Morgunblaðið - 26.11.1994, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Öll tryggingafélög geta brunatryggt húsnæði frá og með áramótum
Flestir enn
með tryggingu
á sama stað
Öll tryggingafélög hafa
sömu gjaidskrá og er
iðgjald í Reykjavík 140
kr. fyrir hverja milljón
sem tryggð er. Ofan á
bætast 320 kr. í skatta.
Brynja Tomer heyrði
hljóðið í taslmönnum
tryggingafélaga.
EIGENDUR íbúðarhúsnæðis
hafa þijá virka daga til
að segja upp brunatrygg-
ingum sínum hjá Húsa-
tryggingum Reykjavíkur, HR, eða
Vátryggingafélagi íslands, VÍS, sem
hingað til hafa annast allar bruna-
tryggingar. VÍS hefur tryggt á
landsbyggðinni og HR í Reykjavík
og reyndar er fresturinn þegar útr-
unninn hjá mörgum viðskiptamönn-
um VÍS, þar sem gjalddagi var 15.
október.
Ný lög um brunavarnir ganga í
gildi um áramót, en þar sem upp-
sagnarfrestur er 1 mánuður, þarf að
segja trygginum upp fyrir 30. nóv-
ember, sé ætlunin að skipta um
tryggingafélag. VÍS og HR halda
áfram að brunatryggja hús og koma
önnur félög því til viðbótar sem val-
kostur. Þessi nýju lög um brunavam-
ir leystu af hólmi 40 ára gömul lög
og voru sett í kjölfar EES-samnings-
ins, sem m.a. kveður á um að ekki
megi vera einokun í rekstri þessara
trygginga.
Hjá Húsatryggingum Reykjavíkur
var rætt við Eyþór Fannberg sem
segir að til þessa hafi ekki orðið
umtalsverðar tilfærslur á bruna-
tryggingum frá félaginu. Hilmar
Pálsson-'framkvæmdstjóri hjá VÍS
segist álíta að um 4.000 brunatrygg-
ingar á íbúðarhúsnæði færist frá VIS
til annarra félaga.
Ódýrast í Reykjavík
Iðgjöld eru iægst í Reykjavík, 140
krónur fyrir hveija milljón sem
tryggð er, en fara til dæmis upp í
260 krónur á Stöðvarfirði. Fer ið-
gjald meðal annars eftir því hvort
hús eru kynt með olíu eða heitu vatni
og hvemig brunavörnum er háttað á
hveijum stað.
Tiyggingafélög hyggjast halda
óbreyttu iðgjaldi og það verður hið
sama alls staðar, þrátt fyrir sam-
keppnina. Rætt var við menn hjá
VIS, Sjóvá-Almennum, Trygging-
amiðstöðinni, Skandía og Tryggingu
hf. Viðskiptamönnum félaganna hef-
ur verið sent bréf með upplýsingum
um breytingar á brunatryggingum,
þar sem þeir hafa verið hvattir til
láta flytja brunatryggingar sínar.
Spurt var hvort sérstök kjör eða
afsláttur væri boðinn til að laða til
sín viðskiptavini með brunatrygging-
ar, en talsmönnum allra félaga bar
saman um að iðgjöld væru svo lág
að ekki væri raunhæft að veita af-
slátt eða vildarkjör. Tíminn yrði að
leiða í ljós hvort hægt yrði að gera
það í framtíðinni.
Deilt um skattheimtu
Reyndar sagði Þórður Þórðarson,
framkvæmdastjóri vátryggingasviðs
hjá Skandía, að í undirbúningi væri
að lækka iðgjöld hjá þeim sem hefðu
fleiri tiyggingar hjá félaginu og einn-
ig þeim sem hefðu góðar eldvamir á
heimili sínu. Það yrði þó ekki gert í ár.
Hjá öllum félögum sögðust menn
fagna samkeppni, en varðandi svo-
kallað umsýslugjald, sem talsverðar
deilur hafa spunnist um, sögðu marg-
ir að lagagrunnur mætti vera traust-
ari.
Umsýslugjald er 25 kr. fyrir hveija
milljón sem tryggð er, en ofan á ið-
gjald bætist einnig viðlagatrygging,
sem kostar 250 kr. fyrir hveija millj-
ón sem tryggð er og brunavarnarið-
gjald, sem er 45 kr. fyrir hveija
milljón. Viðlagatrygging bætir t.d.
tjón vegna náttúruhamfara, en
brunavarnariðgjald rennur til bruna-
varna í hveiju sveitarfélagi.
Að sögn Daggar Pálsdóttur, skrif-
stofustjóra í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu rennur um-
sýslugjald til Fasteignamats ríkisins,
en um er að ræða 35 milljónir króna
á ári. Samkvæmt nýjum lögum um
brunatryggingar annast Fasteigna-
mat ríkisins brunabótamat ásamt
dómkvöddum matsmönnum. Einnig
á það að annast varðveislu allra upp-
lýsinga um brunabótamat fasteigna
og setja á stofn landsskrá fasteigna
þar sem m.a. verða upplýsingar um
BLAÐINU hefur borist athugasemd
frá Express-litmyndum varðandi
framköllunarþjónustu hjá Myndbroti.
