Morgunblaðið - 11.10.1994, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
+ Sigurður Guð-
mundsson var
fæddur að Görðum
í Beruvík í Breiðu-
víkurhreppi á Snæ-
fellsnesi 18. apríl
1912. Hann lést í
Landspítalanum um
morguninn 26. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ólöf Kristjánsdóttir
og Guðmundur
Brynjólfsson er
bjuggu að Görðum.
Þau eignuðust sex
börn og eru nú fjög-
ur þeirra látin. Kris-
tjón, Brynjólfur, Ólafur og svo
nú Sigurður. Tvö þeirra eru á
lífi, Jóhanna og Maríus. Eigin-
kona Sigurðar var Friðbjörg
Ólafsdóttir, f. 17. desember
1919, d. 22. mars síðastliðinn.
Eignuðust þau eina dóttur, Ól-
öfu Sigurðardóttur, gift Guð-
mundi Einarssyni rafvirkja-
meistara. Þau búa í Garðabæ
og eiga þrjú börn, Sigurð, sem
stundar nám við Háskóla Is-
lands, Einar Gunnar rafvjrkja
og Margréti Björgu nema. Útför
^ Sigurðar fer fram frá Fossvogs-
kapellu í dag.
ÞEGAR sólin er hæst og sendir hlýja
geisla sína á lífið hér á jörð, fer
ekki hjá því að mismunur verður
míkill þegar ský dregur fyrir sólu
og það haustar að. En það er eitt-
hvað sem við fáum ekki við ráðið.
Við minnumst hér elskulegra
hjóna og vina okkar sem eru nú
bæði búin að kveðja þennan heim á
.þessu ári. Þar er höggvið mikið skarð
fyrir ættingja og vini, ekki síst fyrir
dóttur þeirra og barnabörn sem var
þeim mjög náin.
Þessi hjón voru alltaf kölluð með-
al vina og ættingja Fríða og Siggi.
Sigurður Guðmundsson var fæddur
18. apríl árið 1912 að Görðum í
Beruvík í Breiðuvíkurhreppi á Snæ-
fellsnesi. Hann ólst upp í Görðum í
Beruvík en þar bjuggu foreldrar
hans ásamt sex börnum þeirra.
Jörðin Garðar var meðalgóð jörð.
Þetta var fjáijörð ásamt útræði. Sig-
urður vann að búinu en bræður hans
fóru á vertíð á vetrum eins og þá
var títt. Þannig var sameiginlega
unnið að nýtingu jarðarinnar. Siggi
var í Görðum þar til hann og æsku-
vinkona hans hófu búskap. Fyrst í
Nýjubúð í Beruvík en
síðar losnaði jörðin
Saxhóll og fengu þau
hana til ábúðar.
Kona Sigurðar var
Friðbjörg Ólafsdóttir.
Var hún fædd í Reykja-
vík 17. desember 1919.
Hún var tekin í fóstur
af ömmu sinni og afa
eftir að hún missti móð-
ur sína þá tveggja ára.
Hún ólst upp í Ytra-
Einarslóni í Breiðuvík-
úrhreppi á Snæfellsnesi
þar sem amma hennar,
Ásgerður Vigfúsdóttir,
og Jón Ólafsson bóndi
og skáld bjuggu.
Siggi og Fríða fluttu um vor að
Saxhóli þar sem þau unnu hörðum
höndum að byggja upp sitt heimili.
Þar var gestkvæmt þar sem jörðin
liggur við þjóðbraut er farið var út
á Hellissand. Þar þurfti unga fólkið
að koma við og var þar alloft gist.
Alltaf var nóg pláss og öllum tekið
opnum örmum er þar áttu leið um.
Þau bjuggu á Saxhóli í nokkur ár,
en þá varð Siggi fyrir því að missa
heilsuna og varð að fara suður á
Vífilsstaði. Þar dvaldist hann um
nokkurn tíma en náði að komast til
sæmilegrar heilsu með hjálp konu
sinnar og hjúkrun góðs fólks.
Nú urðu kaflaskipti í lífi þeirra.
Þau brugðu búi og fluttu alfarið til
Reykjavíkur, þar sem Siggi þurfti
að láta fylgjast með sér vegna sinna
veikinda. Þau fengu íbúð í Laugar-
nesi og var þar eins og áður mjög
gestkvæmt og öllum veitt eins og
efni stóðu til. Heilsan hjá Sigga kom
smátt og smátt, þó varð hann að
fara vel með sig.
