Morgunblaðið - 11.10.1994, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994
FRÉTTIR
Lena eignast
11 hvolpa
TÍKIN Lena, sem er 5 ára Gold-
en Retriever og ættbókarfærð,
hefur í nógu að snúast þessa
dagana því hún eignaðist 11
hvolpa fyrir 7 vikum. Að sögn
Njarðar Helgasonar, eiganda
Lenu, mun þetta vera eitt
stærsta got hjá tveimur hrein-
ræktuðum Golden Retriever-
hundum. Móðir Lenu var úr 11
hvolpa goti og virðist frjósemin
erfast til Lenu. Faðir hvolpanna
heitir Nollar Baldur Örn, en
hann er nýkominn í ræktun hér-
lendis.
Landssamtökin Þroskahjálp
Skorað á Alþingi
að tryggja mann-
réttindi fatlaðra
FULLTRÚAFUNDUR Landssam-
takann.a Þroskahjálpar sem hald-
inn var í lok september samþykkti
ályktun þess efnis að skora á Al-
þingi að tryggja mannréttindi fatl-
aðra þegar mannréttindaákvæði
Margir eiga erfitt með
að trúa verðinu á Peugeot 405
íslensku stjórnarskrárinnar verða
endurskoðuð.
Yfirskrift fundarins var mann-
réttindi, réttindagæsla, réttarör-
yggi og var ályktað um mannrétt-
indamál, skólamál, húsnæðismál
og málefni Kópavogshælis. Fund-
inn sóttu um 100 manns en hann
var öllum opinn. Fyrirlesarar komu
úr röðum alþingismanna, lögfræð-
inga, foreldra og fagfólks og vöktu
fyrirlestrar fulltrúa átaks félags
þroskaheftra mesta athygli.
Sú krafa samtakanna Þroska-
hjálpar var áréttuð að stjórnvöld
beiti sér strax fyrir úrlausnum í
búsetumálum mikið fatlaðra. Jafn-
framt var á fundinum gerð sú
krafa að þeim stæðu til boða sér-
hannaðar einstaklingsíbúðir þar
sem veitt væri sólarhringsþjónusta
sniðin eftir þörfum hvers og eins.
I skólamálum lýsti fundurinn yfir
áhyggjum sínum vegna þess að
ekki væri kveðið skýrt á um rétt
fatlaðra barna til sérkennslu og
sértæks stuðnings í drögum að
frumvarpi um grunnskóla og einn-
ig að það uppfyllti ekki þær vænt-
ingar foreldra fatlaðra barna um
einn skóla fyrir alla. Taldi fundur-
inn því rétt að endurskoða einstak-
ar greinar frumvarpsdraganna í
því skyni að tryggja rétt fatlaðra
barna til náms í heimaskóla með
afgerandi hætti.
Að lokum lýsti fundurinn yfir
ánægju sinni með þá ákvörðun
stjórnarnefndar Ríkisspítalanna að
búa íbúum Kópavogshælis sama-
stað annars staðar.
Brattabrekka
Þrennt á
sjúkrahús
ÞRENNT var flutt á Borgarspítala
eftir árekstur í Bröttubrekku
skömmu eftir kl. 1 aðfararnótt
laugardags.
Tveir fólksbílar skullu saman á
blindhæð með þeim afleiðingum
að bílstjórarnir og farþegi í öðrum
bílnum slösuðust töluvert. Þre-
menningarnir voru fluttir með
sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi
og stuttu síðar var einn þeirra
fluttur með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar á Borgarspítala. Hann var
með höfuðáverka en ekki talinn í
lífshættu. Meiðsl hinna voru minni
og voru þeir fluttir til Reykjavíkur
í sjúkrabíl um nóttina. Bílamir
voru fluttir burt með kranabíl.
Slysið átti sér stað Borgarfjarðar-
meginn, um 3,2 km frá þjóðvegin-
um.
Sorp brennur
hjá Sorpu
ELDUR kom ugp í sorpi á urðunar-
stað Sorpu í Álfsnesi snemma á
laugardagsmorgun. Slökkviliðs-
menn frá Reykjavík voru um fjóra
klukkutíma að ráða niðurlögum
eldsins. Fjöldi slökkvi- og vatnsbíla
tók þátt í slökkvistarfinu og eins
var notast við stórvirkar vinnuvél-
ar, sem óku jarðveg yfir glæðurn-
ar. Talsverður reykur myndaðist,
m.a. logaði í dekkjum. Að sögn
slökkviliðs var erfitt að ráða niður-
lögum eldsins.
ísland er sérstætt land með sérstætt umhverfi.
íslendingar þurfa því Öðruvísi bíla.
Bila sem bera þá um misjafna vegi af sama fótvissa öryggi og íslenski hesturinn.
Bíla með mjúka langa fjöðrun, og sæti sem aldrei þreyta.
TogmikJar vélar i brekkurnar og sparneytni sem engir ná sem Frakkar.
Ríkulegan Staöalhúnaó s.s. vökvastýri, veltistýri, fjarstýrðar samlæsingar,
upphituð og hæðarstiJIanleg sæti og svo margt fleira.
Þaö er von aó fólk nuddi augun eftir aö hafa skoöaö 1995 árgeröina af
Peugeot 405 og lítur svo á veröiö. En þér er óhætt aö trúa þessu:
Peugeot 405 GLX: kr. 1.470.000
PEUGEOT
Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sími 42600.
I
<
<
<
I
I
'
:
i
í
i
i
I