Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 $3
AÐSENDAR GREINAR
Við verkalok
í AÐDRAGANDA
síðustu alþingiskosn-
inga var ljóst að úrslit
þeirra yrðu mjög mik-
ilvæg fyrir framtíð
þjóðarinnar. Fram-
undan var úrlausn
veigamikilla viðfangs-
efna sem gæti haft
áhrif á líf fólksins í
landinu langt fram á
næstu öld.
í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins 14.
apríl 1991 sagði að
væntanlegar kosning-
ar væru einhveijar
þær afdrifaríkustu í
sögu lýðveldisins
vegna mikilvægra verkefna sem
biðu úrlausnar.
Morgunblaðið taldi fjögur mál-
efni vega þyngst.
Það fyrsta var þátttaka landsins
í samstarfi Evrópuþjóða, í öðru
lagi fiskveiðistefnan, í þriðja lagi
framhald þjóðarsáttar og loks nið-
urskurður ríkisútgjalda.
Það er fróðlegt að líta til baka
við verkalok núverandi ríkisstjóm-
ar og athuga hvemig til hefur tek-
ist við úrlausn fyrmefndra verk-
efna. Þessi athugun er ekki hvað
síst mikilvæg í ljósi þess að núver-
andi ríkisstjórn var mynduð vegna
þess að samstarf þeirra tveggja
flokka sem að henni standa var
forsenda þess að hægt væri að
taka með framsýni og festu á þess-
um mikilvægu málefnum.
Þröstur
Ólafsson,
móti NATO. Samstarf
við hann hefði því
komið í veg fyrir sam-
þykki EES samnings-
ins. Framsóknarflokk-
urinn snerist einnig á
móti samningnum
þótt á lokasprettinum
hefði núverandi for-
maður og nánustu
skoðanabræður hans
vikið út af Steingríms-
götu og setið hjá.
Það vakti athygli
þegar haft var eftir
núverandi formanni
að Framsóknarflokk-
urinn hefði greitt at-
kvæði með EES samn-
ingnum ef flokkurinn hefði verið
aðili að ríkisstjóm. Þetta sýnir að
Framsóknarflokkurinn lét ekki
málefnin ráða ferðinni.
Endumýjuð vinstri stjórn hefði
því ekki gengið frá og fullgilt EES
samninginn. Núverandi stjórnar-
samstarf var eini kosturinn til að
tryggja framgang samningsins.
Fiskveiðistefnan
Jafnrétti er máttugt og
víðfeðmt pólitískt bar-
áttuhugtak, sem beita
verður á markvissan
hátt í þágu lítilmagn-
ans. Þröstur Ölafsson
telur það breytast í and-
hverfu sína sé því
beitt til að réttæta al-
menna eyðslu.
Evrópusamstarfið
Núverandi ríkisstjórn kom EES
samningnum í höfn og tryggði með
því framtíðarhagsmuni íslands á
viðskiptamörkuðum Evrópu.
Það er nú hafið yfír allan efa
að EES samningurinn er mikilvæg-
asti viðskiptasamningur okkar Is-
lendinga og jafnframt sá hagstæð-
asti. An hans ættum við engra
kosta völ, okkur væri nauðugur
einn kostur að leita eftir aðild að
ESB.
Þetta mikilvæga málefni hefur
ríkisstjórnin leyst af hendi eins og
til var stofnað. Þótt aðstæður hafi
breyst mikið frá því sem þá var
ög frekari skref í átt til nánara
samstarfs séu vissulega komin á
dagskrá, þá hefur ríkisstjórnin
gert það sem hún lofaði.
í þessu sambandi er fróðlegt að
minnast afstöðu fyrrverandi sam-
starfsflokka Alþýðuflokksins. Al-
þýðubandalagið snerist á móti
samningnum af engu minni heift
en gamli Sósíalistaflokkurinn á
í samræmi við gildandi lög um
stjórn fiskveiða átti að endurskoða
þau á árinu 1991.
Mikill ágreiningur var um stefn-
una í fiskveiðistjórnun innan allra
flokka. Með nokkurri einföldun
mátti segja að þijú megin sjónar-
mið hafí verið uppi um fiskveiði-
stjórnunina. í fyrsta lagi þeir sem
vildu í öllum meginatriðum óbreytt
kerfi. í annan stað þeir sem vildu
kasta því fyrir róða og taka upp
lítt skilgreinda sóknarstýringu. Og
loks þeir sem töldu kvótakerfið
nothæft en bæta þyrfti ýmsa alvar-
lega ágalla þess og jafnframt yrði
veiðileyfagjald tekið upp.
