Morgunblaðið - 11.10.1994, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Málflutningi í héraðsdómi lokið í meintu skattsvikamáli fyrrum tryggingayfirlæknis
Verjandi segir jafn-
ræðis ekki hafa gætt
við meðferð málsins
HELGI V. Jónsson, hrl., vetjandi
Bjöms Önundarsonar, fyrrum
tryggingayfirlæknis, sagði við mál-
flutning sakamálsins vegna meintra
skattsvika Bjöms í héraðsdómi
Reykjavíkur í gær að Bjöm og aðr-
ir læknar sem skattayfírvöld hafí
tekið til rannsóknar vegna meints
undandráttar á tekjum við örorku-
mat hafi ekki fengið að njóta jafn-
ræðis á við aðra borgara í landinu
og hafí mál þeirra hlotið mun harka-
legri meðferð en önnur sambærileg
mál. í fyrsta skipti í sögunni hafi
málum sem eingöngu snúist um
ætluð brot á lögum um tekju- og
eignarskatt, en ekki jafnframt t.d.
brot á hegningarlögum, verið vísað
til dómsmeðferðar en ekki afgreidd
innan skattkerfísins. Veijandinn
kvaðst telja meðferð málsins á rann-
sóknarstigi andstæða lögum og
rakti ágalla sem hann teldi að ættu
að leiða til frávísunar málsins. Hann
fór sérstaklega hörðum orðum um
þátt ríkisskattstjóra í málinu og
sagði að dóttur Bjöms Önundarson-
ar hefði verið vikið úr starfí lögfræð-
ings í virðisaukaskattsdeild Ríkis-
skattstjóra vegna hinna ætluðu
brota föður hennar á lögum um
tekju- og eignarskatt. Þá sagði hann
að Bjöm og fjölskylda hans hefðu
setið undir stöðugum fjölmiðlaárás-
um í á fjórða ár og hefði sú herferð
byggst á upplýsingum frá opinber-
um starfsmönnum sem brotið hefðu
lögbundna þagnarskyldu sína.
Sigríður Jósefsdóttir saksóknari
fer með málið fyrir hönd ákæru-
valdsins. í ákæra ríkissaksóknara
er Birni Önundarsyni gefíð að sök
að hafa vantalið samtals 15,8 millj-
ónir króna á skattframtölum sínum
á árunum 1989-1989 vegna tekna
áranna 1988-1900. Um hafí verið
að ræða tekjur af sjálfstæðri starf-
semi við gerð örorkumata fyrir
tryggingafélög samhliða starfí sínu
hjá Tryggingastofnun ríkisins og
þar með komist hjá því að greiða
rúmlega 5,9 milljónir króna í tekju-
skatt og útsvar.
15,8 milljónir vantaldar
Tekjur ársins 1988 hafí verið
vantaldar um 3,6 milljónir króna,
sem leitt hafí til þess að ríkissjóður
hafí það ár orðið af um 1.250 þús-
und krónum í tekjuskatt og útsvar.
Árið 1989 hafí tekjumar verið van-
taldar um 5,1 milljón og álagðir
skattar því orðið um 1,9 milljónum
lægri en rétt var og árið 1990 hafí
tekjur verið vantaldar um rúmar 7
milljónir króna og það ár hafí ríkið
með hinum meintu brotum verið
hlunnfarið um tæplega 2,8 milljónir
króna í tekjuskatt og útsvar. Brot
læknisins era talin varða við 107.
grein laga um tekju- og eignarskatt
þar sem veitt er heimild til að refsa
manni sem skýrir rangt eða villandi
frá einhveiju sem máli skiptir um
skatta hans af ásetningi eða stór-
Hefur þú kynnt
þér
Lífeyrissjóðinn
Einingu?
Hringdu í síma 689080
og fáðu upplýsingar
KAUPÞING HF.
- löggilt verðbréfafyrirtæki -
kostlegu hirðuleysi með sektum sem
nemi allt að tífaldri þeirri skattfjár-
hæð sem undan er dregin. í málatil-
búnaði ákæravaldsins er einnig vís-
að til 6. málsgreinar 107. greinar
þar sem segir að sé brot ítrekað eða
sakir miklar varði brot, auk sektar,
varðhaldi eða fangelsi allt að 6
áram.
