Morgunblaðið - 09.10.1994, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
GRÍPTU DAGINN!
Hver er forsaga þess að þið
aukið við rekstur ykkar
með þessum hætti og
hvaða nýja tón er verið
að tala um?
Óskar verður fyrri til að svara.
„Satt best að segja höfum við verið
að líta í kring um okkur síðasta
árið. Við erum með alla hluti á
hreinu í eldhúsi og sal og höfum
fjárfest í þekkingu. Hins vegar hef-
ur okkur þótt þetta heldur lítið í
rekstrarlegum skilningi, ástandið í
þjóðfélaginu hefur valdið því að
fólk fer varla út að borða nema á
föstudögum og laugardögum. Okk-
ur hefur vantað eitthvað sem flís-
passar við reksturinn án þess að
það hefði í för með sér of mikla
vinnu og um leið hættu á því að
það liði fyrir sem við höfum byggt
nostursamlega upp síðustu árin,
þ.e.a.s. veitingahúsið Argentína
steikhús. Við erum engir krafta-
verkamenn og gerum ekkert án
þess að hafa gott fólk með okkur.
Við erum sem sagt að stækka ein-
inguna, en hefðum aldrei undir
nokkrum kringumstæðum gert það
ef hætta væri á að það myndi skaða
Argentínu.“
Undir feldinn ...
Kristján bætir við þetta að ekki
hafi annað komið til mála en að
gera miklar breytingar á Lindinni,
bæði í innréttingum og matargerð.
„Við byijuðum á því að leggjast
undir feld með okkar nánustu sam-
starfsmönnum og bestu vinum.
Hugsað var út frá því, að gera eitt-
hvað nýtt og ferskt. Við höfum
VIÐSKIPTIMVINNIILÍF
Á SUIMNUDEGI
►Óskar Finnsson er fæddur á Seyðisfirði árið 1967. Hann
ólst þar upp til 16 ára aldurs, en fór þá suður til að nema
matreiðslu. Vann sem nemi á Aski, 3 Frökkum og Hótel
Sögu. Árið 1989 útskrifaðist hann úr Hótel- og veitingaskó-
lanum. Þar höfðu leiðir hans og Kristjáns Þórs Sigfússonar
legið saman. Kristján er fæddur á Akureyri 1958. Gagn-
fræðingur að mennt fór hann að þreifa fyrir sér á vinnu-
markaðnum. Hann var um tíma svínahirðir á svínabúi í
Danmörku, síðan lögregluþjónn í afleysingum í eitt sumar,
nógu lengi þó til að vera kallaður „Kiddi lögga“ í áratug.
Loks var hann í Búnaðarbankanum á Akureyri frá 1978
til 1985. Vann samhliða því sem dyravörður á Hótel KEA.
Á KEA hóf hann matreiðslunámið og hann lauk því 1989.
Á fáum árum hafa þeir félagar stigið hvert skrefíð af
öðru fram veginn, frá byrjun á Argentínu steikhúsi og
eftir helgina opna þeir nýjan stað, „Carpe diem“, þar sem
áður var veitingasalur Hótel Lindar á Rauðarárstíg. Þeir
yfirtaka einnig veitingarekstur sjúkrahótels Rauða krossins
og tvo veislu- og ráðstefnusali í sömu húsakynnum. Á
„Carpe diem“ kveður við nýjan tón í veitingarekstri á Is-
landi, segja þeir félagar. Guðmundur Guðjónsson settist
niður með þeim í vikunni og ræddi við þá.
fundið það á Argentínu, að sérhæf-
ing skiptir öllu máli. A Argentínu
er sérhæfingin safaríkar og fítu-
sprengdar nautasteikur, mikið úrval
af koníaki, armaníaki og viskíi, og
Davidoff- og Kúbuvindlar."
Og hver varð niðurstaðan?
„Califomian Cusine," segja þeir
báðir og það er óskað eftir nánari
útlistun. Óskar segir þetta mjög
þekkt fyrirbæri fyrir vestan haf og
snúist um að borða hollari, léttari
og þægilegri mat í því augnamiði
að lifa lengur og betur. „Þú borðar
ekki óhollan mat, ekki fítandi mat.
Ekki þykkar sósur, eða súpur. Það
er mikið um stór alvöru salöt með
kalkún, kjúklingi, kálfí. Mikið
grænmeti og allt ferskt. Þá verður
þama mesta úrvalið af rauðvínum
sem til er í landinu, 400 flöskur af
70 til 80 tegundum.“
Kristján bætir við þetta, að þeir
félagar séu nú byrjaðir að rækta
sitt eigið krydd, einar tíu tegundir,
á þriðju hæð húsnæðis Argentínu á
Barónsstíg. „Hann Ingi Rafn,
þjónninn okkar, er garðyrkjufræð-
ingur og sér um þetta. Þetta er
nýtt af nálinni og framvegis verður
hlaupið upp og klippt af í staðinn
fyrir að hlaupa til og sækja krydd-
bauka. Þetta er allt liður í því að
hráefnið sé sem ferskast. Það verð-
ur að fara alla leiðina í þessum efn-
um ef dæmið á að ganga upp.“
Að skilja eftir sig ...
