Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
r
ERLENT
Ráðamenn í Þýskalandi banna
starfsemi nýnasistasamtaka
Víkingaæskan
beint á rusla-
haug sögunnar
Stuttgart. Morgunblaðið.
SÚ ákvörðun innanríkisráð-
herra Þýskalands, Manfreds
Kanthers, að banna starfsemi
nýnasistasamtakanna Víkinga-
æskunnar hefur vakið almenna
ánægju í Þýskalandi. Samtökin
hafa vakið óhug manna á með-
al, en þau hafa þótt minna
ískyggilega mikið á ungliða-
hreyfmguna Hitlersæskuna,
stolt Adolfs Hitlers. Árleg hvíta-
sunnuganga samtakanna í bæn-
um Hetendorf í Saxlandi hefur
síst orðið til að draga úr þeirri
skoðun manna, en þá hafa ung-
mennin jafnan komið saman og
gengið ábúðarfull um götur,
klædd einkennisbúningum og
með fána félagsins á lofti.
Víkingaæskan hefur lengi
verið undir smásjá þýskra yfir-
valda, en það var þó ekki fyrr
en nú að innanríkisráðherrann
lét loks til skarar skríða. í kjöl-
farið leitaði lögregla á heimilum
félagsmanna, sem búsettir eru
vítt og breitt um Þýskaland, og
lagði hald á áróðursgögn. Þá
voru allar eignir^félagsins gerð-
ar upptækar. ' Víkingaæskan
hafði starfað í nokkur ár og
voru meðlimir orðnir rúmlega
400 talsins. Eins og nafn sam-
takanna ber með sér var stærst-
ur hluti þeirra ungt fólk, en
einnig var þar að fínna eitthvað
af bömum, sem fylgdu systkin-
um sínum eða foreldrum eftir.
Samkvæmt tilkynningu frá
innanríkisráðuneytinu var það
meginmarkmið Víkingaæsk-
unnar að stuðla að ógildingu
stjómarskrárinnar, með valdi
ef þörf krefði, og endurreisa
Þriðja ríkið. í nýjasta hefti Vík-
ingsins, félagsriti samtakanna,
segir meðal annars, að „þeir
sem unni landi sínu og þjóð af
heilum hug, geti aðeins tekið
gild lög og reglur náttúrunnar",
en samkvæmt þeim sé það ský-
laus réttur manna að beita aðra,
sem telja megi óæskilega, valdi.
Á öðmm stað eru „hugsjónir
og afrek“ Adolfs Hitlers lofuð
í hástert, einkum sú hugmynd
að auðkenna gyðinga með
stjömu. Þá er í mörgum heftum
Víkingsins að fínna ræður Hitl-
ers, birtar í fullri lengd.
Léttir í Hetendorf
Það var greinilega létt yfir
íbúum bæjarins Hetendorf í
Saxlandi, þar sem Víkingaæsk-
án hefur jafnan hist yfir hvíta-
sunnuhátíðina, þegar frétta-
menn þýska sjónvarpsins sóttu
þá heim á dögunum. Viðmæl-
endur fögnuðu allir innilega
þeirri ákvörðun innanríkisráð-
herrans að banna nýnasista-
samtökin og vom reyndar flest-
ir á þeirri skoðun, að hann hefði
átt að taka af skarið miklu fyrr.
Kvaðst einn bæjarbúi þakka
guði fyrir að þurfa aldrei fram-
ar að horfa upp á „skrípaleik“
Víkingaæskunnar og vísaði þar
til árlegrar hvítasunnugöngu
samtakanna.
Sýnt var frá uppákomu þeirri
í sjónvarpsfréttum síðastliðið
vor og mátti þar meðal annars
sjá komung börn þrammandi
um götur bæjarins. Mörg ung-
mennanna huldu andlit sitt og
hröðuðu sér framhjá sjónvarps-
vélunum en önnur voru kjark-
meiri og veifuðu spjöldum fram-
an í fréttamenn, þar sem á stóð:
Fjölmiðlar ljúga!
Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vill sitja áfram
Samkomulag við verka-
lýðsfélögin á næsta leiti
Róra. Reuter.
