Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 34

Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ M LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 J H KRAKKAR! Opið hús og afmæl- isganga um Elliða- árdalinn OPIÐ hús verður í risi Ferða- félags íslands í Mörkinni 6 (austast v. Suðurlandsbraut) sunnudaginn 27. nóvember kl. 14-17 í tilefni 67 ára af- mælis félagsins. Þar má m.a. sjá myndir úr ljósmyndasamkeppni sem fé- lagið efndi til í fyrra í sam- vinnu við Jöklarannsóknarfé- lagið, ísalp og ferðaklúbbinn 4X4. Þar verður nýtt líkan er sýnir hina vinsælu gönguleið um „Laugaveg" óbyggðanna. Stutt fjölskylduganga verð- ur í boði með brottför frá Mörkinni 6 kl. 14. Ekið verður að Árbæ og gengið þaðan um Elliðarárdal að Mörkinni (1-1,5 klst. ganga). Ekkert þátttökugjald. Allir eru vel- komnir í gönguna og í opna húsið, félagar sem aðrir. Á skrifstofunni verður kynnt Árbók ferðafélagsins 1994: Ystu strandir norðan Djúps (Um Kaldalón, Snæ- fjallaströnd, Jökulfirði og Strandir). AÐSEIMDAR GREINAR Jákvæð þjóðemishyggja ísland frammi fyrir Evrópusambandinu — Síðari grein í ESB-STRÍÐINU sem nú geisar í Noregi er „fullveldi þjóðarinnar“ meginhugtak, hugtak sem einkum nei-menn nota óspart. Það virðist nýtast þeim allvel til að safna fólki til andstöðunnar. Já-menn vilja lítið um það hugtak tala, en vara þeim mun meira við „þjóðernishyggju". Hvernig lítum við hér heima á fullveidi íslendinga og íslenska þjóð- ernishyggju á þessum síðustu tím- um? Jón Baldvin sagði hér um kvöldið í útvarpið að þjóðríkin í Evrópu væru orðin „of lítil“. Vilhjálmur Egilsson ritar svo: „Fullveldishug- takið hefur verið að breytast ... Á 21. öldinni snýst fullveldi þjóða um að eiga aðild að hinni sameiginlegu ákvarðanatöku." (DV 6. apríl) Of- annefndir menn eru að vísu ekki. meðal íslendingar, valdir af handa- hófí, en sjónarmið þeirra eru út- breidd í röðum „Evrópusinna". Þá er það líka ljóst að hugtakið „þjóð- emishyggja“ selst hér almennt á lágu verði um þessar mundir á skoðanamarkaðnum. Til dæmis heyrast nú ýmsir þekktir mennta- menn með meiri eða minni leifar af vinstri lit á sér fara niðrandi orð- um um íslenska þjóðernishyggju, bæði í fortíð og nútíð. Sjónvarps- þættir Baldurs Hermanssonar em öfgakennt dæmi um þennan tón. Annars vegar hefur þetta fólk misst trúna á núverandi stjórnarhætti lýðveldis- ins. Hins vegar steypir það öllum tegundum þjóðernishyggju í einn poka og merkingin sem þeir leggja í pokahug- takið ákvarðast mjög af þeirri þjóðernis- hyggju sem mest ber á í fjölmiðlum þessi miss- erin, þ.e. í fyrrverandi Sovétríkjunum og Júgóslavíu þar sem þjóðremba leiðir nú til mikilla hörmunga. Þjóðernishyggjan í íslandssögunni i* Hvaða þörf er á að púkka upp á íslenskt þjóðríki og fullveldi og hvert er gildi þjóðernishyggjunnar? Mig langar að hugleiða spurning- arnar ögn í fortíð og síðan í nútíð. Á undanfömum tveimur öldum, öldum kapítalismans, hefur heimur- inn skipst í efnahagsleg kjarnsvæði (iðnríki) og svo jaðarsvæði sem þjóna þeim sem hrávöruframleið- andi og markaður fyrir unnar vörar. Ef skoðuð er efnahagsleg staða íslands fyrir einni öld, um 1890, í ljósi þessarar heimsþróunar var al- veg eins líklegt að ísland myndi þróast á braut líkt löndum eins og Portúgal, írlandi og Ungveijalandi, sem urðu efnahagsleg jaðarsvæði fyrir kjamsvæðin á Englandi og meginlandinu og kom- ust ekki á braut sjálf- styrkjandi þróunar og iðnvæðingar, eða þá nýlendusvæði eins og Kúba og Nýfundna- land. Kannski er síð- asta dæmið hentugast til samanburðar því landkostir eru mjög lík- ir og efnahagskerfíð var á þessum tíma sambærilegt því ís- lenska nema hvað Ný- fundnalendingar stóðu okkur miklu framar í Þórarinn sjósókn á 19. öld. Land- Hiartarson ið var sjálfsstjomamý- lenda Breta. Á 20. öld hefur það áfram verið hrávöruút- flytjandi (fiskur, timbur, járn), ekki náð sjálfstyrkjandi þróun og iðn- Verst er fyrir íslend- inga, segir Þórarinn Hjartarson, að ákvarð- anir ESB um efnahags- mál skila sér flestar sjálfkrafa yfir í EES. MUNIÐ EFTIR OKKUR TANNIOGTUPA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. væðingu og nú er atvinnulíf þar næsta veikburða. Ég hygg að gæfumunurinn liggi öðru fremur í því að á íslandi um 1890 var komin vel áleiðis sú póli- tíska sjálfstæðisbarátta þ_ar sem megin áfangi náðist 1904. í