Morgunblaðið - 11.10.1994, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.10.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 27 AÐSENDAR GREINAR Hófadynur í heilbrigðis- ráðuneytinu TILEFNI þessarar greinar eru furðufregnir um „uppsafnaðan rétt embættislækna til námsferða". Þrisvar sinnum hefir Morgunblaðið birt fréttir af þessu máli en því meir sem um það verður kunnugt veldur það meiri furðu og hneyksl- an. í dag„ 2. október, birtir blaðið fregn um málið á 4. síðu. Ekki ætl- aði ég að trúa mínum eigin augum því að mér fannst skína ósvífni og siðleysi útúr þessu greinarkorni. Verða nú rök færð fyrir hneykslan minni. Námsleyfi lækna Læknafélag íslands hefur í kjara- samningum sínum lagt áherslu á viðhaldsmenntun lækna, sem oft verður að sækja erlendis. Þá er að sjálfsögðu átt við þá lækna, sem lækningar stunda en varla embættis- lækna. Um störf embættislæknanna hlýtur að gilda eitt og hið sama og þeirra sem í stjórnsýslunni vinna. Auk þess sem embættislæknar sitja í vinnu sinni ráðstefnur hérlendis sem erlendis og fylgjast þannig með þróun í heilbrigðisþjónustu. Eðli máls samkvæmt er viðhalds- menntun lækna svokölluð símenntun sem á því að fara fram með jöfnu millibili. Það er því fjarri lagi að Ef milljónir hafa verið greiddar til þiggja lækna, án heimilda í lögum eða kjarasamn- ingum, er, að mati Brynleifs H. Stein- grímssonar, eðlilegt að krafa verði gerð um endurgreiðslu í ríkissjóð. hægt sé að geyma þennan rétt ti) náms árum saman eða í áratug eins og dæmi mun um. Það er í rauninni óþarft að taka það fram að tilgangur vinnuveitand- ans, þ.e. ríkisins í þessu tilfelli, er sá að bæta þann vinnukraft, lækn- ana og þjónustu þeirra við almenn- ing. Fari læknir ekki til náms á hann engan rétt á greiðslum, hvorki í launum, dagpeningum né ferða- kostnaði. í kjarasamningi sjúkra- húsa- og heilsugæslulækna er að finna ákvæðin um námsleyfi. Spurn- ingin er hvort þessir samningar eigi við um embættislækna þá sem hér um ræðir. Fordæmin eru verst Ráðuneytisstjórinn Páll Sigurðs- son lýsir því yfir í Mbl, í dag, 2. október, að dæmi um það að læknum séu greidd námsleyfi, laun, dagpen- ingar og ferðakostnaður langt aftur í tímann séu fleiri en hvað varðar fyrrverandi tryggingalækna og nú- verandi skrifstofustjóra heilbrigðis- ráðuneytisins. Það er eins og hann vilji með því réttlæta þær greiðslur sem áður eru nefndar. Með öðrum orðum fordæmin réttlæta. En sagan er ekki öll sögð. I grein- arkorninu í dag segir: „í þessum til- vikum hafa menn ekki átt þess kost að taka fríin.“ Hver trúir nú þessari fullyrðingu? Ekki gerir undirritaður það. Þetta er greinilega ætlað þeim sem ekki þekkja til málavaxta, sauðsvörtum almúganum, sem er þó ekki eins sauðsvartur og sumir hyggja. Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum: „Páll kvaðst sammála fjármála- ráðherra um að leysa ætti slíka samninga innan þess fjárlaga- raamma, sem gilti á hveijum tíma. Það hefði verið gert.“ Hver trúir nú þessari fullyrðingu? Ekki geri ég það. Eins og alþjóð er kunnugt, er heilbrigðis- þjónustan rekin með miklum halla og rekst- urinn því ekki innan ramma fjárlaga eða eins og segir ofan fjárlaga- rammans. Auk þess er þessi svokallaði fjár- lagarammi mótaður af sundurliðuðum rekstrarreikningi sem er um leið áætluð heim- ild til kostnaðar á hveij- um rekstrarlið. Þetta Brynleifur H. Steingrímsson hljóta þeir í ráðuneyt- inu að vita. Eins hljóta þeir að vita að milljóna greiðslu til einstakl- inga innir enginn opin- ber aðili af hendi án fjárlagaheimildar eða samkvæmt kjarasamn- ingi. Það er hörmulegt að verða vitni að slíkum málatilbúnaði hjá hátt- settum embættis- manni. Lokaorð Hér hefur verið reif- að mál sem er í eðli sínu mjög alvarlegt. Málið snertir hinn almenna lækni í landinu þó að hann eigi enga hlut- deild í því. Hér er um hreint innan- hússvandamál heilbrigðisráðuneytis- ins að ræða. Ef það reynist rétt að milljónir hafi verið greiddar til þriggja lækna án þess að fyrir því sé heimild í lög- um eða kjarasamningum, hlýtur sú spurning að vakna hver beri ábyrgð á þessum gjörningi? Hver eru viður- lögin? Gæslumenn ríkissjóðs hljóta að fjalla um mál af þessu tagi. Eðlilegt þætti undirrituðum sam- kvæmt ofangreindu að krafa verði gerð um endurgreiðslu í ríkissjóð. Höfundur er læknir á Selfossi. A Bylgjunni frá 1. Kartöfluuppskeran er mikil í ár. Um leið og við hvetjum landsmenn til að borða þessa hollu, bragðgóðu og ódýru fæðu bjóðum við þeim að taka þátt í lukkupotti Ágætis. Þátttökuseðlar leiksins eru á Ágætis kartöflupokum. Það eina sem þátttakendur þurfa að gera er að klippa miðann af pokanum og setja hann í Ágætis póstkassa eða senda til Bylgjunnar, Lynghálsi 5, frá 1. til 29. október. Dregið verður úr lukkupottinum á hverjum virkum degi á Bylgjunni. Þrjú hundruð heppnir þátttakendur fá 1000 kr. úttektarmiða á Hard Rock Cafe. Og sá allra heppnasti fær nýjan Renault Twingo frá Bílaumboðinu hf. að verðmæti kr. 838.000.-, sem dreginn verður út laugardaginn 5. nóvember í beinni útsendingu á Bylgjunni Renault fOFA GUORÚNAR ÖNNU HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.