Morgunblaðið - 11.10.1994, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, um námsleyfi sitt
Greiðslur í sam-
ræmi við reglur
„ÞEGAR ég sótti um launað náms-
leyfí til ráðherra leitaði ég til launa-
skrifstofu fjármálaráðuneytisins og
kannaði hvaða reglur giltu um slík
leyfí. Greiðslur til mín voru í fullu
samræmi við þessar reglur,“ sagði
Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í
heilbrigðisráðuneytinu, í samtali við
Morgunblaðið.
í Morgunpóstinum í gær er því
haldið fram, að Dögg hafí verið ráð-
in deildarstjóri hjá ráðuneytinu þegar
hún hafði nýlokið laganámi. Þá hafí
hún fengið laun í eitt ár, á meðan
hún stundaði framhaldsnám í Banda-
ríkjunum, búin hafí verið til ný deild-
arstjórastaða fyrir hana eftir að hún
kom heim og ráðuneytið hafí keypt
af henni skýrslu um öldrunarmál á
íslandi, sem hún hafí samið á launum
á námstímanum erlendis. Loks segir
í Morgunpóstinum að Dögg þurfí
ekki að leita til skrifstofustjóra ráðu-
neytisins til að fá uppáskrift fyrir
utanlandsferðum, heldur leiti hún
beint til föður síns, Páls Sigurðsson-
ar ráðuneytisstjóra.
Dögg er nú stödd í Finnlandi, en
í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði hún að frétt Morgunpóstsins
gæfi tilefni til athugasemda og leið-
MORGUNBLAÐINU barst í gær
ályktun frá Stjóm læknaráðs Land-
spítalans sem er svohljóðandi:
„í viðtali við Morgunblaðið hinn
7. október sl. lét dr. med Guðjón
Magnússon, skrifstofustjóri, þau
ummæli falla að sjúkrahúslæknar
noti námsleyfi sín til að starfa að
launuðum störfum erlendis samtímis
því að þeim væru greiddir dagpening-
ar auk óskertra launa. Stjóm læknar-
áðs Landspítalans þykir miður að
skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytis
skuli hafa komist þannig að orði að
svo líti út sem hér sé um venju frem-
ur en undantekningar að ræða og
vísar þessari alhæfíngu á bug. Stjórn
læknaráðs Landspítalans þekkir ekki
þess dæmi að læknar spítalans hafí
notað dagpeningagreidd námsleyfí
sín á þann hátt sem hér er gefíð í
skyn. Skylt er geta þess hér að í
gildandi kjarasamningum sjúkrahús-
lækna eru skýr ákvæði um að taki
læknir önnur laun í námsleyfi komi
tilsvarandi frádráttur á dagpeninga-
greiðslum.
Enda þótt oft áður hafí verið skýrt
frá eðli og tilhögun námsleyfa
Kveikt í
póstkassa í
anddyri
ELDUR kom upp í póstkassa í
þriggja hæða ijölbýlishúsi við Flúða-
sel síðdegis á sunnudag. Samkvæmt
upplýsingum Slökkviliðsins í Reykja-
vík náðu krakkar sem urðu eldsins
varir að hringja á dyrabjöllum og
láta vita um hann.
Embla Ýr Guðmundsdóttir, 15 ára,
sem býr í íbúð á efstu hæð, hringdi
á slökkvilið. Hún var beðin um að
kíkja niður og sjá í hverju eldurinn
væri en komst ekki nema niður á
næstu hæð vegna reyks og þurfti
að snúa við talsvert skelkuð.
Slökkviliðið kom fljótlega á stað-
inn og gekk slökkvistarf mjög greið-
lega. Fólk var inni í tveimur íbúðum
af sex og var það beðið að halda sig
inni í íbúðunum og opna ekki inn í
þær. Samkvæmt upplýsingum
slökkviliðs var fólkið aldrei í hættu.
