Morgunblaðið - 26.11.1994, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Anna Guðný Bergþór
Guðmundsdóttir Pálsson
Tónleikar
í Keflavík-
urkirkju
BERGÞÓR Pálsson söngvari og
Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanóleikari halda tónleika í
Keflavíkurkirkju í dag, laugar-
daginn 26. nóvember, og hefj-
ast þeir kl. 17. Á efnisskránni
eru íslensk og erlend sönglög.
Þessa viku hafa þau Bergþór
og Anna Guðný heimsótt alla
skóla í Keflavík, Njarðvík og
Höfnum og sungið og leikið
fyrir nemendur og kennara. Er
þetta liður í dagskrá sem Jónas
Ingimundarson píanóleikari
hefur skipulagt og nefnist
„Tónlist fyrir alla“..
Höggmynda-
sýning Guð-
björns Gunn-
arssonar
GUÐBJÖRN Gunnarsson,
Bubbi, opnar í dag höggmynda-
sýningu í nýrri vinnustofu sinni
á Hringbraut 119 (JL-húsinu).
Þetta er önnur einkasýning
Bubba í Reykjavík, en í fyrra
hélt hann sýningu í Listhúsinu
í Laugardal. Einnig var hann
með sumarsýningu í Hótel
Borgarnesi sl. sumar.
Bubbi er fæddur í Reykjavík
1948. Hann nam myndlist í
Reykjavík og Notthingham.
Hann hefur einnig fengist við
leikmyndagerð, hannaði m.a.
leikmyndina við Litlu hryllings-
búðina 1984.
Síðastliðinn vetur dvaldist
Bubbi í listamiðstöð í Skotlandi
og eru öll verkin á sýningunni
unnin þar. Átta verkanna eru
unnin með blandaðri tækni, þar
sem hann notar stein, járn og
timbur jöfnum höndum. Einnig
eru fimm bronsverk.
Meginþemað í verkum Bubba
er sem fyrr andstæður íslenskr-
ar náttúru í deiglu tímans; jarð-
lögin, eldur og ís tvinna sögu
landnáms.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 14-18. Henni lýkur 6. des-
ember.
Jóhannes
sýnir í Sjálfs-
bjargarhúsinu
NÚ stendur yfir málverkasýn-
ing Jóhannesar Hermannssonar
í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni
12, þar sem hann hefur verið
búsettur undanfarin ár vegna
mikillar fötlunar.
Jóhannes er 29 ára gamall
og ungur fór hann að vinna á
sjó, en þurfti að hætta vegna
alvarlegra veikinda sem gerðu
hann óvinnufæran. Jóhann
byrjaði fljótlega að mála og var
hann afkastamikill. Hann hefur
haldið eina sýningu, í íþrótta-
og félagsheimili Tálknafjarðar
síðsumars 1992.
Á sýningunni í Sjálfsbjargar-
húsinu eru aðallega akrýlmynd-
ir og blýantsteikningar auk
nokkurra kritarmynda. Verkin
bera mikinn keim af atvinnu
hans á sjónum, enda ber sýning-
in heitið: „Skipamálarinn Jói“.
Sýningin verður opin í dag,
26. nóv., 30. nóv. og 1. des,
milli kl. 13.30 og 16 og er hún
öllum opin.
Minnmgardagskrá
í Þjóðleikhúsinu
til styrktar krabbameinssjúkum börnum
MINNIN GARDAGSKRA um
Fróða Finnsson verður í Þjóð-
leikhúsinu í dag. Hefst dagskrá-
in klukkan 14.00 og er tileinkuð
öllum krabbameinssjúkum
börnum. Það eru listamenn og
starfsfólk Þjóðleikhússins,
ásamt vinum og velunnurum
Fróða, sem standa að dag-
skránni en allur ágóði rennur
til Styrktarfélags krabbameins-
sjúkra barna.
Fróði Finnsson lést 30.
september síðastliðinn á tuttug-
asta aldursári en hann var
einkabarn Eddu Þórarinsdótt-
ur, leikkonu og formanns Fé-
lags íslenskra leikara, og Finns ■
Torfa Stefánssonar, tónskálds.
Á dagskránni koma fjölmarg-
ir iistamenn fram og verður
Hilmir Snær Guðnason, leikari,
fulltrúi Fróða og stiklar á stóru
í sögu hans.
Dagskráin hefst á því að flutt
verður tónlist úr Gauragangi.
Hilmir Snær býður fólk velkom-
ið og segir sögu Fróða. Egill
Ólafsson syngur við undirleik
Jónasar Þóris. Róbert Arnfinns-
son les ljóðið „Jörð“ eftir Þor-
stein Valdimarsson. Elín Ósk
Óskarsdóttir flytur „Bæn“ úr
„Valdi örlaganna" eftir Verdi,
ásamt karlakór. Þá verður aftur
atriði úr Gauragangi og því
næst syngur Sverrir Guðjónsson
og Hilmir Snær heldur áfram
með sögu Fróða. „Mér finnst
það vera fallegt," lag og ljóð
eftir Fróða, er næst á dag;
skránni, í flutningi Egils Ólafs-
sonar og strengjakvartetts.
