Morgunblaðið - 11.10.1994, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
*
Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VIB
Ohjákvæmilegt að
hækka skamm tíma vexti
SIGURÐUR B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðs Is-
landsbanka, segir að vegna hækk-
andi vaxta á alþjóðlegum markaði,
óvissu um verðbólgu vegna ógerðra
kjarasamninga og loks hugsanlega
vegna aukinna umsvifa í þjóðarbú-
skapnum verði ekki hjá því komist
að hækka vexti á skammtímamark-
aði á næstunni. Þetta kom fram á
ráðstefnu íslandsbanka í gær um
efnhagshorfur og áhættustjórn.
„Slík hækkun er nauðsynleg til
að varðveita tiltrú manna á efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar en kjöl-
festa hennar er stöðugleiki og fast
meðalgengi krónunnar. Af þeim
ástæðum er það alls ekki veikleika-
merki á efnahagsstefnunni að
skammtímavextir hækki um sinn í
ljósi vaxtahækkana á alþjóðlegum
markaði og nokkurrar óvissu hér
innanlands. Þvert á móti bæri slík
hækkun vaxta vott um styrka stjórn
hér innanlands og væri í sama dúr
og vaxtahækkanir bandaríska seðla-
bankans um heil tvö prósent frá því
í febrúar á þessu ári og vaxtahækk-
un breska seðlabankans nú fyrir
mánaðaroótin."
Þá vakti Sigurður einnig athygli
á því að viðskipti á gjaldeyrismark-
aði yrðu algjörlega fijáls um næstu
áramót og gengi krónunnar myndi
þá ráðast í viðskiptum á markaði.
„Við þessar aðstæður eru vextir á
skammtímamarkaði nánast eina
stjórntækið í peningamálum sem
unnt er að beita til að viðhalda jafn-
vægi í efnahagslífmu. Af þessum
ástæðum er nú mikilvægara en
nokkru sinni fyrr að fjármál ríkissjóðs
séu tekin föstum tökum eins og gert
hefur verið síðustu misserin. En það
er líka mikilvægt að hyggja að heild-
areftirspurn í þjóðarbúskapnum."
Engin von um frekari
lækkun langlímavaxta
Sigurður sýndi á ráðstefnunni
fram á að skammtímavextir hér á
landi væru aðeins í Hollandi, Banda-
ríkjunum og Þýskalandi iægri en á
íslandi og jafnvel væru vextir hér
lægri en í Japan.
„íslendingar eru því staddir í sömu
klemmu og Þjóðverjar hafa verið í á
þessu ári og raunar fleiri þjóðir á
meginlandi Evrópu. Við þurfum í
reynd lægri vexti þegar til lengri
tíma er litið til þess að örva fjárfest-
ingu og auka hagvöxt. En sú vaxta-
hækkun sem riðið hefur yfir heims-
byggðina alla frá því í febrúar sl.
hefur gert að engu þá von að lang-
tímavextir geti lækkað meira hér á
íslandi um sinn. Það er að mínu viti
ósannfærandi að langtímavextir á
íslandi geti verið lægri en á markaði
í nálægum löndum jafnvel þótt hér
sé um fulla verðtryggingu að ræða.
Hvort langtímavextir eiga fyrir
höndum á næstu misserum er svo
annað mál og erfiðara við að eiga.“
Y//
Jra
comPAa
Ú TttlVUP
Einfaldlega
aco
SÍMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 l , ■
SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVÍK I/) //TTI
'■ass
Verslunar lagerhillur
Þungavöm„rekkar"
Stálhillur
/SUT/Cil/ iád
Greina„rekkar"
Milligólf
Iðnaðarvinnuborð
Plastskúffur
Þéttjhjólaskápar
ÆgFBfgi
\ V
Stál fataskápar og hólf ♦
,ri/
Ál og stálhillur
Calminor)
Lyftí- og léttítæki
ísoldhf.
Protema
Tpffnil
Umbods-& heildverslun
Faxafen 10,108 Reykjavík
Sími: 811091, Fax: 30170
Fagleg ráðgjöf.
Hagstætt verð.
Leitið tilboða.
VINNSLA á hurðarefni úr furu fyrir Bandaríkjamarkað hefur
verið dágóð búbót fyrir trésmiðju Byko í Njarðvík.
Byko þreifar fyrir sér á Bandaríkjamarkaði
Flytur út vörur úr
rússneskri furu
BYKO hf. hefur á undanförnum
mánuðum flutt út hurðarkarma og
hurðarlista úr valinni furu til Banda-
ríkjanna. Timbrið er keypt frá Rúss-
landi og Skandinavíu en síðan unnið
í verksmiðju Byko í Njarðvík. Þaðan
fer fullunnin vara til verslunarkeðju
í Chicago sem jafnframt framleiðir
hurðir.
