Morgunblaðið - 11.10.1994, Page 52

Morgunblaðið - 11.10.1994, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR Var hræðilega ófeiminn Eyþór Arnalds tónlistarmaður Hljómsveitin Bong hefur nýverið lokið við upp- tökur á sinni fyrstu hljómplötu og er hún væntanleg í verslanir innan tíðar. Eyþór Arnalds hefur verið í ófáum hljómsveitum frá því að hann var Janglingur, en þá stofnaði hann ásamt öðrum hljómsveitina Tappa tíkarrass. Ég var alveg hræðilega ófeim- inn unglingur og hef verið það frá því ég var barn. Á síðari árum hef ég reynt að venja mig á svona almenna feimni sem er auðvitað skyld almennri kurteisi. Ég var að mestu leyti laus við komplexa þar sem ég hugsaði mjög lítið um útlit mitt. Ég var náttúrlega með unglingabólur, en ég hugsaði mjög lítið út í það og var eiginlega hvorki ánægður né óánægður með útlit mitt. Það hjálpaði líka til að ég var alveg laus við spéhræðslu gagnvart stelpum vegna þess að ég var vanur því að umgangast þær eins og hveija aðra vini mína. Ég held að það sé mjög slæmt þegar kynin einangr- ast hvort frá öðru, eins og t.d. í íþróttafélögum þar sem stelpur eru í sérstöku liði og strák- ar í öðru. Þetta get- ur hreinlega endað 'með ósköpum. Að mótmæla til að mótmæla Þetta var svona svolítið gáska- fullur hópur sem ég var í í Haga- skóla, við vorum dálitlir prakkarar og mjög sterkur kjarni. Einu sinni mótmæltum við Víetnamstríðinu með því að leggjast á götuna og stöðva alla bílaumferð í kringum skólann. Það skipti engu máli þótt stríðið væri löngu búið, við höfðum aldrei fengið tækifæri til að mót- mæla því og okkur þótti tilvalið að gera það. Við vildum ekki missa af öllu þótt við hefðum misst af 1968. Björn Jónsson skólastjóri var alltaf kurteis mað- ur og fékk okkur til að fresta þessum mótmælum. Einhvern tímann sviðsettum við önnur mótmæli til að fá at- hygli. Við fórum upp á neðsta þakþrepið á Neskirkju og hótuðum að kasta okkur niður ef ekki yrði gengið að kröfum okkar. Fallið var nú ekki nema einn og hálfur metri, en það er sama. En það var bara enginn sem hlustaði á þessa hótun þannig að einn úr hópnum fór og hringdi í lögregluna, þóttist vera gömul kona og sagði að ein- yhverjir ungir drengir ætluðu að kasta sér niður af þaki. En það var aug- ljós galli að enginn skyldi taka eftir þessu. Ég held að við höfum svo sem ekki verið að mótmæla neinu sér- stöku, það var a.m.k. ekki aðalatriðið, held- ur bara hugmyndin um aðgerðina. Áhugi á vaidi Ég hef alltaf haft áhuga á öllu milli him- ins og jarðar. Þegar ég var lítill ætlaði ég að verða vísindamað- ur, stjörnufræðingur eða eitthvað slíkt. En þegar maður er ungl- ingur fer maður að hafa áhuga á því sem er aðeins nær manni en stjörnurnar og þetta braust út í mikl- um áhuga á valdi og stjórnun, og þá sérstaklega misnotk- un a f valdi. Ég held að ung- lingar hugsi mikið um vald. Þeir eru að verða f sjálfstæðir einstaklingar, eru ekki lengur börn en þurfa samt að hlýða öllu. Það er skylda að vera í skóla og unglingar eru eiginlega undir verndarhendi þangað til þeir eru giftir og komnir í húsbréfakerfið. Ég held því að það sé mjög eðli- legt að unglingar fái áhuga á valdi. Hins vegar hafði ég voðalega lítinn áhuga á stjórnmálaflokkum og það held ég að eigi við um flesta ungl- inga. í hljómsveit Við Eyjólfur Jóhannsson gítar- leikari vorum miklir vinir og hann fékk mig til að kaupa bassa því hann vildi endilega stofna hljóm- sveit. Ég