Morgunblaðið - 09.10.1994, Page 16

Morgunblaðið - 09.10.1994, Page 16
16 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ Á sínum tíma lagði Arvo Alas, sendiherra Eist- lands, stund á norsku í Pétursborg. Fom-ís- lenskan var, ásamt fleiri málum, kennd til hliðar með norskunni. Arvo hreifst af íslenskunni og lét sér ekki nægja að læra málið, heldur byrj- aði að þýða smásögur yfir á eistnesku. í við- tali við Jón Stefánsson ræðir hann meðal ann- ars um Stalín, Gretti og nútímann A SLENSKAN mín er ekki nógu góð,“ segir Arvo Alas, sendi- herra Eistlands í Danmörku og íslandi, afsakandi. Hann situr í vönduðum leðurstól, ég í sófanum á móti og segi sannleikan- um samkvæmt að það sé lítið yfir íslenskunni hans að kvarta. Arvo Alas þakkar hrósið en segist því miður ekki hafa nógu mörg tæki- færi til að tala málið mitt. Við sitj- um í einni af stofum eistneska sendiráðsins í Kaupmannahöfn, stóru og fallegu húsi. Uti er sól og skýlaus himinn. Á sínum tíma lagði Arvo Alas stund á norsku í Pétursborg. Fom- íslenskan var, ásamt fleiri málum, kennd til hliðar með norskunni. Arvo hreifst af íslenskunni og bytj- aði því að sækja tíma í nútíma ís- lensku hjá Helga Haraldssyni, nú- verandi prófessor við Oslóarhá- skóla. Hann Iét sér ekki nægja að læra málið, heldur byrjaði að þýða smásögur yfir á eistnesku. Fyrst smásagnasafn Vésteins Lúðvíks- sonar, Átta raddir úr pípulögn, þá næst nokkrar sögur eftir Jón Osk- ar og loks safn smásagna eftir 36 íslenska höfunda. Þá var hann til- búinn í stórverkið; að þýða Grettis- sögu. „Hún kom út fyrir átta árum,“ segir Arvo Alas um söguna, „í frekar ódýrri útgáfu og það voru því margir sem gátu keypt hana. Bókin seldist í 20 þúsund eintökum og er ófáanleg í dag. Nema kannski á fombókasölum. Ég vona að Grettissaga verði bráðlega gefin út í vandaðri útgáfu." Afskiptasamir nágrannar Eistland er hvorki stórt né fjöl- mennt land á alþjóðlegum mæli- kvarða; íbúar rúm ein og hálf millj- ón og landið helmingur af stærð Islands. Eistar hafa gegnum aldir þurft að lúta ýmsum hemaðarveld- um; Dönum á 13. og 14. öldinni, þá taka Þjóðveijar við, næst Svíar og 1710 leggja herir Péturs mikla Rússakeisara landið undir sig. En eistnesk tunga og menning lifðu alla innrásarheri af og 24. febrúar 1918 lýsti landið yfir sjálfstæði sínu. „Það tók tíma að fá viðurkenn- ingu annarra þjóða,“ segir Arvo Alas við mig 76 ámm síðar. „í tvö ár þurftum við að beijast gegn heijum Sovétríkjanna áður en þeir skrifuðu undir samning þess efnis, að þeir virtu sjálfstæði okkar um aldir og eilífð." Tuttugu og tveimur árum síðar var Eistland, ásamt hinum tveimur Eystrasaltsríkjunum, innlimað í Sovétríkin. Eistlendingar tóku þá ákvörðun að beijast ekki gegn inn- rásarhernum, enda hefði það verið til lítils. „En það voru nokkrir,“ segir sendiherrann „sem vildu með engu móti sætta sig við erlend yfir- ráð, hvers lensk sem þau vom og lögðust því útí skógana, gerðust skæruliðar. Þeir voru kallaðir skóg- bræður og vom fjölmennastir fyrstu árin eftir stríð. Mig minnir að síð- asti skógbróðirinn hafi komið út úr skóginum haustið 1971.“ „Alist upp við lygi“ Stalíntíminn í Sovétríkjunum var timi ógna. Ég segi við Árvo Alas, að í minni æsku hafi verið bannað að vera með tyggjó í skólanum og manni var skylt að sýna kennarnum virðingu. Miklu fleiri vora bönnin ekki — en hvemig var alast upp í Eistlandi á Stalíntímanum? Árvo Alas: „Það má segja að við höfum alist upp við lygi í skólunum. Við vissum að sögukennarinn fór með lygar, en maður lærði strax að mótmæla ekki kennaranum. Slíkt hefði getað þýtt Síberíuvist fyrir foreldrana. En fólkið gleymdi ekki hvemig lífíð var á sjálfstæðisárunum. Þau voru rifrjuð upp innan veggja heimilanna, en þagað um þess fyrir utan.