Morgunblaðið - 09.10.1994, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER1994
MORGUNBLAÐIÐ
í tilfinningum íslend-
inga til veru útlendra
manna hér á landi hefur
ýmist ríkt frost eða funi,
en þó virðist allur þorri
manna í dag orðinn vel
sáttur við þá þróun er
orðið hefur innan ís-
lensks samfélags og
fært hefur okkur fjöl-
skrúðugra mannlíf,
skrifa Ari Eyberg
Sævarsson og Sindri
Skúlason í þessari
grein, sem byggð er á
rannsóknum fjölmiðla-
fræðinema á viðhorfum
gagnvart fimm stærstu
hópum innflytjenda er
hingað hafa komið.
I
Islendingar hafa löngum viljað líta
á sjálfa sig sem gestrisna þjóð
er gott væri heim að sækja, en
hversu langt hefur þessi gestrisni
náð? Höfum við tekið jafn opnum
örmum öllum þeim er hingað hafa
viljað flytjast og setjast að til lang-
frama eða hafa ákveðnir fordómar
iitað afstöðu okkar til þessa fólks?
Sé litið til baka og skoðuð þau við-
horf, er birst hafa í umfjöllun blaða
við komu innflytjendahópa, á hverj-
um tíma, þá sjáum við að ekki hefur
alltaf verið sama hvaðan viðkomandi
hafa komið né heldur af hvaða kyn-
þætti og litarhætti þeir hafa verið.
Hafa ber þó í huga að tíðarandi og
þjóðfélagsástand hafa spilað þarna
inn í og mótað viðhorf manna í sam-
ræmi við þá strauma, er hæst hefur
borið í samfélaginu hveiju sinni.
í lokaverkefni fjölmiðlafræðinema
við Háskóla íslands, sem unnið var
nú í vor, var meðal annars gerð rann-
sókn á þeim viðhorfum er birst hafa
í blöðum á hveijum tíma gagnvart
fimm stærstu hópum innflytjenda
er hingað hafa komið. Þeir hópar,
sem um ræðir, eru Ungveijar er
komu hingað 1956, hópur Júgóslava
1960, Víetnamar 1979, Pólveijar
1982 og loks annar hópur Víetnama
sem hér settist að 1990 og 1991.
Viðhorfum var skipt í fjóra flokka
eftir afstöðu: Jákvæð, þar sem menn
voru augljóslega hlynntir komu-
mönnum. Hlutlaus, þar sem umfjöll-
un tók hvorki afstöðu með þeim eða
á móti. Neikvæð, þar sem skrif voru
andsnúin flóttamönnum og loks við-
horf er innihéldu dulda fordóma, en
það eru skrif með neikvæðum undir-
tón. Dæmi um slíkt var tii að mynda
þegar fólk vildi gjarnan hjálpa flótta-
mönnum en bara ekki með því að
fá þá hingað. Hugtakið fordóma er
FORDOMAR OG
ÞJÓÐARSÁLIN
VIÐHORF ÍSLENDINGA TILINNFLYTJENDA
erfitt að skilgreina á einfaldan og
skýran hátt, þar sem það grundvail-
ast á tilfinningum. Með notkun þess
er þó greinilega vísað til einhvers,
sem talið er neikvætt, óæskilegt og
jafnvel skaðlegt. I fordómum felst
að fólk sé á móti einhveiju án þess
að fyrir því séu nein gild rök. Ekki
er unnt að kafa nánar í þessar skil-
greiningar þar sem það væri efni í
aðra grein.
Þau viðhorf, er komu fram í blöð-
um gagnvart ungversku flótta-
mönnunum sem hingað komu, voru
nokkuð vinsamleg. Umijöllun var öll
á jákvæðum nótum eða þá hlutlaus,
sem bendir tii að ró ísiendinga hafi
ekki verið raskað þó að 52 flótta-
menn hafi hlotið hæli hér á hjara
veraldar. Þjóðarsálin gladdist yfir
því að fá nú tækifæri til að leika
hlutverk hins göfuglynda gestgjafa
og geta þannig bætt að nokkru fyr-
ir fornar syndir. Yfirvöld gættu þess
reyndar að ekki kæmist hver sem
er tii landsins og voru það fyrst og
fremst stúlkur og menntamenn sem
urðu þess „heiðurs aðnjótandi" að
hafna hér.
