Morgunblaðið - 26.11.1994, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 11
FRÉTTIR
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS VÍSAÐ Á DYR
Formaður sóknarnefndar Hallgrímskirku
Austurbæjarskóli greiði
kostnað vegna tónleikahalds
legar ráðstafanir fyrr og furðulegt yfirkennari Austurbæjarskóla hafi
stjórnleysi að hafa ekki tekið á í samtali við sig daginn fyrir tón-
málinu innan skólans," sagði Jó- leikana staðfest að skólinn myndi
hannes og hann tekur fram að greiða áðurnefndan kostnað sem
Hafði ekki samband
við skólameistara
Neskaupstaður
Ganga í
Sjúkraliða-
félagið
ALLIR sjúkraliðar í Neskaupstað,
26 að tölu, hafa sagt sig úr Starfs-
mannafélagi Neskaupstaðar og
gengið í Sjúkraliðafélag íslands.
Sjúkraliðar víðar á landsbyggðinni
hafa rætt þann möguleika að ganga
í Sjúkraliðafélagið, en mikill meiri-
hluti þeirra er í starfsmannafélög-
um. Jóhanna Sigríður Magnúsdóttir,
sjúkraliði í Neskaupstað, segir að
sjúkraliðar í Neskaupstað hafi dreg-
ist aftur úr í launum og hafí ekki
lengur hag af því að vera í Starfs-
mannafélaginu.
Sjúkraliðaverkfallið hefur lítil
áhrif á landsbyggðinni vegna þess
að mikill meirihluti sjúkraliða stend-
ur utan félagsins. Sjúkraliðar á Höfn
í Hornafirði og á Akranesi eru þó í
félaginu. Nokkrir sjúkraliðar annars
staðar eru í félaginu. T.d. er einn
sjúkraliði í Neskaupstað í félaginu
og _er hann í verkfalli.
Úrsögn sjúkraliðanna í Neskaup-
stað úr starfsmannafélagi staðarins
tekur gildi um áramót. Þeir koma
þá til með að ganga inn í kjarasamn-
ing Sjúkraliðafélagsins.
Hafa dregist aftur úr
„Okkur finnst orðið tímabært að
landsbyggðin gangi í Sjúkraliðafé-
lagið. Félagið verður aldrei sterkt
nema það gerist. Við höfum ekki
lengur launalegan hag af því að
standa utan félagsins. Hér áður fyrr
voru sjúkraliðar í Neskaupstað með
þeim launhæstu á landinu, en við
höfum dregist aftur úr öðrum,“ sagði
Jóhanna Sigríður.
AÐEINS var farið fram á að
greiddur yrði almennur rekstrar-
kostnaður, s.s. rafmagn, hiti
o.s.frv., og kostnaður vegna þrifa
á Hallgrímskirkju eftir skólatón-
leika Sinfóníuhljómsveitar íslands
fyrir nemendur í Austurbæjar-
skóla að sögn Jóhannesar Pálma-
sonar formanns sóknanefndar
kirkjunnar.
Jóhannes segir að farið hafí
verið fram að greiðsluna í sam-
ræmi við fyrirliggjandi samþykkt
sóknarnefndar um að kostnaður
kirkjunnar vegna annarra sam-
koma en helgihalds væri greiddur
af viðkomandi aðila.
Hann átelur að ekki hafi verið
óskað eftir húsnæði fyrir tónleik-
ana fyrr en hálfum sólarhring áður
en átti að halda þá eða kl. 17 á
miðvikudag. Halda hafi átt tón-
leikana kl. 9 morguninn eftir og
gert hafi verið ráð fyrir helgihaldi
í kirkjunni í hádeginu. Fram kom
í Morgunblaðinu á föstudag að
aflýsa hafi þurft tónleikunum þar
sem ekki hafi fengist húsnæði
undir þá.
