Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 2
2 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kennarar krefjast veru-
legra kauphækkana
KENNARASAMBAND íslands og
Hið íslenska kennaraíelag lögðu í
gær fram sameiginlega kröfugerð
á fundi með samninganefnd ríkis-
ins. Elna K. Jónsdóttir, formaður
HÍK, sagði að meginkröfur kenn-
ara væru að leiðrétta grunnlaun
kennara svo að þau dygðu fyrir
framfærslu, en jafnframt að und-
irbúa jarðveginn fyrir þær breyt-
ingar sem boðaðar hafa verið á
stöðu skólanna. Forystumenn
kennarafélaganna vildu ekki veita
upplýsingar um einstök atriði
kröfugerðarinnar, en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er m.a.
farið fram á verulegar grunn-
kaupshækkanír.
Eiríkur Jónsson, formaður KÍ,
sagði að farið væri fram á breyt-
ingar sem vörðuðu vinnutíma og
fleira, auk þess sem farið væri
fram á grunnkaupshækkanir.
Hann sagði að erfitt væri að meta
Morgunblaðið/RAX'
LÉTT var yfir samninganefndum kennara og ríkisins
við upphaf fyrsta viðræðufundar í gær.
hvað kröfurnar þýddu miklar eiginlega að samningaborðinu við
hækkanir í prósentum talið. ríkisvaldið. í báðum félögunum eru
Samningar beggja félaganna kennarar sem kenna í grunn- og
eru lausir um næstu áramót. Það framhaldsskóla, en meirihluti
er nýmæli að félögin mæti sam- framhaldsskólakennara er í HÍK
og meirihluti grunnskólakennara
er í KÍ.
Ekki fjallað um tilfærslu
grunnskólanna
Elna K. Jónsdóttir sagði að í
komandi kjaraviðræðum yrði ekki
íjailað sérstaklega um færslu
grunnskólans til sveitarfélaganna.
Mikil óvissa ríkti um hvernig á því
málið yrði haldið. Alþingi ætti eft-
ir að taka afstöðu til frumvarpa
um þessa tilfærslu auk frumvarpa
um grunnskóla og framhaldskóla.
Elna sagði að í kjaraviðræðum
væri ekki hægt að byggja á lögum
sem ekki væri búið að samþykkja.
Elna sagði að viðræður ríkisins
og kennara um breytingar sem
verða við tilfærslu grunnskólans
til sveitarfélaganna, væru ákaflega
skammt á veg komnar. Hún sagði
að menntamálaráðherra hefði sýnt
mjög lítið frumkvæði í þeim efnum.
Nefnd um Vestfjarðaáætlun
Tillaga um fyrstu
lánsloforðin
Islensk
stúlka syng-
ur með
Pavarotti
NÍU ár gömul íslensk stúlka,
Sara Dís Hjaltested, syngur á
morgun í barnakór með stór-
söngvaranum Luciano Pavarotti
í alþjóðlegri söngkeppni barna
á Ítalíu. Sara Dís er fulltrúi ís-
lands í keppninni. Keppnin vek-
ur gífurlega athygli víða á meg-
inlandi Evrópu.
Sara Dís söng í gær lagið „ís-
landsvísur11 eftir Valgeir Skag-
fjörð í beinni útsendingu á sjón-
varpsstöðinni Worldvision fyrir
milljónir áhorfenda. Flutningur
lagsins tókst ljómandi vel, en
hún söng bæði á íslensku og ít-
ölsku. Fyrir flutninginn spurði
ítalski kynnirinn Söru Dís nokk-
urra spurninga um ísland, sem
hún svaraði sköruglega á ís-
lensku.
Allur ágóði af keppninni í ár
fer til hjálparstarfs í Rúanda. í
fyrra var ágóðanum varið til
þjálparstarfs fyrir munaðarlaus
börn í Brasilíu og náðist að
byggja 10 hús, skóla og heilsu-
gæslustöðvar, fyrir þá peninga
sem söfnuðust.
STARFSHÓPUR sem skipaður var
til að fjalla um umsóknir sjávarút-
vegsfyrirtækja á Vestijörðum um
víkjandi lán frá Byggðastofnun
samþykkti í fyrradag að gera til-
lögur til stjórnar Byggðastofnunar
um afgreiðslu á þremur umsókn-
um. Að sögn Eyjólfs Sveinssonar,
formanns starfshópsins, er gert
ráð fyrir að fleiri tillögur verði
lagðar fram síðar í samræmi við
framvindu í sameiningarmálum
sjávarútvegsfyrirtækja, en starfs-
hópurinn stefnir að því að ljúka
tillögugerð fyrir lok desember.
