu
að setja vörur í isskápinn og sakaði ekki.
ur, hér skalf allt og nötraði, hlutir
duttu niður úr hillum og myndir nið-
ur af veggjum," sagði Magnús Jóns-
son, nágranni Páls. Brak úr húsinu
þeyttist yfir að vegg Gagnfræðaskól-
ans en þar stóð yfir fundur kennara.
„Það nötraði allt og skalf í skólanum
og menn gerðu hlé á þinginu meðan
ósköpin dundu yfír enda vissu menn
ekki hvað gekk á,“ sagði Magnús.
Formaður Alþýðusambands Austurlands um kjaramálaumræður á þingi ASA
Hef aldrei heyrt jafn-
harðan tón í mönnum
SIGURÐUR Ingvarsson, formaður Alþýðusambands Austurlands, segist aldr-
ei áður hafa heyrt jafnharðan tón í mönnum í umræðum um kjaramál eins
og fram hafí komið á þingi Alþýðusambands Austurlands við fyrri umræðu
um kjaramál sem fram fór í gær, en þingið sækja yfir 50 fulltrúar verkalýðs-
félaga alls staðar af Austurlandi. Hann segist ekki sjá fram á annað en það
stefni í'átök á vinnumarkaði eftir áramót þegar samningar verða lausir.
Síðari umræða um kjaramál fer fram í dag en þinginu lýkur á morgun.
LI gagnrýnir túlkun
á námsleyfum lækna
Morgunblaðið/Júlíus
Vinurinn fór
beint að
kaupa hjálm
GÍSLI Mikael Jónsson, 9 ára,
slapp ótrúlega vel þegar hann
hjólaði í veg fyrir bíl í Hafnar-
firði sl. þriðjudag. Hann og vinur
hans voru að hjóla niður Garða-
veg og voru á fullri ferð. Vinur-
inn náði að stoppa þegar þeir
komu niður að Hraunbrún en
Gísli ekki og hann hjólaði í veg
fyrir bíl sem kom eftir Hraun-
brúninni. Hann lenti á vélarhlíf
bílsins, kastaðist síðan á fram-
rúðuna og þaðan í götuna. Hann
missti meðvitund og rankaði
ekki við sér fyrr en í sjúkrabíln-
um á leið á spítala. Þar þurfti
að sauma nokkur spor í hökuna
á honum og sköflunginn og festa
þijár tennur af fjórum sem losn-
uðu. Þá fjórðu þurfti því miður
að taka úr honum í gær og fær
hann stiftönn í staðinn fyrir
hana.
Blaðamaður hitti Gísla og
móður hans, Báru Ragnarsdótt-
ur, hjá tannlækninum í gær. Gísli
var með hjálminn með sér, sem
bjargaði honum þegar hann
flaug í götuna. Hann segir að
vinir sínir séu alls ekki allir með
hjálma þegar þeir séu að hjóla.
Þeim finnst nefnilega mildu
flottara að vera bara með der-
húfur. Bára segir að Gísli megi
þakka fyrir að eiga svona leiðin-
lega mömmu sem hafi skikkað
hann til að vera alltaf með hjálm.
Gísli segir að vinur hans, sem
var með honum þegar slysið
varð, hafi ekki verið með hjálm.
Hann fór hins vegar með for-
eldrum sínum strax sama dag
og keyptu þau hjálm handa hon-
um.
SVERRIR Bergmann, formaður
Læknafélags íslands, hefur fyrir
hönd stjómar félagsins ritað Sig-
hvati Björgvinssyni hvassyrt bréf,
þar sem gagnrýndir eru þeir samn-
ingar sem heilbrigðisráðuneytið
og/eða landlæknisembættið hafa
gert við embættislækna, að því er
viðkemur greiðslum fyrir ónýtt rétt-
indi til námsferða.