Mikill reykur var í anddyri og
stigagangi og urðu einhveijar
skemmdir. Talið er að um íkveikju
hafí verið að ræða.
réttinga af sinni hálfu. „Ég lauk
lagaprófi árið 1980 og fór í eins árs
framhaldsnám til Svíþjóðar. Árið
1981 hóf ég störf sem fulltrúi í heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
inu. Árið 1983 skipaði heilbrigðisráð-
herra mig í stöðu deildarstjóra í ráðu-
neytinu, eftir að sú staða hafði verið
auglýst laus til umsóknar. Árið 1985
sótti ég um til ráðherra að hann
veitti mér heimild til að fara í náms-
leyfí á grundvelli heimildar í kjara:
samningum og var það samþykkt. í
námsleyfí mínu fékk ég greidd föst
laun í 3'/2 mánuð og 60% fastra launa
fram til 15. ágúst 1986. Þessar
greiðslur voru í samræmi við þær
reglur, sem launaskrifstofa fjármála-
ráðuneytisins gaf upp að giltu í tilvik-
um sem þessum. Þess má þó geta,
að hluti greiðslnanna átti rót að relq'a
til orlofsuppgjörs og þóknunar fyrir
sjúkrahúslækna, þykir rétt að áretta
eftirfárandi; Samkvæmt lögum er
læknum skylt að viðhalda og auka
þekkingu sína og færni. Þetta er
gert með þátttöku í námskeiðum,
endurmenntun og hæfíngu og á ann-
an hátt. Sem betur fer er það metn-
aður allra lækna sem starfa við Land-
spítalann og aðrar stofnanir að halda
þessi ákvæði í heiðri og sambönd
þeirra og spítalans við erlenda kol-
lega og sjúkrahússtofnanir eru með
þeim ágætum að auðvelt hefur verið
að komast á námskeið, hæfíngar-
kennslu hverskonar, auk þátttöku í
daglegri starfsemi og læknaþingum.
Ósjaldan er einnig um þátttöku í vís-
indastarfsemi hinna ýmsu stofnana
að ræða. Allt þetta notfæra læknar
sér óspart og í raun verulega umfram
það sem þau námsleyfí sem felast í
kjarasamningum sjúkrahúslækna
leyfa og þá á eigin kostnaði.
Stjóm læknaráðs Landspítalans
harmar að með ummælum Guðjóns
Magnússonar um launuð störf lækna
í námsleyfum skuli vakin upp raka-
laus og ómaklega tortryggni í garð
sjúkrahúslækna.
GUÐMUNDUR Bjamason fyrrver-
andi heilbrigðisráðherra segist ekki
hafa gert samning um að Guðjón
Magnússon skrifstofustjóri ráðu-
neytisins fengi greitt uppsafnað
námsleyfí umfram kjarasamninga
lækna.
Guðmundur rakti á Alþingi í gær
bréfaskipti milli Guðjóns Magnússon-
ar og sín í tengslum við ráðningu
Guðjóns sem skrifstofustjóra heil-
brigðisráðuneytisins árið 1990.
I umsóknarbréfi óskaði Guðjón,
sem þá var aðstoðarlandlæknir, eftir
að fá að gegna áfram varafor-
mennsku í Alþjóðasambandi Rauða-
krossfélaganna. Einnig bað hann um
að fá áfram laun samkvæmt kjara-
samningi Læknafélagsins og að
gegna áfram hlutastarfí sem dósent
við læknadeild HÍ. Þá vakti Guðjón
athygli á því í bréfínu, að hann hefði
skýrslu á ensku um öldrunarmál á
íslandi. Mér var síðar falið að þýða
skýrsluna á íslensku og fyrir þá vinnu
fékk ég greitt sérstaklega. Þar sem
ég er stödd í Finnlandi get ég að svo
stöddu ekki gefið upplýsingar um
hve há sú greiðsla var. I námi mínu
naut ég styrkjar frá Alþjóðaheil-
brigðismálastofnuninni, sem nægði
fyrir skólagjöldum, auk þess sem ég
fékk styrk úr Thor Thors sjóðnum,
sem mig minnir að hafi verið um
eitt þúsund dollarar í einni greiðslu.“
Staðan ekki búin til
Dögg sagði að staða deildarstjóra
í alþjóða- og lögfræðideild hafí ekki
verið búin til fyrir sig. „Þegar ég
sneri heim eftir tveggja ára dvöl
vestanhafs hafði Almar Grímsson,
deildarstjóri, sem fór með alþjóða-
mál, nýlega hætt störfum í ráðuneyt-
TVEIR bílar lentu hvor framan á
öðrum á brúnni yfír Jökulsá á Breiða-
merkursandi síðdegis á laugardag.
