Morgunblaðið - 11.10.1994, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJU DAGUR 11. OKTÓBER 1994 39
MIWWIIMGAR_
GUÐLAUGINGE-
MANN-HANSEN
+ Guðlaug Jón-
dóttir Inge-
mann-Hansen var
fædd á Brekkum í
Holtum 8. júní 1914.
Hún lést í Kaup-
mannahöfn 19. ág-
úst síðastliðinn. Út-
för hennar fór fram
í Kaupmannahöfn
27. ágúst. Foreldr-
ar hennar voru
hjónin Jónína Þor-
steinsdóttir og Jón
Jónsson. Þau fluttu
að Sumarliðabæ
þegar Guðlaug var
tveggja ára og þar ólst hún
upp. Guðlaug átti sex systkin
og einn uppeldisbróður, Hilmar
Bjarnason. Nú eru þijár systur
á lffi og einn bróðir. árið 1939
fór Guðlaug til Kaupmanna-
hafnar og þar kynntist hún eft-
irlifandi manni sínum, Michael
Ingemann-Hansen. Þau gengu
í hjónaband 22. apríl 1944.
Eignuðust þau tvo syni, Thorst-
en 1944 og Anker Jon 1948.
Barnabörnin eru fjögur.
MIG langar að minnast Laugu
frænku minnar með nokkrum orð-
um. Lauga var uppeldissystir föður
míns, Hilmars Bjarnasonar, en þau
ólust upp á Sumarliðabæ í Holtum
í Rangárvallasýslu, ásamt systkin-
um sínum, Þorgerði Guðrúnu, Jó-
hönnu og Aðalsteini Jónsbörnum.
Sjálfur eyddi ég stórum hluta
fyrstu sex til sjö æviáranna á Sum-
arliðabæ hjá systkinunum Steina
og Gerðu, sem þar héldu bú, en
þá var Lauga frænka löngu flutt
til Danmerkur.
Lauga hafði ung hleypt heim-
draganum og í Kaupmannahöfn
fundið sinn lífsförunaut í Michael
Ingemann-Hansen, ljúfum manni
með létta lund og skemmtilegan
húmor að hætti Dana. Þau Michael
eignuðust tvo syni, Thorsten og
Anker Jon,. sem báðir eru virtir
læknar í Danmörku, Thorsten í
Árósum, Anker í Kaupmannahöfn.
Barnabörnin eru fjögur.
Ég kynntist þeim heiðurshjónum
Laugu og Michael fyrst þegar ég
á 16. ári stundaði nám í sumar-
skóla á Jótlandi. Um mitt sumar
var tveggja vikna frí og þá gisti
ég á heimili þeirra hjóna á Isa-
fjordsgade 7 á Islands Brygge. Þau
tóku mér unglingnum mjög vel og
æ síðan hef ég gert mér far um
að koma við á lsafjarðargötu núm-
er 7 þegar leið mín
hefur legið um „kóngs-
ins Köben“. Mér hefur
einhvem veginn fund-
ist ég ekki geta komið
við í Kaupmannahöfn
án þess að heilsa upp
á bestu vini mína í
Danaveldi. Og það var
ekki annað á Laugu og
Michael að sjá en að
þeim þætti jafnvel
pínulítið vænt um þá
tryggð sem ég gerði
mér far um að sýna
þeim. Að minnsta kosti
voru móttökumar
ávallt hlýjar og góðar; Michael bauð
alltaf upp á bjór, sem oftar en ekki
var vel þeginn, og Lauga tíndi til
góðgæti eins og henni einni var
lagið.
Þau em ekki mörg heimilin í
þessum heimi sem mér þótti betra
að sækja heim en það á Isa-
fjordsgade 7, 3. hæð. Besta heim-
sóknin þangað átti sér stað fyrr á
þessu ári, þegar við faðir minn fór-
um í stutta ferð til Kaupmanna-
hafnar. Við notuðum tækifærið,
heimsóttum Laugu frænku, buðum
þeim hjónum út að borða og áttum
ógleymanlega kvöldstund saman.
Þetta var stuttu eftir gullbrúðkaup
Laugu og Michael, en mánuði fyrir
áttræðisafmæli Laugu. Okkur
feðgum þótti ótrúlegt til þess að
hugsa að hún væri að verða átt-
ræð, því hún leit mjög vel út og
var eins hress andlega sem líkam-
lega og hún hafði verið síðustu
áratugina. Ekki gat okkur grunað
að þetta yrði í síðasta skipti sem
við nytum návista við okkar góðu
vinkonu. En enginn veit hvenær
kallið kemur og þótt sárt sé að sjá
á eftir Laugu frænku yfir móðuna
miklu er það þó huggun harmi
gegn að hún fékk hvíldina strax
og heilsan gaf sig. Það hefði verið
erfiðara að þurfa að horfa upp á
hana þjást.
