Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 35 AÐSEMPAR GREINAR Ungt fólk í leit að framtíð Guðrún Þórsdóttir Réttar upplýsingar í MORGUNBLAÐ- INU 29. okt. er fjallað um ráðstefnu ungs fólks í leit að framtíð. í viðtali við Helgu Sig- rúnu Harðardóttur námsráðgjafa kemur fram að Fræðsluskrif- stofur standi fyrir Ný- sköpunarkeppni og ekki sé vitað hvemig henni sé fylgt eftir í skólunum. Mér er málið skylt og vil koma réttum 'upplýsingum á fram- færi. Á landinu eru 8 fræðsluumdæmi með jafnmörgum fræðsluskrifstof- um. Það er einungis Fræðsluskrif- stofa Reykjavíkurumdæmis sem stendur fyrir Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda í samvinnu við Iþrótta-og tómstundaráð Reykjavík- ur, Tækniskóla íslands og Félag ís- lenskra hugvitsmanna. í vor verður 4 landskeppnin haldin. Umsóknir hafa borist víða af landinu þó að flestar berist úr umdæmi Reykjavík- ur sem má rekja til öflugs skóla- Með þessu skólastarfí er verið að byggja upp frumkvöðla, segir Guð- rún Þórsdóttir, styrkja einstaklinga til að nýta betur hugvit sitt. starfs í móðurskóla nýsköpunar í Reykjavík sem er Foldaskóli. Skólastarf í sókn Á síðasta skólaári fór af stað verk- efnið Frumkvæði/sköpun fyrir 9 ára nemendur í Foldaskóla og nú í vetur hefst verkefnið Nýsköpun og tækni fýrir 10 ára árgang skólans. Einnig er boðið val í nýsköpun sem er fyrir 14-15 ára nemendur. fþrótta-og tómstundaráð Reykja- víkur stendur fyrir námskeiðum í nýsköpun .fyrir 8-15 ára nemendur. Þessi námskeið eru nú haldin í 6 skólum í höfuðborginni. Félag ungra uppfinningamanna var stofnað síðastliðið vor. Á sumrin heldur íþrótta- og tómstundaráð Reykjavlk- ur sumarskóla í nýsköpun. í Ketilsstaðaskóla við Vík í Mýr- dal er blómlegt og vaxandi starf í nýsköpun. Við grunnskóla Eskifjarð- ar er markvisst unnið að nýsköpun með nemendum. Grunnskólar á Snæfellsnesi hafa sýnt mikinn áhuga á að fara af stað með nýsköpunar- starf með sínum nem- endum. Vísir að þróun- ardeild er kominn við Tækniskóla íslands þar sem unnið er að frum- gerðasmíð og markaðs- setningu á hugmyndum grunnskólanemenda. Stuðningur frá Reykjavík Stuðningur frá Reykjavíkurborg og at- vinnulífinu hefur verið afgerandi og gert þessu starfi kleift að vaxa. Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda hefur náð markmiði sínu að velq'a athygli á hugviti barna. í kjölfar keppninnar hefur farið af stað eftirtekarvert skólastarf sem hefur vakið athygli út fyrir land- steinana. Markvisst starf með hug- vit svo ungra barna á sér ekki marg- ar hliðstæður í heiminum. Keppni - hvatning Öflugar keppnir hafa í för með sér víðtæk keðjuverkandi áhrif. Þær eru tæki sem mylja múra og eija ný engi. í framhaldi af grunnskóla- keppninni verður í vetur keppni ungra vísindamanna (fyrir 15-20 ára). Sú keppni opnar vinningshöf- um leið í Evrópukeppni ungra vís- indamanna. Fyrirtækið ísaga hefur tekið íslandskeppnina að sér og mun kynna hana íjölmiðlum á næstunni. í framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins er lögð rík áhersla á að hvetja unga fólkið til dáða og sveigja það inn á framfarabraut vísinda og tækni. Ein leið til þess er að halda sterka keppni. íslenska skólakerfið þarf að byggja upp margfalt meiri hvatningu til nemenda á sviði frum- kvæðis - hugvits - vísinda - tækni - og iðnaðar. Keppni opinberar mannauðinn en í kjölfarið þarf að setja stefnuna á að styðja skólastarf- ið og smíða möguleika fyrir vaxandi nemendur. Sýning - söluvara 22. apríl 1995 verður opnuð sýn- ing í Ráðhúsi Reykjavíkur á uppfinn- ingum nemenda. Sýningin stendur í viku. Ég skora á alla unga sem aldna að nota það tækifæri til að kynnast af eigin raun óborganlegri sköpun- argáfu barna. Með þessu skólastarfi er verið að byggja upp frumkvöðla og styrkja einstaklinga í að þroska og nýta hugvit sitt sér og þjóðfélag- inu til framdráttar. Þar er ungt fólk í leit að framtíð. - Betri framtíð. Höfundur er kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Handunnii silfur og gull skartgripir. inastæKi OPNUM f DAC m.a. með eftirtalin vörumerki: M f i I lENS^i Sjónvarpstœki Hljómtœki Myndbandstœki Ferðatœki 0FISHER Myndbandstœki Hljómtœki Ferðatœki Sjónvarpstœki Myndbandstœki Hljómtæki Ferðatœki GRUflDIG Sjónvarpstœki Myndbandstœki Hljómtœki Sjónvarpstœki Ferðatœki Vtvarpsvekjarar Geislaspilarar CJ) RIOrVŒER Hljómtœki Sjónvarpstœki Geislaspilarar Sjónvarpstœki Myndbandstœki Hljómtœki Ferðatœki ^AudioSonic Ferðatœki Vasadiskó ÍStvarpsvekjarar Sjónvarpstœki nesco bosch Ferðageislatœki GSM farsímar SKC Myndbandskassettur Hljómkassettur Opið þessa helgi og afsláttartilboð í gangi laugardag og sunnudag V. opnun deildarinnar aðeins þessa helgi: 20% afsláttur af \ Polrrlc rullnairr / eldföstu mótunwn 20% afsláttur af 4^ fndeSft kæliskapum 20% afsláttur af | raftækjum og pottum 20% afsláttur af ÉibrabarTtia snávörmn fyrir heiinilið — nýju vörunni, sem kynnt er í fyrsta skipti Opið laugardag frá kl. 10-17 Opið sunnudag frá kl. 13-17 BRÆÐURNI R ORMSSON HF Lágmúla 8, Sími 38820 Full búð af nýjum vörum! | Opið í dag laugardag frá kl. 10.00 til 16.00 V-| q |q j- \ og á morgun sunnudag frá kl. 13.00 til 17.00 X ifl L ) X L(1 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.