Eyjólfur sagði að þar sem nöfn
umsækjenda hefðu ekki verið birt
hefði verið ákveðið að birta ekki
jafnóðum nöfn þeirra umsækjenda
sem starfshópurinn gerði tillögu
um að fengju afgreiðslu á umsókn-
um sínum. Hins vegar væri gert
ráð fyrir að upplýst yrði um nöfn
umsækjenda og efni tillagna
starfshópsins þegar hann hefði lok-
ið störfum.
Mikil gerjun
Nefndin fékk 17 umsóknir þar
sem 25 fyrirtæki voru nefnd. „í
raun og veru kom á óvart hve
áhuginn var mikill og hve menn
voru opnir fyrir sameiningu. Við
finnum að það er mikil geijun, en
það er hins vegar langt frá því að
þau mál séu öll komin í höfn. Það
verður því spennandi að sjá hvort
það tekst á næstu vikum að lenda
þessu þannig að það styrki svæð-
ið,“ sagði Eyjólfur.
Sjúkraliðar krefjast áfram samræmingar við hækkanir hjúkrunarfræðinga
Búist við tilboði
frá sjúkraliðum
VERULEGAR líkur eru á að
sjúkraliðar leggi fram tilboð í
kjaradeilu þeirra við ríkið á samn-
ingafundi í dag eða á morgun.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, for-
maður Sjúkraliðafélagsins, segir
greinilegt að samninganefnd ríkis-
ins ætli sér ekki að veita sjúkralið-
um umbeðnar upplýsingar og því
kunni svo að fara að sjúkraliðar
kjósi að leggja fram nýjar tillögur
til að koma samningaviðræðum á
hreyfmgu.
„Það eru fullar líkur á því að
við förum að ræða við þá um eitt-
hvað uppsett frá okkar hendi. Við
höfum verið að gefa þeim mögu-
Ieika á að setja þetta á einhvern
hátt upp, en það virðist ekki vera
leiðin,“ sagði Kristín þegar hún var
spurð hvort von væri á nýju tilboði
frá sjúkraliðum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur ríkissáttasemjari
lagt mjög hart að sjúkraliðum að
koma með nýtt tilboð inn í kjara-
viðræðurnar. Samninganefnd
sjúkraliða hefur verið treg til þess
og haldið fast í þá kröfu að gerður
verði samanburður á kjörum sjúk-
raliða og annarra heilbrigðisstétta.
Samninganefnd ríkisins hefur
hafnað því að skortur á upplýsing-
um tefji fyrir samningaviðræðum.
Samninganefndin hafi gert sam-
anburð á kjörum sjúkraliða og
annarra stétta. Tölurnar bendi ekki
til þess að sjúkraliðar hafi setið
eftir í launum. Tölur samninga-
nefndarinnar sýna að kaup sjúkra-
liða hefur hækkað um 106% frá
janúar 1987 til apríl 1994 og kaup
hjúkrunarfræðinga um 111,7% á
sama tíma. Kristín sagðist ekki
vita hvaða forsendur lægju að baki
þessum samanburði og benti auk
þess á að inn í þessar tölur vanti
hluta af kjarabótum hjúkrunar-
fræðinga sem komu til fram-
kvæmda 1. september og 1. janúar
1995.
Kristín sagði að sjúkraliðar teldu
líkur á að fá umbeðnar upplýs-
ingar, um samanburð á launum
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða,
í svari við fyrirspurn frá Ólafi
Ragnari Grímssyni, en fyrirspurnin
var lögð fram á Alþingi í vikunni.
Hún sagði hins vegar ekki víst að
sjúkraliðar gætu beðið eftir þessu
svari til að koma hreyfíngu á samn-
ingaviðræður.
Ágreiningi um
kröfugerðina eytt
í framhaldi af frétt Morgun-
blaðsins í gær óskaði samninga-
nefnd ríkisins eftir því við ríkis-
sáttasemjara að hann kannaði
hvort breyting hefði orðið á kröfu-
gerð Sjúkraliðafélagsins. Viðræður
hans við sjúkraliða leiddu I ljós að
svo var ekki. Kristín sagði að í
upphafi kjaraviðræðnanna hefðu
sjúkraliðar lagt fram kröfu um 6%
launahækkun. Eftir að hjúkrunar-
fræðingar og fleiri heilbrigðisstétt-
ir náðu samningum hefði verið lögð
fram ný krafa um að launabil
sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga
ykist ekki. Það væri meginkrafa
sjúkraliða.