Lauga frænka var glæsileg
kona, heiðarleg og góð, með
glettnisglampa í augum. Hún var
ein hlýjasta manneskja sem ég hef
fyrir hitt og gaf gott fordæmi með
sinni hógværð, lítillæti og aðstoð
við þá sem minna mega sín. Ég
votta vini mínum Michael, sonunum
Thorsten og Anker og fjölskyldum
þeirra, systkinum Laugu og öðrum
aðstandendum mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Guðlaugar
Ingemann-Hansen.
Hörður Hilmarsson.
1. deildarkeppnin
jafnari en í fyrra -
SKAK
Deildakeppni SI, fyrri
hluti, 7.-9. okt.
FYRRI hlut-
inn af deilda-
keppni Skák-
sambands ís-
lands 1994-95
var tefldur um
helgina. Tölu-
verð félagaskipti
að undanfömu
reyndust ekki
hafa teljandi
áhrif á gang
keppninnar.
Stórmeistaram-
ir Jóhann
Hjartarson, Hannes Hlífar Stefáns-
son, Jón L. Árnason og Helgi Áss
Grétarsson tefldu fyrir Taflfélag
Reykjavíkur sem hefur ömgga for-
ystu, en þó ekki eins afgerandi og
eftir fyrri hlutann 1993. Skákfélag
Akureyrar er í öðm sæti rétt eins og
í fyrra og er nokkuð bil í næstu sveit-
ir.
Skákfélag Hafnarfjarðar kom
langmest á óvart með góðri frammi-
stöðu og er í þriðja sæti, en Hafnfirð-
ingamir voru fyrirfram álitnir líkleg-
ustu fallkandídatarnir. Taflfélag
Kópavogs, sem kom upp úr annarri
deild í vor, stóð engan veginn undir
væntingum. TK teflir fram næstum
alveg nýju liði með Helga Ólafsson,
stórmeistara, á fyrsta borði en er
aðeins í sjötta sæti og í botnbarátt-
unni með B-sveit TR og Skáksam-
bandi Vestfjarða.
Deildakeppninni vex stöðugt fisk-
ur um hrygg enda er hún ein
skemmtilegasta keppni ársins. Hún
er orðin mun jafnari en á ámm áður
og er enn eitt merki þess að breidd-
in sé loksins að aukast til muna í
íslensku skáklífi. Það er ekki bara í
fyrstu deild sem harðsnúnir skák-
menn sitja að tafli. í annarri og þriðju
deild há öflugar sveitir harða baráttu
og jafnvel í fjórðu deild er félag með
tvo fyrrverandi íslandsmeistara inn-
anborðs. Jón Kristinsson og Helgi
Ólafsson, eldri, tefla fyrir Taflfélag
Hólmavíkur, sem þykir afar sigur-
stranglegt í deildinni.
Staðan eftir fjórar umferðir af sjö
í deildakeppninni:
1. deild:
1. Taflfélag Reykjavíkur 23 v.
2. Skákfélag Akureyrar 19‘A v.
3. SkákfélagHafnarfjarðar 17 v.
4. -5. Taflfélagið Hellir 15‘/2 v.
4.-5. Taflfélag Garðabæjar 15’/2 v.
6. Taflfélag Kópavogs 13'/2 v.
7. Tf. Reykjavíkur, B-sveit 12'/2 v.
8. Skáksamband Vestfiarða 11 'h v.
2. deild:
1. Tf. Reykjavíkur, D-sveit 19 v.
2. Tf. Vestmannaeyja 14l/z v.
3. Sf. Akureyrar, B-sveit 13'/2 v.
4. Taflfélag Akraness 12‘/2 v.
5. -6. Sb. Vestfiarða, B-sveit 11‘/2 v.
5.-6. Tf. Reykjavíkur, C-sveit 11V2 v.
7. Ungmennasamb. Eyjafiarðar7‘/2 v.
8. Ungmennas. A-Húnvetninga 6 v.
3. deild:
Skákfélag Keflavíkur 15 v.
