Morgunblaðið - 26.11.1994, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
h
_______________________________WEYTEMPUR__________________________________
w
Eftirlit með leikföngum verður hert eftir áramót til að uppfylla evrópska öryggisstaðla |
Slembiúrtak verður
gert reglulega
í sumar tók gildi ný
reglugerð um öryggi
leikfanga og er kveðið
á um ábyrgð og skyldur
leikfangaframleiðenda
o g innflytjenda. Helga
Kristín Einarsdóttir
kynnti sér málið
TEKIÐ verður upp eftirlit
með leikföngum innan
tíðar en það hefur verið
í lágmarki hingað til að
sögn Hrafns Hilmarssonar deildar-
verkfræðings hjá Löggildingar-
stofu. Verður framleiðendum og
seljendum nú gert að staðfesta að
leikföng þeirra uppfylli evrópska
öryggisstaðla með því að merkja
vöru sína með stöfunum CE og
er eftirliti hérlendis gert að ganga
úr skugga um að svo sé.
Hrafn segir að gert skuli yfirlit
yfir þá sem flytja inn leikföng og
selja og tekið slembiúrtak með til-
teknu millibili. „Það er tilviljunum
háð hvar er skoðað og hve mikið
svo ekki sé verið að leggja tiltekn-
ar verslanir í einelti. Aðallega er
verið að gá að CE-merkinu. Ef
ekki þarf að athuga málið betur.
Varan má ekki vera .á markaði
þótt hún standist kröfur en er
ekki CE-merkt,“ segir Hrafn.
Tekið við ábendingum
Miðað er við að óháður aðili sjái
um eftirlitið og mun Bifreiðaskoð-
un íslands sjá um að skoða leik-
föngin. Niðurstöðum er skilað til
Löggildingarstofu, sem hefur
heimild til að banna sölu leikfanga
sem ekki eru merkt CE þótt þau
uppfylli öryggiskröfur að öðru
leyti, eða að krefjast tafarlausrar
afturköllunar þeirra úr verslunum.
Þá er tekið við ábendingum frá
fólki um gölluð leikföng og stuðst
við upplýsingar úr samevrópsku
tilkynningakerfi.
Aðlögunartími
Hrafn segir að ekki verði geng-
ið eftir því af fullum krafti í fyrstu
en markmiðið sé að selja aðeins
merkt leikföng í framtíðinni. Mis-
munandi viðhorf ríki í Evrópu.
Sum lönd muni banna ómerkt leik-
föng strax en önnur leyfi aðlögun-
artíma og verði svo að líkindum
hér.
Hann kvaðst vona að hafist yrði
handa sem fyrst. „Hugsanlega
verður þetta prófað í desember,
einn dagur notaður í að prófa
hvemig tekst að fara eftir þeim
verklagslýsingum sem verða til-
búnar þá. Síðan verður unnið eftir
henni að fullum krafti eftir ára-
mót.“
Hrafn segir aðspurður um hve
oft verði gert slembiúrtak: „Það
er verið að semja reglurnar og þar
verður kveðið á um hve mikið eftir-
lit sé nauðsynlegt. Þar koma ýmis
sjónarmið inn í, t.d. hvað það kost-
ar skattgreiðendur að láta vinna
þetta. Hafa ber í huga að eftirlit
með leikföngum hefur verið lítið
sem ekkert hér. Því væri óraun-
hæft að fara of geyst. En þótt
ekki sé búið að ákveða hversu
mikið eftirlitið verður er ljóst að
það verður hóflegt.“
Ekki gert ráð fyrir
nægilega mörgu
Herdís Storgaard fulltrúi hjá
Slysavarnafélaginu hefur kynnt
sér nýju reglugerðina en segir
margt undanskilið í henni. „Til
dæmis var ákveðið að setja
leiðbeiningar á hjólabretti, sem er
mjög gott, en vandamálið er eftir
sem áður það að segja bömunum
að renna sér ekki á þeim á
umferðargötum eða gangstéttum.
Þá má nefna eftirlíkingar fyrir
börn af barna- og dúkkuvögnum,
kermm og stólum. Stundum er
alls ekki nógu vel frá þeim gengið
og útbúnaður of flókinn og hafa
orðið ljót klemmuslys þegar börn
hafa verið að leika sér með þetta.
Þessir hlutir em útbúnir eins og
gengið var frá alvöru kerrum fyrir
fjölmörgum ámm þegar ekki voru
gerðar eins miklar kröfur og
foreldrar og börn misstu gjarnan
putta við notkun.
Ég nefni barnahúsgögn sem em
mörg afar léleg. Þau em ekki
hornrétt, fætur skakkir og hús-
gögnin sleip svo börnin detta og
slasa sig á höfði. Loks eru barna-
baðkör sem taka 1.200 -4.000 lítra
JÓIASTJARNA!
JÓlASrjARNAN ER KOMIN
í BIÓMAVERSIANIR UM LANDAUT
Jólastjarnan er viðkvæm fyrir kulda
og dragsúg. Því er sérstök ástæða
til að benda söluaðilum á að pakka
henni vel inn fyrir viðskiptavini sína.
íslensk jólastjarna er ræktuð í
mörgum stærðum og
verðflokkum.
Berið saman verð og gæði!
BÆTUM IÍFIÐ MFÐ BIÓMUM!
BLÓMAMIÐSTÖÐIN HF.
íslenskir blómaframleiðendur
af vatni. Hérlendis hafa dmkknað
19 börn frá 1980 og oft hefur
þetta gerst í mjög gmnnu vatni.