kjölfar þessa kom hröð atvinnubylting þeg- ar byggt var upp sjálfstætt atvinnu- líf. Meginaflgjafi þessarar þróunar var þjóðernishyggja íslendinga. Lít- um á kaupfélagshreyfingu Þingey- inga undir aldamótin. Þetta voru ekki einföld verðkröfusamtök heldur var meðvitað barist fyrir að versl- unin kæmist í hendur íslendinga og fyrir þjóðlegu sjálfstæði. Stofnendur tóvélaverkstæðanna kringum alda- mótin voru fullir vandlætingar á hinni þjóðlegu eymd okkar að flytja út óunna ull og láta erlendar verk- smiðjur um að margfalda verðmæti hennar með vinnslu. íslenskir þing- menn, sem bæði á 19. öld og eftir 1918 börðust gegn atvinnurétti dan- skra og.erlendra í íslenskri útgerð, vora ekki bara að slást um nokkra fiska heldur um efnahagsgrunn undir sjálfstæði landsins. Hin íslenska efnahagslega þjóð- ernishyggja var hreyfiafl baráttu sem miðaði að því að ijúfa tengsl sem þjónuðu hagsmunum móður- landsins og efnahagslegum kjarn- svæðum á meginlandinu en ekki íslendingum. Hún miðaði að því að vinna yfirráðin yfir gögnum og gæðum landsins sem og utanríkis- versluninni. Hvort tveggja var for- senda þess að hér gætu auðævi safnast fyrir innanlands og orðið grundvöllur framfara, h'agsældar og líka þjóðríkis með öllu tilheyrandi. Á íslandi 1890 hafði þróast þjóð- ernissinnuð pólitísk menning og þjóðarmetnaður sem var dijúgur efniviður í framfarahyggju hennar og sjálfstraust. Þetta áttu Ný- fundnalendingar ekki. Þegar fram sótti birtist þjóðernis- hyggjan í virkri atvinnustefnu. Þjóð- Notalegt útvarp FM 94,3 Alla virka daga kl. 12.45-19.00. SlGILTfm Reykjavík in skyldi ekki einfaldlega aðlaga sig að alþjóðlegri verkaskiptingu út frá sérstöðu landkosta sinna (í anda klassískrar fijálshyggju, eins og gert var á Nýfundnalandi) heldur með þróun þar sem efnahagslegt sjálfstæði var markmiðið: að efna- hagskerfið skyldi fyrst og fremst þjóna sjálfu sér og ekki vera hrá- vörubúr sniðið að þörfum móð- urlandsins eða stórauðvaldsins á kjarnsvæðunum. Slíkt efnahags- kerfi var nauðsynlegur grunnur undir fullveldi og síðan almenn póli- tísk markmið. Sama meðvitund um þarfir sjálfstæðisins mótaði stefnu Framsóknar- og Alþýðuflokks 1935 að iðnaðarappbyggingu í skjóli verndarstefnu. Loks mætti minnást á landhelgina og Lúðvík heitinn. Sneytt öllu lýðræði í efnahagslegum grundvallarat- riðum hefur hin kapítalíska Evrópa ekki breyst á þessari öld. ESB er byggt utan um ákveðna skiptingu í efnahagsleg kjamsvæði og jaðar- svæði sem tryggir að auðurinn safn- ast þar sem hann er mikill fyrir. Ofan á þetta markaðskapítalíska bákn og gróandi heimsveldi er svo sett stjórnkerfi sem er ómögulegt að komist einu sinni á lágmarksstig lýðræðis. Hinar yfirþjóðlegu stofn- anir ESB einkennast af ákvarðana- töku sem er innilokuð og fjarlæg, firrt allri almennri innsýn í hana og sameiginlegum vettvangi fyrir opin- bera umræðu um hana. Til þessa hefur hún verið dauðhreinsuð af félagshyggju en að sama skapi gegnsýrð af markaðshyggju og ná- tengd hagsmunum Philips, Siemens og Hringborði evrópskra iðnrek- enda. Delors orðaði það svo einu sinni: „Sambandið milli EB (nú ESB) og þjóðríkjanna er eins og samband eiginmanns og eiginkonu. Eins og eiginmaðurinn, sér EB um efnahagsmálin og stjómmálin. Eins og eiginkonan, sjá þjóðríkin um heilsugæslu og aðra umönnun ein- staklinganna." Verst er það fyrir íslendinga að ákvarðanir ESB um efnahagsmál skila sér flestar sjálfkrafa yfir í EES og mun þannig smám saman móta efnahags- og stjórnmál þess einnig svo bilið yfir í ESB mun, að öðru óbreyttu, smám saman styttast. Ef íslensk þjóðernishyggja má eitthvað duga í baráttunni gegn þessum óskapnaði lýðræðis, þá guð blessi hana. Þannig þjóðemishyggja er nátengd almennri ósk um lýðræði, vald í nálægð, vald þar sem fólk kemst í snertingu við það og hefur möguleika á áhrifum. Tvenns konar þjóðernishyggja Þess vegna vil ég að lokum láta í ljós þá skoðun að þjóðernishyggja og þjóðernishyggja er a.m.k. tvennt, mjög ólíkt. Sú þeirra sem tekur á sig mynd þjóðernishroka og rembu byggir alltaf á einhverri tegund mannfyrirlitningar. Hina mætti kalla þjóðemis-lýðræðislega. Hlutur hennar í íslenskri sögu er miklu stærri og um hana hef ég verið að tala. Hennar er full þörf enn. Höfundur er sagnfræðingvr og plötusmiður í Slippstöðinni Odda á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.