Jóhannes sagðist hljóta að
varpa fram þeirri spurningu hve-
nær skólayfirvöld hafi vitað af
tónleikunum. „Enginn segir mér
að tónleikarnir hafi verið ákveðnir
með dags fyrirvara. Því er hreint
skipulagsleysi af hálfu Austurbæj-
arskóla að hafa ekki gert nauðsyn-
INGVAR Ásmundsson, skólameist-
ari Iðnskólans í Reykjavík, segir í
yfirlýsingu til Morgunblaðsins
vegna fréttar um að Sinfóníuhljóm-
sveit íslands hefði ekki fengið leyfi
til að leika fyrir nemendur Austur-
bæjarskólans, að skólastjóri Aust-
urbæjarskóla hafi aldrei minnst á
mál þetta við hann og ekki hafi
heldur borist erindi um það.
í yfirlýsingunni segir einnig:
„Skólastjóri Austurbæjarskóla
hefur aldrei minnst á þetta mál
við undirritaðan og ekki hefur
heldur borist erindi um það.
Hljómsveitarsljóri Sinfóníu-
hljómsveitar Islands ræddi við
mig sl. miðvikudag um fyrirhugað
tónleikahald og falaðist eftir and-
dyri Vörðuskólahúss í þessu
skyni. Ég Ijáði honum að ég gæti
ekki orðið við því á skólatíma.
Hann taldi íþróttasalinn sem er í
sama húsi ekki koma til greina,
þar væri aðstaða svo léleg til tón-
Ieikahalds. Á fimmtudag (daginn
sem tónleikarnir munu hafa verið
fyrirhugaðir) hringdi aðstoðar-
skólastjóri Áusturbæjarskóla til
mín og ræddum við um annmarka
þess að halda tónleika í íþrótta-
salnum. Ég sagði honum að ég
sæi ekki hvernig ég gæti leyft
tónleikahald á kennslutíma vegna
þeirrar truflunar sem það ylli á
kennslu. Hann taldi aftur á móti
öll tormerki á að flylja 200 stóla
yfir í íþróttasalinn. Það er að
sjálfsögðu ábyrgðarhluti að gera
hátt á annan tug kennara og
hundruð nemenda verklausa
vegna tónleikahalds.
Ekki hefur verið gerð nein til-
raun til að sannfæra mig um að
tónleikar í íþróttasal myndu ekki
valda truflun á kennslu í húsinu.
Mér þykir leitt að skólabörn og
hljómsveit hafa komið í húsið er-
indisleysu en ekki er við mig að
sakast um þann misskilning.
Iðnskólinn mun leggja sig fram
um það framvegis sem hingað til
að hafa gott samstarf við Austur-
bæjarskóla.“
að mestu væri vegna þrifa. Eftir
það hafi hann ekkert heyrt frá
honum en frétt að skólastjóri hafi
leitað til sóknarprests. En hann
væri ekki rétti aðilinn til að tala
við í þessu máli.
Börn ávallt velkomin
Jóhannes sagðist að sjálfsögðu
vera þeirrar skoðunar að kynna
ætti Sinfóníuhljómsveitina. „Hún
er afburðar góð og ekki síst á að
kynna hana fyrir ungum unnend-
um tónlistar og alveg kjörið á
þennan hátt. Það var alveg sjálf-
sagt að leyfa þeim að koma í
Hallgrímskirkju.
Aldrei var neinn ágreiningur
með það. Við fórum aðeins fram
á að skólinn greiddi þann kostnað
sem kirkjan hefur af svona tón-
leikahaldi. Við megum ekki
gleyma því að auðvitað verður að
þrífa 1.600 fm hús eftir 400 ágæta
tónleikagesti. Kirkjan getur ekki
staðið einhliða straum af þeim
kostnaði. Fyrir því liggur sam-
þykkt sóknarnefndar Hallgríms-
kirkju að þeir sem fá kirkjuna til
afnota til annars en kirkjulegs
starfs greiði hreinan kostnað kirkj-
unnnar og annað ekki. Að bera
þessu við er stjórnleysi skólans og
ég vísa því alfarið til föðurhús-
anna. Börnin er velkomin og hafa
ávallt verið velkomin í Hallgríms-
kirkju," sagði Jóhannes.