í nóvember 1947 fæddist þeim
stúlka sem varð þeirra sólargeisli
allt þeirra líf. Var hún. skírð Ólöf í
höfuðið á föðurömmu sinni. Um
þetta leyti fluttust þau í Skeijafjörð,
þar sem Siggi var svo heppinn að
fá starf sem vallarvörður á Melavelli.
Það var vinur hans Baidur Jóns-
son sem réð hann. Störfuðu þeir
saman um 35 ára tímabil ásamt fleiri
góðum félögum. Siggi starfaði við
Melavöllinn þar til hann var lagður
niður, en þá vann hann á Laugar-
dalsvelli í nokkur ár þar til hann lét
af störfum vegna aldurs. Siggi
minntist oft á Baldur Jónsson sem
þann mann sem hjálpaði honum er
erfiðleikar steðjuðu að og var hann
vinur í raun. Einnig minntist hann
oft á Grétar Jónsson sem einn af
t
Hjartkær systir okkar,
ELÍN KARÍTAS THORARENSEN.
Hagamel42,
sem andaðist 30. september, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 12. október kl. 13.30.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formá-
lanum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Hildur Thorarensen,
Ólafur Thorarensen,
Aðalsteinn Thorarensen.
Minningarkort
Styrktarfélags
Krabbameinssjúkra
barna
fást í Garðsapóteki og
Rey kjavíku rapóteki.
H
Styrktarfélag krabbamelnsBjúkra barna
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!
þessum sómamönnum er hann um-
gekkst í lífi sínu.
Siggi og Fríða bjuggu í nokkur ár
í Skeijafirði en svo keyptu þau íbúð
á Lynghaga 12 og þar undu þau sér
mjög vel.
Eftir að Siggi lét af störfum vegna
aldurs fluttust þau hjónin í Garðabæ
til þess að vera nær dóttur sinni og
fjölskyldu sem þar býr. Leið varla
sá dagur að dóttir þeirra eða fjöl-
skylda vitjaði þeirra ekki.
Oft skruppum við hjónin til þess
að heimsækja þessi elskulegu hjón
sem tóku alltaf á móti okkur með
brosi á vör. Þau nutu þess að fá
gesti inn á sitt heimili.
Við hjónin munum alltaf minnast
þeirra með þakklæti fyrir það er þau
gerðu fyrir son okkar er hann varð
oft að fara til Reykjavíkur til lækn-
inga eftir slys sem hann lenti í. Einn-
ig var heimili þeirra alltaf opið fyrir
honum er hann fór síðar í nám til
Reykjavíkur.
Eftir að Siggi missti yndislega
konu sína, sem var honum stoð og
stytta í gegnum árin, fluttist hann
að Hrafnistu í Hafnarfirði. Dvaldi
hann þar um nokkurn tíma, þar til
hann var fluttur á Landspítalann þar
sem hann lést fáum dögum síðar.
Við vottum dóttur þeirra og íjöl-
skyldu hennar okkar dýpstu samúð.
Upp til himins ligpr leið,
lífsins eftir runnið skeið,
þar sem dýrðar ljósin ljóma,
lofgjörð tunpr guði róma,
öll er horfin angursneyð.
Þar er yndi, þar er friður,
þar er lífsins fagurt skjól
þar er engin þraut né kliður,
þar skín drottins náðarsól.
(Jón Olafsson frá Einarslóni.)
Matthías og Friðbjörg (Lína).
Eg ætla fyrir hönd okkar afabam-
anna, að kveðja hann afa, Sigurð
Guðmundsson, með nokkrum orðum.
Það er ekki langt síðan hún amma
okkar, Friðbjörg Ólafsdóttir, lést, og
nú er hann afi farinn til hennar. Ég
held að honum leiðist það ekki. Því
þau voru alveg einstök, þau voru
mjög samrýnd og nutu þess alltaf
að vera saman. Aldrei heyrði maður
þau rífast eða deila, þau voru sam-
mála í öllu. Nú sameinast þau aftur
hjá Guði en verða ávallt með okkur
krökkunum í minningunni.
Hann afi var alltaf svo góður við
okkur, hann vildi allt fyrir okkur
gera og reyndi að styrkja okkur eins
og hann gat og hvetja okkur til dáða.
Hann ýtti alltaf á það að við værum
nú dugleg að læra og kenndi okkur
góða siði, eins og að vera góð við
mömmu og pabba.
Þegar við vorum litlir, vorum við
svo heppnir að fá að vera flestar ef
ekki allar helgar hjá afa og ömmu
á Lynghaganum og á laugardags-
morgnum fórum við með honum upp
á Melavöll og vorum þar í fótbolta
og að leika okkur allar helgar. Þar
var mikið líf og gaman að vera.