Ríkistjómarflokkamir komu
ekki að málinu með samræmda
stefnu. Stefna beggja flokkanna
var óljós hvað snerti kvótakerfið
sjálft þótt Sjálfstæðisflokkurinn
væri fremur talsmaður þess en
hitt en Alþýðuflokkurinn vildi til-
teknar lágmarksbreytingar.
í afstöðu sinni til veiðileyfa-
gjaldsins voru flokkarnir nokkurn
veginn á öndverðum meiði.
Það var því óhjákvæmilegt fyrir
ríkisstjórnina að finna og móta
sameiginlega stefnu áður en hún
tók upp viðræður við hagsmunaað-
ila og stjómarandstæðinga. Svo-
kölluð tvíhöfðanefnd var skipuð til
að ráða fram úr þessu torleysan-
lega máli.
Niðurstaða hennar - ef smábát-
um er sleppt sem í sjálfu sér vora
minniháttar mál - var í grófum
dráttum sú að viðhalda endurbættu
kvótakerfi og festa það, þannig
breytt í sessi. í öðra lagi að stofna
þróunarsjóð, sem drægi úr offjár-
festingu og umframafkastagetu í
sjávarútvegi. Og í þriðja lagi ætti
sjávarútvegurinn að greiða gjald
fyrir úthlutaðar veiðiheimildir og
standa þannig undir eigin úreld-
ingu. Þar með er kominn sterkur
vísir að veiðileyfagjaldi, sem lítill
vafi er á að verði breytt í hreint
veiðileyfagjald strax og rofar til í
mjög erfiðri skuldastöðu sjávarút-
vegsins.
Standi komandi ríkisstjórnir fast
á þeim sjálfsagða hlut að breyta
þróunargjaldinu í veiðileyfagjald
jafnvel áður en starfsemi sjóðsins
lýkur, þá höfum við komið á fisk-
veiðistjórnkerfi, sem getur í aðalat-
riðum staðið til frambúðar. Vanda-
mál fiskveiðistjórnunar þurfa því
ekki að þvælast fyrir næstu ríkis-
stjórn.
Þetta mjög svo erfiða mál hefur
ríkisstjórnin því leyst mun farsæl-
legar en nokkum óraði fyrir í upp-
hafi.
í sessi og haldi áfram að styrkja
þjóðarbúið þá var verðið sem greitt
var fýrir hana ekki hátt. Lækkaðir
vextir, stöðuleiki í verðlagi og já-
kvæður viðskiptajöfnuður, sem
mun lækka skuldir þjóðarbúsins
era forsendur hagvaxtar sem aftur
dregur úr atvinnuleysi. Þótt fyrr-
verandi ríkisstjórn hafi náð umtals-
verðum árangri í lækkun verðbólgu
þá skildi hún eftir sig mikinn fort-
íðarvanda í atvinnumálum og stór-
vægileg fjárfestingartöp, sem enn
um langt skeið munu draga úr
vaxtargetu íslensks' atvinnulífs.
Fátt sýndi betur þann þekkingars-
kort og þá efnahagslegu hafvillu
sem margir vinstri menn era enn
í en sjóðamyndun fyrrverandi ríkis-
stjómar sem endaði í margra millj-
arða gjaldþroti. Allt var þetta eins
og mörg önnur vitleysan gert í
göfugum tilgangi.
Og enn skal af stað farið. Nú
vill Alþýðubandalagið á ný stofna
enn einn vonlausa bjargræðissjóð-
inn. Sumir læra aldrei af reynsl-
unni.
Þótt margt sé ógert í atvinnu-
málum skilur ríkisstjómin engin
slík falin vandamál eftir sig. Sá
grandvöllur er kominn undir at-
vinnurekstur á íslandi að nú verður
hægt að takast á við erlenda mark-
aðssókn og nýsköpun í samræmi
við getu og lögmál markaðsins.
Örvæntingarfull handaflsbeiting
heyrir vonandi sögunni til.