Nafnið, hvað merkir það?
„Þetta er latína og þýðir „gríptu
daginn“. Merkingin er sú að gera
eitthvað sem skilur eftir sig. Ný
matargerð, holl, sem lengir lífdaga.
Innréttingar hússins em einnig í
þessum anda. Þær em hráar og
harðar, en samt snyrtilegar. Uppi
á veggjum verða 1,5 tonn af jám-
skúlptúmm. Allir eiga þeir það sam-
eiginlegt að hafa einhverju sinni
gegnt öðm hlutverki og lokið því.
Uti á miðju gólfí verður stærsti
skúlptúrinn, 2 metrar á breidd og
2,5 metrar á hæð. Þetta er víngrind-
in og í henni verða 400 flöskur af
ýmsum rauðvínum. Það er sama
með jámið í þessu verki, allt er
endumotað ef þannig má að orði
komast," segir Óskar.
„Carpe diem“ verður opnaður í
vikunni með pompi og pragt, en sem
fyrr segir er þetta ekki fyrsta skref
þeirra félaga. Samstarf þeirra Ósk-
ars og Kristjáns nær aftur til ársins
1989, er þeir luku námi við Hótel-
og veitingaskólann.
„Mér bauðst starf sem yfírkokk-
ur á Hótel Valhöll strax um vorið
og sló auðvitað til. Hins vegar var
ég aðeins 22 ára og þetta var það
mikil staða að ég fann að mér veitti
ekki af því að hafa akkeri innan-
borðs. Það var lag að ráða hjálpar-
kokk og þar sem góð kynni höfðu
tekist með okkur Kristjáni í skóian-
um, réð ég hann á Valhöll. Þar
vomm við um sumarið, og þar
hreyfði Kristján því fyrst að við
ættum að líta í kring um okkur og
gera eitthvað sjálfír," segir Óskar.
Það virtist ætla að verða bið á
því, þar sem Óskar hugði á frekara
matreiðslunám erlendis er Vaihöll
var lokað um haustið. Hann fór til
Lúxemborgar þar sem hann komst
að hjá virtu hóteli. Kristján fór þá
í kjötskurð hjá Hagkaugum á Sel-
tjamamesi. Túrinn hjá Öskari stóð
aðeins í tíu daga, „ég var með konu
og barn, en herramir þarna úti
buðu engin laun þó ég ynni í eldhús-
inu. Það átti að duga mér heiðurinn
að fá að læra hjá þeim,“ segir Ósk-
ar, sem kom heim um hæl og var
skömmu síðar ráðinn sem yfir-
kokkkur á stað sem var í smíðum,
Argentínu steikhúsi. Argentína var
opnuð 27. október 1989 og í desem-
ber hafði Óskar aftur smugu að
bjóða félaga sínum Kristjáni stöðu,
að þessu sinni var Kristján afleys-
ingakokkur, en aðeins viku eftir að
hann byijaði leist þeim félögum illa
á rekstur hússins, töldu hann vera
á niðurleið og ákváðu að stundin
væri runnin upp.
Nú gerðust hlutimir hratt. 10.
janúar 1990 samþykktu eigendur
Argentínu leigutilboð Óskars og
Kristjáns í reksturinn og á síðasta
degi sama árs keyptu þeir rekstur-
inn, innbú og tæki. 4. desember
1992 keyptu þeir bakhúsið sem
hýsir Argentínu af íslandsbanka,
sem hafði áskotnast það af einum
af fyrri eigendum. Þessi fyrstu ár
störfuðu eiginkonur þeirra ötullega
við fyrirtækið, Ágústa Magnúsdótt-
ir, kona Kristjáns _Þórs, og María
Hjaltadóttir, kona Óskars. 24. febr-
úar 1993 keyptu þeir neðri hæð á
Barónstíg lla þar sem síðar var
innréttuð koníaksstofa Argentínu.
1. júlí sama ár keyptu þeir efri hæð
og ris sama húss og nota nú sem
lager, skrifstofu og starfsmannaað-
stöðu. 15. september var kóníaks-
stofan opnuð, auk þess sem ný
tengibygging milli fram- og bak-
húss var tekin í notkun. Og nú, á
seinni hluta ársins 1994, em þeir
að yfírtaka og gerbreyta rekstri á
veitingasal og -sölu Rauða krossins
á Hótel Lind.
Matarilmur og áflog...
Þegar skoðaður er ferill þeirra
félaga kemur í ljós að þeir hafa
ekkert verið að eyða of löngum tíma
ævi sinnar í skólagöngu. Oskar fer
beint í matreiðslunám 16 ára og
Kristján eftir að hafa reynt margt
á vinnumarkaðnum á mörgum
árum. Hvað olli því að þeir hneigð-
ust til eldamennsku? Óskar svarar
fyrst og segist eiginiega ekki hafa
vanist öðm, „ég var í bræðslunni
hjá pabba á Seyðisfírði, en þremur-
fjórum áður en ég fór suður var
ég byrjaður að fikta við matargerð
í eldhúsinu í foreldrahúsum. Það
hefur aldrei verið annað en matar-
gerð hjá mér,“ segir hann.
Það er kannski dularfyllri skýr-
ing á því að maður sem hefur verið