Morgunblaðið - 11.10.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 23
LISTIR
Ur heimi
skáldskaparins
BRÍET Héðinsdóttir í hlutverki Karenar Blixen í Dóttir Lúsífers.
LEIKLIST
Þjóðlcikhúsið
DÓTTIR LÚSÍFERS
Höfundur: William Luce. Þýðing:
Ólöf Eldjárn. Lýsing: Ásmundur
Karlsson. Leikmynd og búningar:
Hlín Gunnarsdóttir. Leiksljóri: Há-
var Sigurjónsson. Frumsýnt á Litla
sviðinu 8.10.
KAREN Blixen skilgreindi sjálfa
sig oft sem norn, sem „dóttur Lúsí-
fers“ sem hefði gengist hinum fallna
ljósengli á vald gegn því að hennar
sára lífsreynsla umbreyttist í sögur
handa öllum heiminum að lesa. Norn-
in var hið eina kvenhlutverk sem bjó
yfir sköpunargáfu, að mati Karenar
Blixen, og þar af leiðandi það eina
kvenhlutverk sem hún taldi hæfa
sjálfri sér, segir Soffía Auður Birgis-
dóttir í grein sem hún ritar í leikskrá.
Leikritið er eintal Karenar Blixen
í tveimur þáttum og gerist fyrri þátt-
urinn á gamlárskvöld 1958 og hinn
síðari í apríl 1959. í millitíðinni hefur
Karen farið sína fyrstu og einu ferð
til Bandaríkjanna. Hún er öldruð og
iasburða og stiklar á stóru í lífi sínu;
yijar sér við endurminningarnar þar
sem sterkustu og heitustu myndirnar
eru frá Afríku. Hún staldrar við at-
burði sem hafa haft afgerandi áhrif
á líf hennar; sjálfsvíg föður hennar,
hjónabandið með Bror von Blixen,
sem smitaði hana af sýfilis, dvölina
í Afríku, ástarsambandið við Denys
Finch-Hatton, dauða hans, gjaldþrot-
ið í Afríku, heimkomuna og hvernig
ritlist hennar spratt upp úr öllu mót-
lætinu. Það var ekkert eftir. Hún var
peningalaus, ómenntuð, kvenkyns,
og átti ekki margra kosta völ.
Frásögnin er heillandi; það er mik-
ið af kaidhæðni Karenar Blixen í
verkinu, sem er ákaflega vel skrifað.
í fyrri hlutanum er hún að pakka
niður í koffort, því tveimur dögum
seinna er hún að leggja upp í ferð
til Bandaríkjanna, þar sem hana
langar virkilega til að hitta Marilyn
Monroe. Hún dregur hveija spjörina
á eftir annarri út úr skápnum. Allar
hafa þær nafn og tengjast atburði
sem Karen segir frá. En þótt frá-
sögnin byggi á atburðum sem hafa
haft afgerandi áhrif á líf hennar,
verið eins konar vendipunktar, flæðir
hún fram, eins og Karen stökkvi úr
einu í annað. Ekki svo að skilja að
verkið sé sundurlaust - heldur þvert
á móti. Hún hefur alltaf lokið við
að segja það sem hún ætlaði að segja
og það er unaður að hlusta á þennan
texta.
Það skemmir hreint ekki fyrir að
Bríet Héðinsdóttir er sú sem fer með
hlutverk Karenar Blixen og leikur
hennar er hreint út sagt stórkostleg-
ur. Bríet leikur afburða vel á alla
strengi þessarar stórbrotnu konu;
eftirvæntingu út af Ameríkuferðinni,
kaldhæðni þess sem hefur lifað af
þótt örlögin hafi stöðugt reynt að
leggja hana að velli, ástina sem hún
hefur þorað að varðveita í minningu
sinni, sársauka þess sem hefur elskað
mikið og misst allt, reiði vegna kynja-
misréttis, beiskju vegna ævarandi
sjúkleika, þjáningu vegna afleiðinga
af heldur ógeðfelldum kynsjúkdómi
- en þrátt fyrir allt hefur hún haldið
tilfinningum vináttu og hlýju í garð
allra sem á meðvitaðan eða ómeðvit-
aðan hátt hafa átt þátt í að gera líf
hennar erfitt. Hún elskar enn lífíð
og hefur ódrepandi áhuga á fyrirbær-
um þess. Hún hefur hafið sig yfir
daglegt amstur, búið sér til heim þar
sem er gott að vera og þaðan getur
hún vegið allt og metið upp á nýtt
- úr heimi skáldskaparins.
