Morgunblaðið - 26.11.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 26.11.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter Sópað frá Lenín STYTTUR af Lenín, stofnanda Sovétríkjanna, er enn að finna víða í Rússlandi og þessi er í Arkhangelsk eða Erkiengilsborg við Hvítahaf. Þar er veturinn fyrir löngu genginn í garð og hætta á, að hann verði bæði lang- ur og kaldur. Er ástæðan sú, að olíubirgðir í borginni eru litlar og ekki víst að úr því verði bætt í bráð. Nýttlag umKim Tókýó. Reuter. NÝTT lag hefur náð miklum vin- sældum í Norður-Kóreu, að sögn ríkisfréttastofunnar KCNA. í text- anum er lýst vilja þjóðarinnar allrar til að fórna lífínu fyrir hinn nýja leiðtoga, Kim Jong-il, og vetja hann „að eilífu". Kim hefur ekki enn verið formlega tilnefndur arftaki föður síns í leiðtogaembættið. Fréttastofan segir að í laginu komi fram eindreginn vilji kóresku þjóðarinnar til að verða „rifflar, sprengjur og virki“ fyrir Kim til að verja hann. „Ég trúi því staðfast- lega að þú munir beijast af hörku fyrir markmiðum sósíalismans, hinni byltingarkenndu hugsjón juc- he [að þjóðin treysti á eigin getu], og mun dyggilega styðja Kim í leið- togastarfinu", segir í texta lagsins. Kóreskur heimildarmaður sagði að framvegis myndi lagið verða leikið daglega í útvarps- og sjón- varpsstöðvum N-Kóreu. LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 23 Kynnum '95 línuna frá Philips í dag laugardag frá kl. 10-16 PHILIPS hefur verið brautryðjandi í sjónvarpstækni um árabil. Gæði Philips tækjanna er löngu heimsþekkt bæði hjá fagfólki og almenningi. Þau þykja bera af hvað varðar mynd- og hljómgæði og ótrúlega góða endingu. Philips hefnr kynnt hverja tæknibyltinguna á fætur annarri og sem dæmi um það má nefna 100 Hz tækin þar sem titringur á mynd er algjörlega horfinn. Philips sjónvarpstækin fást í mörgum stærðum og gerðum, allt frá smærri, ódýrum tækjum upp í stærri tæki sem eru einhver fullkomnustu sjónvarpstæki sem völ er á. -1 Geislaspilari fyrir sjónvarp! Enn ein tæknibytting frá Philips Philips sem fann upp geisladiskinn hefur sett á markað geislaspilara fyrir sjónvarp. Með honum er mögulegt að sýna bíómyndir og spila „alvöru“ tölvuleiki af geisladiskum, auk þess sem hægt er að skoða Photo CD diska með kyrrmyndum t.d. fjölskyldualbúmið. Komdu ogsjdðu með eigin auguml Heimabíó með alvöru bíóhljómburði! Upplifðu bíóhljóminn heima í stofu. Kynnum í dag hina fullkomnu SHERWOOD umhverfismagnara (surround) ásamt bose hátölurum sem gera sjón- varpsáhorfun að nýrri upplifun! Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO Umboðsmenti um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.