Hefur greitt um 9 millj. í skatt
og álag
Fram kom að vegna málsins hefði
Bjöm Önundarson sætt endur-
ákvörðun skatta fyrrgreindra ára.
Niðurstaða þar orðið sú að krefja
hann um rúmlega 9 milljónir króna
í vangoldin gjöld að meðtöldu álagi
og hefði Bjöm greitt þá fjárhæð
alla. Frá sektarfjárhæð beri að
draga álag sem Björn hafí þegar
greitt til ríkissjóðs.
Sigríður Jósefsdóttir saksóknari
sagði að tii þess að geta með óyggj-
andi hætti aflað tæmandi upplýs-
inga um þau örorkumöt sem Bjöm
hefði unnið að árin 1988-1990 hefði
rannsóknin þurft ná aftur til ársins
1979 þar sem líkamstjónamálum
væri haldið opnum í allt að 10 ár
hjá tryggingafélögum. Rannsóknin
hefði hins vegar takmarkast við
árið 1986 og sagði Sigríður að því
væru niðurstaðan um 15,8 milljón
króna undandrátt ekki endilega
tæmandi og m.a. væri óljóst hvort
upplýsingar um þær 1.273 þúsund
króna tekjur sem Bjöm taldi fram
vegna vinnu við örorkumat þessi ár
kæmu fram í niðurstöðum rann-
sóknarinnar.
Saksóknari sagði að fram hefði
komið hjá Birni að hann teldi sig
eiga rétt á að draga frá tekjum
vegna örorkumats ýmsan kostnað
en allar upplýsingar um þann kostn-
að væru ófullnægjandi enda hefði
Bjöm ekki haldið bókhald eins og
honum hefði borið að gera. Sak-
sóknari kvaðst telja vafasamt að
hægt væri að láta ákæravaldið bera
hallann af því að bókhald hefði ekki
verið fært. Bókhaldsvanræksla hefði
þær afleiðingar að ýmis atriði væru
óljósari en ella í málinu.
Sigríður Jósefsdöttir sagði að fjöl-
miðlaumfjöllun um mál Björns og
annarra tryggingalækna hefði verið
gríðarleg en hafnaði því að áhrif
þeirrar umfjöllunar bæri að virða
Birni til refsilækkunar. Brot hans
hafi orðið til þess að auka skatt-
byrði annarra borgara, þau hafí
verið stórfelld og til þess fallin að
spara honum umtalsverðan hágnað
á kostnað samfélagsins. Hún vísaði
sérstaklega í niðurstöðu Hæstarétt-
ar í hliðstæðu máli læknis sem
ákærður var fyrir að draga undan
15,5 milljónir króna frá skatti vegna
örorkumats og hefði verið dæmdur
til að greiða 3 milljónir króna í sekt
og hefði auk þess verið dæmdur í
3 mánaða varðhald skilorðsbundið
til 2 ára.
Formgallar leiði til frávísunar
Helgi V. Jónsson hrl., veijandi
Björns Önundarsonar, sagði að
skjólstæðingur sinn legði áherslu á
að fá fram niðurstöðu í þessu máli
en lögmaðurinn sagði að engu að
síður væru svo miklir formgallar á
meðferð málsins að þeir ættu að
leiða til þess að málinu yrði vísað
frá dómi. Teldi dómurinn hins vegar
ekki efni til frávísunar krafðist hann
sýknu en ella vægustu refsingar sem
lög leyfa.
Lögmaðurinn sagði Bimi Önund-
arsyni og öðram þeim læknum sem
skattkerfíð hefði tekið fyrir vegna
örorkumata hefði verið synjað um
að njóta þess jafnræðis sem tryggt
eigi að vera að menn njóti gagnvart
lögum.
í málum þeirra hafi í fyrsta skipti
verið vísað til dómsmeðferðar meint-
um brotum sem eingöngu varði lög
um tekju- og eignarskatt. í öðrum
ákæramálum hafi ávallt verið jafn-
framt um að ræða brot á öðrum
lögum, s.s. hegningarlögum, en hlið-
stæð mál hafí ávallt áður verið leidd
til lykta innan skattkerfísins, án
atbeina lögreglu og dómstóla.