ALLT benti til þess í gær
að Silvio Berlusconi, for-
sætisráðherra ítalu, og
fulltrúar verkalýðsfélag-
anna myndu ná sam-
komulagi um fjárlaga-
fmmvarpið. Ásakanir á
hendur forsætisráðherr-
anum um spillingu hafa
veikt mjög ríkisstjórn
Silvio Berlusconi
hans en Berlusconi sagðist í gær
vilja sitja áfram, en ítrekaði að
til þess yrði hann að frá traustsyf-
irlýsingu stjórnarinnar.
Berlusconi og fulltrúar verka-
lýðsfélaganna komu sér saman
um að hittast næsta mið-
vikudag. Margt þykir
benda til þess að skammt
sé í að þeir nái samkomu-
lagi um að undanskilja
breytingar á lífeyris-
greiðslum í fjárlaga-
frumvarpinu. Verkalýðs-
félögin hafa boðað til all-
herjarverkfalls 2. desem-
er komin og framtíð fimm flokka
samsteypustjórnar sinnar.
ber, verði ráðist gegn lífeyrissjóð-
skerfinu, sem er hið örlátasta í
Evrópu.
Berlusconi átti í gær fund með
Oscar Luigi Scalfaro, forseta ítal-
íu, til að ræða þá stöðu sem upp
Vilja mið- og vinstri sljóm
í skoðanakönnun, sem birt var
í gær, kváðust 53% telja að Ber-
lusconi ætti að sitja en 37,7% að
hann ætti að segja af sér. Spurt
var hvaða flokkar ættu að standa
að nýrri stjórn, félli stjórn hans,
og naut stjórn miðju- og vinstri-
flokka mestrar hylli, 24,4%, stjórn
undir forystu nýfasista í Þjóðar- !
flokknum naut 21,8% fylgis en
ný stjórn Berlusconis aðeins
11,8% fylgis.
Brjóstvöm lýðræðis
EIN af röksemdum Evrópusambandsandstæðinga í Noregi er að sambandið sé ólýðræðislegt. „Hér
er lýðræði heimsins saman komið," segir Anne Enger Lahnstein, formaður Miðflokksins, og bendir
á Noreg og Island. Myndin birtist í Arbeiderbladet í gær.
Atlantshaf sbandalagið fellst ekki á tillögur um verndun Bihac í Bosníu
Brussel.TheDailyTelegraph.
FULLTRÚAR Bretlands og Frakk-
lands sameinuðust um að hindra
að tillögur Bandaríkjamanna um
aðgerðir til að vemda Bihac-borg
í norðvesturhluta Bosníu yrðu sam-
þykktar á fundi sendiherra Atlants-
. hafsbandalagsins (NATO) í Brussel
í fyrradag. Ákveðið var að vísa til-
lögunum til öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna. Heimildarmenn í höfuð-
stöðvum NATO sögðu að tillögum-
ar hefðu ekki náð fram að ganga
vegna ágreinings um hvort senda
þyrfti fleiri hermenn til „griða-
svæðisins" í Bihac og hvaðan þeir
ættu að koma.
„Hver er tilgangurinn í því að
samþykkja áætlun ef við höfum
ekki nægilega marga hermenn til
að hún gangi,“ sagði stjómarer-
indreki í Brussel. Heimildarmenn-
irnir sögðu að í tillögum Banda-
ríkjamanna væri aðeins minnst á
loftárásir, ekki hermenn, til að
framfylgja þeim. Þeir sögðu að
nokkrar aðildarþjóðir, einkum
Frakkar, hefðu viljað fá það á
hreint hvaðan landhermennirnir
ættu að koma.
Tillögunum
vísað til ör-
yggisráðsins
Franskir hermenn flestir
Frakkar hafa sent fleiri her-
menn til fyrrverandi lýðvelda
Júgóslavíu en nokkur önnur þjóð
og segjast ekki vilja senda fleiri.
Tillögur Bandaríkjamanna
kveða á um að „griðasvæðið" sem
Sameinuðu þjóðimar hafa markað
umhverfís Bihac-borg verði
stækkað og hermenn og vopn verði
bönnuð innan þess. Serbnesku
hersveitunum, sem hafa sótt að
borginni, yrðu settir úrslitakostir;
annaðhvoit færu þær af svæðinu
eða yrðu fyrir loftárásum NATO.
