Morgunblaðið - 09.10.1994, Side 4

Morgunblaðið - 09.10.1994, Side 4
4 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 10/10-16/10. ■ytf jaiíunjiLii ►FINNUR Ingólfsson hef- ur verið kosinn formaður þingflokks Framsóknar- flokksins. Páll Pétursson, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér, en hann hefur verið formaður í tæpa tvo áratugi. Jón Helgason, alþingismaður Framsóknar- flokksins, ætlar að hætta þingmennsku í vor, en hann hefur verið þingmaður í 21 ár. <~ ►HAGVIRKI-KLETTUR óskaði eftir gjaldþrotaskipt- um eftir að sýslumaðurinn í Hafnarfirði innsiglaði fyr- irtækið vegna vangoldinna opinberra gjalda. Litlar eignir eru til í búinu. Rúm- lega 40 manns hafa unnið hjá fyrirtækinu síðustu misserin. Gassprenging á Siglufirði HÚS á Siglufirði stórskemmdist í sprengingu á Siglufírði. Talið er að gaskútur hafí sprungið. Hurð og gluggar tættust í sundur og viðbygg- ing, þar sem kúturinn var, losnaði frá húsinu. Einn maður var í húsinu þegar sprengingin varð, en hann slapp ómeiddur. Kvóti tengdur við stofnstærð DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi að til greina kæmi af hálfu íslendinga að tengja þann kvóta sem íslendingum kynni að verða úthlutaður í Barents- hafí, við stofnstærð Barentshafs- þorsksins. Davíð sagði að ísland myndi krefjast kvóta í viðræðum við Norð- menn um þetta mál. Reykingar pilta aukast ►OLYFJAGLÖS og sprautunáiar fundust í jarðvegsgám hjá Sorpu fyr- ir skömmu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem sorp frá heilbrigðisstofnunum finnst í almennu sorpi. ►LOGI Ólafsson hefur ver- ið ráðinn þjálfari íslands- meistara IA í knattspymu. Logi tekur við þjálfun af Herði Helgasyni, sem þjálf- að hefur ÍA síðasta árið. ►GUÐJÓN Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigð- isráðuneytinu, þáði þreföld Iaun á árinu 1991. Auk starfa hjá ráðuneytinu var hann kennari í Gauteborg, kenndi við Háskóla íslands og gegndi formennsku þjá Rauða krossi íslands. REYKINGAR bama eru famar að auk- ast á ný eftir að hafa minnkað stöðugt í yfír 20 ár. Reykingar 15-16 ára pilta hafa aukist mest. Þetta kemur fram í allsheijarathugun sem héraðslæknar og Krabbameinsfélagið hafa gert. Tób- aksvamanefnd vill að brugðist verði við með þvi að hækka verð á tóbaki um 10% árlega næstu 5 ár. Andstaða er við þessa tillögu innan fjármálaráðu- neytisins vegna þess að hækkunin myndi hafa umtalsverð áhrif á verð- lagsvísitölur. Ný stjórnmála- samtök JÓHANNA Sigurðardóttir, fyrrverandi varaformaður Alþýðuflokksins, boðaði stofnun nýrra stjómmálahreyfingar í umræðum um stefnuræðu forsætisráð- herra á Alþingi. Hún sagði það sitt markmið að mynda breiðan samstarfs- vettvang fyrir alla sem aðhylltust fram- sækna jafnaðarstefnu. Sjálfsmorð eða aftaka í Sviss YFIR fímmtíu manns fundust látnir eftir þrjá eldsvoða, sem urðu í Sviss og Kanada aðfaramótt þriðjudags og miðvikudags. Var allt fólkið í sértrúar- söfnuði, Reglu sólmusterisins, sem laut stjóm Kanadamanns, Luc Jouret, en lýsti sjálfum sér sem Kristi endurbom- um. 48 létust á tveimur stöðum í Sviss en fímm í Kanada. Var fólkið margt í kuflum með plastpoka yfír höfðinu og höfðu sumir verið skotnir áður en kveikt var í með íkveikjubúnaði. Flest benti til, að um hópsjálfsmorð hefði verið að ræða en nú hallast sumir að því, að einhveijir hafí beinlínis verið teknir af lífi. Ekki hefur verið skorið úr um hvort Jouret er meðal hinna Iátnu en fyrrverandi safnaðarfélagi segir, að svo sé áreiðanlega ekki, hann hafí komið sér undan með fjármuni safnaðarins. Blair beið ósigur í Blackpool TONY Blair, leiðtogi breska Verka- mannaflokksins, beið verulegan ósigur á þingi flokksins í Blackpool í vikunni þegar samþykkt var að halda umdeildu þjóðnýtingarákvæði inni í stefnuskránni. Var um að ræða svo- kailað ákvæði 4 en þar er kveðið á um víðtæka þjóðnýt- ingu. Atkvæðamun- urinn var þó innan við eitt prósent og reyndi Blair að bera sig vel og sagði, að þetta sýndi að flokk- urinn væri á réttri leið. John Major forsætisráðherra hefur líklega grátið þessa niðurstöðu þurrum tárum en þing Ihaldsflokksins hefst í Boumemouth í næstu viku. ►MIKILL jarðskjálfti reið yfir norðan- og austenvert Japan og Kúrileyjar sl. þriðjudag. Er vitað um tíu dauðsföll og þar af níu á Kúrileyjum. Var sbjálfta- styrkurinn 8,2 á Richter og er því Hklega um að ræða öflugasta skjálfta á jörðinni á þessu ári. Mestar skpmmd- ir urðu á Hokkaido en þar er stijálsbýlast í Japan. ►RÚSSAR