Helgi V. Jónsson sagði að lögum
og venju samkvæmt önnuðust skatt-
stjórar sjálfir rannsóknir skattsvika-
mála en skattrannsóknastjóri ann-
aðist rannsóknir meiriháttar mála.
Eftir rannsókn taki ríkisskattstjóri
mál til meðferðar og leggi á gjald-
anda álag sem megi kæra til ríkis-
skattstjóra og síðan til yfirskatta-
nefndar. Fyrst eftir að endanlegur
úrskurður yfírskattanefndar liggi
fyrir sé heimilt að vísa málum til
opinberrar rannsóknar og dóms-
meðferðar. Gegn þessari reglu hafí
verið brotið við meðferð máls Bjöms
Önundarsonar og kollega hans því
svo virðist sem opinber lögreg-
lurannsókn á þeirra máium hafí
hafist meðan málið var enn til með-
ferðar hjá skattayfírvöldum og
skattayfírvöld hafí haldið afskiptum
af málinu áfram eftir að rannsókn
lögreglu hófst þrátt fyrir skýrar
lagareglur um það að eftir að opin-
ber meðferð vegna meints skatta-
lagabrots sé hafín eigi dómstólar
einir forræði málsins hvað varðar
ákvörðun skattstofna, vangoldinna
gjalda, sekta og annarra viðurlaga.
Fyrst eftir 18. janúar í ár, þegar
úrskurður yfírskattanefndar lá fyrir,
hefði verið heimilt að taka ákvörðun
um framhaldsmeðferð fyrir dómi en
það hefði ríkisskattstjóri hins vegar
gert í blóra við lög þegar á árinu
1992.
Vikið úr starfi vegna
rannsóknar á málum föður
Helgi V. Jónsson sagði að fram-
ferð ríkisskattstjóra í öllu þessu
máli hefði verið með ólíkindum og
tók sem dæmi að meðan rannsókn
málsins stóð yfir hefði dóttur Bjöms
Önundarsonar verið vikið fyrirvara-
laust úr starfi lögfræðings við virðis-
aukaskattsdeild embættisins eftir
að hún hafði starfað þar í tvo daga.
Ástæðan hafí verið sú að meint brot
föður hennar gegn lögum um tekju-
og eignarskatt höfðu verið tekin til
rannsóknar. í öllum samskiptum við
Ríkisskattstjóraembættið í þessu
máli hefði engin leið verið að koma
að rökum í sambandi við málstað
Bjöms Önundarsonar.
Lögmaðurinn sagði að annmarkar
á meðferð málsins væra slíkir að rík-
issaksóknara bæri að afturkalla
ákæra í málinu en ella bæri að vísa
málinu sjálfkrafa frá dómi. Málsmeð-
ferðin væri ekki lögum samkvæmt
og útilokað væri að leggja blessun
yfír það löglausa, tvöfalda kerfí um
álagningu opinberra gjalda sem
starfað hefði verið eftir í málinu þar
sem óljós skil hefðu verið á milli
áætlunar opinberra gjalda á stjóm-
sýslustigi og opinberrar rannsóknar
samkvæmt ákvæðum laga um með-
ferð opinberra mála.
Helgi sagði eitt einkenni máls-
meðferðarinnar vera það að í engu
hefði verið sinnt um þá lagaskyldu
að rannsaka einnig það sem Björn
Önundarson kynni að hafa sér til
málsbóta, t.d. varðandi þann kostn-
að sem hann hefði borið vegna gerð-
ar örorkumata, svo sem vegna vél-
ritunar-, skrifstofu- og innheimtu-
kostnaðar. Þannig væri niðurstaða
skattyfírvalda sú að gera ætti Birni
að greiða skatt vegna þóknunar til
verktaka fyrir vélritun; þóknunar
sem ekki hefði rannið til hans en
hann aðeins haft milligöngu um að
koma á framfæri, án þess að gerður
hefði verið nægjanlegur reki að því
að kanna sannleiksgildi fullyrðinga
Bjöms um að unnt væri að fínna
gögn sem styddu þann kostnað.
Vangoldnir skattar aldrei
meiri en 5,2 millj.
