Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 15

Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 15 VIÐSKIPTI Virðisaukaskattsskýrslur sýna meirí uppsveiflu en þjóðhagsspá gefur til kynna Verslunarráð 8% veltwuúa atvinnugreina UMSVIF í efnahagslífínu verða heldur meiri á þessu ári en þjóðhagsspá frá því í september gefur til kynna, að mati fjármálaráðuneytisins. Þetta mat byggist á virðisaukaskattsskýrslum sem sýna veltu einstakra atvinnugreina og tölum um innflutning. í nýju fréttabréfí fjármálaráðuneytisins kemur fram að velta allra atvinnugreina fyrstu átta mánuði ársins er rúmlega 8% meiri en á sama tíma í fyrra á meðan almennt verðlag hefur hækkað um 2-3%. Raunveruleg magn- aukning er þó væntanlega minni þar eð hluta þessarar aukningar má rekja til breikkunar á virðisaukaskattsstofni um síðustu áramót. Þegar litið er yfír lengri tíma sést að heildar- velta atvinnugreina jókst á árinu 1991 en síð- an tók við tímabil samdráttar fram á mitt ár 1993. Ef eingöngu er litið á neysluvörugreinar sést að samdrátturinn náði fram á mitt ár 1994. Heildarveltan tók fyrr við sér eða um mitt síðasta ár og gætti þar fyrst og fremst áhrif aukinnar framleiðslu í sjávarútvegi. Þess- ar tölur sýna að mati ráðuneytisins að efna- hagslífíð hefur smám saman verið að taka við sér og staðfesta þau umskipti sem hafa orðið að undanförnu. Heildarveltan jókst fram á mitt þetta ár en síðan hefur heldur dregið úr. Raunaukning á fyrsta virðisaukaskattstímabilinu, janúar til febrúar, nam 4,5% miðað við fyrra ár, á öðru tímabili 6,5%, á þriðja tímabili 10,5% en á fjórða tímabili aðeins 2%. Munar þar mestu um minni veltu í sjávarútvegi. Velta í sjávarútvegi hefur aukist langmest á þessu ári eða um 15% meðan verðlag sjáv- arafurða hefur hækkað um nálægt 4%. í iðn- aði hefur veltan aukist um nálægt 8,5% sem fýrst og fremst kom fram á fýrri hluta ársins. Töluverð aukning í viðhaldi fasteigna Velta í byggingariðnaði hefur aukist lítillega frá fyrra ári að raungildi. Þar hefur orðið tölu- verð aukning í viðhaldi, t.d. húsamálum, meðan mannvirkjagerð dregst saman. Þetta endur- speglast í um 3,5% veltuaukningu í byggingar- vöniverslun. í bifreiðaverslun hefur orðið samdráttur miðað við sama tíma í fyrra. Hins vegar voru fleiri bifreiðar fluttar inn í september og októ- ber frá því í fyrra. í almennri verslun hefur velta aukist um 5,5% og gætir að mati fjár- málaráðuneytisins vafalaust áhrifa lækkunar virðisaukaskatts á matvælum auk almennra eftirspurnaráhrifa í kjölfar aukins kaupmáttar. Lát verður á hækkun á hrávöruverði í vikulok London. Reuter. LÁT varð á hækkunum á verði hrávöru í vikunni. Sumir búast við að verð hækki bráðlega á ný, eink- um ef fjárfestingarsjóðir leggja meira fé í málma. Þeir sem losuðu sig við hluta- bréf í vikunni virtust þó heldur vilja skuldabréf en hrávöru. Sumir notuðu hagnað af hækkunum á málmum til þess að greiða fyrir tap á hlutabréfum. Fulltrúi Alþjóðabankans taldi nokkrar líkur á frekari skamm- tímahækkunum á verði sumrar hrávöru. Að hans