hafði verið í klassísku tónlistarnámi, en hafði aldrei spil- að á popphljóðfæri. En Eyjó vildi meina að ég gæti spilað á bassa því það væri svo auðvelt, þetta væru hvort sem er bara drunur. Ég fékk mér bassa og komst fljót- lega að því að maður þurfti nú að spila einhveijar nótur. Svo fengum við söngvara, sem leit út fyrir að vera söngvari, með sítt hár og svoleiðis. En í ljós kom að hann gat ekkert sungið. Ég reyndi að sýna honum hvernig ætti að syngja lögin og það endaði með því að við fengum okkur bassaleik- ara og ég söng. Síðan vorum við svo bíræfnir að stela frá sömu hljómsveitinni, fyrst trommaranum og svo söng- konunni sem var Björk Guðmunds- dóttir, og við stofnuðum Tappa tíkarrass upp úr því. Sú hljóm- sveit var alveg yndisleg vegna þess að hún var byggð á vinskap. Það voru allir mjög góðir vinir og það var aðalatriðið og okkur þótti á þessum tíma mun vænna um æfingahúsnæðið en heimili okkar, misstum alltaf af síðasta strætó og vorum þar fram eftir nóttum. Um unglingavandamál Mér finnst unglingavandamál vera dálítið eins og kynþátta- vandamál. Unglingar hafa sína eigin menningu eins og fólk af ólíkum kynþáttum og ég held að þetta svokallaða unglingavanda- mál stafí af sömu orsökum og vandamál milli ólíkra kynþátta — fordómum. Það er spurning Notar þú endur- unninn pappír? Lilja, 15 ára Já, eins og égget. María, 15 ára Já, stundum. Hólrafríður Ari Stefánsdóttir: Sverrisson: Strakar: Stundum stríðnir, geta Stelpur: Þær eru flestar falleg- verið ofsalega skemmtilegir en ar og skemmtílegar. Sumar ero geta líka verið hundleiðinlegir. samt leiðinlegar og sparka í Sumir eru sætir. mann og svoleiðis. Húðkrem litar andlit grænt Samkvæmt slúðurritinu The Sun er þýska fyrirsætan Ana Buegel í miklum málaferlum við Herzl Limited, framleiðendur húðkremsins sem hún segir að hafi gert andlit hennar kopar- grænt. „Þetta er ógeðslegt" segir Ana sem hafði 1,7 milljónir marka í tekjur árlega áður en ósköpin dundu yfir. „Ég lít út eins og einhver vera úr hryll- ingsmynd og ég get ekki látið sjá mig úti við nema vera með þykkt lag af húðlituðu kremi á andlitinu og höndunum.“ Hin fagra Ana segir farir sínar ekki sléttar, ekki aðeins sé starfsframi hennar í rúst, heldur og ástalífið. Tárvotum aug- um segir hún frá því að nýlega hafi slitnað upp úr sambandi henn- ar við rússnesska rokkarann An- ton Bilensky og sé það bein afleið- ing af hinum græna húðlit. Eins og fiskur „Anton leit á mig og hljóp síðan út úr húsinu eins og fætur tog- uðu, ég skil hann ósköp vel, hver vill eiga í nánu ástarsambandi við konu sem lítur út eins og fiskur“. Framleiðendur húðkremsins segj- ast alls ekki bera ábyrgð á því hvernig komið er fýrir fyrirsæt- unni fögru og ætla því ekki að greiða henni skaðabætur sem nema milljónum marka. Á hinn bóginn bjóðast þeir til að greiða henni nokkur hundr- uð þúsund- mörk til að koma í veg fyr- ir löng og dýr málaferli. Ana vill ekki taka neinum slíkum tilboð- um, enda segir hún líf sitt vera rjúkandi rústir einar. Fyrirsætuferillinn Ferillinn sem fyrirsæta er á enda hjá Önu og verður hún að finna sér eitthvað annað að gera. Hún verður þó ekki græn í framan alla ævi, við rannsóknir á húð hennar kom í ljós að ofnæmi sem þetta hverfur með tímanum, en því miður fyrir Önu gæti það tek- ið nokkur ár. Guðni, 15 ára Árni, 15 ára Já, stundum Nei, aldrei

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.