Kvartettinn skipa Gréta Guðna-
dóttir, Guðrún Th. Sigurðar-
dóttir, Helga Þórarinsdóttir og
Zbigniew Dubik.
Halldóra Björnsdóttir og
Benedikt Erlingsson flylja ljóð-
ið „Unglinginn í skóginum" eft-
ir Halldór Laxness. Gunnlaugur
Egilsson og Ásta Sigríður
Fjeldsted dansa rússneskan
dans. Örn Árnason spaugar, við
undirleik Jónasar Þóris. Atriði
úr Gauragangi verður á fjölun-
um og Sverrir Guðjónsson syng-
ur. Helga Bachmann les úr
„Hulduljóðum“ eftir Jónas Hall-
grímsson og því næst verður
flutt tónlist úr Hárinu.
Hilmir Snær heldur áfram
sögu Fróða og „Riddaralag"
eftir Fróða verður flutt af
strengjakvartett. Herdís Þor-
valdsdóttir flytur Ijóðið „Kyssti
mig sól“ eftir Guðmund Böð-
varsson og atriði úr Gauragangi
verður flutt. Kristján Jóhanns-
son syngur við undirleik Láru
Rafnsdóttur. Arnar Jónsson
flytur tvö ljóð eftir Ara Jósefs-
son. Hilmir Snær lýkur frásögn
sinni af Fróða. Hljómsveitin
Kolrassa krókríðandi flytur tvö
Iög og Hilmir Snær kveður.
Nýjar bækur
Kvæði 94 eftir
Kristján Karlsson
KVÆÐI 94 er áttunda
ljóðabók Kristjáns
Karlssonar. Bókin
skiptist í tvo aðalkafla,
sem nefnast Minnir
kvæði á skip? og Ein
gönguferð enn yfir
ásinn, auk millikafla,
sem er eitt kvæði: Ur
bréfi til Elísabetar.
í kynningu _ útgef-
anda segir: „í fáum
orðum má segja, að
upphafskaflinn fjalli
um skáldskapinn sjálf-
an sem virk en óper-
sónuleg fyrirbæri
raunveruleikans,'þriðji
kafli geymi ákaflega persónulegar
myndhverfingar þess að eldast og
þá er miðkaflinn öxull, sem tengir
þessa flokka.
Þannig verður eðli-
legt að skoða bókina í
heild sem dæmi um
kenningu höfundarins,
sem hann hefur oft
látið í ljósi með ýmsu
móti, að kvæði hljóti
fyrst og fremst að lýsa
sjálfu sér, til þess að
hægt sé að taka mark
á því, sem það segir
um aðra hluti.“
Ennfremur segir að
frumleg myndvísi og
tónlist kvæðanna sé
ekki síður fjölbreytt en
f fyrri bókum skálds-
ins.
Útgefandi er Hið íslenska bók-
menntafélag. Bókin er 47 bls.
prentuð í Steinholti hf. Hún kostar
1.938 krónur.
Kristján Karlsson
Opið hús hjá Margréti
OPIÐ hús verður hjá Margréti Guð-
mundsdóttur, myndlistarmanni, á
Tjarnarbraut 27, Hafnarfirði, laug-
ardaginn 26. nóv. nk. kl. 14-18.
Margrét vinnur í grafík, vatnsliti
og olíu. Hún hefur nú flutt vinnu-
stofu sína í bílskúrinn við Tjarnar-
brautina.
Á þessu ári hefur Margrét sýnt
grafík í Finnlandi, Hafnarborg og
Portinu, Hafnarfirði. Einnig hefur
hún fengist við
skjálist og hafa
vídeómyndir
hennar verið
sýndar í Finn-
landi, Danmörku
og hér heima.
Það verður
heitt á könnunni
Margrét og eru allir vel-
Guðmundsdóttir komnir í opið hús.
iÉll Jll ■r *• ■ -vl mm >\
i §m r W- L v §11 mm
“ i.
’ ' ÍreBajll w* WmgjSí
LISTAMENN Þjóðleikhússins, vinir og vandamenn Fróða Finnssonar, sem standa að minningardagskránni.
Aðventu-
tónleikar
Lúðrasveitar-
innar Svans
LÚÐRASVEITIN Svanur mun
halda sína árlegu aðventutónleika
í Langholtskirkju á morgun sunnu-
dag kl. 17.
A efnisskránni eru meðal ann-
ars Messíasarforleikur eftir Hánd-
el, Mars út Tannháuser eftir
Wagner, jólalög og margt fleira.
Stjórnandi er Haraldur Árni
Haraldsson.
Peð á viðsjárverðu skákborði
BOKMENNTIR
Skáldsaga
SNIGLAVEISLAN
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Útgef-
andi: Vaka/Helgafell. Prentun:
Norbok. 174 bls.