Ökumaður annars bílsins var fluttur
með þyrlu á slysadeild Borgarspítal-
ans. Loka þurfti veginum í hálfan
annan tíma vegna slyssins. Báðir
bílamir vom íjarlægðir með kranabíl.
Brúin er hálfgerð blindhæð vegna
sér námsleyfí samkvæmt kjarasamn-
ingum.
Guðjón var settur í starf skrif-
stofustjóra nokkru síðar og þá skrif-
aði Guðmundur Bjarnason honum
bréf um setningu hans í starfíð. Þar
kemur fram að fallist var á skilyrði
Guðjóns varðandi kjarasamning og
aukastörf sem hann vildi gegna. „Um
áunninn námsleyfísrétt vegna starfa
yðar sem aðstoðarlandlæknir fer
samkvæmt samningum," segir síðan
að lokum í bréfínu.
Ferðakostnaður ekki mál
ráðherra
Guðmundur sagði að Guðjóni hafði
fljótlega boðist tímabundin prófess-
orsstaða við háskóla í Gautaborg.
Þar sem Guðjón hefði þá verið að
vinna að mörgum mikilvægum störf-
inu. Það þótti eðlileg skipan mála
að ég tæki við þeim málaflokki, auk
lögfræðilegra verkefna í ráðuneytinu
og að sá sem leysti mig af í öldrunar-
málum héldi áfram með þau verk-
efni. Ég var síðan skipuð einn fjög-
urra skrifstofustjóra ráðuneytisins
árið 1990, af þáverandi heilbrigðis-
ráðherra."
Hvað varðar þá staðhæfíngu
Morgunpóstsins, sem höfð er eftir
heimildum innan ráðuneytisins, að
Dögg leiti beint til ráðuneytisstjór-
ans, föður síns, vegna staðfestinga
á utanlandsferðum, þá sagði Dögg
að sú regla gilti í ráðuneytinu að
sérhverjum starfsmanni bæri að leita
samþykkis ráðuneytisstjóra fyrir ut-
anferðum. „Það nær því engri átt
að reyna að halda því fram, að um
mig gildi sérreglur í þessu sam-
bandi,“ sagði hún.
Dögg bætti því við, að hún hefði
starfað í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu á annan áratug,
undir yfírstjórn fímm ráðherra. „Eg
hef ekki merkt að litið væri svo á
að ég væri í starfi mínu undir sér-
stökum vemdarvæng ráðuneytis-
stjóra eða að störf mín væm þannig
vaxin að ég þyrfti á því að halda.“
þess hve kúpt hún er og vegna þess
að lægð er í veginn beggja megin
við. Timburgólf er í henni og erfitt
að hemla á henni ef bílar koma inn
á hana á einhverri ferð í bleytu.
Ökumaðurinn sem fluttur var Borg-
arspítalann er ekki talinn í lífshættu.
Hjón, sem voru í hinum bílnum reynd-
ust vera með minniháttar meiðsl.
um fyrir ráðuneytið sagðist Guð-
mundur hafa talið það mikilvægt að
Guðjón sinnti starfí sínu þar áfram
en jafnframt væri það mikill heiður
fyrir Guðjón og íslenska heilbrigðis-
þjónustu að hann þægi starfið í
Gautaborg.
„Við gerðum um það samkomulag
hvernig að því yrði staðið, hvemig
það myndi falla að störfum hans í
ráðuneytinu og hvernig hægt væri
að sinna þessum störfum báðum
samtímis. Auðvitað kann það að vera
umdeilanlegt að ráða menn til þess
að gegna tveimur stöðum á sama
tíma,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði það síðan ekki vera á
verksviði ráðherra að fara yfír ferða-
kostnaðarreikninga heldur yfirmanna
embættisins. Það hlyti síðan að vera
hlutverk ríkisféhirðis og launadeildar
að gera við þá athugasemdir.
Mennta-
málaráð-
herra hef-
ur úthlutað
12,4 millj.
Menntamálaráðuneytið hefur sent
frá sér upplýsingar um ráðstöfunarfé
ráðherra, sem á þessu ári er 18 millj-
ónir króna. Ráðherra hefur þegar
ráðstafað tæpum 12,4 milljónum, en
í yfírliti ráðuneytisins er ekki tíundað
hvert hver styrkur rennur.