Á þessum baðkörum era engar
merkingar og mér finnst vanta að
gera ráð fyrir þeim í reglugerð-
inni. Ég sá þau í mörgum görðum
í sumar og fólk hafði ekki hirt um
að tæma þau. “
CE-merki engin trygging
Herdís á sæti í evrópskri leik-
vallastaðlanefnd og segir ekki víst
að CE-merkið veiti ekki nægilegt
öryggi. „Fulltrúi Svíþjóðar sagði
mér að nýverið hefðu verið gerðar
skyndikannanir í leikfangaverslun-
um og voru 70 vömflokkar athug-
aðir á rannsóknastofu. Ætli það
hafi ekki verið um 40% leikfang-
anna sem ekki stóðust kröfur þótt
þau væru CE-merkt,“ segir hún.
Smádót varasamt
Aðspurð um hverskonar leikföng
hafi helst valdið slysum hér segir
Herdís „Það er óskaplega mikið til
af ódým smádóti og fólk er nú að
byija að kaupa í skóinn og gefa
litlum börnum. En þessir smáhlutir
em ekki ætlaðir börnum undir 3ja
ára. Þeir festast í
koki barna eyrum og
nefi og yfirleitt verða
þessi slys á heimilum.
Fólk áttar sig ekki á
hvað kokið er stórt
hjá bömum. Hjá 2ja-
3ja ára barni er það
um 32-33 mm í þver-
mál. Ef þau setja
hluti upp í nefið á sér
getur orðið alvarleg
sýking ef foreldrar
vita ekki hvað hefur
gerst og hluturinn
situr þar lengi.“
Einnig segir Her-
dís rafhlöðuleikföng
hættuleg. Sum séu
svo léleg að lok af
rafhlöðuhólfinu detti
af og þá komist börn-
in t. d. oft í örsmáar
rafhlöður og gleypi.
„Það er vitað um
nokkur börn sem
hafa orðið alvarlega
veik vegna þessa. Það
er blý í rafhlöðum
sem getur sest á öll stóru líffæri
líkamans og nýmn geta hætt að
starfa."
Auk þess nefnir Herdís langar
snúrur á leikföngum og sippubönd.
„Oft er þetta nælonsnúra sem
strengd er yfir rúm eða barna-
vagn. Ef barnið er ekki orðið sterkt
líkamlega og dettur fram fyrir sig
þegar það situr uppi getur það
ekki ýtt sér upp aftur. Það hefur
komið fyrir að barn hefur legið á
svona snúru og næstum kafnað,
eða að eldri börn hafí fest þetta
um hálsinn á sér ef leikfangið er
fast einhvers staðar svo legið hefur
við stórslysi.“
Alvarleg slys
Aðspurð hversu hátt hlutfall
leikfangaslysa sé segir Herdís það
ekki vitað en þegar það spyijist
sé alltaf um alvarleg slys að ræða.
„Það vantar í skráningu hjá Slysa-
deild, þótt hún sé mjög góð, að
setja sérstakan dálk á eyðublöðin
þar sem tekið er fram að barn
hafi slasast vegna tiltekinnar vöm
eða leikfangs. í byrjun næsta árs
taka gildi ný lög um skráningu
slysa og ég held að ég megi full-
yrða að þetta sé inni í myndinni."
i
i
I
I
i
i
i
i
í
i
i
(
i
Sérstakir brauð- og
kökudagar í Korninii ,
í BAKARÍINU Korninu í Kópavogi
er brauðdagur alla miðvikudaga og
kökudagur alla fimmtudaga. A
brauðdag em brauð seld á 100 kr.
stykkið. „Öll brauðin eru vitaskuld
nýbökuð og fersk, enda er verið að
baka allan daginn," segir Rögnvald-
ur Þorkelsson bakari og eigandi
Kornsins.
„Ég byijaði að hafa sérstakan
kökudag einu sinni í viku fyrir
tveimur ámm. Ástæðan var helst
sú að mér fannst kökusala dræm
og fólk tregt að prófa hinar ýmsu
tegundir. Allar kökur og tertur voru
seldar á 200 krónur á kökudag og
ég hef haldið verðinu óbreyttu síð-
an. Ekki skiptir máli hvort er ný-
bökuð djöflaterta, sem venjulega
kostar 427 kr., eða heita jólaköku
sem aðra daga kostar 270 krónur.
Kökudagur vakti mikla hrifningu
meðal viðskiptavina, sem voru
ánægðir með þessa nýbreytni og
því ákvað ég að slá upp sérstökum
brauðdegi líka.“
Alls bakar Rögnvaldur um 30
brauðtegundir, sem allar eru seldar
á 100 krónur á miðvikudögum,
hvort sem það eru stór samloku-
brauð sem annars kosta 190 krón-
ur, eða gamla góða normal-brauðið.
„Þessa tvo daga sel ég mun
meira en aðra daga vikunnar. Fast-
ur kostnaður er sá sami hvort sem
ég baka lítið eða mikið og þegar
Morgunblaðið/Sverrir
RÖGJSIVALDUR Þorkelsson í
Korninu. „Það er gaman að
sjá viðskiptavini prófa nýjar
tegundir.“
(
[
I
|
f
«
upp er staðið er hann því hlutfalls-
lega lægri á hvert brauð. Það er
ástæða þess að hægt er að lækka
verð svona mikið. Mér finnst einna
skemmtilegast við brauð- og köku-
daga að viðskiptavinir mínir nota
tækifærið og prófa nýjar tegundir, ®
sem þeir myndu líklega ekki gera %
ef verðið væri alltaf hið sama.“