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri
Byko, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að allt þetta ár hefði farið
um einn gámur á mánuði til Banda-
ríkjanna og pantanir lægju fyrir
fram að áramótum. „Þetta hefur
verið ágætt búsílag þótt gengisþróun
dollars hafi verið okkur óhagstæð.
Hér er um spennandi þróunarverk-
efni að ræða sem vonandi vindur
smátt og smátt upp á sig.“
Stefnt að áframhaldandi
útflutningi á næsta ári
Aðspurður um hvernig íslensk
framleiðsla úr innfluttri furu gæti
verið samkeppnisfær í Bandaríkjun-
um benti Jón Helgi á að búið væri
Olía
að loka stórum furuskógum fyrir
skógarhöggi í Bandaríkjunum.
„Þeir skógar sem eru nýttir eru
aðallega nokkuð vestarlega í
Bandaríkjunum, á Montanasvæð-
inu, þannig að fjarlægðin milli
þeirra og okkar markaðar er svipuð
og fjarlægðin til íslands. Við höfum
einnig aðgang að hráefni sem er
öðruvísi en fáanlegt er í Bandaríkj-
unum og það skapar okkur nokkra
sérstöðu.
Við stefnum að því að halda áfram
útflutningi á næsta ári því hann fell-
ur ágætlega að okkar starfsemi.
Glugga- og hurðamarkaðurinn hér
á landi hefur ekki verið mjög burðug-
ur að undanförnu og því höfum við
verið að leita leiða til þess að nýta
þá möguleika sem við höfum. Einnig
erum við byijaðir að framleiða lím-
trésplötur úr furu fyrir innanlands-
markað sem notaðar eru í borð, sól-
bekki o.fl. Þessar plötur hafa verið
fluttar inn fram að þessu og við
höfum vonir um að geta hafið út-
flutning á þeim.“
Rólegt á mörkuðum
þrátt fyrir spennu
London. Reuter.
VERÐ á hráolíu hækkaði um 31 sent
í gær vegna spennunnar við Persa-
flóa og tunnan seldist á 17.23 dollara.
Verðið komst hæst í 17.32 dollara
þegar fyrstu fréttir bárust um liðs-
safnað Iraka á föstudag, en lækkaði
síðar um daginn vegna spákaup-
mennsku. Verðið hafði verið á upp-
leið áður en fréttin barst og „hún
hefði haft meiri áhrif ef verðið hefði
verið á niðurleið“ að sögn verðbréfa-
sala í London.
Ólíklegt er talið að verðið hækki
meir nema því aðeins að olíubirgðum
Kúveits verði ógnað. „Við sáum
hvers herafli Bandamanna var
megnugur 1990 þegar hann stóð
andspænis miklu öflugra herliði,“
sagði sérfræðingur í London.
Þá hækkaði verð á olíu í 40.00
dollara um tíma, en það lækkaði í
aðeins 16.00 dollara í ársbyijun
1991, þegar í ljós kom að írakar
gætu ekki skert mikla framleiðslu-
getu Saudi-Araba.
Þegar afköst Kúveita og íraka
drógust saman juku OPEC-ríki
framleiðslu sína og nam aukningin
rúmlega einni milljón tunna á dag á
fjórða ársfjórðungi 1990.
Lítil líkindi eru talin til þess nú
að veruleg röskun verði á hráolíu-
framleiðslu Kúveita, sem er 2.00
milljónir tunna á dag - en írakar
þykja óútreiknanlegir. „Þótt olíu-
mannvirki Kúveita séu vel varin,“
sagði í nýlegri markaðsskýrslu, „yrði
aðeins ein eldflaugaárás á kúveizka
olíuhreinsunarstöð til þess að verðið
mundi ijúka upp úr öllu valdi.“
Mengun
Kodak greiðir
8 milljóna dala sekt
New York. Reuter.
FYRIRTÆKIÐ Eastman Kodak Co.
hefur samþykkt að greiða átta millj-
óna dollara sekt og mun veija mörg-
um milljónum dollara til þess að
gera við og endurbæta holræsi í iðn-
görðum sínum i Rochester, New
Yorkríki.
Sektin er sú fyrsta samkvæmt
alríkislögum um eftirlit með holræs-
um. Kodak mun standa fyrir sex
umhverfisáætlunum til þess að
greiða þijá milljónir dollara af sekt-
inni. Áætlanirnar verða að minnsta
kosti 12 milljóna dollara virði og
munu draga úr hættulegum úrgangi
í iðngörðum Kodaks.