í yfírliti ráðuneytisins segir, að
ýmsir styrkir til einstaklinga og sam-
taka á þessu ári nemi tæpum fjórum
milljónum, undir liðnum „vísinda- og
fræðistörf" hafí verið úthlutað
styrkjum til einstaklinga og samtaka
að upphæð rúmar .2,5 milljónir króna
og undir liðnum „listir framlög" hafi
einstaklingar og samtök fengið
styrki að upphæð tæpar 4 milljónir.
Þá nemi ýmis framlög til safna 1,9
milljónum. Samtals hafí því verið út-
hlutað 12.380 þúsundum á þessu ári.
í upplýsingum ráðuneytisins segir,
að ráðstöfun þessa fjár sé ákveðin á
grundvelli athugunar, sem embættis-
menn ráðuneytisins geri á umsóknum
um styrki og leggi fyrir ráðherra. „Að
sjálfsögðu berast ráðherra beint ýmis
erindi sem fá venjulega athugun í
ráðuneytinu. Um geðþóttaákvarðanir
ráðherra er því ekki að ræða þegar
ráðstafað er safnliðum ráðuneytisin,“
segir í upplýsingunum.
------» » ♦-----
Fullyrð-
ingum um
beljukjöt
mótmælt
FORRÁÐAMENN Fjarðarkaupa og
Kjötbankans hafa sent frá sér yfír-
lýsingu til að.mótmæla þeim ummæl-
um Oskars Magnússonar, forstjóra
Hagkaups, í samtali við Morgunblað-
ið, að samkeppnisaðilar fyrirtækisins
selji „beljukjöt" öfugt við Hagkaup
sem skýri af hveiju verð hjá Hag-
kaupum sé hærra. Krefjast fyrirtæk-
in afsökunarbeiðni frá Oskari. í yfir-
lýsingunni segir:
„Fyrir skömmu kom í ljós í verð-
könnun að nautahakk var yfír 50
prósentum dýrara í Hagkaupi en
Fjarðarkaupum. í sömu könnun kom
í ljós að innkaupakarfan var dýrust
í Hagkaupi en sex verslanir voru
ódýrari, þar með talin Bónus, Fjarð-
arkaup, Kjöt og fískur, Garðakaup
og 10 til 11.
í tilefni af þessari könnun lét Ósk-
ar Magnússon, forstjóri Hagkaupa,
hafa eftir sér í viðtali við Morgun-
blaðið fullyrðingar sem ekki er hægt
að láta ósvarað. Hann sagði m.a. að
„hinir" seldu „beljukjöt" en ekki
hann. Hann sagði að „hinir“ blönd-
uðu próteini og vatni í kjötið en ekki
hann.
í ljósi þessara ummæla vilja for-
ráðamenn Fjarðarkaupa og Kjöt-
bankans, sem vinnur allt nautahakk
fyrir Fjarðarkaup, láta koma fram:
I Fjarðarkaupum eru seldar tvær
tegundir nautahakks: 1. flokkur sem
unninn er úr ungneytakjöti og er
hakkið sem tekið var i umræddri
verðkönnun, og svo 2. flokkur sem
unninn er úr aðeins feitara kjöti.
í Fjarðarkaupum er ekki selt kjöt
sem unnið er úr „beljukjöti" og ekki
próteinbætt eða vatnsblandað hakk
og hefur ekki verið. Að halda slíku
fram er ekkert annað en rógur af
verstu tegund og við skorum á Ósk-
ar Magnússon að biðjast afsökunar
á þessum ummælum.
Hins vegar mætti spyrja Óskar
að því hvert sé innihald „nautgripa-
hakksins" sem selt er undir vöru-
merkinu „Góður kostur“ í verslunum
Hagkaupa - og reynir nú á neyt-
endablaðamenn að kynna sér það.“
Læknaráð Land-
spítalans harmar
ummæli Guðjóns
Mcrgunblaðið/Sævar Sigurðsson
BÍLARNIR skemmdust
mikið og þurfti að fjar-
lægja þá með kranabíl.
Ökumaður annars bíls-
ins var fluttur mikið
slasaður með þyrlu á
Borgarspítalann. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Slys við Jökulsá á Breiðamerkursandi
Brúin eins og blindhæð
Guðmundur Bjamason fyrrverandi heilbrigðisráðherra
Samdi ekki um greiðsl-
ur umfram samninga
til þessa ekki átt þess kost að nýta
*
*
I
í
>
\
i
I
I
I
I
:
:
I