Her múslima yrði einnig að fara
þaðan og aðeins friðargæsluliðar
Sameinuðu þjóðanna myndu halda
þar uppi eftirliti.
Bandaríkjamenn hafa ekki vilj-
að senda hermenn til Bosníu og
Frakkar og Bretar óttuðust að
þeir myndu neyðast til að fjölga
hermönnum sínum þar. Franskir
heimildarmenn lýstu tillögunum
sem „algjörlega óviðunandi".
Harður ágreiningur blossaði
upp á fundinum um hvort NATO
gæti tekið ákvörðun um að stækka
„griðasvæðið" og Bretar og
Frakkar kröfðust þess að málinu
yrði vísað til öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna. Það skapar hins
vegar hættu á að tillögurnar nái
aldrei fram að ganga þar sem
Rússar eru mjög tregir til að fall-
ast á frekari loftárásir af hálfu
NATO á Serba, slavneska bræðra-
þjóð þeirra.
Segja loftárásir nægja
Bandaríkjastjórn er óánægð
með framgang Sameinuðu þjóð-
anna í Bosníu-deilunni, og sakar
samtökin um að grafa undan til-
raunum hennar til að beita sér í
meiri mæli í Bosníu-málinu á vett-
vangi Atlantshafsbandalagsins.
Niðurstaða fundarins á fimmtudag
mun auka þrýstingin á Banda-
ríkjastjóm að senda múslimum
vopn.
Fyrr um daginn urðu Banda-
ríkjamenn að falla frá tillögu um
að þungavopn yrðu bönnuð í
grennd við Bihac, eins og gert
hefur verið í Sarajevo og Gorazde.
Bretar og Frakkar lögðust gegn
því, á þeirri forsendu að Samein-
uðu þjóðirnar væru ekki með nógu
marga hermenn til aði framfylgja
banninu þar sem Bandaríkjamenn
vildu ekki senda þangað herlið.
Bandaríkjamenn telja hins veg-
ar nægilegt að flugvélar hafí eftir-
lit með svæðinu og ekki þurfi að
íjölga hermönnunum verulega.
Willy Claes, framkvæmdastjóri
NATO, sagði að grípa þyrfti til
hernaðaraðgerða til að knýja
Serba aftur að samningaborði.
Friðarviðræður hefðu dregist of
lengi án þess að skila árangri
meðan árásir Serba héldu áfram.
„Það hljóta að vera einhver tak-
mörk,“ sagði hann. „NATO er
ekki að vonast eftir nokkrum hern-
aðarsigrum. Við viljum senda
Serbum skilaboð um að þeir geti
ekki leyst Bosníumálið með hern-
aðaryfírgangi og það væri þeim í
hag að ganga að samningaborði.“
Plastendur
í heimsreisu
GULAR endur, bláar skjaldbökur
og grænir froskar, alls 29.000
stykki og öll úr plasti, eru væntan-
leg að ströndum Norðvestur-Evr-
ópu með Golfstraumnum á næsta
ári. Leikföngin eru sem stendur
einhvers staðar á Norður-íshafinu
á. leið til Norðurheimskautsins og
fara nokkur veginn sömu leið og
landkönnuðurinn Friðþjófur Nans-
en fyrir 100 árum á skipi sínu,
Frám.
í janúar 1992 missti fragtskip
gáma með leikföngunum útbyrðis
en skipið var statt á norðanverðu
Kyrrahafi leið frá Hong Kong til
vesturstrandar Bandaríkjanna. Um
400 dýr höfnuðu á fjörum Alaska
11 mánuðu síðar en flest munu
hafa ákveðið að fara í heimsreisu.
í haust fóru plastdýrin um Ber-
ingssund milli Alaska og Rússlands
en eru nú föst í vetrarísnum. Gert
er ráð fyrir að straumar og vindar
beri söfnuðinn niður með austur-
strönd Grænlands, vafalaust lenda
einhveijir ferðalanganna þá á ís-
landi. „Endurnar fara ekki að fljóta
aftur fyrr en í júní og verða í fyrsta
lagi komnar að ströndum Evrópu
eftir ár“, sagði Steen Hermansen,
veðurfræðingur hjá dönsku veður-
stofunni í samtali við blaðið Berl-
ingske Tidende nýlega.