10 milljónir í verkfallssjóð
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar, heimsótti
sjúkraliða í gær og færði þeim eina
milljón í verkfallssjóð. Þar með
hafa félaginu borist um tíu milljón-
ir í verkfallssjóð, þar af sjö milljón-
ir úr verkfallssjóði BSRB. Kristín
sagði að byijað væri að greiða úr
sjóðnum. Hún sagði óvíst hvort
þessi upphæð dygði. Það færi eftir
því hvað margar umsóknir bærust
frá sjúkraliðum.
Ríkisspítalar í mál
við sjúkraliða
MÁL, sem fjármálaráðherra listana hefur einnig verið deilt
höfðar fyrir hönd ríkisins gegn á Borgarspítala og er talið að
Sjúkraliðafélagi íslands, var niðurstaða Félagsdóms skapi
þingfest í Félagsdómi í gær. fordæmi um hvernig haldið
Málið varðar undanþágulista á verður á málinu þar.
nokkrum deildum Ríkisspítal- Málsaðilar eiga að skila
anna, en spítalarnir og Sjúkra- greinargerð í málinu á þriðju-
liðafélagið hafa deilt um dag og það verður síðan flutt
hvernig beri að túlka þá. Um á fimmtudag.
rr INNLENT
Gjöld Visa
hækka um
áramót
NOKKRAR breytingar verða
á gjaldskrá Visa sem taka gildi
um næstu áramót. Helstu
breytingarnar eru hækkun á
árgjöldum og útskriftargjaldi
með Gíró, breyting á vanskila-
gjöldum og ný gjöld vegna
neyðarþjónustu við útvegun
nýrra korta í stað glataðra
erlendis. Gjaldskrár greiðslu-
kortafyrirtækjanna hafa ekki
hækkað í fjögur ár. Gunnar
Bæringsson framkvæmda-
stjóri Eurocard sagði að engar
ákvarðanir hefðu verið teknar
um gjaldskrárhækkanir hjá
Eurocard.
Hjá Visa hækka árgjöld al-
mennra korta um 50 krónur
og verða þau 1.800 krónur.
Árgjöld Farkorta hækka um
150 kr. og verða þau 3.950
kr., árgjöld Gullkorta hækka
um 500 kr. og verða þau 7.500
kr. og árgjöld Gull-viðskipta-
korta hækka um 1.500 kr. og
verða þau 8.500 kr. Útskrift-
argjöld ef greitt er með Gíró-
seðli hækka um 25 kr. og
verða þau 160 krónur, en út-
skriftargjöldin verða óbreytt
ef um beingreiðslur á banka-
reikninga er að ræða, eða 60
kr.
Ný gjöld vegna neyðarþjón-
ustu erlendis eru 1.500 kr.
fyrir útborgun neyðarfjár, en
2.500 kr. ef um útvegun neyð-
arkorts er að ræða.
Lag með
Bong gefið út
í sjö löndum
LAGIÐ Do you remember?
með hljómsveitinni. Bong, sem
skipuð er Eyþóri Ámalds og
Móeiði Júníusdóttur, hefur
verið gefið út á saftiplötu í
Danmörku, Svíþjóð og Noregi
og á geisladiski í fimm mis-
munandi útgáfum í Þýska-
landi, Hollandi, Lúxemborg og
Belgíu fyrir milligöngu Stein-
ars Bergs. Lagið kom út hér
heima í febrúar sl.
Að sögn Eyþórs er áætlað
að safnplatan seljist á Norður-
löndum í um 200 þúsund ein-
tökum. Hann segir að á safn-
plötunni sé Bong í góðum fé-
lagsskap helstu danshljóm-
sveita í Evrópu og það að fljóta
svona með inn á meira en 100
þúsund heimili sé eins og að
veifa risanafnspjaldi framan í
heiminn.
Lagið Do you remember?
er á nýútkomnum geisladiski
Bong sem heitir Release og
segir Eyþór næsta skrefið að
kynna efni disksins fyrir þess-
um evrópsku útgefendum með
frekara samstarf í huga.
Aðspurður að því hvað þetta
þýddi fyrir Bong sagði Eyþór
að þau Móeiður væru ekkert
búin að sigra heiminn, en þetta
væri skref í rétta átt.
Bruggari
tekinn
LÖGREGLAN í Vestmanna-
eyjum gerði í gær upptæk
bruggtæki og 12 lítra af landa
í húsi í Vestmannaeyjum, en
grunsemdir höfðu vaknað um
að þar færi fram bruggstarf-
semi. Að sögn lögreglunnar
var einn maður tekinn til yfir-
heyrslu vegna málsins sem er
enn í rannsókn.