HINN ríkmannlegi heimur Gils
Thordersens er öruggur; málverkin
á sínum stað, antíkhúsgögnin líka,
bækur bundnar í leður í fallegum
bókahillum. Hann er viðskiptamóg-
úll á íslenska vísu og fáir standa
honum á sporði — ef einhver. Enda
er hann eini íslendingurinn sem er
í hinum heimsfræga matarklúbbi
Les Amis d’Été. Þrisvar sinnum á
ári fær hann húshjálpina sína, hana
Aðalbjörgu, til að elda samkvæmt
kenjum klúbbsins veislumáltíð með
humri og sniglum og önd og búðingi
og ostum, með tilheyrandi vínmeð-
læti.
Á meðan undirbúningur máltíð-
arinnar stendur yfir er annar maður
í öðru húsi að lesa bók fyrir litla
dóttur sína. Hann er órólegur; fínnst
heimurinn tvísýnn og veltir fyrir sér
afstæði allra hluta og manna. Það
er Örn Bergsson sem á erindi við
Gils; er að manna sig
upp í að heimsækja
hann.
Að föður sínum látn-
um hefur Örn fengið
persónuleg bréf hans í
hendur. í þeim eru upp-
lýsingar sem varða
Vissa. þætti í lífi Gils
og Örn finnur sig knú-
inn til.að ræða við karl-
inn. Upplýsingar sem
færa ekki aðeins þeirra
ólíku heima nær hvor
öðrum, heldur kippa
grundvellinum undan
óskráðum leikreglum
stétta og samfélags.
Eða eins og segir:
„Ekkert skiptir lengur máli og við
orðin að peðum í skák þar sem hvít-
ir reitir og svartir hafa riðlast og
kóngur og drottning eru týnd.“
Það er síðan kvöldstund þessara
manna og samtal sem spannar sög-
una. Sögusviðið er hið fágaða heim-
ili Gils og á meðan mennirnir skipt-
ast á upplýsingum er setið að snæð-
ingi.
Það kemur í ljós að þrátt fyrir
heimsborgaralegt heimili og smekk
nær sjónarhorn Gils aðeins yfir í
næsta hús. Nærsýni hans á tilveruna
er með ólíkindum, en
persónusköpunin er það
góð að hann er fullkom-
lega trúverðugur.
Heimur hans er Erni
ekki eins framandi.
Hann hefur dálítið betri
athyglisgáfu og býr
ekki við það böl að þurfa
að vera í samkeppni við
einn eða neinn.
Kvöldstund þeirra fé-
laganna er alveg sér-
lega skemmtileg lesn-
ing. Þeir verða stöðugt
kenndari; karlinn veð-
rast sífellt meira upp
vegna aðdáuriar Arnar
á heimilinu, missir ger-
samlega stjórn á hógværð sinni og
ferðin niður í heimilisbúrið í kjallar-
anum er óborganleg. Hann blandar
líka Erni í einkastyijöld sína við
Jónatan í næsta húsi. Karlinn er
uppátækjasamur, mikill hrekkjalóm-
ur og kann margar skemmtilegar
sögur. Hann lofar því þó ekki að þær
séu sannar.
En þótt kvöldstundin sé skemmti-
leg eru bréfín órædd. Bréfin sem
geta breytt tilveru beggja mann-
anna. Þegar Örn loks dregur þau
upp úr pússi sínu geta viðbrögð
gamla mannsins orðið hvernig sem
er. í rauninni geta þau splundrað
þeirri þröngu veröld sem hann hefur
lifað í, öllum fullkomleikanum sem
hann er ekki einu sinni sjálfur upp-
hafsmaður að; hann getur litið svo
á að líf hans hafi verið tóm blekk-
ing. En hann getur líka afneitað
upplýsingunum sem þau hafa að
geyma. Hann getur látið eins og
hann hafi aldrei séð þau. Hann á val.
Sniglaveislan er vel og lipurlega
skrifuð saga um samskipti tveggja
manna, sem þekkjast ekki neitt, í
eina kvöldstund. Höfundur er sér-
lega glúrinn á hvaða upplýsingar
þeir kæra sig um að gefa við fyrstu
kynni. Val þeirra er ólíkt. Upplýs-
ingar annars þeirra fela í sér það
sem lítur vel út, allt sem gerir honum
kleift að halda fjarlægð; ytri veru-
leiki. Upplýsingar hins eru af öðrum
toga; hann á sér drauma og vonir
sem eru fjarri þeim umbúnaði um
lífið sem hann horfir á í þessu húsi.
Drauma sem eru fyrirgefnir á staðn-
um. Innri veruleikinn skiptir hann
meira máli. Mynd hvors einstaklings
um sig er dregin skýrum dráttum,
frásögnin er lifandi og full af glettni
og óhætt er að segja að Sniglaveisl-
an komi á óvart.
Súsanna Svavarsdóttir
Ólafur Jóhann
Ólafsson
i
b
l
í
I
L
I
I
I
I
I
I
I
L
i
§