Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 43 BREF TIL BLAÐSINS Ökumenn dáleidd- ir eða allsgáðir? Frá Sveini Ólafssyni: MIKIÐ vorkenni ég mönnum sem ekki geta skoðað málefni í rökréttu samhengi, og virðast sérhæfa sig í hnútukasti og því, að reyna að ófrægja viðleitni annarra til að vara við almennri hættu á alvarlegum meiðslum, jafnvel örkumlum og fjárhagstjóni vegna gáleysis. Eitt slíkt dæmi kom í lesandabréfi í blað- inu í dag, 6. október, frá manni að nafni Ásmundur Uni Guðmundsson á Akranesi, í tilefni af einni af við- vörunum mínum í bréfum til blaðs- ins, er birtist 16. september sl. - Hann hneykslast og óskapast yfir því, að ég skuli leyfa mér að nota augun (og bílspeglana - til hvers eru þeir?) til að sjá viðbrögð, hegð- un og sofandahátt ökumanna í umferðinni, sem reynslan sannar að bjóða hættunni heim, - þar sem fjölda-árekstrar hafa orðið á bílum í strollu, sem keyra of nærri hver öðrum - ekki einn heldur tugir slíkra afglapa-árekstra, eins og þeir verðskulda að kallast. í raun- inni eru viðbrögð þessa manns svo neikvæð og óuppbyggileg, að þau er alls ekki svara verð. - Og bág- indi mannsins, að hafa þessa af- stöðu til öryggismála, eru sannar- lega aumkunarverð: að snúast nán- ast til persónuárása á mann, sem hann þekkir ekkert, í stað þess þá að reyna frekar að hrekja það með málefnarökum, sem honum kann að sýnast rangt eða líta beri öðru- vís( á. Ég spyr, er það synd að láta í sér heyra, þegar maður sér almennu öryggi ógnað? - ekki bara af ein- um, heldur af hópi manna, þegar það virðist vera almennur hegðun- argalli, sem er í ferðinni, þ.e. öku- mannanna sjálfra. - Ég segi nei og aftur nei! Þessi ágæti maður getur núið mér um nasir, að vera síkvartandi, hættulegur í umferð- inni, að vera með nefið fast í andlit- um næstu bílstjóra, og að sjá ekki bjálkann í eigin auga! - Neikvætt málskrúð Svona lexíur eða öllu heldur að- dróttanir og neikvætt málskrúð, sýna ekkert annað en alveg sér- stakan þvermóðskuhátt, sem ekki verður skilinn á annan veg en þann, að allir megi gera og hegða sér hvernig sem er, skapa hættuástand, sýna ruddaskap og óaðgæzlu í sam- skiptum við aðra - sem umferðin óhjákvæmilega er. - Þeir sem nefna svo, að þeir sjái ávirðingarnar eða hættuna, sem slíkt skapar, séu bara nöldursseggir, - já, eins og mönn- um með svona hugsunarhátt er trú- andi til að kalla einfaldlega: „asn- ar“. Mér er nákvæmlega sama hvað þessi góði maður segir í þessu efni. - Svona skrif eru ekki röksemdir, og hagga í engu því sem ijallað er um. - Þau eru bara tilraun til út- skita varðandi málefnið og viðkom- andi persónu, og leitt er að þurfa að segja það, en það er ekki í fyrsta skipti, sem slíkt kemur úr þessari átt, því fyrri munnsöfnuður þaðan útaf svipuðum málum var þannig, að varla verður líkt við annað en frumskógarmennsku, enda því síð- asta þar ekki svarað. Að öðru leyti fer ég ekki út að skrifast frekar á við þennan aðila um þessi mál. - Það virðist ekki bjóða öðru heim en því, sem kallast „skammir“. - í slíku stend ég ekki, en læt hinum almenna lesanda eftir að dæma um hvort það, sem ég hef