Leikmyndin er sérlega falleg. Þótt
ljóst sé að húsgögn og innréttingar
séu komin til ára sinna, er klassi
yfir umhverfinu. Það er augljóst
hvers konar einstaklingur býr í hús-
inu. Búningarnir sem Blixen dregur
út úr skápunum eru heilt safn dýrð-
legra kjóla sem unun er á að horfa.
Aftur á móti var ég ekki eins hrifin
af búningunum sem hún klæddist í
sýningunni. Mér fannst litirnir ein-
faldlega draga lit úr andlitinu á Brí-
eti - ef frá er talið bleikbrúnt sjal
sem hún bregður stundum upp. Þá
var eins og allir drættir skýrðust og
hún var ekki eins óljós. Lýsingin var
skemmtilega unnin og féll mjög vel
að frásögninni, einkum þegar sagt
var frá Afríku.
Leikstjórnin er unnip af mikilli
vandvirkni. Þagnir nákvæmar, þann-
ig að spenna myndast í frásögninni,
hreyfíngin á sviðinu er mjög góð og
mér finnst lögnin á Blixen mjög góð.
Það er auðvelt að líta á hana sem
kaldhæðið hex og víst er að Bríet
hefur leikið nokkur slík. Hér hefur
hins vegar verið farin sú leið að
mýkja Blixen við minningareldinn
og hún verður svo mennsk og lítil
og stór og veik og sterk. Þetta er
sýning sem enginn sá sem ann góðu
leikhúsi ætti að láta fram hjá sér
fara. Þetta er ekki sýning, sem mað-
ur hrópar húrra og vei yfir. Það er
of mikill klassi yfir henni fyrir svodd-
an upphrópanir - og þar er leikur
Bríetar Héðinsdóttur þungavigtar
atriði.
Súsanna Svavarsdóttir
Svipmynd-
ir Páls
Isólfssonar
ÍSLENSK tónverk-
amiðstöð hefur gef-
ið út „Svipmyndir -
lög fyrir pian-
oforte" eftir Pál
ísólfsson, safn
verka frá ýmsum
tímum í lífi tón-
skáidsins sem hugs-
aði þau til útgáfu
undir heitinu „Svip-
rnyndir". Páll entist
ekki þeilsa til að
búa til Svipmyndir
til prentunar en Örn
Magnússon píanó-
leikari hefur fylgt
verkinu úr hlaði.
Meðal verka í
safninu má nefna
Lítinn vals sem var
gjöf skáldsins til
Jórunnar Viðar á
12 ára afmælisdegi
hennar, Veislan á Sólhaugum - for-
leikur úr samnefndu leikriti Ibsen,
Öskumenúett og Saknaðarstef sem
Páll skrifaði í minningu síns kærasta
vinar, Davíðs Stefánssonar. Árið
1965 var, að beiðni tónskáldsins,
gerð upptaka af stórum hluta þess-
ara verka hjá Ríkisútvarpinu. Píanó-
leikari var Jórunn Vlðar.
Hér eru pólifónísk verk, tækifæris-
verk, leikhústónlist, ljóðræn og
dramatísk verk. Upphaf útgáfunnar
má rekja til 100 ára fæðingarafmælis
Páls ísólfssonar sem var í fyrra, en
formlegur útgáfudagur safnsins 12.
október er fæðingardagur skáldsins.
Páll ísólfsson
Örn
Magnússon
Kýldu á þetta tilboð - það er ekki spurning!
Sláðu til!
TÖLVA 06 PRENTARI
FRA KR. 137.900,-
Ótrúlegt verð á Digital tölvuni og
HP DeskJet bleksprautuprenturuin.
Tilboðsverð á tölvu og prentara
frá kr. 137.900. Prentarasnúra
og 500 blaða pappírspakki
t a
<>
*
HEWLETT
PACKARD
---. 5
W P A iSLAUðl M*»
ö
L U A
\>X
Þekking - þróun - þjónusta
ÖRTÖLVUTÆKNI
Skeifunni 17 sími 687220
BACKMAN