Afi var sjómaður að vestan,
hraustur og duglegur ungur maður,
þau amma byijuðu að búa saman
fyrir vestan, en fluttu síðan til
Reykjavíkur þegar afi fékk berkla
og þurfti að liggja á Vífilsstaðaspít-
ala. Eftir það fór hann síðan að vinna
á Melavellinum og vann þar í u.þ.b.
40 ár eða allt þar til hann varð að
fara á eftirlaun, þó fékk hann að
vinna lengur en gengur og gerist,
fyrir tilstuðlan vinar síns Baldurs
Jónssonar vallarstjóra.
Afa fannst leiðinlegt að þurfa að
hætta á Melavellinum, enda var þar
alltaf líf og flör og hann eignaðist
ijölmarga vini og kunningja þar, sem
hringdu og heimsóttu hann reglulega
þrátt fyrir að vera tugum ára yngri
en hann. Leit hann á marga þeirra
sem syni sína.
Það er á hreinu að kynslóðabilinu
var ekki fyrir að fara hjá honum afa
og er nú ekki langt síðan við strák-
arnir sátum heila kvöldstund og
drukkum öl með honum og skemmt-
um okkur hið besta, hann virtist
ekki vera árinu eldri en við. Mamma
okkar, Ólöf Sigurðardóttir, og við
krakkarnir voru augasteinarnir hans
afa og það sem hann lifði fyrir. Þeg-
ar hann heyrði um veikindin hennar
mömmu, varð það honum um megn
og nú er hann farinn til ömmu, þar
sem þau munu fylgjast með okkur
og styrkja, þar til við komum til
þeirra. Við þökkum fyrir allar þær
stundir sem við áttum með honum
afa og þær deyja ekki, líkt og segir
í Hávamálum.
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjalfr it sama;
en orðstírr
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getr.
Sigurður Guðmundsson.
Sigurður Guðmundsson vinur
minn og samstarfsmaður í yfir 35
ár er látinn. Við byijuðum svo til
samtímis á Melavellinum 1950. Hann
hafði ungur maður fengið bijóst-
himnubólgu og berkla upp úr því,
sem títt var á þeim tíma. Það hefur
verið mikið áfall fyrir hann, ungan
og hraustan, en hann tók þessu mjög
skynsamlega, sætti sig við orðinn
hlut, þó þungur væri, en oft leið
honum illa þó hann bæri það ekki á
torg. Hann hafði fengið bata, þó aldr-
ei væri hann heill.
Sigurður vann öll sín störf af mik-
illi samviskusemi og trúmennsku,
vann sér vináttu og traust hundruð
manna og kvenna með hjálpfýsi og
einlægri framkomu, enda kunni
íþróttafólk yfirleitt að meta hann.
Það gat nú stundum þykknað í mín-
um manni, en fáa hefi ég þekkt sem
hafa kunnað að stilla skap sitt sem
hann. Var það helst þegar honum
eða öðrum var sýnd ruddamennska
eða óréttlæti, það þoldi hann ekki.
Sjálfur var hann afar dagfarsprúður
maður, hann hafði yndi af skák og
brids.
Rætur Sigurðar lágu undir Jökli
vestur, kallaði sig Sandara en var
frá Saxhóli. Eftir kynni mín af Sig-
urði og bræðrum hans, Kristjáni og
Maríusi, er ég þakklátur forsjóninni
að hafa leitt okkur saman. Orðum
þessara drengja var hægt að treysta
og þeir undir Jökli mega ver hreykn-
ir ef þeir eiga marga slíka.
Þrátt fyrir allt var vinur minn
gæfumaður. Hann eignaðist snemma
lífsförunaut, Friðbjörgu Ólafsdóttur
(hún lést nú í vor) sem annaðist
hann í veikindum og umfram allt gat
honum dóttur sem varð augasteinn
þeirra beggja. Ekki varð fögnuðurinn
minni þegar Lóló giftist þeim góða
dreng Guðmundi Einarssyni, sem
bæði Fríðu og Sigga þótti mjög vænt
um, enda hefur hann reynst þeim
frábærlega vel. Þá var gleðin mikil
þegar barnabörnin komu, Sigurður,
Einar og Björg, öll hafa þau reynst
þeim afa og ömmu frábærlega vel
og veitt þeim margar gleðistundir.
Þökk sé þeim.
Vináttu Fríðu og Sigga við mig
og fjölskyldu mína þakka ég. Sú vin-
átta var okkur öllum mikils virði.
