Morgunblaðið - 26.11.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 29
hug sinn um já eða nei.
indvígur ESB og konur eru al-
ír ástæðan sögð sú, að þær vinna
> störfunum fækki með aðild.
um ESB-aðild. Þar stendur hnífurinn
í kúnni, því að atkvæði kristilegra
þarf til, eigi stjómarskrárbreyting að
ná fram að ganga.
Sitja já-menn heima?
Ásakanirnar á hendur nei-flokk-
unum tveimur verða æ harkalegri.
Stuðningsmenn aðildar saka þá um
að verða til þess að fylgjendur ESB
muni sitja heima, vegna þess að þeir
viti að ekki verði tekið mark á at-
kvæði þeirra í Stórþinginu.
Vangaveltur hafa verið uppi um
að stjóm Verkamannaflokksins segi
af sér, en Gro Harlem Brundtland
forsætisráðherra hefur vísað þeim á
bug. Thorbjörn Jagland segir að það
væri „Algert rugl“ að láta SV og
Miðflokkinn taka á sig stjómar-
ábyrgðina. ,;SV myndi segja Noreg
úr NATO og SV og Miðflokkurinn
myndu segja upp EES-samningnum.
Það væri algert ábyrgðarleysi að láta
stjórnartaumana í hendurnar á La-
hnstein," segir hann.
Þannig blasir ekkert annað en póli-
tísk kreppa við, samþykki Norðmenn
ESB-aðild með naumum meirihluta.
Sumir spá því að fari svo, verði hörð
átök um ESB-aðild allt fram til næstu
þingkosninga 1997, án þess að botn
fáist endanlega í málið. En Norðmenn
hafa auðvitað ekki sagt já ennþá og
það er alveg jafnlíklegt að þeir segi
nei. Sókn ESB-sinna á seinustu dög-
um hefur hins vegar orðið til þess
að þrýsta á um umræður um máls-
meðferðina í Stórþinginu.
_ >
Schlúter um þau kjör sem ESB byði Islandi
Fáið aðeins skýr
svör ef þið sækið um
íhaldsmaðurinn Poul Schliiter, fyrrverandi
forsætisráðherra Dana, segir Norðurlöndin í
sameiningu geta orðið verulegt afl í Evrópu-
sambandinu (ESB). Hann lýsir í viðtali við
Krislján Jónsson andstöðu við öfluga mið-
stýringu og hugmyndir um Bandaríki Evrópu,
samvinnan eigi að vera náin en taka beri fullt
tillit til hefða og þjóðarvitundar.
flækir málin dálítið. Þess vegna verð-
ur að huga að því hveiju sé hægt að
breyta í skipulagi okkar þannig að
við tryggjum að ákvarðanir og starf-
ið allt verði svo markvisst að viðun-
andi sé.
Nú er það svo að fjögur norræn
lönd munu hafa fleiri atkvæði í ráð-
herraráðinu, 13, en sameinað Þýska-
land sem er með 10. Við Norður-
landabúar erum rúmlega 22 milljónir
en Þjóðveijar um 80 milljónir. Það
má því segja að þetta sé dálítið ólýð-
ræðislegt en það á það líka að vera!
“Þetta eru sjálfstæð ríki sem starfa
saman en það getur vel verið að við
ættum að huga að einhveijum skipu-
vitað að halda uppi nánu sambandi
við þær þjóðir og virða ákvarðanir
þeirra.“
Fiskveiðihagsmunir íslendinga
- Þú veist að íslendingar setja s
einkum sameiginlega sjávarútvegs- ’
stefnu sambandsins fýrir sig. Við ótt-
umst að Spánveijar og Portúgalar
gætu þurrausið fiskimiðin. Forsætis-
ráðherra Belgíu, Jean Luc Dehaene,
hefur bent á að leysa mætti vandann
með því að taka málið út fyrir sviga,
bæta sérstöku ákvæði um þetta máí |
við Rómarsáttmálann. Telur þú að '
slíkar lausnir kæmu til greina á vanda ,
íslendinga ef þeir legðu inn umsókn?
Morgunblaðið/Kristinn
POUL Schluter ávarpar afmælisgesti Vinnuveitendasambands íslands í gær. Sambandið hélt upp á 60
ára afmæli sitt í Borgarleikhúsinu. Magnús Gunnarsson, formaður sambandsins, sagði í ávarpi sínu að
sú einangrun sem íslendingar þyrftu helst að óttast væri einangrun hugarfarsins.