2. Tf. Kópavogs, B-sveit 15 v.
3. Sf. Akureyrar, C-sveit 14 v.
4. Skákfélag Selfoss 13'/2 v.
5. Tf. Reykjavíkur, G-sveit 10 v.
6. -8. Ums. Eyjafjarðar, B-sveit 9'/2 v.
6.-8. Tf. Reykjavíkur, F-sveit 9'/2 v.
6.-8. Tf. Hellir, B-sveit 9'/2 v.
4. deild, A-riðiIl:
1. Tf Garðabæjar, B-sveit 11'/2 v.
2. Tf Reykjavíkur, E-sveit 10 v.
3. Sf. Keflavíkur, B-sveit 7'/2 v.
4. Tf. Akraness, B-sveit 7 v.
4. deild, B-riðill:
1. Taflfélag Hólmavíkur 15 v.
2. Tf. Vestmannaeyja, B-sveit 11 v.
3. Tf. Reykjavíkur, H-sveit 6 v.
4. Tf. Garðabæjar, C-sveit 4 v.
4. deild, C-riðiIl á Akureyri:
1. Skáksamband Austurlands 15 v.
2. Sf. Akureyrar, D-sveit 13 v.
3. Taflfélag Húsavíkur 4'/2 v.
4. Sf. Akureyrar, E-sveit 3V2 v.
í vor tefla sigurvegaramir í riðíun-
um þremur í fjórðu deild til úrslita,
ásamt TR, E-sveit, sem sigraði TV,
B-sveit, 4 ‘/2-1 ‘/2, í aukakeppni um
fjórða úrslitasætið.
Vegna allra félagaskiptanna
þurftu fyrrum samheijar oft að ber-
ast á banaspjótum. Strax í fyrstu
umferð sló í brýnu á milli þeirra
Gylfa Þórhallssonar og Jóns Garðars
Viðarssonar sem til margra ára voru
vopnabræður í Skákfélagi Akur-
eyrar:
Hvitt: Gylfi Þórhallsson, SA
Svart: Jón Garðar Viðarsson, TK
Sikileyjarvörn
l.e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 - a6, 5. a3
Þessi rólegi leikur sneiðir hjá al-
faraleiðum í Paulsen-afbrigðinu í
Sikileyjarvöm. Hann hindrar svart í
að leppa hvítan riddara á c3 með
Bb4.
5. - Rf6, 6. Rc3 - Dc7, 7. Be2 -
Rc6, 8. Be3 - b5, 9. 0-0 - Bb7,
10. Khl!? - Rxd4, 11. Dxd4 - d5
Gylfi hefur flýtt sér hægt í bytjun-
inni og svartur reynir að notfæra sér
það með því að tefla hvasst.
12. exd5 - Rxd5,13. Rxd5 - Bxd5,
14. Hfdl - Bd6
Það væri glapræði að seilast í
peðið á c2 án þess að hafa lokið litte-
skipaninni á kóngsvæng. Eftir 14. -
Dxc2?! 15. Bf3 - Hd8, 16. Hacl -
Df5, 17. Db6 er svartur í miklum
vandræðum. Nú gæti Gylfi sjálfur
tekið peð, en eftir 15. Dxg7 - Be5,
16. Dg5 - Bxb2 er staðan tvísýn.
15. Hacl - Be5, 16. Db4 - Hb8,
17. f4 - Bf6?
Þetta er afar skiljanlegur leikur
því það virðist sem næsti leikur hvíts
sé ekki mögulegur. Hins vegar lítur
17. - Bd6!, 18. Dd4 - 0-0, illa út
vegna 19. c4. En þá á svartur lag-
lega leið til að jafna taflið: 19. -
bxc4!, 20. Bxc4 - Bxc4, 21. Hxc4 -
Da5!, því 22. Dxd6? gengur ekki
vegna 22. - Hbd8,.
abcde f g h
Hótar bæði 19. - Bxg2 og 19. -
a5. Hvitur verður því að fóma skipta-
mun, en fómin reynist mun hættu-
legri en Jón Garðar hefur órað fyrir.
19. Hxd5H - exd5?
Betri varnarmöguleikar vom
fólgnir í 19. - Dxd5 en eftir 20. Hdl
- Df5, 21. Bd3 - Dh5, 22. Hd2!
getur svartur ekki lokið liðsskipan
sinni og hvítur hótar bæði 23. f5 og
23. a4.
20. Bf3 - Hb7, 21. Hel+ - Kd8,
22. Hdl - Hd7, 23. c4! -
Glæsilegpr lokahnykkur. Eftir 23.