sögn hefur verð á hrísgijónum, sojabaunum og korni sennilega náð hámarki, en hann taldi að málmverð gæti hækkað. Nánar um stöðu hrávöru í vik- unni: __ OLÍA: Samtök olíusöluríkja, OPEC, hafa gert nýjan samning um óbreyttan hámarkskvóta fram- leiðslunnar til ársloka 1995. Viðm- iðunarverð Norðursjávarolíu hækkaði þó um aðeins 50 sent í vikunni í rúmlega 17 dollara tunn- an. Sérfræðingar telja að stefna OPEC kunni að leiða til sölutregðu 1995 ef veturinn verður kaldur í Norður-Ameríku og olíuútflutn- ingsbanni Sameinuðu þjóðanna á írak verður ekki aflétt bráðlega. KOPAR: Hefur hingað til hæk- akð stöðugt, en í vikunni varð hlé á um 75% hækkun frá því kopar- verð var í lágmarki 1993. Seldist á um 2,845 dollara tonnið á föstu- dag miðað við 2,861 dollara í síð- ustu viku, sem var hæsta verð í fjögur ár. AL: Fór yfir 2,000 dollara tonn- ið á þriðjudaginn í fyrsta skipti síðan 1990, en hafði lækkað niður fyrir 1,950 dollara í gær. BLÝ og ZINK: Hækkuðu eftir lækkun, en ekki eins rosalega og á undanförnum vikum. Blý lækk- aði niður fyrir 700 dollara tonnið og zinc í innan við 1,200 dollara, en höfðu komizt yfir þessa múra í síðustu viku. NIKKEL: Verðið breyttist lítið og var um 7,800 dollarar tonnið. GÓÐMÁLMAR :Gullverð 'svo að segja óbreytt. Verð á silfri, platínu og palladíni hélzt stöðugt. KAFFI: Lækkaði niður fyrir 3,000 dollara tonnið þar sem dreg- ið hefur úr áhyggjum um tjón á uppskerunni í Brasilíu af völdum frosta og þurrka. Slíkar áhyggjur ollu því verðið hækkaði úr um 1,000 dollurum í 4,140 dollara i september, sem var hæsta verð í níu ár. KÓKÓ: Stóð í stað. Uppskeran á Fílabeinsströndinni virðist allgóð samkvæmt síðustu upplýsingum, en hún hefur verið lengi að berast. SYKUR: Stendur vel í svipinn og staðan hefur ekki verið betri síðan 1990. Verðið í London rúmlega 400 dollarar tonnið. Góð kaup á sykri frá Kína og Norður-Afríku styrktu markaðinn. Vísar sragnrýni FÍS á bug „ÞESSI ummæli bera vott um laga- lega vanþekkingu og eru greinilega sögð án þess að viðkomandi hafi kynnt sér efni kvörtunar okkar,“ segir Jónas Fr. Jónsson, lögfræð- ingur Verslunarráðs íslands um gagnrýni Félags íslenskra stór- kaupmanna (FIS) á málsmeðferð Verslunarráðs á kvörtun um álagn- ingu vörugjalds til Eftirlitsstofnun- ar EFTA (ESA). Bæði Verslunarráð og FÍS gagn- rýndu álagningu vörugjalds á ýmsa vöruflokka í stað tolla þegar samn- ingurinn um Evrópskt efnahags- svæði (EES) var gerður og leituðu umsagnar ESA um málið. Hún mun væntanlega liggja fyrir endanlega fýrir áramót, en stofnunin hefur nú þegar gert athugasemd við framkvæmd á innheimtu á vöru- gjaldinu við fjármálaráðuneytið. Stefán Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri FÍS, gagnrýndi máls- meðferð ESA í Morgunblaðinu í gær, en sagði einnig að bréf Versl- unarráðs kynni að hafa spillt fyrir í málinu, þar sem kvörtun ráðsins hafí verið almennari en kæra FÍS, sem vildi gera vörugjöld á ljós- myndavörur að prófmáli. Leit að blóraböggli „Það virðist sem Stefán Guðjóns- son sé að leita sér að