POUL Schluter, fyrrverandi
forsætisráðherra Dan-
merkur, flutti ávarp er
Vinnuveitendasamband ís-
lands hélt upp á 60 ára afmæli sitt
í gær í Borgarleikhúsinu. Schluter
hóf mál sitt á því að segja að Evrópu-
menn af hans kynslóð gætu verið
stoltir af tveim mikilvægum ákvörð-
unum sem þeir hefði tekið; annars
vegar stofnun Atlantshafsbandalags-
ins og hins vegar Evrópubandalags-
ins, sem nú heitir Evrópusambandið,
ESB.
Hið fyrra hefði tryggt frið og ör-
yggi, hið síðara getið af sér stóra,
opna markaðinn og stjómmálasam-
starf. Hvorttveggja hefði verið sögu-
legur sigur fyrir íbúa Vestur-Evrópu
og bundið enda á þjóðadeilurnar sem
valdið hefðu hörmulegum stríðum á
fyrri hluta aldarinnar. Báðar stofn-
anirnar hefðu einnig verið forsendur
þess að Austur-Evrópubúar hefðu
með friðsamlegri byltingu getað varp-
að af sér oki kommúnismans.
Schluter, sem nú á sæti á þingi
ESB, sagði að senn yrði að taka af-
stöðu til þess hvaða stefnu samstarf-
ið ætti að taka næstu árin, það yrðu
stórþjóðirnar að gera en einnig þær *
smærri.
Hann sagði að stefna ætti að ná-
inni og kraftmikilli samvinnu. Mark-
miðið ætti hins vegar ekki að verða
Bandaríki Evrópu þar sem sterk alrík-
isstjórn gæti ráðskast með fólk eða
sameiginlegt þing sem gæti sett lög
fyrir meira en 350 milljónir manna,
„það yrði hræðilegt". Óttinn við skrif-
ræði og miðstýringu væri skiljanleg-
ur, taka yrði mið af þvf að sérhver
Evrópumaður ætti sitt eigið föðurland
með eigin sérkenni. Gagnkvæm virð-
ing fyrir sögu og hefðum annarra
aðildarþjóða væri skilyrði þess að
samstarfið tækist.
Víxlverkunar hefði alltaf og alls
staðar gætt í menningarefnum. Dan-
ir jafnt sem íslendingar sæju þess
merki í sínum menningararfí og
ástæðulaust væri að ganga út frá því
sem gefnu að aukin samskipti við
aðrar þjóðir hlytu að ógna menning-
arlegu sjálfstæði smáþjóða.
Schliiter sagðist ekki ætla að
blanda sér í umræður íslendinga um
hugsanlega umsókn um aðild að ESB
en sagði að sér hefði nú einu sinni
verið boðið að tala í afmælisboðinu
og þess vegna hlyti hann að mega
segja hug sinn til Evrópusamstarfsins.
Ilann lagði áherslu á að smáþjóðir
hefðu ótrúlega mikil áhrif í samband-
inu, minnti á að núverandi forseti
framkvæmdastjómarinnar væri frá
Lúxemborgj þar sem íbúar eru litlu
fleiri en á Islandi.
Norðurlönd standi saman
Sjálfur teldi hann að Norðurlöndin
ættu að starfa saman innan sam-
bandsins, í sameiningu gætu þau orð-
ið þar öflug og haft mikil áhrif á
mótun framtíðar álfunnar með vel
rökstuddum málflutningi. Víst kæmu
upp erfiðleikar í ESB-samstarfinu,
þjóðirnar væru ólíkar og ættu að
vera það. „Þegar öllu er á botninn
hvolft er það mín reynsla af margra
ára samstarfi að flestir aðrir Evrópu-
menn eru því miður ekki alveg eins
og við en þeir leggja sig alla fram
við að vinna bug á vandanum," sagði
Schliiter og uppskar fagnaðarlæti
viðstaddra.
Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi
við Schliiter og spurði hvort danskir
stjórnmálamenn væru alltaf jafn
varkárir og hann í ávarpi sínu þegar
þeir ræddu kosti og galla ESB-aðildar
við íslenska starfsbræður sína undir
fjögur augu. „Það held ég. Þegar ég
á einkasamtöl við íslenska vini í
stjórnmálaheiminum segi ég það
sama og ég gerði í ávarpinu.
íslendingar ákveða þetta sjálfir en
sé ég spurður álits legg ég áherslu á
að við Norðurlandabúar verðum í ein-
staklega góðri stöðu ef all-
ar þjóðirnar ganga í sam-
bandið. Þetta segir sig
sjálft, við fáum mörg at-
kvæði en auk þess er það
ekki aðeins einn sem talar
heldur fjórir eða fimm sem sitja við
borðið og taka þátt í umræðunum.