- bxc4, 24. Db8+ - Dc8, 25. Bb6+
- Ke7, 26. Hel+ verður svartur máL.
23. - Kc8, 24. cxd5 - a5, 25. Bg4!
- Hhd8, 26. dxc6 og svartur gafst
upp.
Margeir Pétursson
Gylfi
Þórhallsson
skólar/námskeið
nudd
■ Nám í nuddi
hjá Nuddstofu Reykjavíkur
Nám í svæfiamerftferð alls 280
kennslustundir (4 hlutar).
Akureyri:
2. hluti 9.-13. nóv. ’94.
3. hluti 1- 5. febr. ’95
4. hluti 3.- 7. maí ’95.
Reykjavík:
1. hluti 19.-23. okt. ’94.
2. hluti 2.- 6. nóv. ’94.
3. hluti 8.-12. febr. ’95.
4. hluti 10.-14. maí '95.
Grunnnámskeið
í slökunarnuddi (20 kennslust.).
Nuddstofa Reykjavíkur.
Uppl. og innritun í símum
96-24517 og 91-79736.
tölvur
■ Tölvunámskeið
- Windows 3.1.
- Word 6.0 fyrir Windows og Macin-
tosh.
- WordPerfect 6.0 fyrir Windows.
- Excel 5.0 fyrir Windows og Macin-
tosh.
- PageMaker 5.0 fyrir Windows/Mac-
intosh.
- Access 2.0 fyrir Windows.
- Paradox fyrir Windows.
- PowerPoint 4.0 fyrir Windows/Mac-
intosh.
- Tölvubókhald.
- Novell námskeið fyrir netstjóra.
- Word og Excel uppfærsla og fram-
hald.
- Unglinganám.
- Windows forritun.
Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar
kennslubækur fylgja öllum námskeiðum.
Upplýsingar og skráning í síma 616699.
Tölvuskóli Reykiavíkur
'v.-.v.v.v.ví ■ Borgartúni 28. sími 616699
STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS
OG NÝHERJA
69 77 69 <33>
62 1 □ 66 NÝHERJI
■ Tölvuskóli í fararbroddi
öll hagnýt tölvunámskeið.
Fáðu senda nýju námsskrána.
ýmlslegt
■ Ættfræðinámskeið
5-7 vikna hefjast eftir miðjan sept. Frá-
bær rannsóknaraðstaða. Tek saman
ættir og hef á annað hundrað ættfræði-
og æviskrárrita til sölu.
Ættfræðiþjónustan,
Brautarh. 4, s. 27100 / 22275.
Hlemmi 5,2. hæð, 105 Reykjavík.
Opið alla virka daga frá kl. 10—15.
Sími: 91-629750.
Myndsendir 91-629752.
Rafpóstur: brefask@ismenntis.
Sendum f póstkröfu um allt land.
■ Sjálfstyrking - lífefli - Gestalt
Vertu þinnar gæfu smiður.
7 vikna námskeið að hefjast.
Sálfræðiþjónusta,
Gunnars Gunnarss.,
sími 641803.
MATREIÐSLUSKÓUNN
UKKAR
■ Námskeið í matargerð
Indversk matargerð 18. okt.
Smurbrauð 24. okt.
Sælgæti með kaffinu 25. okt.
Kökuskreytingar 3. nóv.
ftölsk matargerð 7.-8. nóv.
Upplýsingar í síma 653850
myndmennt 1
■ Myndlistarnámskeið
Leiðbeini við ýmsar greinar myndlistar.
Einnig úr efnisafgöngum.
Innritun hafin í síma 611614.
Björg ísaksdóttir.
■ Bréfaskólanámskeið: Grunnteikn-
ing, Líkamsteikning, Litameðferð og
Listmálun, Skrautskrift, Innanhússarki-
tektúr, Híbýlafræði, Garðhúsagerð og
Teikning og föndur. Fáið sent kynningar-
rit skólans án kostnaðar.
Pantanir og upplýsingar í sím-
um 627644 og 668333 eða póst-
hólf 1464, 121 Reykjavík.
I starfsmenntun
Læriö vélritun
Vélritun er undirstaöa tölvuvinnslu.
Kennum fingrasetningu sem er
grunnurinn aö því að fólk geti nýtt
sér ritvél eða tölvu. Einnig kenndar
uppsetningar. Morgun- og kvöld-
námskeið byrja 17. október.
Innritun I símum 28040 og 36112.
Vélritunarskólinn.