Sigurður var því 82 ára þegar
hann kvaddi þennan heim. Við vinnu-
félagarnir frá gamla góða Melavellin-
um kveðjum þennan hugljúfa dreng
og þökkum liðnar stundir. Hann
ávann sér traust og vináttu okkar
allra sem með honum unnu.
Ólöfu, Guðmundi og börnum
þeirra sendi ég samúðarkveðjur.
Megi allar góðar vættir fylgja þeim
um ókomin ár.
Baldur Jónsson.
EIRÍKUR KRISTINSSON
+ Eiríkur Krist-
insson fæddist
úð Miðsitju í
Blönduhlíð í Skaga-
firði 24. maí 1916,
og ólst þar upp í
föðurgarði. Hann
lést á heimili sínu á
Akureyri 4. októ-
ber. Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
inn Jóhannsson
bóndi á Miðsitju í
Blönduhlíð í Skaga-
firði, f. 1886, d.
1941, og Aldís
Sveinsdóttir, f.
Ertidrvkkjur
Glæsileg kaíli-
hlaðborð lidlegir
salir og mjög
gtk) l)jóiuista.
Upplýsingar
í$íma22322
1890, d. 1977, ættuð
úr Lýtingsstaða-
hreppi, dóttir
Sveins Eiríkssonar
kennara þar. Bræð-
ur Eiríks voru
Hjörleifur, f. 1918,
bóndi á Gilsbakka í
Austurdal í Skaga-
firði, d. 1993,
Sveinn, f. 1925,
sagnfræðingur í
Reykjavík, Þor-
björn, f. 1921, bú-
settur á Akureyri,
og Jökull, f. 1935,
einnig búsettur á
Akureyri. Fyrri kona Eiríks var
Stefania Siguijónsdóttir, f. 11.
maí 1918. Þau skildu. Börn
þeirra voru: Kolbrún, f. 12.
ágúst 1944, bankaritari í
Reykjavík, og Kristinn, f. 18.
febrúar 1946, afgreiðslumaður
í Reykjavík, d. 1991. Seinni
kona hans var Sesselja Þor-
steinsdóttir, f. 5. maí 1924. For-
eldrar hennar voru Þorsteinn
Eianrsson bóndi í Tungukoti í
Austurdal í Skagafirði, f. 1902,
d. 1979, og kona hans Ingibjörg
Sigurjónsdóttir, f. 1899, látin.
Börn þeirra: Olöf Margrét, f.
1954, búsett í Reykjavík; Birg-
ir, f. 1955, iðnverkamaður í
Reykjavík; Hólmfríður Ingi-
björg, f. 1958, sjúkraliði á Ak-
ureyri; og Einar Vilhjálmur, f.
1966, einnig búsettur á Akur-
eyri. Útför Eiríks fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag.
EIRÍKUR vann í vegavinnu á sumr-
um á menntaskólaárum sínum.
Hann útskrifaðist frá MA 1937 með
einhverri alhæstu einkunn, sem
nokkru sinni hefir verið gefin þar
úr máladeild. Á háskólaárum sínum
kenndi hann í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar árin 1937-1942, og
auk þess stundaði hann einka-
kennslu með háskólanáminu. Hann
útskrifaðist vorið 1944 með ein-
hverri allra hæstu einkunn, sem
hefir verið gefin í íslenskum fræð-
um frá upphafi.
Að námi loknu varð hann aðstoð-
arritstjóri fyrirhugaðrar orðabókar
Háskólans um hríð, en varð svo
kennari í Gagnfræðaskóla ísafjarð-
ar og síðar 1961-1972 við Grunn-
skólann á Skagaströnd, en 1972
flutti hann sig til Akureyrar og rak
þar einkakennslu til starfsloka. Þá
vann hann um hríð við ritun Skag-
firskra æviskráa, II.-IV. bindis, sem
og V. bindis. Hann bjó fjölda bóka
undir prentun og skrifaði dagbók í
hálfa öld.
Eiríkur var glæsimenni á velli,
vörpulegur, íturvaxinn og kvikur í
hreyfingum, andlitið fagurt, með
hrafnsvart hár og dökkbrún skarp-
leg og greindarleg augu. Hann var
hrífandi skemmtilegur í samræðum,
enda fjölfróður, hagmæltur og mál-
snjall. Ég votta ættingjum hans,
tengdafólki og vinum dýpstu samúð
mína í sorg þeirra og söknuði og
bið hinum látna allrar blessunar á
æðri tilverustigum. Blessuð sé
minning Eiríks Kristinssonar.
Hafþór Guðmundsson, dr. jur.