„I samningum Læknafélags ís-
lands um námsferðir er gengið út frá
að læknar séu í vinnu meðan á náms-
ferð stendur. Þeir tapa því engum
launum eða launatengdum rétti við
að fara í námsferðir en hafa heldur
ekki af þeim neinn launalegan hagn-
að,“ segir í bréfí stjórnar Læknafé:
lags Islands til heilbrigðisráðherra. í
bréfínu segir m.a.: „Fái læknir í
námsleyfí laun erlendis koma þau til
frádráttar. Læknar gefa síðan
skýrslu um námsferð sína þegar þeir
koma aftur heim.“
Laun erlendis til frádráttar
dagpeningum
í 14. kafla kjarasamnings sjúkra-
húslækna (lausráðinna), sem fjallar
um endurmenntun segir orðrétt:
„14.3 Kostnaður við námsferðir:
Sérfræðingar skulu fá greiddan
ferða- og dvalarkostnað á námsferð-
um þessum skv. reglum þeim, sem
gilda um greiðslu ferðakostnaðar
fastráðinna ríkisstarfsmanna á
hveijum tíma. Nú fær sérfræðingur
laun erlendis, og koma þau þá til
frádráttar greiðslum þessum."
Ákvæði í kjarasamningum fastráð-
inna lækna eru hliðstæð.
Samkvæmt yfírlýsingu frá Lækn-
aráði Borgarspítalans er læknum þar
óheimilt að taka laun erlendis í
námsleyfum.
■ Laun erlendis/26
■ Læknaráð Borgarspítala/12
„Fólk vill ekki og mun væntan-
lega ekki sætta sig við þá tekju-
skiptingu sem orðin er í þjóðfélag-
inu. Það er alveg ljóst,“ sagði Sig-
urður. Hann sagði að misréttið
færi vaxandi ár frá ári og hitt
væri ekki síður mikilvægt að það
hefði verið gert sýnilegt. Fjölmiðl-
arnir hefðu hjálpað til þess. Það
væri mikil reiðL ríkjandi. Forystu-
menn verkalýðsfélaga rektu mörg
dæmi þess úr sínum heimabyggð-
um að fólk væri að missa ofan af
sér húsnæðið þrátt fyrir að það
hefði atvinnu og væri reglusamt.
Hvernig væri þá komið fyrir þeim
sem væru atvinnulausir? Þetta
sýndi ástandið í hnotskurn og
„hvemig er búið að byggja þetta
þannig upp að menn geta ekki
hækkað laun án þess að það komi
í höfuðið á þeim strax aftur eins
og með lánskjaravísitölunni," sagði
Sigurður.
Nóg til skiptanna
Sigurður sagði að einnig væri
rætt um framfærslukostnaðinn í
landinu sem væri mjög mismunandi
eftir landshlutum. Mönnum fyndist
nær að byrja að jafna þann mun
heldur en atkvæðavægið. Þingfull-
trúar væru allir sammála um að
það væri nóg til skiptanna þannig
að allir ættu að geta lifað mann-
sæmandi lífí í þessu landi, en það
þyrfti að breyta tekjuskiptingunni.
„Menn tala hér í sama dúr hvar í
stjórnmálaflokki sem þeir eru,“
sagði Sigurður.
Aðspurður sagðist hann telja að
niðurstaða á þinginu yrði sú að
krefjast þess að lánskjaravísitalan
yrði afnumin og kaupmáttur auk-
inn verulega. „Við erum ekki að
tala sérstaklega um kauphækkanir
hvað krónutölu varðar heldur vem-
lega kaupmáttaraukningu og sér-
tækar aðgerðir fyrir þá sem verst
standa. Við teljum að það sé komið
að því að það megi gera sérstakar
aðgerðir fyrir launafólk alveg eins
og fyrir fyrirtækin í landinu,“ sagði
Sigurður.
Þarf að umbylta
vísitölukerfi
Hann sagði að það væri ekki
hægt lengur að tengja saman laun
og lánskjör með beinum hætti. Það
væri búið að skerða launin um tugi
prósenta á nokkrum árum og það
gengi ekki á sama tíma að verð-
tryggja lánsfjármagnið. Reynslan
um langt árabil væri sú að það stæði
ekkert eftir af umsaminni launa-
hækkun vegna þess að skuldir
heimilanna hækkuðu fýrir utan
þensluáhrifin og hækkanir annars
staðar. Ef það ætti að verða mögu-
legt að hækka hin lægra launuðu
í þjóðfélaginu yrði því að umbylta
þessu kerfí.
Síðari umræða um kjaramál á
þingi ASA fer fram í dag en þinginu
lýkur á morgun.