og Norðmenn veiddu á síðasta ári 50.000 tonn af þorski í Barentshafi umfram kvóta. Er það fimm sinnum meira en íslenskir togarar veiddu. Vegna þessa heyrast þær raddir nú í Noregi, að líklega séu þessar tvær þjóðir ekki þær réttu til að hafa uppi stór orð um fiskvemd og skyn- samlega nýtingu. ► JOSEPH Michel Francois, lögreglustjóri á Haftí, flýði yfir til Dómíníska lýðveldis- ins í vikunni og hafði áður sent fjölskyldu sína þangað. Samverkamenn herforingj- anna óttast mjög hefnd al- mennings í Iandinu og raun- ar er talið, að Francois hafi skipulagt valdarán hersins. ►ÞRÓUNARRÍKIN snerust gegn iðnríkjunum á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Madrid um síðustu helgi og olli því aðallega óánægja með mikla aðstoð við Rúss- land og sovétlýðveldin fyrr- verandi. Finnst þróunar- ríkjunum sem þau hafi gleymst og áhersla iðnríkj- anna sé nú öll á ríkin í Aust- ur-Evrópu. FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn SKIPVERJAR vora í óða önn að koma bílunum 40 kyrfilega fyrir á þilfarinu. Skilst að ísland sé ætlað Is- lendingum RÚSSNESKUR togari, Vajgatsj frá Múrmansk, lét úr höfn síðastliðið föstudagskvöld en innanborðs voru 56 karlmenn og þijár konur, sem verið höfðu strandaglópar í Hafnarfirði um tíu daga skeið. Þegar blaða- mann og Ijósmyndara Morgun- blaðsins bar að var áhöfnin í óða önn að undirbúa brottför. Skipverja dreif að með alls kyns hluti sem þeim höfðu áskotnast; plastfötur, vélarhluta og verið var að hífa síðustu bílana um borð. Þrír úr áhöfninni gáfu sér þó tima til að spjalla lítillega. Nikolaj hefur verið á ferða- lagi með skipsfélögum sínum síðan í vor. „Við lögðum úr höfn í Múrmansk 26. maí en nú er túrnum að ljúka. Við erum við það að iosna. Við áttum enga olíu en nú erum við búnir að fá hana og okkur því ekkert að vanbúnaði,“ segir Nikolaj og kveður. Áður en hann fetar sig upp landganginn bendir hann á farkostinn og segir „hann er 25 ára. Ekki veitti af að mála hann“. Og það eru orð að sönnu því togarinn er ryðrauður hvert sem litið er og sennilega er túr- inn sá síðasti. Einn skipsfélaga Nikolajs, Alexander, kallaður Sjúra, tek- ur við. „Við ætluðum bara að stoppa í þijá daga en áttum í erfiðleikum með að fá peninga í bankanum." Er hann er spurð- ur hvað áhöfnin hafi tekið til bragðs á meðan segir hann: „Við höfum notað tímann til að hvílast. Okkur líkar vel á ís- landi, fellur vel við Reykjavík. Áhöfnin hefur líka verið að kaupa bíla. Ætli við höfum ekki keypt um 40,“ segir Sjúra sem hlakkar til að fara heim og taka sér frí eftir fjögurra mánaða túr. Síðastur viðmælenda er Vlad, 22 ára. „Langar þig að vita hvað við Rússarnir höfum haft fyrir stafni,“ spyr hann og klór- ar sér í kollinum undir húf- unni. „Við biðum eftir pening- um frá útgerðarfyrirtækinu. Þess á milli löbbuðum við um á skipinu. Skruppum í land og VLAD býr sig undir að hífa þann seinni um borð. NIKOLAJ kastar kveðju. skoðuðum bíla,“ segir Vlad og tekur óvænta stefnu. „Annars myndi mig langa til þess að flytjast hingað og fá mér vinnu. En mér skilst að það sé ekki gott fyrir Rússa, að ísland sé ætlað íslendingum. Þó er fólkið mjög gott. Ég kynntist ungum manni sem gaf mér heimilisfang og símanúmer og ég mátti hringja í hann hvenær sem var, ef mig vantaði eitthvað, kannski skrifa ég honum ... Einnig er fólk mjög hjálpsamt í versl- unum, sem ég á ekki að venjast heima fyrir. En fyrir mann með mín fjárráð er óhemjudýrt að versla hér. Mér skilst að kosti 2.631 rúblu að kaupa einn Bandaríkjadal, þannig var það að minnsta kosti fyrir viku. Það getur verið að hlutirnir séu ódýrari í Rússlandi en gæðin eru ekki mikil. Alls staðar ann- ars staðar, í Bandaríkjunum, Kanada, íslandi, Frakklandi, Spáni, er hægt að finna gæða- vöru,“ segir Vlad sem keypti sér tvo bíla. Annar þeirra stendur á bryggjunni og talið berst að honum. „Ég keypti hann á 50 dollara. Hann er óökufær en ég ) get notað hurðimar, hjólbarð- ana og rúðumar, fyrir hinn bíl- inn.“ Að því búnu hugsar hann ' sig um og bætir við „tvær vikur em langur tími, ég vildi að til hefðu verið nógir peningar". Áhöfnin hefur komið við í Kanada, Noregi og Danmörku, auk íslands, segir Vlad en tekið er að kólna á bryggjunni. „Heima í Múrmansk er byijað að snjóa,“ segir hann. „Ætli við ! séum ekki tæpa viku að sigla heim ef við fáum gott veður. | En ef vont er í sjóinn gæti sigl- ingin tekið tæpar tvær vikur.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.