Helgi V. Jónsson sagði að ef far-
ið væri yfír gögn málsins án þess
að dreginn væri frá nokkur kostnað-
ur til lækkunar skattstofni yrði nið-
urstaðan sú að vangoldinn tekju-
skattur og útsvar Björns Önundar-
sonar hefði að hámarki numið 5,2
milljónum króna. Þá ætti dómurinn
eftir að meta hvað væri sanngjamt
og eðlilegt að meta til frádráttar
vegna kostnaðar Björns við starf-
semina í samræmi við fyrirliggjandi
gögn í málinu en Bjöm teldi sig
eiga rétt á því í samræmi við kjara-
samning Læknafélags Reykjavíkur
að litið yrði svo á að helmingur
greiðslna til hans teldust til launa
en helmingur til kostnaðar.
Þrátt fyrir að Björn hefði ekki
sætt sig við úrskurði skattyfírvalda
um mál hans hefði hann greitt í
samræmi við þá niðurstöðu og ættu
öll þau viðurlög sem hann hefði
þegar innt af hendi að koma til frá-
dráttar sektum.
Helgi sagði að í framkvæmd
hefðu sektir í skattamálum verið
mjög vægar og einungis fáum mál-
um hefði verið vísað til dómsmeð-
ferðar heldur hefðu skattyfirvöld
jafnan talið nægilegt að beita 25%
álagi á vantaldar tekjur. Sú venja
hefði hins vegar ekki verið látin
gilda um mál læknanna íjögurra.
Þrír þeirra hefðu kosið að halda
ekki uppi vömum, en sætta sig þess
í stað við óeðlileg málalok. Björn
einn hefði kosið að leita efnislegrar
niðurstöðu í málinu.
Helgi V. Jónsson sagði að Björn
Önundarsson ætti sér ýmsar máls-
bætur sem ættu að leiða til refsi-
lækkunar. Bjöm hefði tekið í upp-
hafí þá ákvörðun að stuðla að því
að upplýsa málið að fullu og greiða
það sem honum bæri miðað við eðli-
lega málsmeðferð. Hann hefði sjálf-
ur aflað gagna sem upplýst hefðu
um heildartekjur hans við gerð ör-
orkumats en þær upplýsingar hefðu
leitt til hækkunar á fjárhæð máls-
ins. Þá hefði hann greitt strax í
samræmi við úrskurð yfirskatta-
nefndar þótt hann hefði verið ósam-
mála niðurstöðunni. Þá yrði ekki séð
þegar tekið væri tillit til kostnað-
arfrádráttar að Bjöm hefði hagnast
veralega á hinu meinta undanskoti.
Bjöm væri 67 ára gamall og hefði
starfað sem opinber starfsmaður í
38 ár.
Fjölmiðlaaðkast brot á
Mannréttindasáttmála
Undanfarin 4 ár hefði hann og
fjölskylda hans orðið fyrir veralegu
aðkasti vegna meðferðar fjölmiðla
á málinu. Þótt saksóknari teldi þá
umfjöllun ekki eiga að hafa áhrif á
refsingu kvaðst Helgi ósammála því
enda væri öll umfjöllunin runnin
undan rifjum opinberra starfsmanna
sem hefðu brotið þagnarskyldu sína
og veitt upplýsingar um málið. Lög-
maðurinn sagði refsikenndar afleið-
ingar brota Björns komnar fram í
ríkum mæli. Hann hefði vikið úr
embætti og væri nú atvinnulaus.
Til þess bæri að taka tillit ásamt
atlögu fjölmiðla að fjölskyldu Björns
sem Helgi kvaðst telja andstæða
ákvæðum Mannréttindasáttmála
Evrópu. Að teknu tilliti til þess sem
Bjöm hefði þegar greitt mætti segja
að skattar hans til ríkisins séu að
fullu greiddir ásamt viðurlögum.
Hins vegar hefði málið orðið ríkinu
óþarflega dýrt í rekstri vegna þess
háttar að rannsaka málið samtímis
á tveimur vígstöðvum og vegna
þess háttarlags væri rétt að fella
allan sakarkostnað á ríkissjóð.
Að loknum málflutningi var málið
tekið til dóms og má vænta niður-
stöðu Hjartar O. Aðalsteinssonar
héraðsdómara og meðdómenda hans
á næstu vikum.