Það mun valda því að mun meira
jafnvægi kemst á í stjórnmálum álf-
unnar, annað hlutfall á milli Norður-
og Suður-Evrópu. Það er gott fyrir
okkur og ég tel að það sé einnig
gott fyrir Evrópu.“
- Verða miklar breytingar gerðar
á atkvæðavægi smáríkjanna í ESB á
ríkjaráðstefnu sambandsins 1996?
„Árið 1996 verður að taka afstöðu
til þeirra mála sem menn sjá að þarf
að leysa þegar aðildarríkin verða ekki
12 lengur heldur 20 eða jafnvel 24
eftir nokkur ár. Það er ljóst að þetta
lagsbreytingum. Grundvallarforsend-
una, að smáríki hafi hlutfallslega
meiri áhrif, hana verðum við samt
að halda fast við.“
- Er ekki hætta á því að stóru
ríkin í sambandinu sniðgangi reglurn-
ar, semji einfaldlega á göngunum ef
hlutföllunum verður ekki breytt?
„Það er mikið rætt núna um
tveggja hraða Evrópu, rætt er um
nokkra hringi utan um kjarna og
þess háttar, kjarnahóp sem taki for-
ystuna. Ég vil að komist verði hjá
þessu. Það má segja að skipið sem
sigli hægast skuli ekki ráða ferðinni
í skipalestinni, ég er sammála því en
hraðskreiðasta skipið á ekki heldur
að fara fram úr meirihluta skipanna,
það er einnig varasamt. Helst vildi
ég að við fyndum lausn sem merkti
að við héldum áfram á sama hraða,
skiptum ekki liðinu í hópa
og ég held líka að það verði
niðurstaðan.“
- Hvað með norræna
blokk í ESB, verður hún
þá til og ef svo fer hvernig
verður afstaða hennar gagnvart þeim
norrænu ríkjum sem verða áfram
fyrir utan?
„Það væri hægt að mynda slíka
blokk en það væri ekki æskilegt. Það
sem mun gerast er að norrænu þjóð-
irnar munu oft láta sömu skoðanir í
ljós, það er mjög eðlilegt, við eigum
svo margt sameiginlegt. En við mun-
um ekki koma ávallt fram sem ein-
hver eitilhörð blokk, það væri heldur
ekki skynsamlegt að mínu viti.
Hagsmunir okkar rekast nú stund-
um á og þeir árekstrar eiga að koma
í ljós. Verði ein eða tvær Norður-
landaþjóðir ekki með eigum við auð-
„Það verður að fínna skynsamlega -
lausn á fiskveiðimálunum. Allir verða
að horfast í augu við þá staðreynd
að fískveiðamar eru fjöregg ykkar,
80% af vöruútflutningnum eru sjáv-
arútvegsvörur. Enginn getur haft
áhuga á því að efnahag ykkar sé
stefnt í voða. .
Hvernig lausnin á að vera í smáatr-
iðum, það get ég ekki tjáð mig um
og reyndar er ekki hægt að fá neitt
svar við þeirri spurningu fyrr en ís-
lendingar einhvern tíma sækja um
aðild og byijað verður á raunveraleg-
um samningaviðræðum. Þá verðið þið
að semja við framkvæmdastjómina í
Brussel en ég vil minna á að þegar
upp er staðið er það ekki hún sem
tekur ákvarðanimar, það era stjórnir
aðildarríkjanna. Framkvæmdastjóm-
in undirbýr niðurstöðuna en það eru
ríkisstjórnirnar sem ákveða.“
- Ef íslendingar reyna að hlera
menn, kanna hvaða möguleika þeir
hafa, hverja eiga þeir þá að spyija,
embættismenn í Brassel eða pólitíska
ráðamenn aðildarríkjanna?
„Þið eigið að gera hvorttveggja.“
- Hvorum myndir þú taka meira
mark á?
„Ija, ég vil aðeins segja að slíkar
viðræður verða ekki raunhæfar fyrr
en spurt er í alvöra. Ég held að íslend-.:
ingar muni ekki fá mjög skýr eða’
bindandi svör fyrr en það gerist.
Um Finnland, Svíþjóð og Noreg
má segja að öll löndin hafí fengið
sérkröfum á nokkrum sviðum fram-
gengt. Það ætti ísland einnig að fá
og í því sambandi verður að taka
fullt tillit til þess að fiskveiðamar eru
algert úrslitaatriði."
Ótrúlega mikil
áhrif smá-
þjóðanna