blóraböggli og kenni þá annað hvort Verslunar- ráði eða málsmeðferð ESA um nið- urstöðu sem hann er ósáttur við,“ sagði Jónas. „Hins vegar verða menn að hafa það í huga að þegar þeir leita með flókið lögfræðilegt mál til alþjóðlegra eftirlitsaðila geta þeir ekki búist við því að fá öllum kröfum framgengt. Það hefur náðst töluverður árangur með kvörtuninni til ESA og nú ættu menn frekar að sameina kraftana og sannfæra íslensk stjórnvöld um að álagning vörugjaldanna komi hreinlega niður á neytendum í formi hærra vöru- verðs.“ Driffjöður Sony hættir störfum Tímamót við afsögn Akio Morita sem gerði Walkman frægan Tokyo. Reuter. AKIO Morita, hinn þekkti stjómar- formaður Sony, hefur látð af störf- um, tæpu ári eftir að hann fékk heilablóðfall. Þegar Morita var for- stjóri Sony á gullaldarskeiði fyrir- tækisins 1971 til 1989 var hann aðaldriffjöðurin á bak við mörg nýstárleg tæki, allt frá fyrsta segul- bandstækinu til Walkmantækisins alkunna. Eftir brautryðjendastörf á vett- vangi myndbandstækja og geisla- diska’hafði Morita forgöngu um að Sóny haslaði sér völl í hugbúnaðar- viðskiptum og keypti hljómplötuúg- áfuna CBS 1988 og Columbia-kvik- myndafélagið í Hollywood 1989. Síðan Morita fékk heilablóðfallið í fyrra hefur hann verið í hjólastól og óvinnufær. Stjórn Sony sam- þykkti lau.snarbeiðni hans í gær, en hann baðst lausnar á miðvikudag í síðustu viku, einum degi áður en Sony tilkynnti 265.2 milljarða jena afskriftir í sambandi við kaupin á Columbia 1989. Sérfræðingar telja að samband kunni að vera þarna á milli. Vegna afskriftanna er fyrirtækið er rekið með tapi eftir 279.96 milljarða jena hagnað. Þær þykja staðfesta að Sony hafi keypt Columbia (fyrir 3.4 milljarða dollara) til að hasla sér völl í Hollywood í óljósri von um að dularfull „samvirkni“ rafeinda- hugbúnaðar og kvikmynda mundi magna verðmæti kvikmyndafélags- ins. Lækkað verð hlutabréfa Afskriftimar urðu til þess að verð hlutabréfa í Sony lækkaði fjóra daga í röð í kauphöllinni í Tokyo. Þau lækkuðu um 13.4% þar til á fimmtudag, en hækkuðu aftur í gær um 130 jen í 5,160. Forsvarsmenn Sony neita því að samband sé á milli verðlækkunar- innar og lausnarbeiðni Morita og segja að hann hafí tekið ákvörðun sína til þess að draga úr áhrifum sem það kunni að hafa haft erlend- is að stjórnarformaður fyrirtækisins hefur verið óvinnufær. Nýr maður verður ekki skipaður í stöðuna, sem er valdaminni en í bandarískum og evrópskum fyrir- tækjum, en Morita mun styðja Norio Ohga forstjóra sem „stofn- anda og heiðursformann." FISKASÝNING í Dýraríkinu í dag, laugardag, 26. nóvember frá klukkan 10.00-17.00. ...fyrir dýravini! stórir Discusar, Pleco bláskjár, Pleco angelicus, Pleco royal, Red tail kattfískur, Channa, Ornatipinnis og yfir 50 aðrar tegund- ' '' ' '? ir ieiðbeina um fóðrun fiska. Kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja vera vissir um að þeir séu að fóðra rétt. Sýningartilbod: Fiskabúr með öllu, 20% afsláttur Við Grensásveg - sími 68 66 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.