brotið upp á, eigi rétt á sér eða ekki. Orð í tíma töluð í raun þarf ég ekkert að bíða eftir einhveijum dómi um það, því viðbröð þeirra gagnvart mér, sem hafa vit á þessum málum og og fást við þau og eru því marktækir, eru þau, að þetta séu orð í tíma töluð, og að full þörf sé á að benda á þá slæmu ágalla, sem er í hegðun margra ökumanna - og jafnvel fleiri - á íslandi, sem t.d. útlendir menn eru gjörsamlega gáttaðir á. - Virðist nær, að svona maður notaði hæfileika sína til að leggja þessum umbótamálum lið, en að vera með skítkast í þá, sem vilja stuðla að bættu ástandi, sem er öllum til góðs. Þessi góði maður á Akranesi getur því skrifað eins og hann vill áfram um þessi mál fyrir mér, ef það er í neikvæðum dúr, án þess að ég geri mér það ómak að standa í orðaskaki við hann, þó mér hafi hér þótt tekið svo rök- semdalaust á þessu máli - og jafn- framt ókurteislega og ruddalega, - að ég hafi ekki talið annað fært en að svara fyrir mig. SVEINN ÓLFAFSSON, Furugrund 70, Kópavogi. Sex daga veðurspár Frá Páli Bergþórssyni: ÞAÐ HRÆRIR streng í bijósti gamals veðurvita að Stöð 2 skuli hafa sýnt það framtak að fá ungan veðurfræðing í Toulouse í Frakk- landi til að semja sex daga veður- spár sem er sjónvarpað á þriðju- dagskvöldum. Évrópuveðurstofan í Reading í Englandi hefur lengi gert daglegar tilraunir með tíu daga spár, og framfarirnar hafa verið miklar. Fleiri veðurstofur hafa síðan fylgt í kjölfarið. Vissulega sýnir það sig að sannleiksgildi spánna minnk- ar smátt og smátt eftir því sem lengra líður fram í tímann, en þó er mesta furða hvað 5-6 daga spár Haraldar Ólafssonar hafa oft gefið góðar vísbendingar. Engin ástæða er til að halda þessum upplýsingum leyndum fyrir íslenskum hlustend- um, því að þeir eru best hæfir að meta sjálfir hvaða gagn má af þeim hafa. En alltaf er meira vitað í dag en í gær og ef vel ætti að vera þyrfti auðvitað að sjónvarpa sex daga spánum á hverju kvöldi, eða lesa þær í útvarp, til dæmis með fyrstu spá eftir skikkanlega fóta- ferð, klukkan 7.30. PÁLL BERGÞÓRSSON, veðurfræðingur. Framleiðum áprentaða tau-burð- arpoka. Lágmarkspöntun 30 stk. Bolir, húfur og svuntur. Húfu og tauprent, s sími 91-887911 £ 94029 Excel námskeið Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 Takið eftir! Sunny sjálfskiptur með öllum þessum búnaði sem hér er talinn á kr. 1.395.000.- 1 1600 ventla vél 2 Tölvustýrð bein innspýting 3 Sjálfskipting 4 Vökva- og veltistýri 5 Fjögurra dyra 6 Rafdrifnar rúður 7 Samlœsing 8 Höfuðpúðar í aftursæti p Sunny með öllu þessu á kr. 1.395.000.- 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 Ingvar 26 Helgason hf. 27 Sævarhöfða 2 Sími 674000 / Islensk ryðvörn og hljóðeinangrun 6 ára ryðvarnarábyrgð Styrktarbitar í hurðum Hægt að leggja aftursœti niður Fjarstýrt bensínlok Fjarstýrt skottlok Fjölstillanleg sæti Heilkoppar Barnalæsing Þurrkur á framljósum Uði á framljósum Þjófalœsing á farangursrými / Utihitamœlir 3 ára ábyrgð Upphituð sæti / Utvarp og segulband 4 Hátalarar 1 árs frítt pjónustueftirlit Snúningshraðamælir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.