Júgóslövunum, sem komu hingað
fjórum árum síðar, var rétt eins og
Ungveijunum vel tekið. Reyndar
virtust þessir einstaklingar, er til-
búnir voru til að heyja lífsbaráttuna
hér á norðurhjaranum, fá heldur
minni athygli almennings, en það
má merkja á því að lítið var um þá
fjallað í blöðum. Viðhorfin, er þar
komu fram, báru hlutleysisreglunni
fagurt vitni enda umijöllun öll í þeim
anda.
En við komu Víetnama árið 1979
var eins og að á menn rynnu tvær
grímur og önnur heldur ófrýnileg.
Margir töldu það skyldu sína að
koma nauðstöddum flóttamönnum
tii hjálpar í neyð og sumir litu einn-
ig á komu þeirra hingað til lands,
sem ferskan blæ framandi menning-
ar, er myndi auðga okkar eigin og
bera með sér alþjóðlegra andrúms-
loft, er yki okkur víðsýni og efldi
okkur þar með að þroska og viti.
Aðrir virtust bera þann ugg í bijósti
að hreinieika íslenskrar þjóðar væri
stefnt í voða og að menningararf-
leifð okkar væri ógnað og hún gæti
beðið skaða af sem ekki yrði bætt-
ur. Gott dæmi um þennan hugsunar-
hátt er eftirfarandi tilvitnun úr
grein, sem að vísu er ekki frá þess-
um tíma heldur mun yngri, en lýsir
vel því sem um er rætt.
„Við eigum að forðast með öilu
viti og þreki, kjafti og klóm hvers
konar kynblöndun við óskylda kyn-
þætti og íhlutun útlendinga í landi
voru og í mótun þjóðar vorrar. Aldr-
ei hefur hugtakið „ísland fyrir Is-
lendinga'* haft eins áríðandi þýðingu
og nú.“
Af þessu má sjá að ekki voru all-
ir tilbúnir til að bregða sér í hlut-
verk hins miskunnsama Samveija
og sýna þann náungakærleik sem
mörgum hefði þótt sjálfsagður vegna
aðstæðna flóttamannanna. Þjóðin
fékk hálfgerðan magakrampa er það
rann upp fyrir henni að kannski
værum við íslendingar ekki jafn for-
dómalausir og við höfðum viljað telja
sjálfum okkur trú um. Mikill meiri-
hluti þeirra skrifa, er birtust á síðum
dagblaðanna, fól þó í sér annaðhvort
jákvæð eða hlutlaus viðhorf, eða
75,8 prósent. Hlutfall neikvæðrar
umfjöllunar verður samt að teljast
fremur hátt en það var 18,8 prósent
og til duldra fordóma töldust 5,4
prósent. Til samans standa þessir
tveir síðari liðir, sem varð nú vart
við í fyrsta sinn þegar horft er til
hópanna fimm í tímaröð, fyrir 24,2
prósentum heildarumijöllunar.
Með tilliti til þess hversu mikla
athygli Víetnamarnir vöktu skyldi
maður ætla að koma pólskra flótta-
manna 1982 hefði átt að leiða af
sér miklar umræður á síðum prent-
miðlanna. Sú varð þó ekki raunin
nema síður væri. Landinn virtist
hreint ekki uppveðraður yfir hinni
nýju viðbót í íslenska mannlífsflóru
því lítil umfjöllun átti sér stað { blöð-
um. Fjöldi tilvika, er þeir voru nefnd-
ir, var hvorki meira né minna en
fimmtánfalt minni heldur en í tiiviki
Víetnamanna. Þau viðhorf er birtust
í garð Pólveijanna voru að lang-
Skipting viðhorfa eftir liðum
100%
80
60
40
20
0
Fréttir
Lesenda-
dálkar
tL«
Almenn
viðtöl
Viötöl viö Götuvjðtö| Innsendar Kjallara- L jð
nybua greinar greinar
Skipting viðhorfa til hópanna
..
Ungverjar Júgóslavar Víetnamar Pólverjar Víetnamar
1956 1960 1979 1982 1990/1991
100%
f 80
— 60
— 40
20
0
I
I
I
\í
f
<