Fyrir nokkru birtist frétt á neytend-
asíðu Morgunblaðsins um framköllun
á allt að 38 myndum, sem kostaði
599 kr. hjá Myndbroti. Eigendur
Express-litmynda benda á að þar
kosti framköllun á 24 mynda filmu
1.162 kr. og innifalin sé ný filma.
brunabótamöt. Dögg segir að um-
sýslugjald verði notað til að standa
straum af kostnaði vegna nýmats,
uppfærslu og vinnu við viðhald á
skrá Fasteignamats ríkisins og því
að brunabótamat sé ávallt í samræmi
við verðmæti fasteignar. Hingað til
hefur kostað nokkur þúsund krónur
að fá fasteign metna í fyrsta sinn,
en nú verður það gert endurgjalds-
laust.
Nú eru sólpallar tryggðir
I nýju lagafrumvarpi um bruna-
tryggingar eru ýmsar viðbætur. Til
dæmis verða tekin af öll tvímæli um
það að sólpallar við hús eru tryggð-
ir, svo framarlega sem vátrygginga-
félagi hefur verið tilkynnt um smíði
þeirra og eigendur hússins hafa beð-
ið um endurmat. Þá verða sjónvarps-
loftnet tryggð, lyftur, eldvarnarbún-
aður, botnplata og undirstaða húss.
Einnig er skýrt kveðið á um að kostn-
að vegna hreinsunar á húseign eftir
bruna ber tryggingafélagi að greiða
og sömuleiðis kostnað við að ryðja
burt brunarústum.
„Við afgreiðum viðskiptavini
okkar á 60 mínútum ef óskað er,
það er ekki 3-7 daga bið hjá Ex-
press-litmyndum,“ og fram kemur
að verð lækkar um 38 kr. fyrir
hveija ónýta mynd á filmu sem
framkölluð er og mynd er dekkt eða
lýst ef viðskiptavinur er ekki ánægð-
ur með hana. Sú þjónusta er endur-
gjaldslaus.
Námskeið
í gerðjóla-
konfekts
Jólakonfektnámskeiðin í Mat-
reiðsluskólanum okkar eru
hafin. Hilmar B. Jónsson
matreiðslumeistari kennir
undirstöðuatriði og aðferðir
við gerð jólakonfekts.
í sýnikennslueldhúsinu er
byijað á að kenna aðferðir og
tækni við gerð jólakonfekts,
en síðan fara þátttakendur í
verklegt eldhús skólans og
búa til eigið konfekt undir
leiðsögn Hilmars.
Allt hráefni er innifalið í
námskeiðsgjaldi og fara þátt-
takendur heim með konfektið,
sem þeir búa til á námskeið-
inu. >
Kransa-
helgi í
Blómaborg
Hveragerði - Jólaundirbún-
ingur er í algleymingi í
Blómaborg í Hveragerði, enda
langt síðan farið var að hugsa
fyrir jólunum þar á bæ. Laug-
ardaginn 26. nóvember og
sunnudaginn 27. nóvember
kl. 14-18, býður skreytinga-
fólk viðskiptavinum ókeypis
aðstoð við að laga gamla að-
ventukransa eða búa til nýja.
Allt efni, t.d. mosi, greni,
könglar, kúlur, borðar, leir,
kerti, fæst á staðnum.
Athugasemd frá
Express-litmyndum
AFMÆLISTILBOÐ
24. nóvember - 1. desember
Á jÁRLÍNUM, SPRENGiSANDI
Nauta- eða lambagrillsteik
og glas af á abeins
Barnabox á 195 kr. (m/jóladagatali 320 kr.)
ÁJARLiNUM, KRINOLUNNI
Hamborgari og
glas af á abeins
Jarlinn (mŒ
BRÆÐURNIR Hans og Guðbergur Már Guðmundssynir hafa
staðið í ströngu að undanförnu við að innrétta nýja veitingastað-
inn Bogann, sem nú er að opna í Hafnarfirði.
Nýr veitingastaður
í Hafnarfirði
NÝR veitingastaður var opnaður
í Hafnarfirði í gærkvöldi á ann-
arri hæð í nýju verslunarmið-
stöðinni Miðbæ, Fjarðargötu
13-15, en Miðbærverður form-
lega tekin í notkun í dag kl.
10.00.
Veitingastaðurinn hefur hlot-
ið nafnið Boginn og er innréttað-
ur í rómverskum stíl. Sæti eru
fyrir 70 manns. Eigendur eru
þau Hans Guðmundsson, Unndís
Ólafsdóttir, Guðbergur Már
Guðmundsson og Sigrún Bryndis
Hansdóttir. Á daginn verður
Boginn rekinn sem alhliða veit-
ingastaður og kaffihús, en á
kvöldin er meiningin að yfir-
bragðið verði mun fínna auk þess
sem boðið verður upp á kráar-
stemmningu, að sögn eigenda.
„Þá má ekki gleyma útsýninu,
sem er stórglæsilegt yfir Hafnar-
fjarðarhöfn." Opið verður á virk-
um dögum til kl. 1.00 og um helg-
ar til kl. 3.00 og í bígerð er að
bjóða upp á lifandi tónlist, að
minnsta kosti um helgar.