Barna- og unglingaskák
Disney-mótið
hefst í dag
SKÁK
Skákmiðstödin
Faxafcni 12
DISNEY-MÓTIÐ
Fyrir 14 ára og yngri. Hefst í dag.
Þátttökugjald er kr. 400
í DAG verða tefldar fyrstu þijár
umferðirnar á Disney-mótinu í
Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Þeir
sem fá tvo vinninga og meira kom-
ast í úrslitin á morgun. Skráning
hefur gengið vel og þeir sem hafa
skráð sig eiga að mæta kl. 13.30,
en þeir sem það hafa ekki gert
þurfa að mæta hálftíma fyrr, kl.
13.00. Allir þátttakendur fá afhent-
an miða í Disney-bíó 1. desember
og hann eV jafnframt happdrættis-
miði.
Glæsilegustu verðlaun, sem veitt-
hafa verið á mótum barna og ungl-
inga hér á landi, standa til boða í
þessari íslensku forkeppni Euro-
Disney-skákmótsins. Keppnin fer
fram nú um helgina í skákmiðstöð-
inni Faxafeni 12, Reykjavík. Teflt
verður í íjórum flokkum og sigur-
vegarar í þeim fá allir ferð með
Flugleiðum á Euro-Disney-mótið,
sem haldið verður í Disney-landi í
París 17-18. desember. Auk þess
verður einn þátttakandi dreginn út
til að fara með, óháð frammistöðu.
Mörg minni verðlaun og happ-
drættisvinningar verða einnig í
boði, þar á meðal Disney-mynd-
bandsspóla með íslensku tali, miðar
á jólamynd SAM-bíóanna og Disn-
ey-blöð og bækur frá Vöku-Helga-
felli.
Mótið hér heima verður sjö um-
ferðir og tefldar verða hálftíma
skákir. Þeir sem hljóta tvo vinninga
úr fyrstu þremur skákunum fyrri
daginn halda áfram daginn eftir.
Slíkt kerfi býður einmitt upp á
óvænt úrslit.
Teflt verður í þessum fjórum
flokkum:
Drenglr færfdir 1980 og 81.
Drengir fæddir 1982 og síðar.
Stúlkur fæddar 1980 og 81.
Stúlkur fæddar 1982 og síðar.
Allir þátttakendur verða sjálf-
krafa með í happdrætti þar sem
aðalverðlaunin eru ferð til Parísar
með sigurvegurunum. Skáksam-
band íslands sér um framkvæmd
mótsins í samvinnu við Taflfélag
Reykjavíkur, Flugleiðir, Vöku-
Helgafell og SAM-bíóin.
vandann
Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum.
7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann.
Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m.
háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi,
tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl.
Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin.
r BYOQINOAVÖRUVERSLUN
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
Alltaf tll á Imamr Ármúla 29, sími 38640
Reykjavík
9
:Ú:Ú:Ú:
8S
■ *
.úXwíí:-
Aðventutilboð á öllum áætlunarleiðum íslandsflugs
Einn borgar fullt og hinn ferðast frítt
Bókið saman - ferðist saman
Flateyri
Þingeyri
Bíldudalur Hólmavík
Tálknafjörður . Gjögur sigWfjörður
Patrcksfjörður
Vestmannaeyjar ?
Egilsstaðir
llf' Seyðisfjörður
Norðíjörður
Eskitjörður
Reyðarfjörður
iQM MMIfíCCI Uf* Reykjavíkurflugvöllur, 101 Reykjavík
lOLfUwUOrLUU Sími: 91-616060, Fax: 91-623537
ÞÚ GETUR VALIÐ Umboðsmenn um allt land