“ Þú talar um Síberuíuvist, segi ég og spyr sendiherrann hvort margir Eistlendingar hafí þurft að kynnast þeim hluta Sovétríkjanna. „Jú, því rniður," svarar hann og heldur áfram: „Það vom nokkuð margir Eislendingar sendir til Síb- eríu, sérstaklega undir lok fímmta áratugarins. Faðir minn var einn þeirra. Það var árið 1949, þegar ég var sex ára. Hann var sóttur að næturlagi af þremur mönnum. Nokkmm dögum síðar fréttum við að hann hefði verið dæmdur í 25 ára Síberíuvist. Hann hafði ekki gert neitt sem glæpsamlegt gat talist, nema að ferðast sem ljós- myndari um Þýskaland og Frakk- land. Það var nóg til þess að vera dæmdur sem njósnari' Vesturveld- anna í þá daga. Kommúnistaflokk- urinn hafði tekið þá ákvörðun að senda visst prósent af eistnesku þjóðinni til Síberíu, við þá ákvörðun var staðið. Enginn dómstóll, bara sagt; þú ert njósnari og þá varst þú njósnari. Fólk var sótt að nóttu til, eins og gerðist með föður minn. Þeir sem neituðu að fylgja með vom skotnir. Þess vegna var betra að fara með, en faðir minn var heppinn og fékk að fara heim eftir dauða Stalíns, árið 1953. Það vom ekki allir jafn heppnir." Arvo Alas er þögull, eins og hann hugsi sig um, segir síðan: „Maður ólst upp við að þegja yfir sannleikanum. Þess vegna valdi ég að fara í fag sem var ósnert af lygi og pólitfk „Ferðaskrifstofa kommúnistaflokksins“ Árið 1989 tókust tvær milljónir manna í hendur, bókstaflega, og mynduðu keðju milli Tallinn í Éist- landi og Vilnius í Litháen, um 700 km vegalengd. Þessi mannlega keðja var tákn fyrir sameiginlega frelsisþrá Eystrasaltstríkjanna. Arvo Alas segir að sjálfstæðisbar- áttan hafí eiginlega byijað sem barátta listamanna gegn mengun. „Eistneskir listamenn," segir hann „vom með umræðuþætti í útvarpinu þar sem þeir gagnrýndu ýmislegt í þjóðfélaginu. Mengunin frá stómm fyrirtækjum, byggð á Sovét-tíman- um, skipaði stóran sess í þeim umræðum. Listamennimir skrifuðu bréf til Moskvu, bentu á ástandið og kröfðust úrbóta. Á miðjum níunda áratuginum var fysti ritari kommúnistaflokksins hálfgerður steingervingur, talaði hvorki né skildi eistnesku og hafði engan áhuga á að nálgast fólkið. Baráttan óx síðan stig af stigi og náði vissu hámarki þegar fólkið myndaði keðju milli Tallinn og Vilnius. Kórhátíðin í Tallinn sumarið 1988 var líka mikilvæg fyrir okkur Eistlendinga. Þá komu 300 þúsund Eistar saman til að hlýða á 35 þúsund manna kór. Syngjadi byltingin, eins og við köllum það. Það var stórfengleg upplifun að standa þarna meðal 300 þúsunda landa sinna. Samkenndin var ólýsanleg. En pólitíska upp- byggingin hófst kringum 1988, þegar slaknaði aðeins á Moskvulín- unni. Sú uppbygging var auðvitað óopinber, en okkur tókst að breyta kerfínu töluvert innanfrá. Árið 1990 losaði til dæmis þáverandi utanríkisráðherra okkar (núverandi- forseti) embættiskerfið við gamla flokksholla kommúnista og tók nýja frjálslyndari menn inn. Annars var utanríkisráðuneytið bara nafnið tómt á Sovét-tímanum, hefði eigin- lega átt að heita Ferðaskrifstofa kommúnistaflokksins,“ segir Arvo Alas og strýkur hönd yfir andlitið til að fela brosið. „Skýrt brot á alþjóðalögum“ Það var mikið starf sem beið Eistlendinga eftir sjálfstæðisyfir- lýsinguna sumarið 1991. Kostnað- arsamt starf. Arvo Alas var' til dæmis eini starfsmaður sendiráðs- ins til að byija með. Var allt í senn; sendiherra, ritari, bílstjóri. „Ég hafði bara eitt herbegi til umráða,“ segir hann og dæsir. „í dag eru fjórir starfsmenn í sendiráðinu, við þyrftum að vera sjö ef vel ætti að vera. En þetta kemur allt með tím- anum.