Framhald þjóðarsáttar
rt3L¥U?ÉL WKk HUSQYAINA
4
FACETTE 500
QUILTING
Nýjasta tölvuvélin frá Husqvarna.
Sérstakir saumar fyrir bútasaum.
Þrjár gerðir af hnappagötum.
Mœlir eftir stœrð tölunnar.
Saumar bók- og tölustafi,
flatsaum, kúnststopp o.fl.
Þrjár hraðastillingar
og nálastoppstilling.
Námskeið og íslenskur leiðavísir.
Verð 67.823- kr. slgr.
4
(fi)H
usqvarna
ÖRKIN 2096-27-4
VÖLUSTEINNhf
Faxafen 14, Sími 889505
Niðurskurður ríkisútgjalda
Eitt erfiðasta og alvarlegasta
vandamál íslensks efnahagslífs er
halli á rekstri ríkissjóðs og viðvar-
andi skuldasöfnun hans. Núver-
andi kynslóð lifir langt um efni
fram og á kostnað þeirrar næstu
og er ekki reiðubúin til að sam-
þykkja niðurskurð ríkisútgjalda
baráttulaust. Vanda ríkissjóðs er
annars vegar að finna í kostnaðar-
sömu velferðarkerfi, sem að hluta
til þenst út eftir eigin lögmálum,
óháð raunveralegum þörfum, hvað
þá greiðslugetu þjóðarinnar. Hins
vegar búum við við mjög vanhugs-
aða og skjálga „byggðastefnu“
sem rekin er án nokkurrar úthugs-
aðrar framtíðarsýnar, hvorki fyrir
byggðirnar sjálfar né stöðu þjóðar-
innar í umheiminum.
í tíð núverandi ríkisstjómar hef-
ur náðst veralegur árangur í að
hægja á sjálfvirkni í kerfinu og
draga úr hækkunum útgjalda við
erfiðar efnahagslegar aðstæður.
Verulegs átaks er þó þörf til að
tryggja betri árangur og varan-
legri niðurstöður. Skuldasöfnun
ríkissjóðs á núverandi kjörtímabili
er of mikil.
Kröfur stjómarandstöðunnar
hafa hins vegar allar snúist um
að auka útgjöld á öllum sviðum.
Gildir þá engu hvort fá eigi þá
velferð að láni og eftirláta næstu
kynslóð skuldimar. Þessi hugsana-
gangur er að veralegu leyti tíma-
skekkja. Meira þarf til en beitingu
ríkisvaldsins.
Jafnrétti er máttugt og víðfeðmt
pólitískt baráttuhugtak sem beita
verður á markvissan hátt í þágu
lítilmagnans. Sé því hins vegar
beitt til að réttlæta almenna eyðslu
þá breytist þetta göfuga hugtak í
andstæðu sína: Það verður að fé- *
lagslegu lýðskrami sem skaðar
félagslega réttindabaráttu til
framtíðar. Þörf er á að beita ríkis-
fjármálum á markvissari hátt í
þágu þeirra lægstlaunuðu. Það
verður að gera samhliða minnk-
andi ríkissjóðshalla, hærri atvinnu-
tekjum og lægri framfærslukostn-
aði.
Höfundur er aðstoðarmaður
utsnríkisráðherra.
Um þetta er hægt að fara fáum
orðum. Árangur ríkisstjórnarinnar
á þessu sviði er með ágætum. Þjóð-
arsátt hefur ríkt á vinnumarkaði
öll árin. Þeir eru vissulega til sem
telja að hún hafi verið „of dýru
verði keypt“. Fyrir því má e.t.v.
finna einhver rök, ef ekkert fram-
hald verður á þjóðarsáttinni. Hér
eins og oft áður gleyma menn hin-
um kostinum, meiri verðbólgu,
minnkandi kaupmætti og auknu
atvinnuleysi.
Festist þjóðarsáttin hins vegar
ML
tryggir góða áferðíy-i
Penslarnir frá Penslaverksmiðjunni eru handunnin
gæðavara unnin úr bestu fáanlegu hráefnum og
eingöngu er notað ekta óhtað svínshár í penslana.
Yandaðu valið - veldu gæðapenslana okkar
og þú tryggir þér góða áferð.
Penslarnir fást í öllum helstu byggingar- og
málningavöruverslunum landsins.
Penslaverksmiðjan hf