“ Stór falleg veggklukka slær tvö dempuð högg; eins og mild áminn- ing um að nærveru tímans. Ég seg- ist aðeins vilja tala. um Eistland nútímans, segist hafa lesið einhvers staðar að í Eistlandi búi um hálf milljón Rússa, eða 30% þjóðarinnar. Það er ansi mikið, segi ég og spyr hvort þeir hafí aðlagast þjóðfélag- inu. Arvo Alas hristir höfuðið: „Fyr- ir nokkrum ámm héldu Rússar að það væri ekki nauðsynlegt að læra málið okkar, því Eistland væri bara hluti af Sovétríkjunum og eistnesk- an myndi þar af leiðandi deyja út. En við höfum sett það sem skil- yrði, að þeir læri eistnesku sem vilja gerast eistneskir ríkisborgarar. Við erum fámenn þjóð og þess vegna er nauðsynlegt að varðveita menn- ingu okkar og tungu með lögum. Þeir sem vilja vera virkir í þjóðfélag- inu verða að skilja eistnesku, ella einangrast þeir, en auðvitað er erf- itt fyrir margt af eldra fólkinu að læra nýtt mál.“ Þið sitjið ennþá uppi með 2.500 manna rússneskan her og það gegn ykkar vilja; hvers vegna er hann ekki farinn? Sendiherrann hugsar sig um, velur orðin, segir: „Samkvæmt öll- um alþjóðareglum ætti rússneski herinn að vera fyrir löngu farinn frá Eistlandi. Þeir hafa ekkert leyfi til að vera í landinu okkar, það er skýrt brot á alþjóðalögum. Við ger- um okkur vonir um að þeir fari fyrir 31. ágúst í ár. En vandamálið er í sjálfu sér ekki þessir 2.500 hermenn, heldur rússneskir herfor- ingjar á ellilaunum. Þar erum við að tala um tíu þúsund eldri herfor- ingja og sumir þeirra hafa búið í áraraðir í Eistlandi, eiga hús og fjölskyldu; börn sem hafa alist upp í landinu. Þetta gerir málið svolítið flókið. Rússar segjast ekki hafa húsnæði handa öllu þessu fólki. Forseti Eistlands kom nýlega með þá tillögu, að Eistland gæti, af mannúðarástæðum, tekið á móti eldra fólki og veitt því ríkisborgara- rétt. Svo er líka fjöldi af yngri her- foringjum, mönnum á besta aldri. Við erum ekki tilbúin að taka á móti ungum rússneskum herfor- ingjum, en við höfum fulla trú á að málið leysist þannig að allir geti unað sæmilega við sitt.“ Njáll og Laxness bíða Við töluðum fyrst um Grettis- sögu, segi ég, og það væri kannski við hæfí að ljúka á henni. Hvers vegna þýddir þú hana, en ekki — ja, Njálu? Arvo Alas: „Grettissaga er ein af yngstu sögunum og líkist í mörgu nútímasögum. Ég hélt því að það væri gott að undirbúa eistneska lesendur með henni og síðar myndi til dæmis Njálssaga fylgja. Það er mikil saga sem gaman væri að þýða. Sama gildir um Fóstbræðra- sögu og Egilssögu, svo ég nefni einhveijar. Af yngri verkum, þá hef ég hugsað mér að þýða Islands- klukku Halldórs Laxness, og svo Grámosinn glóir eftir Thor, en þýð- ingarstarfið verður því miður að bíða eitthvað ennþá. Ég er í anna- sömu starfí.“ Grettissaga fór í 20 þúsund ein- tökum og ég veit að sagan stendur undir mörgum lýsingarorðum, en þetta er samt ansi góð sala, ekki satt! Sendiherrann brosir breitt og seg- ir þetta ósköp eðlilegt: „Eistlending- ar lesa mikið. í dag hefur fólk ekki mikla peninga milli handanna og því seljast bækur minna en áður. Marg- ir eiga gott bókasafn og byija að kaupa bækur um leið og ástandið batnar. Það er mikil umræða um tungumálið okkar, við emm stolt af því. Umræðan tengist líka pólitík, því eins og ég sagði, þá á eistneska að vera ríkistungumál númer eitt. Það er lífsnauðsynlegt fyrir menn- ingarlegt sjálfstæði okkar.“ Veggklukkann tifar. Tíminn, hann flýgur, segi ég, við stöndum upp, göngum út á tröppur sendi- ráðsins. Aldeilis fallegt veður, muldra ég og horfi á bláan himin hvelfast, „Já, það er gott veður," segir Arvo Alas. Svo tölum við um eitthvað allt annað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.